Fréttir - Eyjafréttir

Issue

Fréttir - Eyjafréttir - 06.05.1999, Page 20

Fréttir - Eyjafréttir - 06.05.1999, Page 20
20 Fréttir Fimmtudagur 6. maí 1999 Margrét Frímannsdóttir skrifar: Fjölskyldan hafi forgang Samfylkingin leggur áherslu á mótun heild- stæðrar fjöl- skyldustefnu. Taka þarf tillit til allra þátta í um- hverfi fjölskyldn- anna og þarfa hinna ólíku ijölskyldugerða. Áherslan á mikilvægi þess að samræma þátt- töku í atvinnulífi og fjölskyldulífi verður stöðugt meiri hér á landi eins og annars staðar. Ungt fjölskyldufólk sættir sig ekki lengur við að geta ekki notið samvista við böm sín vegna óhóflegs vinnuálags. Séu aðstæður ungs fjölskyldufólks bomar saman við það sem er í löndunum í kringum okkur kemur m.a. í ljós: Fæðingar- orlof er styttra á Islandi en á hinum Norðurlöndunum. Islenskir foreldrar fá lægri greiðslur í fæðingarorlofi en íbúar hinna Norðurlandanna Á fslandi em engar reglur um greiðslur í foreldraorlofi en á hinum Norðurlöndunum em ákveðnar reglur þar um. Þessi samanburður sýnir að endurskoðun á réttindakerfi foreldra á vinnumarkaði er forgangsverkefni. Samfylkingin mun beita sér fyrir því að íslenskar barnafjölskyldur búi við svipað umhverfi og gerist í löndunum í kringum okkur. Annað er óásætt- anlegt. Við viljum að fæðingarorlof verði lengt í 12 mánuði og foreldrar haldi fullum launum. Réttur feðra til fæð- ingarorlofs verði sjálfstæður. Við teljum nauðsynlegt að tekinn verði upp sveigjanleiki í fæðingarorlofi, þannig að með vinnu t.d. Vi daginn megi lengja tímabilið um allt að helming. Með slíkum sveigjanleika em minni líkur á að mæður eða feður missi tengsl við vinnustaðinn. Nauðsynlegt er að samræma lög og reglur um fæðingarorlof, þannig að allir foreldrar njóti sama réttar. I dag eru margar „útgáfur" af fæðing- arorlofi. Hjá þeim sem starfa á almenna vinnu- markaðnum fara greiðslur í gegnum Tryggingastofnun. Ríkisstarfsmenn halda fullum launum í þrjá mánuði og dagvinnulaunum í þrjá. Banka- starfsmenn halda fullum launum í þijá mánuði, en fá greiðslur frá Trygg- ingastofnun í þrjá mánuði. Réttur feðra er einnig mismunandi eftir því hvar þeir starfa. Við leggjum áherslu á og tökum undir kröfur verkalýðshreyfingarinnar um að samningur um foreldraorlof, sem samtök atvinnurekenda og launþega í Evrópu hafa gert (ísland þ.m.t.) taki gildi hér á landi. Með honum öðlast foreldrar rétt til að nýta að lágmarki þrjá mánuði, (hvort foreldri) til samvista við böm sín allt að níu ára aldri. Þetta er sjálfstæður réttur til viðbótar fæðingarorlofi. Réttindi foreldra á vinnumarkaði vegna veikinda bama em mun minni hérlendis en í löndunum í kringum okkur. fslenskir foreldrar eiga aðeins rétt á 7 launuðum fjarvistardögum á ári vegna veikinda bama, sem er mun minna en á hinum Norðurlöndunum. Við teljum einnig nauðsynlegt að tryggja foreldrum langveikra bama viðunandi aðstæður. Við teljum mikilvægt að ungt fólk geti samræmt fjölskylduábyrgð og virka þátttöku í atvinnulffi. Til þess að það geti orðið þarf að koma á heild- stæðu réttindakerfí til handa fjöl- skyldum þessa lands, réttindakerfi þar sem þarfir bama og ungmenna hafi forgang. Við leggjum einnig áherslu á að almannatryggingakerfið tryggi þeim viðunandi aðstæður og kjör sem þurfa að sinna öldruðum og/eða sjúk- um ljölskyldumeðlimum. Á hátíðis- og tyllidögum tala stjóm- málamenn gjaman um „fjölskylduna sem homstein þjóðfélagsins, og að henni þurfi að búa gott umhverfi." Þetta tökum við í Samfylkingunni undir. Við viljum hins vegar ekki láta orðin ein nægja, heldur ganga í verkið og breyta og bæta umhverfi fjöl- skyldnanna. Það er forgangsverkefiiið í íslenskum stjómmálum í dag. Þrátt fyrir margumtalað „góðæri" em að- stæður margra íslenskra bamafjöl- skyldna þannig að báðir foreldrar þurfa að vinna myrkranna á milli til að framfleyta sér og sínum. Þetta vanda- mál má m.a. rekja til alltof lágra launa. Það verður að ráðast að rótum vandans og búa þannig að fjölskyld- unum bæði félagslega og launalega að foreldrar hafi forsendur til þess að vera með bömum sínum. Hjá mörgum fjölskyldum blasa við alvarleg vandamál vegna vaxandi vímuefna- neyslu unglinga. Á því þingi sem nú er nýlokið tóku Framsóknarmenn þátt í að hafna til- lögum Samfylkingarinnar um aukin fjárframlög til Bamavemdarstofu vegna meðferðar ungra fíknefna- neytenda. Nú lofa þeir milljarði til vímuvama. Hvers vegna tóku þeir ekki undir til- lögur Samfylkingarinnar? Ekki hefur það verið vegna þess að peningamir séu ekki til, því á síðustu vikum hafa fulltrúar ríkisstjómarinnar dreift loforðum sem þýða aukin útgjöld um hundruðir milljóna. Þessi gjafmildi þeirra hefur þó ekki náð til ungra fíkniefnaneytenda og aðstandenda þeirra sem búa við mikla erfiðleika og úrræðaleysi stjómvalda. Hverjir hafa farið með þau ráðuneyti þar sem ákvarðanimar um þessi mál era teknar, þ.e. heilbrigðis- og félagsmála- ráðuneytin? Era það ekki Fram- sóknarmenn? Em tillögur þeirra nú trúverðugar? Samfylkingin vill að f jölskyldan hafi forgang í íslensku samfélagi Til þess að svo geti orðið þarf að taka mið af þörfum ljölskyldunnar á öllum sviðum. Ráðstafanir í skattamálum verða að taka mið af hagsmunum fjöl- skyldnanna í landinu. I tillögum Samfylkingarinnar felst meðal annars að ónýttur persónuafsláttur bama yngri en 18 ára nýtist foreldrum þeirra. Draga þarf úr jaðaráhrifum skattkerfisins, einkum í tengslum við trygginga- og bótagreiðslur. Við minnum á að grundvöllur þess stöðug- leika, sem nú ríkir, var lagður í samvinnu vinstri stjómar og verka- lýðshreyfingar í upphafi þess áratugar sem nú er að líða. Með góðu samstarfi við launafólk mun Samfylkingin viðhalda stöðugleikanum og bæta kjör fjölskyldunnar. Höfundur skipar efsta sœti Samfylkingarinnar í Suðurlandskjördœmi. Ólafur Björnsson: Vestmannaeyingar, tryggjum Sjálfstæðis- flokknum 3 þingmenn Nú era tveir dagar til kosn- inga. Skoðana- kannanir benda til þess að staða Sjálfstæðis- flokkins á Suður- landi sé sterk, og að flokkurinn njóti mikils trausts, en vemm minnug þess að fljótt skipast veður í lofti í pólitík. Kosningar vinnast ekki á skoð- anakönnunum heldur með ábyrgri afstöðu og samstöðu. Við gætum spurt á þessari stundu: „Um hvað verður kosið 8 maí?“ Eflaust er það margt, en ef kosið er um traust stjóm- málaflokka er líklegt að við þurfum ekki að óttast úrslitin. Verði kosið um aukna velmegun í landinu, ættu úrslit að geta orðið okkur hagfelld. Verði kosið um stöðugleika, stefnufestu og öryggi, ættu kjósendur að vera líklegri til að horfa fyrst til okkar áður en aðrir kostir verða skoðaðir. Vilji kjósandinn byggja upp kaupmátt sinn, forðast ringulreið í stjórnmálalffi og auka möguleika sína og sinna og fjölga tækifærunum, ætti Sjálfstæðisflokkur- inn við núverandi aðstæður að vera álitlegur kostur. Framundan em mikil tækifæri fyrir okkur Sunnlendinga, við búum á gjöfulu svæði til sjávar og sveita og höfum yfir miklum mannauði að ráða. Það bendir allt til þess að tuttugasta og tyrsta öldin geti orðið Sunnlendingum öld tækifæranna. Vestmannaeyingar nú er tækifærið! -grípum það, en glutrum því ekki niður. Til þess að svo megi verða er nauðsynlegt að tryggja Sjálfstæðis- flokknum 3 þingmenn í kosningunum 8. maí nk. Kjósum áfram ábyrga og trausta forystu í landsmálunum. X-D á kjördag. Höfundur er hœstaréttarlögmaður og skipar 4. sœti á lista Sjálfstœðis- flokksins á Suðurlandi. Guðjón Hjörleifsson skrifar: Stuðningur Eyjamanna ræður úrslitum Tryggjum Arna Johnsen gott bakland í kosningunum á laugardaginn verður kosið um það hvort við viljum á- framhaldandi stöðugleika í efnahagslffi okkar, eða hvort breyting verði á stjóm lands- mála þar sem nokkur flokksbrot stjómi landinu með tilheyrandi skattahækkunum og aukinni verð- bólgu, ásamt því að leggja á auðlindagjald (landsbyggðarskatt), og flytja kvóta úr bænum. Valið á því að vera nokkuð auðvelt fyrir okkur Eyjamenn. I fyrsta skipti í sögu Sjálf- stæðisflokksins á Suðurlandi í al- þingiskosningum er Eyjamanni treyst til þess að leiða lista sjálf- stæðismanna. Áma hefur verið mjög fram- sækinn og metnaðarfullur í sínu starfi fyrir okkur Eyjamenn og er of langt að telja það upp sem hann hefur áorkað fyrir okkur og má þar m.a. nefna fjölmargt á sviði mennta- mála, atvinnumála, samgöngumála rannsóknarmála, hafnarmála og svona mætti lengi telja. Úrslit kosninganna á Suðurlandi ráðast af kosningunni í Eyjum. Sjálfstæðisflokkurinn á mjög raun- hæfa möguleika á að ná 3 þingmönnum og eiga þannig helm- ing þingmanna kjördæmisins. Ef það yrðu úrslitin þá hefur Ámi Johnsen mikið bakland og þá er komið mikið afl sem vegur þungt ef Sjálfstæðisflokkurinn lendir í ríkisstjóm. Við Eyjamenn höfum alltaf þurft að vera sjálfum okkur nógir og höfum því unnið okkar verk sjálfir. Það hefur Ámi svo sannarlega gert og mun gera áfram fái hann traust kjósenda til þess. Ágætu kjósendur. Tökum enga áhættu. Setjum X við D á laugardaginn. Höfundur er bœjarstjóri í Vestmannaeyjum. Katrín Gísladóttir skrifar: Er Heimaklettur til sölu? Fyrir svo sem þremur vikum birtist í Lesbók Moggans smásaga þar sem greint var frá sölu Esjunnar til erlendra aðila. Saga þessi og þó frekar myndskreyting hennar, varð efni tveggja smábréfa milli forsætis- ráðherra og biskupsins. Saga þessi olli taugatitringi hjá ráð- herranum. Dabbi er jú svolítið tens karakter. Honum fannst að sér vegið. Hann væri settur í hlutverk land- ráðamanns. Að selja Esjuna væri sama og að selja landið. Davíð tók þetta beint til sín enda mynd- skreytingin þess eðlis að glöggt mátti sjá hver þessi ráðherra væri. Þó sýnd- ist mér þetta vera Finnur með grímu. En það er önnur saga. Hjá mér vakti þessi saga þá spum- ingu hvort það væri virkilega satt að allt sé falt ef nógu vel er boðið. Er allt til sölu ef seðlabúntið er nógu þykkt? Er ekki rétt að staldra við og hugleiða hveiju við viljum fóma fyrir skammtímagróða? Emm við tilbúin að sökkva heilu dölunum fyrir álverksmiðju? Er í lagi að jafna við jörðu sjaldgæfa gjallgíga og önnur náttúmfyrirbrigði fýrir vegi? Eyjamenn, vitið þið að bæjarstjóm Vestmannaeyja frá 1950 og til ársins 1972 lét naga niður austurhlíðar Helgafells og einnig að rista óafmá- anleg spor í fjallið ofan við Há- steinsvöll? Hefði ekki í þá daga verið nær að staldra við? Mátti ekki fá risaskip með gjalli og möluðu grjóti frá meginlandinu til að fylla nokkra húsgmnna og leggja þessa fáu veg- spotta á Heimaey og flugbrautina? Nei, fjöll skiptu engu máli - vegir vom nauðsyn. Skammtímasjónarmið réðu ríkjum. En svo kom gos 1973. Þá fylltist eyjan af gjalli og hrauni. En það var ekki okkur að þakka enda hafði eng- inn pantað þær hamfarir. Gosið kost- aði svo sannarlega miklar fómir. Nær þriðjungur húsa og stór hluti túna varð eldinum að bráð. En lengur þurfti ekki að sækja möl í gömlu fjöllin. Hefnd Helgafells sá um það. Ég nefni þetta nærtæka dæmi vegna þess að við verðum að lifa í sátt við náttúm landsins. Það er ekki svo auð- velt að kítta upp í sár sem við mennimir völdum. En vemm ávallt á varðbergi gagnvart þeim sem aðeins horfa á skammtímagróða. Þeir gætu þess vegna selt Heimaklett á morgun ef gimilegt tilboð fengist. En ekki skulum við samt blindast af of- vemdun náttúmnnar. I fallvötnum landsins býr dýrmæt orka sem er laus við mengun. Ef fslendingar hefðu ekki virkjað fall- vötnin væm þeir ansi aftarlega á mer- inni í hagsæld. Þess vegna er ekki takmark í sjálfu sér að vemda hverja hundaþúfu á landinu. Hingað til hefúr virkjun fallvatna ekki kostað miklar skemmdir á náttúmnni. En nú er í bígerð að sökkva þúsund ferkíló- metmm fyrir erlenda álverksmiðju. Er ekki rétt að staldra við. Það em fleiri kostir í boði, betri kostir. Að lokum: Hafið þið kynnt ykkur stefnu U-listans í sjávarútvegi um byggðakvóta og strandveiði og hafið þið kynnt ykkur þögn Sjálfstæðis- flokksins? Viljum við vera án eldhugans Stein- gríms Sigfússonar jarðfræðings og leiðsögumannsins Ragnars Þórssonar og annarra af U-listanum sem em í pólitík af brennandi hugsjón? Án leiðsögu lendum við í villum. Ég kýs leiðsögu þessa fólks. Er ekki kominn tími til að skipta óþreyttum mönnum inn á? Eigum við enn og aftur að hlusta á sömu vinnukonu- gripin eða viljum við heyra nýja tóna? Nú er lag að skipta um grip. Munum X-U. Góða framtíð fyrir land og þjóð. Höfundur erfrá Kirkjuhvoli í Vestmannaeyjum og skipar 5. sœti á lista Vinstri hreyfingar - Grœns framboðs í Suðurlandskjördœmi.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.