Fréttir - Eyjafréttir - 05.03.1998, Blaðsíða 8
8
Fréttir
Fimmtudagur5. mars 1998
Herer
ekkert
föndur í
gangi
-segja sex galvaskar smíðakonur sem mæta
einu sinni í viku í smíðastofu Barnaskólans og
lóta smíðadrauma sina rætast undir vökulli
leiðsögn Valgeirs Jónassonar.
Það virðist aldrei vera dauð stund í
Barnaskólanum. Síðan í haust
hefur Valgeir Jónasson bygginga-
meistari og handmenntakennari
skólans verið að kenna konum
smíðar einu sinni í viku. Valgeir
segir að hann vilji ekki kalla þetta
smíðanámskeið, heldur finnist
honum betra að kalla þetta smíða-
kvöld.
Það eru sex galvaskar smíða-
meyjar sem fylla smíðastofuna
hlátri, þegar ég geng inn. Það er létt
yfir þeim, þó ekki leyni sér
einbeittur áhugi úr svipnum þar
sem þær vinna að jafn ólíkum
verkefnum og þær eru margar. Eg
er greinilega staddur í ranni
áhugasamra kvenna, þar sem
Völundur sjálfur hefur náð að
fanga huga þeirra og haga hönd.
Allt mjöy frjálstá
smíóakuöldunum
Valgeir segir hugmyndina að þessu
átta til tíu ára gamla. „Það var hrein
tilviljun að ég fór að kenna smíðar við
Bamaskólann og í framhaldi af því
datt upp í hendurnar á mér að kanna
undirtektir og prófa þetta. Þetta er því
í raun og veru tilraun. Hins vegar vil
ég ekki kalia þetta námskeið, heldur
I
Björg llalgeirs víð bor inn.
smíðakvöld og á þeim grundvelli
hefur þetta verið rekið. Þetta er því
nokkuð frjálst og ekkert verið að
jagast yfir því þó fólk mæti kannski
ekki í hverri viku. Þær bara koma og
fara eftir því sem þær hafa tíma til.“
Hvemig er svo árangurinn hjá
þeim?
„Ég hélt nú í fyrstu að hér yrðu
smíðuð leikföng og varð mjög feginn
þegar ég komst að því að engin vildi
smíða leikföng, heldur eitthvað
veglegra og skemmtilegra, og góða
nytjahluti. Borðstofuborðið hennar
Þuru Matt stenst til dæntis allar kröfur,
sem gerðar eru til vandaðra húsgagna.
Það er öllum reglum fylgt og útlitið og
hönnunin er í góðu samræmi. Hún
hefur einnig vélunnið sjálf allt sem
þurfti. Hins vegar nýtur hún kannski
góðs af því að hún var að læra
rafvirkjun, þannig að allar mælingar
liggja mjög vel fyrir henni.“
Standa slg allar mlög vel
Valgeir segir að Þura sé þó ekkert
einsdæmi í hópnum, því þær hafa allar
staðið sig mjög vel og nefnir
garðhúsið hennar Bjargar og mjög
skemmtilega kistu sent Helga Dís
smíðaði. „Hún segir að kistan sé í
kántrýstíl, sent ég er nú ekki al veg klár
á hvaða stfll er, en hún var mjög
falleg, nýstárleg og svolítill framúr-
stefnutaktur í henni. Þær hafa líka
kontið með gamla hluti sem þær hafa
verið að gera upp og laga. Þannig að
þetta hefur gengið upp á allan hátt.“
Kostar þetta mikið?
„Þær borga allt efnið, svo er smá
gjald fyrir mínum kostnaði, eins og ég
sagði þetta er tilraun og ég bý við það
að vera ekki með kennararéttindi, svo
að ef einhver með kennararéttindi
sækir um, þá verð ég eðlilega að víkja.
Þannig hefur þetta verið í bakhöndinni
að hafa að einhvegu að hverfa ef sú
staða kæmi upp. Eg var í þrjátíu ár í
byggingarvinnu og hef ekki nokkum
áhuga á því að fara í hana aftur.“
Varð að taka auglýsinyuna niður
um leið og ég setti hana upp
Valgeir segir að þessi kennsla hafi
Galuaskur smíðahópurinn inni í garðhúsinu hennar Bjargar. f.v. Björg Guðjónsdóttír, Björg Valgeirsdóttir,
Helga Dís Gísladóttir, Margo Benner, meistarinn Valgeir, Sigurbjörg Úskarsdóttir og Þura Matthíasdóttír
ekki verið auglýst neitt þegar hann
ákvað að byrja á þessu í haust. „Ég
hengdi auglýsingu upp á töflu héma á
kaffistofunni í skólanum og ég varð að
hlaupa upp stigann aftur og rífa hana
niður, vegna þess að það voru komnar
svo margar á listann. Það munu vera
einar átján konur á biðlista núna“
Hann segir að konumar komi alls
staðar að og starfi ekki eingöngu við
skólann. „Ein er meinatæknir á sjúkra-
húsinu, ein vinnur hjá verkalýðs-
félaginu, ein er á skrifstofunni hjá
skipalyftunni, tvær í ræstingum í
skólanum. „Og hvað gerir þú Helga
Dís,“ spyr hann snaggaralega stelpu
að spartla kistil sem hún er að smíða.
Og það stendur ekki á svarinu: „Ég er
smíðaséníið,“ segir hún og hlær. Og
ein er smíðaséní botnar Valgeir
kankvís á svipinn."
Hvemig verður með framhaldið á
smíðakennslunni?
„Við verðum að minnsta kosti fram
á vorið og í framhaldi af þvf verður
málið endurskoðað út frá kostnaði. En
það er ekki spuming að áhuginn er
fyrir hendi. Og þessar stúlkur eru að
smíða á fullu. Það er ekkert föndur í
gangi hér. Eftir að þetta jafnvægi
náðist í hópinn, að hér ætluðu bara að
vera konur sem vildu læra að smíða og
ekkert annað. Þær hafa haldið þetta
út. Þetta tók mjög ákveðna stefnu
strax“
Hann segir að aldur stelpnanna sé
frá tvítugu og upp að fimmtugu.
„Aldurinn skiptir engu máli í sjálfu
sér. Þetta er spuming um að þær megi
vera úti eftir klukkan átta á kvöldin.
„Svo em þær allar tryggðar. Ég keypti
ábyrgðatryggingu fyrir starfsemina,
sem er nauðsynlegt vegna þess að hér
em vandmeðfarin tæki sem þarf
kunnáttu við. Enda stend ég nú yfir
þeim ef þær eru að vinna við
vélamar.“
£
Sigurbjörg Úskarsdóttir íhugul á
suipinn.
Þarf að uera með puttana í öllu
Þura Matthíasdóttir er ein þeirra
sem sækir smíðakvöldin og ég spyr
hana þar sent hún er niðursokkin í að
leggja síðustu hönd á borðstofuborð úr
furu sem hún hefur verið að smíða
síðan í haust. Hún segist ætla að fara
heim með borðið á morgun, en þar
ætlar hún að bæsa það. Hún segir að
ástæðan fyrir veru hennar í smíðinni
eigi sér engar djúpstæðar ástæður.
„Þetta er bara spuming um að vera að
fikta í einhverju dótaríi og áhugi fyrir
því að vera með puttana í öllu.“
En af hverju borðstofuborð?
„Það vantaði borðstofuborð heirna
hjá mér, svo ég hófst bara handa á því.
Eg leitaði mér að hugmyndum með
því að fletta blöðum, bæði útlendum
og íslenskum til þess að hafa eitthvað
að byggja á, svo mótaðist hugmyndin
hægt og rólega og þetta er niður-
staðan. Reyndar hefur borðið breyst
töluvert á þessunt tíma, en það var allt
til bóta. Ég vildi ná svona traustlegum
gömlum stfl, en samt með dálitlum
léttleika líka. En þetta verður stórt og
mikið borð.“
Þura segir að smíðamar séu rnjög
skemmtilegar og er ekki frá því að
einhvers staðar leynist í henni
Völundur. „Maður væri ekki í þessu
ef manni þætti þetta ekki gaman, svo
er Valgeir mjög góður að benda
manni á góðar lausnir, ef maður
stendur frammi fyrir einhverju
vandantáli. Svo er gott hvað hann er
duglegur að spjalla. Hann þrýtur
aldrei spjallefni. Fólk er heldur ekkert
að stressa sig á hlutunum héma. Þetta
bara hefur sinn gang.“
Fuglahúsenenginnfugl
Sigurbjörg Oskarsdóttir segist hafa
verið að smíða hillu og fuglahús sent
þó sé ekki ætlað fyrir fugla, heldur
hugsað sem skraut á vegg, en hún
segir svona fuglahús vera mikið í tísku
í dag. Hún segir að það sé enginn
djúpstæður áhugi fyrir smíðum hjá
sér, heldur hafi hún viljað prófa
eitthvað nýtt. „Reyndar var ég aldrei í
smíði sem krakki og hugsanlega
liggur ástæðan þar, en aðallega er
þetta þörf fyrir að prófa eitthvað nýtt.
Svo er líka ákveðin ánægja samfara
því að sjá hlutina verða til og geta sagt
að maður hafi smíðað þá sjálfur.“
Sigurbjörg segir að næsta verkefni
sem hún ætli að hefjast handa á sé
skóhilla og svo langi hana að smíða
fataskáp. „Ég er ekkert að hætta.
Þetta er svo skemmtilegt. Reyndar
finnst mér of lítið að vera bara einu
sinni í viku og hefði ekkert á móti því
að vera í smíðinni tvisvar í viku. Ekki
skemmir að Valgeir er rnjög
skemmtilegur, enda einn með öllu
þessu líflega kvenfólki."
Garðhús fyrir barnabarnið
Björg Guðjónsdóttir er að smíða
garðhús sem hún segist ætla að gefa
barnabarni sínu. Hún er ekki alveg
viss unt að hún vilji tjá sig nokkuð um
áhuga sinn á smíðum, en hugsar málið
og kemst að þvf að úr þvf hún geti
smíðað hús hljóti hún að geta talað um
það. „Mig hefur alltaf langað til að
sntíða, svo að ég dreif mig í það þegar
þetta tækifæri kont. Þetta er mjög
gaman, en dálítið mál að reisa svona
hús. En Valgeir hefur verið mjög
duglegur við að leiðbeina og aðstoða
mig.“
Hún segir að hana langi til að smíða
borð, stól og hillu og að vonandi verði
af því. ,Þetta gefur manni mjög mikið
og helst hefði ég viljað kaupa
smíðagræjur og halda áfram í
bflskúmum hjá mér. Hver veit hvað
framtíðin ber í skauti sér,“ segir Björg
og heldur áfram að huga að
garðhúsinu.
Glerlistahona aó smióa
Margo Renner segir ástæðuna fyrir
áhuga sínum á smíðum tengjast því að
búa eitthvað til með höndunum. „Ég
er glerlistakona og vinn aðallega í gler,
en viður á ekkert illa við mig, svo er
þekking Valgeirs og félagsskapurinn
er ffábær.“
Margo segist ætla að taka þátt í
sýningu í Reykjavík í maí en þá
verður mikil handverkssýning haldin í
Laugardalshöllinni. „En ég ætla
eingöngu að sýna glerverk þar. Þó að
viðurinn og glerið séu ólíkir miðlar, þá
Þura Matthíasdóttir að leggja
síðustu hönd á boróió.