Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 05.03.1998, Blaðsíða 13

Fréttir - Eyjafréttir - 05.03.1998, Blaðsíða 13
Fimmtudagur5. mars 1998 Fréttir 13 Þessar einstöku myndirsýna velvirkni Sigmunds- búnaðarins við erfiðustu aðstæður, mikla ísingu semereinn versti vágesturinná íslandsmiðum. Ljósmyndir: Sigurgeir Jónasson. búnað sem ekki stenst þær kröfur sem gerðar eru til hans, og enn verra hlýtur það að vera að hafa beitt sér fyrir þessum búnaði og fjármagnað hann eins og bankaráðsmaður Útvegsbank- ans gamla hefur eflaust gert á sínum tíma. Kannski hefur bankinn ekki fitnað eins mikið og til stóð. Þetta er eflaust ein skýringin á því að LÍÚ lætur mann í það ömurlega hlutverk að stoppa framgang þessa björgunar- tækis. Þetta þurfa sjómenn, aðstand- endur þeirra og aðrir sem áhuga hafa á bættum öryggismálum sjómanna að vita til að skilja vinnubrögð þessara rnanna. Hvers vegna er ráðherrann svona snarlokaðurP Ég hef nokkrum sinnum átt per- sónuleg samtöl við Halldór Blöndal, samgönguráðherra, og verð að segja eins og er að ég held að hann hafi þrátt fyrir allt raunverulegan áhuga á bættu öryggi sjómanna, það hefur hann sýnt í nokkrum málum er varðar öryggi sjómanna, t.d. með því að beita sér fyrir stöðugleikaátaki allra skipa sem ekki hafa viðunandi gögn í dag og veita þeim útgerðum styrk sem þurfa að láta hallaprófa skip sín, þetta á eflaust eftir að fækka dauðaslysum á sjó í framtíðinni. En hvers vegna ráðherrann er svo snarlokaður fyrir áróðri LIÚ í sambandi við sleppi- búnaðinn skil ég ekki. Skýringin hlýtur að vera sú að hann hafi af- spymu lélega ráðgjafa í kringum sig og undir sínu þaki. Sjómenn, aðstandendur þeirra og áhugafólk um slysavamir, snúum bökum saman berjumst fyrir bættu öryggi íslenskra sjómanna á öllum sviðum, það gera ekki aðrir fyrir okkur allra síst LÍÚ. Sigmar Þór Sveinbjörnsson skipaskoðunarmaður Höfimdur er áhugamaður um öryggismál sjómanna. f ■ &•« f il \ _ rm ! ' \ i ■ »! W ' li Jr ■ - ■ t' 'ÍT í síðustu viku var kynning í Bókabúðinni við Heiöarveg á stafrænum myndavélum, skönnum og tölvuvinnslu Ijósmynda. Páll Guðmundsson verslunarstjóri segir að kynningin hafi tekist vel og að hún muni halda áfram bessa viku. „Víð fengum mann frá Hans Petersen í Reykjauík til að ugplýsa Eyjamenn um bá miklu möguleika sem felast í stafrænni myndvinnslu, jafnt fyrir atvinnumenn og áhugamenn í Ijósmyndun." Eins og áður segir mun ky nningín halda áfram bessa viku og rétt að huetja alla sem uilja uera með á nótunum í buí nýjasta á bessu sviði að kynna sér möguleikana. Á myndinni sem er tekin með stafrænni myndavél eru Ásgeir Ásgeirsson frá Hans Petersen og Páll Guðmundsson verslunarstjóri Bókabúðarinnar. Cunnar Árnason krekt svara frá bæjarráöi: Vil halda hessu til streitu vegna síðari mála sem upp kunna að koma Gunnar Árnason hefur sent bæjarráði bréf vegna stuðnings- yfirlýsingar ráðsins við störf land- nytjanefndar. I bréfinu segir hann sig tilneyddan til að senda nokkrar línur og fyrirspurnir vegna stuðn- ingsyfirlýsingarinnar þar sem svo virðist sem gleymst hafi að taka tillit til niðurstöðu Rannsóknar- stofu landbúnaðarins á heyjaforða hans. Eins og kom fram í blaðinu fyrir skömmu sættir Gunnar síg ekki við þá fullyrðingu að hann hafi ekki átt næg hey og bar fyrir sig fóðurrannsóknir RALA. „Þar sem mikið hefur legið við að róma störf landanytjanefndar hefur alveg gleymst að taka ffarn hvoit þið fallist á niðurstöður Rannsóknastofnunar landbúnaðarins sem sendar voru 23. janúar sl. eða ekki. Þar var reiknað útfrá að af 17.250 kg. heildarforða væru milli 5.000 og 6.000 kg. umframfóður. Því spyr ég hvort bæjarráð fellst á þessa útreikninga? Ef ekki vil ég að í svarinu komi fram hvaða stærðir eru ekki réttar?“ segir Gunnar í bréfi sínu. Leggur hann fram spurningu í fjórum liðum þar sem hann spyr hveijir eftirtalinna liða séu ekki réttir: Útreikningar RALA. sýnataka Georgs Þórs Kristjánssonar. útreikn- aður rúmmetrafjöldi forðagæslu- manna eða fóðurþötf þeirra dýra sem hann hefur á fóðrum í vetur. „Þar sem ég hef aldrei séð þá útreikninga sem fylgja áttu forða- skýrslum sem koma fram í fyrstu og annarri spumingu minni, og ég leyfi mér að efast um að nokkur bæjar- ráðsmaður haft séð heldur, vil ég taka fram að forðagæslumenn áttu að taka liliit til aldurs hrossanna miðað við fóðurþörf. Til þess er tíundaður aldur hvers hests á eyðublaði á eyðublaði B í forðagæsluskýrslu. Þeir áttu Ifka að taka tillit til þess, að þegar forðagæsluskýrslan var tekin, sagði ég þeim að þær tólf kindur sem hjá mér voru, færu ásamt hrútum til vetursetu í Álsey á fyrsta degi sem veður leyfði eftir 10. desember." Gunnar segist telja sig hafa nægt fóður og vísar þar til skýrslu RALA en ef fóður reynist ekki nægt séu daglegar ferðir milli lands og Eyja. „Þannig að auðvelt er að bæta upp fóðurskort ef einhver er með kaupum á graskögglum og öðrum fóðurbæti." Hann spyr bæjan'áðsmenn hvort þeim finnist ekki full hart að honum vegið að veita lionum aðeins sjö daga frest til úrbóta. „Ég var þar með auglýstur bæði í þessu byggðarlagi og til eftirlitsmanns Búnaðar- sambands Suðurlands á Selfossi," sagði Gunnar sem sagðist ætla að birta bréftð í Fréttum og kvaðst hann vilja sjá svar frá bæjarráðsmönnum í sania blaði. í síðustu viku lagði Ragnar Óskarsson (V) fram tillögu um að hlutlaus aðili yrði fenginn til að taka út heyjaforða Gunnars en bæjarráð samþykkti að vísa málinu aftur til landnytjanefndar. Um þetta segir Gunnar að hann haft ekki verið með neinar spumingar til landnytjanefndar sem haft þegar gengið frá þessu máli með bréft 22. desember sl. undirrituðu af Stefáni Geir Gunnarssyni formanni nefndar- innar og Guðjóni Hjörleifssyni bæjarstjóra. Bréftð hafið verið stflað á bæjarráð og ítrekað spurt um afstöðu bæjarráðsmanna. „Ástæða þess að ég held þessu máli til streitu er vegna síðari mála sem upp kunna að koma. Þá ættu menn að vita hvaða leið þeir geta farið til að fá leiðréttingu mála sinna. Hvað varðar tillögu Ragnars þá vona ég að sá hlutlausi aðili sem hann talar um sé RALA þvf ekki vantar fleiri ágiskaða í þessi mál," sagði Gunnar. Hópurinn á tröppum Ráðhússíns. önnur frá vinstri í fremstu röð er Helga Bíörk Ólafsdóttir frá Eyjum. Við hlið hennar er Óskar Ástpórsson sem ætlar aðuinna hér að loknu námi. Leikskólakennaranemar heimsækja Vestmannaeyjar Fyrsti hópur leikskólakennara sem útskrifast á háskólastigi var í dags- heimsókn í Vestmannaeyjum á þriðjudaginn var. Það er Vest- mannaeyjabær sem bauð hópnum til Eyja. í fyrra bauð Vestmannaeyjabær grunnskólakennurum í sambærilega ferð til Eyja. Hópnum var boðið í kaffi í Ráðhúsinu þar sem Margrét Elísabet leikskólafulltrúi og Amar Sigur- mundsson tóku á móti honum, en áður var hópurinn búinn að skoða leikskóla Vestmannaeyja. Amar hélt stutt ávarp um Vestmannaeyjar og lýsti yfir ánægju sinni með að hópurinn hefði þekkst boðið. Að kaffiboðinu loknu fór hópurinn í skoðunarferð um Vestmannaeyjar og þakkaði fyrir ánægjulega heimsókn. Margrét Elísabet sagði meðal annars að það væri alltaf þörf á fagfólki til starfa í Eyjum og upplýsti að trúlega kæmu tveir úr hópnum til starfa til Vestmannaeyja í haust. Annar þessara tveggja er eini strák- urinn í hópnum, Oskar Ástþórsson sem mun þá verða fyrsti karl- leikskólakennarinn sem hefja mun störf í Eyjum, en hann er fæddur í Vestmannaeyjum.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað: 9. tölublað (05.03.1998)
https://timarit.is/issue/375316

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

9. tölublað (05.03.1998)

Aðgerðir: