Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 05.03.1998, Blaðsíða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 05.03.1998, Blaðsíða 4
4 Fréttir Fimmtudagur5. mars 1998 =. 0$gllferíi Omótstæðilegar ostakökur Það er mikið að boltinn kom aftur til okkar kvennana og þá er best að hætta í þessunr einföldu hakkréttum sem allavega síðustu tveir „þykjast" kunna að elda. Þó að við kvenfólkið höfum mikið að gera eins og bróðir minn, áskorandinn hélt fram, þá er það eitt af því sem við höfum fram yfir karlpeninginn, skipulagið og áhugann og þá er allt hægt. Eg ætla að gefa uppskriftir að tveimur ómótstæðilegum ostakökum sem klikka aldrei og það besta við þær að þær geymast í ísskáp í hálfan mánuð (þ.e.a.s. ef enginn er heima). Sú fyrri er heimaþróuð og margreynd og góð til að viðhalda mjúku línunum, sú síðari er nýtilkomin og er alveg meiriháttar saumaklúbbsterta. Tíramísú ostakaka. 2 eggjarauður 2 msk. sykur, þeytt vel saman. 400 gr rjómaostur og 1 mascarpone ostur hrærðir saman með 1 pela rjóma. 2 tsk. vanillusykur 4 msk. flórsykur blandað varlega saman við, ef hrært er of mikið þá verður blandan of lin. Eggja- rauðunum og sykrinum blandað saman við. 1 dl. gott kaffi, kælt. 1/2 dl. Tia María eða Kahlúa lfkjör blandað saman. Rúmlega 1 pk. Lady fmgers og einni köku velt uppúr kaffiblöndunni og raðað í djúpt form, þegar botninn hefur verið þakinn, þá er helmingnum af ostablöndunni hellt yfir. Síðan er sagan endurtekin, Lady fingers og ostablanda. Sfðast er sigtað kakó yfir. Kakan er best á öðrurn til þriðja degi og síðar sem hentar mjög vel skipulögðu fólki. Toblerone ostakaka. Botn. 1 pk. Homeblest súkkulaðiex 50 gr. smjör 50 gr. Toblerone Myljið kexið. Bræðið saman smjörið og Toblerone í potti og blandið kexmylsnunni saman við. Þrýstið blöndunni í botninn á ca. 24 cm. smellufomi. Fylling: 4 matarlímsblöð 400 gr rjómaostur 170grflórsykur 4 dl rjómi 300 gr Toblerone smátt saxað 1/2 - 1 dl. Bailey’s líkjör Leggið matarlímsblöðin í bleyti. Hrærið saman rjómaostinum og flórsykurinn. Þeytið rjómann og blandið honum varlega saman við ostakremið. Kreistið vatnið úr matarlímsblöðunum og leysið þau upp í Bailey’s líkjömum eða örlitlu vatni og kælið aðeins. Bætið smáttbrytjuðum Toblerone biturn saman við ostakremið. Þegar matarlímið er rétt að byrja að stífna er því blandað saman við og kreminu hellt yftr kexbotninn. Súkkulaðikrem: 200 gr Toblerone ca. 4 msk. mjólk Bræðið Toblerone yftr vatnsbaði og / Þorgerður Jóhannsdóttir kælið örlítið. Hrærið síðan mjókinni saman við og hellið yftr ostakremið. Geymið kökuna í ísskáp í 12-24 klst. áður en hún er borin fram. Sem næsta ákoranda var úr vödu að velja, margir matgæðingar eru nú í hádegishópnum margfræga en hvort þeir þora að upplýsa opinberlega sitt fæðuval þori ég ekki að ábyrgjast. Því ætla ég að halda þessu enn innan Kiwanishreyftngarinnar og skora á arftaka minn Sigurbjörgu Stefáns- dóttur Sinawiksystur að vera næsta sælkera vikunnar. Að fenginni reynslu veit ég að hún klikkar ekki í þessu frekar en öðru sem hún tekur sér íyrir hendur. BÖRNIN SYNGJfl AF GLEÐIFYRIR GUÐ Eins og fram kemur í blaðinu í dag er þessa dagana verið að gefa út geisladisk með söng „Litlu lærisveinanna" en það er barnakór Landakirkju. Þau hjón, Helga Jónsdóttir og Arnór Hermannsson hafa séð um „tónlistarlegt uppeldi" krakkanna. Arnór sér um undirleik en Helga stjórnar, auk þess sem hún semur bæði lög og texta. Það er ekki langt síðan þessi barnakór var stofnaður en hann hefur vakið mikla athygli, bæði fyrir fallegan söng og ekki sfður agaða og fallega framkomu. Stjórnandi kórsins, Helga Jónsdóttir, er Eyjamaður vikunnar af þessu tilefni. Fullt nafn? Helga Jónsdóttir Fæðingardagur og ár? 11 .ágúst 1955 Fæðingarstaður? Kvistherbergið í Pálsborg Vestmannaeyjum Fjölskylduhagir? Gift Arnóri Hermannssyni, við eigum 5 börn, Gyðu, Davíð, Aron, Orra og Örvar Menntun og starf? Gagnfræðapróf, póstafgreiðslupróf, er núna að læra tónfræði, starfa í Landakirkju með barnakór og í sunnudagaskóla og sé um rekstur á bakaríi. Laun? Ég uni vel við mitt. Helsti galli? Sitt sýnist hverjum, en ég erferlega viðkvæm. Helsti kostur? Vandvirkni. Uppáhaldsmatur? Soðinn fiskur Versti matur? Hákarl (ef það telst þá matur) Uppáhaldsdrykkur? Te Uppáhaldstónlist? Tónlist frá striðsárunum, einnig gyðingatónlist Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir? Semja lag eða texta Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir? Þvo og strauja Hvað myndirðu gera ef þú ynnir milljón í happdrætti? Kaupa hluta- bréf Uppáhaldsstjórnmálamaður? Enginn Uppáhaldsíþróttamaður? Arnór í Hressó Ertu meðlimur í einhverjum félagsskap? í kórnum Litlir læri- sveinar. Uppáhaldssjónvarpsefni? Grínmyndir. Uppáhaldsbók? Englar Alheimsins Hver eru helstu áhugamál þín? Kórinn Litlir Lærisveinar, söngur, tónlist og myndlist. Hvað metur þú mest í fari annarra? Gæsku og góðvild Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Öfund Fallegasti staður sem þú hefur komið á? Fjaran bak við Heimaklett, Hettusandur held ég hún heiti. Hvert var upphaf þess að „Litlir lærisveinar" urðu til? Jóna Hrönn og Bjarni báðu mig að byrja með barnakór, það er kveikjan Koma aldrei upp nein vandamál í kórstarfinu? Jú þegar ég leyfi óskalög á æfingum, þá er mikið fjör að fá sitt fram. Er von á fleiri stórvirkjum, meiri útgáfu eða hljómleikaferðum? Það er nóg til af efni í aðra útgáfu, en látum þetta nægja að sinni. Hvað dettur þér í hug þegar þú heyrir þessi orð? -Landakirkja? Griðastaður og góðir vinir. -Litlir lærisveinar? Yndisleg börn sem syngja af gleði fyrir Guð. -Arnór bakari? Frábær vinur Eitthvað að lokum? Ég vil fá að deila þessum titli, Eyjamanni vikunnar, með Litlum Lærisveinum, án þeirra hefði þetta ekki orðið. NYFfEDDIR VESTMfiN NfiEYI NGfiR Stúlka Þann 16. janúar eignuðust Kristín Margrét Guðmundsdótt ir og Helgi Þórður Jóhannesson stúlku. Hún vó 6 merkur og var 39 sm. að lengd og fæddist á fæðingardeild Landsspítalans í Reykjavík. Það er móðir hennar sem er með henni á myndinni. Drengur Þann 19. febrúar eignuðust Elisabet Hrefna Sigurjónsdóttir og Gísli Gunnar Geirsson strák. Hann vó 12 merkur og var 52 sm. að lengd. Með honum á myndinni er stóri bróðir, Gísli Rúnar. Ljósmóðir var Drífa Bjömsdóttir. Drengur Þann 16. febrúar eignuðust Nada Borosak og Relja Borosak dreng. Hann vó 13 merkur og var 52 sm. að lengd. Hann hefur verið skírður Luka. Með honum á ntyndinni eru foreldramir Nada, Relja og bræðumir tveir, frá vinstri Anton og Karlo. Bjóöum aiitaf hetur 28“ tilboð Unitet Kr. 37.900 stgr. 28“ Grundig Kr. 59.900 stgr. Ath. opið laugardaginn 7. mars kl. 9 - 12 Brinnnes

x

Fréttir - Eyjafréttir

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-4061
Tungumál:
Árgangar:
50
Fjöldi tölublaða/hefta:
2604
Skráðar greinar:
1
Gefið út:
1974-í dag
Myndað til:
21.12.2023
Útgáfustaðir:
Lýsing:
Héraðsfréttablað Vestmannaeyja.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað: 9. tölublað (05.03.1998)
https://timarit.is/issue/375316

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

9. tölublað (05.03.1998)

Aðgerðir: