Fréttir - Eyjafréttir - 05.03.1998, Blaðsíða 14
14
Fréttir
Fimmtudagur5. mars 1998
Landakirkja
Fimmtudagur 5. mars
Kl. 17:00 f.T.T. (10-12 ára)
ATH! kl. 20:00 mun sjón-
varpsstöðin Fjölsýn taka til
sýningar æskulýðsmessu í Landa-
kirkju og nýafstaðna útgáfu-
tónleika bamakórs Landakirkju,
Lítilla Lærisveina.
Laugardagur 7. mars
Kl. 14:00 Útför Jóhanns Ey-
steinssonar.
Kl. 16:00 Útför Þóru Margrétar
Friðriksdóttur.
Sunnudagur 8. mars
Kl. 11:00 Sunnudagaskólinn
Kl. 14:00 Almenn guðsþjónusta.
Hverfismessa! Sjá nánar í frétta-
tilkynningu.
Kl. 20:30 KFSJM & K Landa-
kirkju - unglingafundur
Mánudagur 9. niars
Kl. 20:30 Bænasamvera og
Biblíulestur í KFUM & K
húsinu.
Þriðjudagur 10. mars
Kl. 16:00 Kirkjuprakkarar (7-9
ára).
Kl. 20:00 Fullorðinsfræðslan:
Kynning á niðustöðum norrænnar
ráðstefnu um menningu
sjávarsamfélagsins og siðfræði
sjávarútvegs, sem sr. Bjami
Karlsson sótti nýlega.
Allt fólk velkomið. Heitt á
könnunni.
Kl. 20:30 Eldri deild KFUM &
K fundar í húsi félaganna.
Miðvikudagur 11. mars
Kl. 10:00 Mömmumorgunn.
Kl. 12:10 Kyrrðarstund í hádegi
Kl. 15:30 Fermingurtímar -
Bamaskólinn
Kl. 16:30 Fermingartímar -
Hamarsskóli.
Kl. 20:00 KFUM & K liúsið
opið unglingum.
Kl. 20:30 Skírnarfræðslukvöld!
Einkum ætlað foreldrum og
skímarvottum ársins '97.
Fimmtudagur 12. mars
Kl. 11:00 Kyrrðarstund á
Hraunbúðum.
Kl. 17:00 T.T.T. (10- 12 ára).
Hvítasunnu-
KIRKJAN
Þriðjudagur
Kl. 17:30 Krakkakirkja (aldurinn 9
- 12 ára)
Fimmtudagur
Kl. 20:30 Biblíulestur
Föstudagur
KL. 17:30 Krukkakirkja af lífi og
sál (fyrir böm frá 3-9 ára)
Kl. 20:30 Unglingastarfið
I.augardagur
Kl. 20:30 Bænasamkoma
Sunnudagur
Kl. 15:00 Vakningarsamkoma
Lilja Óskarsdóttir talar. Samskot
tekin til kristniboðsins.
Aðventkirkjan
Laugardagur 7. niars.
Kl. 10:00 Biblíurannsókn
Kl. 11:00 Guðsþjónusta. Gestur lielg-
arinnar Úlfhildur Gnmsdóttir.
Allir velkomnir.
Baháí SAM-
FÉLAGIÐ
Opið hús að Kirkjuvegi 72B.
Kl. 14:00 Sunnudaginn 1. mars
mun guðfræðineminn Þorkell
Óttarsson fjalla um Kristni í Ijósi
BaháT-trúarinnar
Allir velkomnir.
íslandsmeistarar ÍBV föpuðu öllum leikjum sínum á æfingamóti á Kýpur:
Ferðin er góð reynsla fyrir
Evrðpukeppnina í sumar
Lið ÍBV sem keppti á Kýpur: Aftari röð frá vinstri: Steinar Guðgeirsson, Hiynur Stefánsson, Sigurvin Ólafsson, Hallur
Ásgeirsson, Kristinn Lárusson, Páll Almarsson, Jóhann Sveinn Sveinsson, Friðrik Friðriksson, Zoran Mijlkovic, Elías
Friðriksson, sjúkraþjáifari. Fremri röð frá vinstri: Ingi Sigurðsson, ívar Bjarklind, Steingrímur Jóhannesson, Gunnar
Sigurðsson, Hjalti Jónsson, Hjalti Jóhannesson, Kristinn Hafliðason.
íslandsmeistarar ÍBV komu úr viku
æfinga- og keppnisferð á Kýpur á
sunnudaginn. Þetta er þriðja árið í
röð sem IBV fer í Miðjarðarhafið
en að þessu sinni var liðið mánuði
fyrr á ferðinni en í hin tvö skiptin.
Að þessu sinni tapaði IBV öllum
þremur leikjum sínum í ferðinni og
lenti í 8. og neðsta sæti í mótinu.
Fyrsta árið vann IBV jietta
æfingamót en í fyrra lenti liðið í 5.
sæti. Hins vegar var mótið í ár það
langsterkasta sem IBV hefur tekið
þátt í þarna suðurfrá. Astæða þess
að IBV var svo snemma á ferð í ár á
Kýpur var sú að í apríl fer liðið
aftur utan í æfingabúðir, til
Portúgals. IBV ætlar sér því
greinilega að mæta vel undirhúið til
átökin í sumar.
Að sögn Þorsteins Gunnarssonar,
framkvæmdastjóra knattspymudeildar
ÍBV, vom aðstæður á Kýpur til æfinga
og keppni eins og best verður á kosið.
Vellimir voru að þessu sinni mjög
góðir og veðrið sólríkt.
ÍBV lék fyrst gegn rússneska 1.
deildarliðinu Metallurg sent lenti í 2.
sæti í fyrra en komst ekki í úrvals-
deildina vegna fækkunar. Metallurg
vann 3-2 í ágætum leik. Steingrímur
Jóhannesson og Kristinn Lárusson
skomðu mörk IBV.
Næst lék ÍBV gegn FC Flora frá
Eistlandi sent Teitur Þórðarson þjálfar
en þetta lið ntyndar uppistöðuna í
eistneska landsliðinu. FC Flora vann
öruggan sigur, 2-0.
Seinasti leikur ÍBV var gegn
sænska úrvalsdeildarliðinu Helsing-
borg sent Islendingamir Hilmar
Bjömsson og Jakob Jónharðsson spila
með. Þetta var langbesti leikur IBV í
ferðinni. Steingrímur Jóhannesson
skoraði fyrst fyrir ÍBV í fyrri hálfleik.
Eyjamenn fengu fjölmörg mark-
tækifæri til að gera út um leikinn í
seinni hálfleik sem þeir nýttu ekki.
Helsingborg snéri leiknum sér í vil
síðasta korterið og skoraði tvö mörk á
seinustu mínútunum.
Að sögn Þorsteins lék ÍBV
ágætlega fýrstu 60 til 70 mínútunumar
í leikjunum þremur en eftir það hafi
farið að halla undan færi og
úthaldsleysi og þreyta farið að segja til
sín. Staðreyndin sé sú að ÍBV sé
mánuði á eftir hinunt liðunum í
undirbúningi því íslenska deildin
hefjist svo seint á vorin. Hins vegar sé
IBV án efa með forskot á önnur lið hér
á landi hvað undirbúning varðar.
„Þar sent liðið er töluvert mikið
breytt frá því í fyrra er svona ferð góð
til þess að hrista mannskapinn vel
saman og leggja grunninn að nýju
Ieikskipulagi og áherslum. Þar að auki
er þetta dýrmæt reynsla fyrir
Evrópukeppnina í sumar því miklar
líkur eru á því að ÍBV mæti
austantjaldsliðum eða liðum frá
Skandinavíu í fyrstu umferð. Bjarni
þjálfari var þokkalega sáttur við
leikina en hann á greinilega mikið
verk fyrir höndunt að móta og skapa
nýtt lið fyrir sumarið," sagði
Þorsteinn.
Allir leikmenn liðsins í ferðinni fengu
tækifæri til að spreyta sig. Nýju
leikmennimir Steinar Guðgeirsson og
Kristinn Lárusson era liðinu styrkur.
Kjartan Antonsson og Ivar Ingi-
marsson voru ekki með í ferðinni.
Hjalti Jónsson kom frá Þýskalandi og
Zoran Miljkovic frá Júgóslavfu en
hann lék ekkert með í ferðinni vegna
meiðsla.
Kristinn, Elías Friðriksson, Bjarni þjálfari og Þorsteinn Gunnarsson.
Sumariðleggstvelímig
-segir Kristinn R. Jónsson nýráöinn aðstoðarþjálfari IBV
Kristinn R. Jónsson, 34 ára Reykvíkingur, er koniinn til starfa hjá ÍBV.
Hann mun verða aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla í knattspyrnu í
sumar og hann tekur að sér þ jálfun 2. og 4. flokks karla. Kristinn gegnir
einnig starfi bókhaldara hjá fyrirtæki í Reykjavík. Hann er kvæntur og
3ja barna faðir.
Kristinn lék með Ármanni í yngri flokkunum eða þangað til hann flutti sig í
Safamýrina og spilaði með Fram í 3. flokki. Hann lék síðan allan sinn feril með
Fram og á að baki 322 mfl.leiki nteð félaginu. Kristinn lék 12 A-landsleiki og
einnig á hann skráða nokkra leiki með yngri landsliðum íslands. Hann þjálfaði
Hauka í 3. deildinni í 1 ár en síðustu 3 ár hefur hann þjálfað 2. og 3. tlokk Fram
við góðan orðstír. En hvernig kom það til að þjálfa hér í Vestmannaeyjum? „
Bjami Jóhannsson, þjálfari, hafði samband við mig í haust og spurði hvort ég
hefði áhuga. Eitt leiddi af öðru, ég ákvað að slá til og hingað er ég kominn.
Sumarið leggst vel í mig og ég sé því ekkert því til fyrirstöðu að halda áfram á
beinu brautinni," sagði Kristinn R. Jónsson að lokum.
Er hálfsmeykur við leikinn
-segir Eyjamaðurinn Hlynur Jóhannesson markvörður HK
Næstkomandi miðvikudag fer
fram einn leikur í Nissandeildinni,
hér í Eyjum. Þá taka Eyjameim á
inóti liði HK, sem er að berjast
fyrir sæti í úrslitakeppninni.
í þessum leik munu mætast tveir
af markahæstu mönnurn deildar-
innar, þeir Zoltán Belánýi og Sig-
urður Sveinsson og einnig munu
mætast þeir Sigmar Þröstur
Óskarsson og Hlynur Jóhannesson,
en þeir hafa varið flest skot í
deitdinni. FRÉTTIR náðu tali af
Eyjamanninum í liði HK. Hlyni
Jóhannessyni, og var hann spurður
hvemig leikurinn legðist í hann, gegn
sínum gömlu félögum. „ Ég get ekki
sagt annað en að ég sé hálf smeykur.
ÍBV er á miklu flugi í dag og okkar
leikur er ekki sterkur þessa stundina.
þar sem að rauða ljónið, Hjálmar
Vilhjálmsson, er í banni og einnig
Helgi Arason. En ef við spilurn góða
vöm, ég næ mér á strik í markinu og
gamli jálkurinn, Siggi Sveins, verður
í formi, þá er aldrei að vita hvað
gerist. Ég hlakka rnikið til leiksins
en kvíði mikið fyrir ef Haraldur
„vippa" Hannesson, kemst í liatn,"
sagði Hlynur. Hvemig spáir þú
leiknum? „Annað liðið sigrar
sannfærandi, 26-22 og é hef trú á því
að ég muni verja 18 skot og eitt víti
en Sigmar Þröstur 7 skot og 1 víti.
Hlynur á meðan hann lék með ÍBV.
Eitthvað að lokum? „Já, ég vil
rninna stuðningsmenn Eyjamanna á
að Hlynur er Eyjamaður þannig að
áhorfendur ættu að styðja við bakið á
okkur líka.“ sagði Hlynur eldhress að
vanda.