Fréttir - Eyjafréttir - 05.03.1998, Blaðsíða 9
Fimmtudagur5. mars 1998
Fréttir
9
Margo, Helga Dís og Björg spá í gullakistilinn
er þetta allt saman handverk. Hins
vegar liggur mín listræna hug-
myndavinna miklu nær glerinu og
skartgripum sem ég hef líka verið að
hanna.
Meters langur listi
Helga Dís er enn einbeitt við að
spartla kistilinn sinn og segist alltaf
hafa Iangað til þess að smíða.
„Reyndar erum við mæðgur ég og
Björg. Það var því mamma sem benti
mér á þennan möguleika en hún er að
vinna héma í skólanum. Nú og ég
ákvað að troða mér með.“
Ætlaðir þú að passa mömmu að
hún færi sér ekki að voða við
smíðamar?
„Nei,“ segir hún. „Hins vegar hefur
mig alltaf langað til að búaeitthvað til
sjálf. Núna er ég að smíða kistil, sem
verður undir ýmis konar dót.“
Ætlar þú að halda áfram í smíðinni?
,Já ég verð héma þangað til ég verð
rekin,“ segir Helga Dís og hlær. „Eða
þangað til Valgeir fær nóg af mér. Ég
á meters langan lista yfir það sem mig
langar til að gera og áhuginn eykst
alltaf ef eitthvað er. Svo er Valgeir
mjög góður. Hann er mikill sagna-
brunnur og segir miklar hetjusögur
sem eru ágætar. Þær mættu þó
kannski vera meira krassandi."
Meiri áhugi á saumaskap en
smíðum og spýtum
Björg Valgeirsdóttir er dóttir Val-
geirs sem hefur verið að leiðbeina
konunum. En Björg rekur líka sauma-
stofuna Sprett úr spori hér í Vest-
mannaeyjum ásamt móður sinni. Hún
segist ekki vera neinn siðgæðisvörður
á pabba sinn eða vera honum andlegur
styrkur gagnvart þessum föngulega
kvennahópi. „Reyndar vildi hann
ekki hafa mig með, því hann vildi
vera einn með öllum þessum konum.
En það hefur nánast verið mitt
lífsmottó að gera ekki eins og pabbi
segir manni.“
Björg segir að hún hafi aldrei þolað
smíðar þegar hún var bam, bæði var
það rykið og draslið sem fylgir því
sem pirraði hana og henni fannst hún
alltaf vera þurr á höndunum. „Enda
ákvað ég það snemma að maðurinn
minn myndi aldrei verða smiður, en
auðvitað er hann smiður, alveg eins og
pabbi. Hins vegar hef ég verið að
biðja manninn minn að smíða eitt og
annað sem hefur vantað á heimilið, en
það hefur ekkert gengið, svo það er
kannski ástæðan fyrir því að ég er hér,
heldur en brennandi áhugi á smíðum
og spýtum.“
Þú rekur saumastofu héma í bæn-
um?
„Já ég og mamma erum með
vefnaðarvöruverslun, saumastofu,
prjónastofu og bmggbúð, og við
saumum allt sem beðið er um. Allt frá
prestshempum til samkvæmiskjóla
og það er nóg að gera. Ég hef miklu
meiri áhuga á því að sauma og prjóna.
Annars er allt handverk skemmtilegt
hverju nafni sem það nefnist."
Björg er að smíða fatahengi fyrir
bömin sín, en segir að verkefnalistinn
sé langur. „Mig langar að smíða
framlengingu á eldhúsborðið hjá mér
og skáp í eldhúsið, sem ég hef lengi
beðið eftir," segir Björg að lokum.
Benedikt Gestsson
Tómasoy Siyuröur.
Þjónustustjóraskiptu urðu hjá
Islandsbanka á þriðjudaginn.
Tómas Pálsson fráfarandi þjón-
ustustjóri hefur nú fengið starf
fulltrúa útibústjóra en Sigurður
Friðriksson áður þjónustufulltrúi
hefur fengið starf þjónustustjóra.
Tómas Pálsson segir að hann sé
ánægður með nýja starfið og að
ábyrgð hans sé svipuð og áður hjá
bankanum. Hann segir að hann
hlakki til að takast á við ný verkefni í
nýju starfi og hann líti björtum
augum á nánara samstarf við
útibússtjórann, þó að viss söknuður
sé af gamla starfinu. „Við tókum
upp störf þjónustufulltrúa þegar
bankinn var stofiiaður nítján hundmð
níutíu og eitt. og markmiðið með því
var að veita viðskiptavinunum
persónulegri þjónustu.
ÞjónustufullU'úinn veit um stöðu
hvers og eins og viðskiptavinurinn
vill fá persónulega þjónustu."
Sigurður Friðriksson hefur verið
bankastarfsmaður í 12 ár. þannig að
hann býr yfir mikilli reynslu. ,Æg er
Vestmannaeyingur og vel flestir
þekkja mig hér í bænum. Ég var
yfirgjaldkeri í sjö eða átta ár og eitt
og hálft ár sem þjónustufulltrúi. Ég
hlakka til að takast á við nýtt starf og
vonast eftir góðu samstarfi við við-
skiptavini og staifsfólk bankans."
Sigurður segir að starf þjónustu-
stjóra sé töluvert stjómunarstarf sem
snúi að öllum þáttum útibibúsins.
„Það má búast við að með nýjum
mönnum komi nýjar áherslur, hins
vegar hef ég aðeins verið einn dag í
starfinu og tíminn leiðir í ljós hvem-
ig starfið mun rnótast"
Þemaviku Hamarsskóla lauk með borðahldi og órshótíð ó föstudaginn var.
Vikan var liður í vímuefnaótaki skólans og bar yfirskriftina:
Heilbrigð sál í hrauslum líkama
í síðustu viku var var haldin
þemavika í Hamarsskóla sem
bar yfírskriftina „Heilbrigð sál í
hraustum líkama“. Þemavikan
er hluti af átaki skólans gegn
vímuefnum. Starfíð miðar að
því að krakkarnir geti náð að
hugsa sjálfstætt og taka
sjálfstæðar ákvarðanir. Þessu
markmiði er reynt að ná með
verkefnum sem byggja upp
sjálfstraust nemendanna,
þannig að þau verði hraustir og
sjálfstæðir einstaklingar.
Krökkunum var skipt í þrjá
hópa eftir aldri og fengu allir
verkefni sem hentuðu hverjum
aldursfíokki. Meðal þeirra
verkefna sem krakkarnir
spreyttu sig á voru dans,
leiklist, tjáning, ræðumennska,
sjálfsmynd, eróbikk.
Kennararnir skiptu sér niður á
hópana og og nemendunum var
einnig blandað innbyrðis, en
einnig voru fengnir
leiðbeinendur utan úr bæ vegna
sumra verkefnanna.
A föstudeginum var svo farið
í að skreyta skólann og leggja
síðustu hönd á ýmis atriði sem
voru svo flutt á árshátíð elstu
krakkanna um kvöldið. Það
var mikið fjör hjá
nemendunum þennan
fostudagsmorgunn og allir á
fullu við að Ijúka verkefnum
sínum og verða klár fyrir
árshátíðina. Meðal hópa sem
störfuðu þessa viku hjá elstu
nemendunum voru:
hjólabrettahópur sem hannaði
og skipulagði
hjólabrettaleikvang sem þeir
hafa fengið vilyrði fyrir að
komið verði upp \ið skólann í
sumar, kvikmyndahópur sem
vann ötullega að gerð myndar
sem þeir kalla Bankaránið,
ljósmyndahópur sem Halla
Einarsdóttir leiðbeindi og
tölvuhópur sem var á fullu í því
að setja upp heimasíðu undir
leiðsögn Sylvie Achard.
Ragnheiður Borgþórsdóttir
var tískuhópnum til leið-
beiningar, þar sem farið var í
snyrtingu, málun og framkomu,
en það voru átján stelpur sem
komust í hópinn. Hins vegar
sýndu strákarnir þessum hópi
lítinn áhuga. Hún segir að
hugmyndin sé frá stelpunum
komin, en hlutverk hennar sé
bara að fínpússa hlutina.
„Hugmyndin var sú að byggja
upp sjálfið hjá stelpunum og
kenna þeim að koma fram, ekki
bara sem sýningarstúlkur,
heldur ekki síður sem
sjálfstæðir einstaklingar með
eigin þarfír og Ianganir.“
Arshátíðin byrjaði með
borðhaldi klukkan átta um
kvöldið, þar sem snætt var
lambalæri með frönskum og
kokteilsósu. I eftirrétt var svo
ís. Hver bekkur var svo búinn
að skreyta sína stofu svo að
borðhaldið mætti verða í
frábrugðnu umhverfi hins
venjulega skóladags.
Ymsar úuiefninyar og uiöurkenninyar uoru uióhaföar á árshátióinni. Fr.u. mesta
karlkyns Ijóskan. mesta krúttið, herra Hamarsskóli, ungfrú Hamarsskóli, mesta
kvenkyns Ijóskan og besti kennarinn.
Kuikmyndagerðarmenn f ramtíðarinnar stilltu sér upp að lokinni töku á síðustu
senu stórmyndarinnar Bankaránið. F.u. Matthías Þór, Dauíð Þór, Sæuar Þór, Jónas
Þórir, Hlynur Stefáns, Hlynur Tryggua og Snorri Páll.
Tískusýningin tókst með ágætum. Hér eru tvær sýningarstúlkurnar á fullri
keyrslu í fötum frá Flamingo.
Vngrí nemendur skólans höfðu verið í félagsuist ræðumennsku og leiklist
tjáningu og fjöldanum öllum af áhugasömum uerkefnum.
Hjólabrettagengið fyrir aftan líkan af hjólabrettaleikuangi sem beir hönnuðu
og útfærðu. fr. u. Valur, Stebbi, Suenni, Biggi, Árni og Siggi.