Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 05.03.1998, Blaðsíða 16

Fréttir - Eyjafréttir - 05.03.1998, Blaðsíða 16
p B Frétta- og auglýsingasími: 481-3310 • Fax 481-1293 H „ H ferðir Immmmmm/ 4«i 3440 FLUTNINGAR - VESTMANNAEYJUM Dagkfar hrUr brtrt á kmd tm w. Vöruafgreiðsla Sldldingavagl 4 Sántl 481 344« Vöruafgreiðsla ■ Reykjavík 11 - 3 MoiMI 3030 Sendibílaakstur innanbæjar. Vilhjálmur Bergsteinsson smmemöÁéiLi •481-2943, 1*897-1178 Félagsheimilið harfnast andlitslyRingar Tæknideild Vestmannaeyja- bæjar vinnur nú að úttekt og kostnaðaráætiun vegna lagfær- inga og breytinga sem fram þurfa að fara á aðalsal Félags- heimilisins. Guðmundur Þ.B. Ólafsson. tómstunda- og fþróttafulltrúi, segir að salurinn standist engan vegin þær kröfur sent gerðar eru til sala af sambærilegu tagi. „Húsið er byggt nítján hundruð sextíu og níu og hefur ekki fengið það viðhald í tuttugu og níu ár sem nauðsynlegt er á slíku húsi. Það sem gera þarf húsinu er til dæmis að endunýja gólfefni, koma upp nýtTÍ loftræstingu og ferlimál fatlaðra verða einnig tekin inn í þessa úttekt." Guðmundur segir að hátt á annan tug þúsunda gesta konú í salinn á ári og að það séu breyttir tímar og kröfur þegar svona fjölnotahús eigi í hlut. „I húsinu eru kvikmynda- sýningar, félagsmiðstöð unglinga, leiksýningar, tónleikar og útskrift Framhaldsskólans fer einnig fram þar. Með tilliti til alls þessa og breyttra krafna urn eldvamir og loftræstingu er löngu kominn tími til að endurbæta húsið,“ segir Guð- mundur að lokunt. Vinnuskólinn Á síðasta fundi íþrótta- og æskulýðsráðs var samþykkt að starfstími Vinnuskólans næsta sumar verði með sama hætti og síðasta sumar. Nemendum gefst þvt' kostur á að vinna fyrri hluta sumars eða seinni hluta sumars. Starfsemi hvors hluta mun hefjast 2.júníog I3.júlí. Einnig var samþykkt að þátt- tökugjald í Skólagarða verði óbreytt frá fyrri árum, eða fimmtán hundruð krónur. Aðalfundur Sparisjóðs Vestmannaeyja: ligið fé er komið í 263 milljénir kréna Þessi stelpa var að skreyta skólastofuna sína í Hamarsskóla fyrir árshátíð skólans sem haldin var á föstudaginn ísíðustu viku. fllla vikuna hafði verið í gangi svo kölluð þemavika, þar sem nemendur og kennarar brugðu útaf hefðbundinni kennslu. Leyna sér ekki listræn tilþrif og frumleiki. Á aðalfundi Sparisjóðs Vest- mannaeyja, sem haldinn var 28. febrúar sl. kom m.a. fram að hagn- aður ársins 1997 var 27,7 milljónir, er þá búið að taka tillit til tekju - og eignaskatta að upphæð kr. 13,9 milljónir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sparisjóðnum. Þar segir einnig að heildarinnlán, að meðtalinni verð- bréfaútgáfu, námu í árslok 1.637,4 milljónum og höfðu aukist um 10.1% á milli ára. Sem fyrr eru útlán til einstaklinga í forrni fasteignalána eða launalána langstærsti útlánaflokkurinn eða 58% af heild. Þar á eftir koma útlán til sjávarútvegs eða 23% af heildar- útlánum. Framlög til afskriftareiknings útlána námu á árinu 11,9 milljónum, en hann er myndaður til að mæta þeirri áhættu, sem fylgir útlánastarfsemi. Afskriftareikningurinn var um síðustu áramót 61,9 milljónir. Eigið fé Sparisjóðs Vestmannaeyja var um sl. áramámót 263,2 milljónir og hafði aukist á árinu um 14,2% sem er 12,2% hækkun umfram vísitölu neysluverðs. Samkvæmt reglum um eigið fé banka og sparisjóða þ.e. CAD reglum má eigið fé ekki nema lægri fjárhæð en sem svarar til 8% af útreiknuðum áhættugrunni. Þannig reiknað var eiginfjárhlutfall Sparisjóðs Vestmannaeyja 17,6% í árslok 1997 en var 16,1% í ársbyrjun. Á aðalfundinum kom m.a. fram að Sparisjóðurinn veitir nokkra styrki og framlög til íþrótta-og menningamála í Vestmannaeyjum. Heildarupphæð þeirra nam um 3,1 millj, kr. áárinu 1997. Á aðalfundinum var opnuð ný heimasíða fyrir Sparisjóð Vest- mannaeyja.Slóðin er: http: // www. eyjar.is/sparisjodur/. Sparisjóðsstjóri er Benedikt Ragn- Loðnuvinnsla í fullum gangi: Loðnan mun smærri en í fyrra Þá er Ioðnuvinnslan komin á fullan skrið. Fryst er á Japansmarkað bæði hjá Vinnslustöð og Isfélagi með fullum afköstum. Vandamálið er aftur á móti að loðnan er mun smærri nú en áður hefur verið. Viðar Elíasson, hjá Vinnslustöðinni, sagði að þeir væru búnir að frysta eitthvað á 3. þúsund tonn. „Gallinn er sá hvað loðnan er smá, hængurinn er einnig ntiklu smærri en áður og það veldur erfiðleikum í flokkun. Þetta er allt öðruvfsi en við höfum átt að venjast, það er greinilega einhver röskun á ferðinni í lífríkinu,“ sagði Viðar Elíasson. Hjá Isfélaginu er búið að frysta um 2500 tonn. Og þar var sömu sögu að segja um stærðina. Einar Bjamason, verkstjóri, sagði þetta nokkurt vandamál og greinilegt að þama væri um verðminni afurð að ræða. Aftur á móti yrði hráefnið betra því vestar sem loðnan gengi. En svo er það stóra spUmingin hve lengi er hægt að frysta þar sem loðnan virðist vera kontin fast að hrygningu. Um hádegi í gær var búið að bræða unt 11.600 tonn í verksmiðju FES. Bogi Sigurðsson, verksmiðjustjóri, sagði að þeir ynnu á fullum afköstum og allt gengi eftir áætlun. í gær lönduðu bæði Guðmundur og Gfgja hjá FES. Sigurður Friðbjörnsson, hjá loðnu- bræðslu Vinnslustöðvarinnar, sagði að þeir væru búnir að bræða milli 15 og 16 þúsund tonn Kap og Glófaxi lönduðu í gærdag og í gærkvöldi kom Sighvatur Bjamason með fullfermi. !S Q[ Ú I !n verð áður verð nú Heinz tómatsósa „risaflaskan“..........107338. 169 fl. Sun maid rúsínur 500 gr................lurtTÍL 128 ds Dixel WC pappír super soft 4 rl. í pk..kír398L 228 pk. Kelloggs Kaupir 2 pakka frá Kelloggs, færð diskasett frítt með. Nóa kropp 150 gr.......................kiriOZ. 137 pk. Nóa rjómasúkkulaði 200 gr...............krrML. 169 stk.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað: 9. tölublað (05.03.1998)
https://timarit.is/issue/375316

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

9. tölublað (05.03.1998)

Aðgerðir: