Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 05.03.1998, Blaðsíða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 05.03.1998, Blaðsíða 2
2 Fréttir Fimmtudagur 5. mars 1998 Rólegheit Að sögn lögreglu voru bæjarbúar með eindæmum rólegir í síðustu viku. Aðeins eitt alvarlegt brot kom upp á, vegna meðferðar skot- vopnu. Sex umferðarlagabrot og eitt umferðaróhapp voru í hópi þeirra 160 færslna sem voru í dagbók lögreglunnar. Sýnir það að mikill meirihluti af bókunum í þeirri bók er vegna annars en lagabrota. Áskytteríiá blettinum Á laugardag barst lögreglu tilkynning um að maður nokkur væri að skjóta á sntáfugla út um gluggann á húsi sínu. Þegar lögreglan ræddi við manninn gaf hann þær skýringar að hann hefði verið að skjóta á sjaldgæft afbrigði af fuglategund sern var fyrir utan heintili hans. Þá sagðist hann hafa farið mjög gætilega með skot- vopnið og notað skot sem ekki væru nijög hættuleg (hvemig svo sem það er nú hægt). Engu að síður er ljóst að hversu varlega sem menn fara er alltaf hætta á að illa fari og þess vegna eru settar reglur. Algjörlega er bannað að nota skotvopn á Heimaey nerna með sérstöku leyfi. Fáttumóhöpp Þrátt fyrir snjó og hálku gekk untferðin að mestu leyti vel í vikunni. Þau umferðarlagabrot sem komu til kasta lögreglu voru öll minniháttar og ekki í frásögur færandi. Eitt smávægilegt um- ferðaróhapp varð á ntiðvikudag í síðustu viku og urðu einhverjar skemntdir á ökutækjum en engar á fólki. Hafiðsamband Lögreglan vill beina þeint til- mælum til fólks að hafa samhand, hafi það grun um að einhver eða einhverjir séu við neyslu eða dreifingu á fíkniefnum. Það er ljóst að fái lögregla ekki upplýsingar frá almenningi, getur hún lítið geil í slíkum rnálunt. Ingí Freyr tekur við stiórnnetaverk- stæðisí Namibíu Ingi Freyr Ágústsson, netagerðar- meistari, sent starfað hefur hjá Netagerðinni Ingólfi í Vestmanna- eyjum og Þórshöfn er á förum til Nantibíu. ,j5g tek við stjóm netaverkstæðis sent fyrirtækið Seaflower rekur í Lúderitz í Namibíu," segir Ingi Freyr sem heldur utan á laugar- daginn. „Seaflower, sem íslenskar sjávarafurðir eiga á móti nami- bískum stjómvöldum, gerir út einn togara en fær annan togara í í næsta mánuði. Mun ég sjá urn að þjónusta togarana sem stunda veiðar á þessum slóðum. Auðvitað er ég spenntur en það er gantan að fá tækifæri til að prófa eitthvað nýtt. Ég er ráðinn til þriggja mánaða til að byrja með en hafi ég áhuga verður gerður samningur til tveggja ára sem er uppsegjanlegur með tveggja rnánaða fyrirvara," sagði Ingi Freyr. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráöherra og Hr. Vasconcelos sjávarútvegsráðherra Portúgals voru í dagsferð í Vestmannaeyjum á briðjudaginn ásamt föruneyti. Erindi beirra var að sýna Vasconcelos fiskvinnslustöðvar og mannlíf í Eyjum. Myndin er tekín á Básaskersbryggju bar sem hópurinn gaf sér tíma til að stilla sér upp fyrír Ijúsmyndarann í gáða veðrinu á ferð sinni að kynna sér athafnalíf í Eyjum. F.v. Guðjén Hjörleifsson bæjarstjóri, Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra, hr. Vasconcelos sjávarútvegsráðherra Portúgals, tveir aðstoðarmenn hans, Árni Kolbeinsson ráðuneytisstjóri og Ari Edwald aðstoðarmaður ráðherra. Bjartey Sigurðardóttir kennari: VIII lestraifeennslu f leikskólana Á fundi skólamáluráðs miðviku- daginn 25. febrúar lágu fyrir mörg og fjölbreytt mál. I leikskólamál- um virðist vera mikill áhugi að bæta veg og metnað leikskóla Vestmannaeyja og segir Bjartey Sigurðardóttir, leikskóla- grunn- skóla- og talkennari, mikinn og jákvæðan skilning hjá bæjarfé- laginu á þessum málum. Bjartey hefur óskað eftir leyft tii að vinna þróunarverkefni við leikskólann Kirkjugerði og segir að í verkefninu felist að búa til kennsluáætlun fyrir elsta árgang leikskólans, þar sent skipulega yrði unnið að undirbúningi fyrir lestramám. ..Þetta er hugsað sent fyrirbyggjandi starf, þar sem ég vil reyna að tengja lestramámið leik- skólanum og grunnskólanunt. Mark- ntiðið er að kanna hæfni bamanna varðandi lestramámið á vormisseri síðasta árgangs leikskólans og þjálfa þau í lestri „Þetta á að efla hljóð- keifisvitund bamanna en mikið hefur verið unnið með þetta á Norður- löndunum. Ef þetta nær fram að ganga þá er stefnt að því að halda námskeið fyrir leikskólakennara í framhaldinu." Bjartey hefur einnig óskað eftir styrk vegna námskeiðs á vegum endurmenntunarstofnunar Háskóla Islands „Um íslenska þroskalistann." Bjartey segirað íslenski þroskalistinn sé skráningar- eða matslisti þar sem hægt er að kanna vitsmuna- og hreyfiþroska bama á aldrinum 6 - 8 ára. „Þess listi er unninn af íslensku sálfræðingunum Einari Guðmunds- syni og Sigurði Grétarssyni og er miðaður við íslenska sanifélagshætti og menningu.“ Hún segir að gert sé ráð fyrir að fagfólk muni halda utan um listann en að foreldrar sem hugsanlega hafi einhverjar áhyggjur af þroska barna sinna fái eyðublað sem þeir geti fyllt út og fagfólk geti síðan metið og skoðað upplýsingamar sem koma fram við þessa könnun foreldra og gert viðeigandi ráðstafanir ef þörf erá. Skólamálaráð lýsti sig rnjög hlynnt erindinu og fól skólamálafulltrúa að vinna að ntálinu. Enneinhverfismess- an í Landakírkju Hverfismessumar í Landakirkju eru jákvæð viðleitni í þá átt að gefa mannlífinu hér skemmtilegan blæ. Næsta sunnudag verður hverfis- messa kl. 14:00 þar sem einkum er heitið á íbúa Bessastfgs, Boða- slóðar, Brimhólabrautar, Heiðar- vegar, Hólagötu. Hraunslóðar og Brekastígs að fjölmenna til kirkju. Fermingarböm úr hverfinu ntun þjóna við messuna og íbúar eru beðnir að gefa meðlæti á hlaðborð í messukaffinu. Jafnan hefur þátt-taka verið góð og fulltrúar hverfanna hafa mætt glaðir til leiks. Skorum við á íbúa ofangreindra gatna að gerast ekki eftirbátar annarra í þessum efnum, heldur gera sé ferð til kirkju á sunnudaginn og eiga góða stund í Guðs húsi. Prestar Landakirkju Hefðir og bugsjónir Staifandi leikskólakennarar bæjar- ins. sem eru tíu talsins óska eftir styrk vegna ráðstefnu Félags íslenskra leikskólakennara sem ber yfirskriftina „Hefðir og hugsjónir" Skólamálaráð samþykkti að styrkja hvern þátttakanda um 10.000,- kr og komi þá ekki til skerðing á föstum launum þar sem ráðstefnan ntun standa einn virkan dag. Niðurfelling fæðiskostnaðar Skólamálaráð hefur samþykkt drög að reglum um niðurfellingu fæðis- kostnaðar í leikskólunt Vestmanna- eyja. Drögin fara hér á eftir: Óskað er eftir að tímabil það sem niðurfellingin taki til verði að vera samfellt og eigi skemmra en einn mánuður í senn. Umsóknir um breytingu á vistunarstigi verður að vera skriflegt og berast viðkomandi leikskóla með mánaðarfyrirvara. Skólamálaskrifstofan mun síðan staðfesta og reikna út eftir á, greiðsluhlutfall þeirra mánaða sem niðurfellda tímabilið fellur innan Módel 55 kemur sér upp heima- síðu á luterneflnu Fólk, sem fæddist í Vestniannaeyjum árið 1955, hefur alla tíð talið sig í sérflokki, hugmvndaríkt, framgjarnt og tilbúið til að hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd. Sem dænii um þetta benda þau á heimasíðu á Internetinu, sem þau hafa konúð sér upp. „Ég er viss um að þetta er í fyrsta skipti sem heill árgangur í bæjarfélagi kemur sér upp heimasíðu,“ segir Halldór B. Halldórsson, húsvörður Heilbrigðisstofnunarinnar í Vestmannaeyjum, sem hafði veg og vanda af því að koma módeli 55 á Netið. „Heimasíðan var hönnuð í Tölvun en ég sé um að uppfæra hana með reglulegu millibili. Kveikjan að þessu er árgangsmót sem við ætlum að halda í Eyjum á næsta ári.“ Á heimasíðunni er að finna nafnalista, garnlar myndir, gullkorn og gestabók. „Ég hvet alla úr hópnum, sent eiga gamlar myndir eða sögur, að hafa samband við mig. Það er annað hvort að slá á þráðinn eða koma upplýsingum á framfæri á heimasíðunni. Slóðin er http://www.eyjar.is og nú er bara kíkja inn á síðuna. Þar verður að finna allt sem skiptir máli unt þetta frábæra módel,“ sagði Halldór. Opið erindi í Rannsóknasetri Vestmannaeyja Laugardaginn 7. niars nk. flytur Olafur Hannibalsson erindið „Frystur fískur, markaðir og samkeppnisstaða á erlendum ntarkaði“. Erindið mun hefjast kl. 14:00 og standa yfír í um 30 mínútur en að því loknu verður opið fyrir fyrirspurnir úr sal. Allir eru velkomnir. Erindið verður haldið að Strandvegi 50,3. hæð. Páll Marvin Jónsson, forstöðumaður. (FRÉTTIR Útgefandi: Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Ritstjóri: Ómar Garðarsson. Blaðamenn: Benedikt Gestsson & Sigurgeir Jónsson. Iþróttir: Rútur Snorrason. Abyrgðarmenn: Ómar Garðarsson & Gísli Valtýsson. Prentvinna: Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Aðsetur ritstjórnar: Strandvegi 47II. hæð. Sími: 481-3310. Myndriti: 481-1293. Netfang/rafpóstur: frettir@eyjar.is. Veffang: http//www.eyjar.is/~frettir. FRÉTTIR koma út alla fimmtudaga. Blaðið er selt I áskrift og einnig I lausasölu I Turninum, Kletti, Novu, Skýlinu, Tvistinum, Amigo, Kránni, Vöruval, Herjólfi, Flugvallarversluninni, Tanganum, Söluskálanum Friðarhöfn. I Reykjavík: hjá Esso Stóragerði og I Flugteríunni á Reykjavikurflugvelli. FRÉTTIR eru prentaðar í 2000 eintökum. FRÉTTIR eru aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Eftirprentun, hljóðritun, notkun Ijósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.