Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 13.01.2000, Qupperneq 19

Fréttir - Eyjafréttir - 13.01.2000, Qupperneq 19
Fimmtudagur 13. janúar 2000 Fréttir 19 Knattspyrna: Innanhússboltinn Ekkí nósu sóður áransur Nú er sá tími genginn í garð að íslandsmót í knattspyrnu innanhúss hefjast og um síðastu helgi voru fyrstu riðlakeppnirnar í vetur. Þriðji flokkur karla spilaði sinn riðil heima og vonuðust menn að heima- völlurinn myndi reynast happadrjúgur. Sú varð ekki raunin þar sem liðið endaði í fjórða og neðsta sæti í riðlinum. Urslit urðu sem hér segir: ÍBV-Víðir 3-1, ÍBV-Reynir Sandgerði 1-5 og ÍBV-Stjaman 2-5. Bjöm Elíasson þjálfari liðsins sagði að það virtist loða við flokkinn að erfitt reynist að ná árangri í innan- hússmóti. „Við höfum alltaf verið í ákveðnum vandræðum með að ná árangri í innanhússboltanum enda er þetta allt önnur íþrótt en útiboltinn. Menn mega ekki horfa á nöfnin á liðunum og segja að við hefðum átt að vinna þetta og þetta lið, það þarf bara fimm sæmilega knattspymumenn, þá standa þau jafnfætis okkur. Uti vinn- um við þessi lið. Annars er líka ekki hægt að ætlast til árangurs þegar við emm kannski bara með einn klukkutíma til æfingu á viku í fþrótta- miðstöðinni," sagði Bjöm. Öðmm flokki kvenna gekk betur en betur má ef duga skal. Stelpumar kepptu í Garðabænum sl. laugardag og unnu 2 af 4 leikjum og gerðu eitt jafntefli. ÍBV endaði í öðm sæti síns riðils og á möguleika að komast í úrslit, en það lið sem nær bestum árangri í öðm sæti heldur áfram. Urslit leikjanna vom sem hér segir: ÍBV-FH 2-2 (Lind, Elva Dögg), ÍBV- Haukar 6-0 (Lind 2, Hjördís 2, Elva Dögg, Ema), ÍBV-Stjaman 3-4 (Lind, Eva, Hjördís) og ÍBV-Grindavík 3-2 (Hjördís, Elva Dögg, Ema). Þjálfari stúlknanna, Jón Ólafur Daníelsson, sagðist vera þokkalega sáttur við árangurinn. „Við vomm í ágætismálum þegar kom að Stjömu- leiknum, en tvö mjög ódýr mörk urðu okkur dýrkeypt. Við hefðum átt að vinna þann leik, eins leikinn gegn FH en þetta lá ekki fyrir okkur þennan daginn og því emm við í þeirri stöðu að þurfa treysta á önnur lið til að komast áfram.“ Þess má geta að stelpumar kepptu einnig æfingaleik gegn Breiðabliki á gervigrasinu í Kópavogi og unnu glæsilegan sigur 4-0. Mörkin í leikn- um skomðu þær Lind, Ema, Elva Dögg og Hjördís. Körfubolti: Tap segn Stjörnunni Fyrsti leikur ÍV eftir jólahlé var gegn Stjörnunni í Garðabæ. Augljóst var að liðið hafði ekki æft saman um jólin, leikmenn dreifðust um alla landshluta og jólasteikin var vegleg þetta árið. Það fór því svo að ÍV átli á brattann að sækja allan leikinn nema að einstaklingsframtak Stefáns og Amsteins hélt liðinu inni í leiknum í fyrri hálfleik en staðan í leikhléi var42 - 41. Byrjun seinni hálfleiks var afleit af hálfu ÍV. Liðið skoraði ekki stig fýrstu sjö mínútumar og lenti fljótlega 20 stigum undir. Mikil orka fór svo í að vinna muninn upp, en þegar fimm mínútur vom til leiksloka var mun- urinn aðeins 9 stig. Sá munur hélst til leiksloka og urðu lokatölur 86 - 77. „Við vomm einfaldlega lélegir í þessum leik,“ sagði Arnsteinn í samtali við Fréttir. „Það var baráttu- leysi og andleysi í liðinu, og úr því verður að bæta ef við ætlum okkur eitthvað í þessari deild. Annars er rekstur deildarinnar virkilega erfiður um þessar mundir og alls óvíst hvort endar nái saman. Okkur vantar einfaldlega meiri stuðning, bæði á heimaleikjum sem og fjárhagslega ef þetta á að ganga upp.“ ÍV er í fimmta sæti með 12 stig, eins og Valur og Stjaman, en Breiða- blik er aðeins tveimur stigum á eftir. Aðspurður sagði Amsteinn að næsti heimaleikur gegn Breiðabliki skeri úr um það hvort liðið verði í toppbar- áttunni, eða sigli lygnan sjó. „Við verðum einfaldlega að vinna Breiðablik á sunnudaginn, við unnum útileikinn og því ekki að bæta fyrir tapið gegn Stjömunni og sigra aftur. Eg vil bara hvetja Eyjamenn til þess að láta nú sjá sig í Höllinni og styðja við bakið á okkar liði.“ sagði Am- steinn að lokum. Húsnæði óskast Knattspyrnudeild ÍBV óskar eftir að taka á leigu íbúðir af öllum stærðum og gerðum fyrir næsta sumar, bæði með og án húsgagna. Leigutími frá 1. maí til 30. sept. og allt þar á milli. Upplýsingar í síma 481 2608 eða 698 9645. BARNFÓSTRA Óska eftir barngóðri stúlku, 12 ára eða eldri í grennd við Strembugötu, til að gæta 3 og hálfs árs drengs frá kl. 17.30 og 21.30 mánudaga og miðvikudaga. Uppl. s.863-0533 Líkamsrækt: Askorun Hressó Foreldrarnir meðal þátttakenda Þær systur á Hressó, Anna Dóra og Jóhanna leituðu ekki langt yfir skammt þegar kom að því að finna fólk sem vildi koma fram opin- berlega í áskorun þeirra um bætta lífshætti. Fórnarlömbin eru for- eldrar þeirra, Aðalbjörg Bern- ódusdóttir, Lilla, og Jóhann Hall- dórsson útgerðarmaður. Bæði stunda þau líkamsrækt í ein- hverjum mæli en þau eru sammála um að betur má ef duga skal, á það ekki síst við mataræðið. Jói verður 58 ára í haust og stundaði lengst af sjóinn en eftir að hann kom í land hefur hann stundað sund og göngur. „Mest er það sundið hjá mér og reyni ég að synda 1000 m á dag,“ segir Jói um þá líkamsrækt sem hann hefur stundað. Er þetta ekki nóg? „Það virðist ekki vera því perustefnið stendur í stað. Eg er í dag 92 til 93 kg. en ætla að koma mér niður í 80 til 85 kg. Ætli stelpumar reyni ekki að píska okkur áfram þannig að við náum tilsettum árangri. Eg reikna með að það takist því þær em það frekar." Hefur þú aldrei farið í líkams- ræktina í Hressó? „Nei, en nú neyðist ég til þess fyrst ég sagði já við áskomn stelpnanna," svaraði Jóhann. Lilla sem er 55 ára er enginn ný- TILBÚIN í slaginn. græðingur í líkamsræktinni, var byijuð löngu áður en dætumar opnuðu Hressó. „Eg byrjaði svo á Hressó um leið og þær byrjuðu," segir Lilla. „Undanfama mánuði hef ég slakað á í ræktinni en nú verður gefið í aftur og við hjónin mætum bæði galvösk á Hressó.“ Hreyfing er aðeins hluti líkams- ræktar, mataræðið er lykillinn að virkilegum árangri. Lilla segist vera undirbúa þennan þátt á leiðinni til betra lífs með því að lesa bókina, Líkami fyrir lífið. „Hún er mjög góð og nú veit ég að hverju við göngum þegar í slaginn er komið. Sjálf þarf ég að léttast um svona 5 kg.“ Hvemig líst þér á að takast á við breytt mataræði? „Alveg þokkalega hvað mig varðar. Ég held affur að það verði meira átak fyrir eiginmanninn. Það verður algjör kúvending fyrir hann að fara úr saltkjötinu, hryggnum og lærinu yfir í fisk, hrísgrjón, pasta og grænmeti sem aldrei hefur verið hátt skrifað hjá honum. En við erum ákveðin í að standast áskomnina og þá verður bara að búa til veislurétti úr því sem við megum borða og hreyfa sig nóg,“ sagði Lilla að lokum. Margir hafa tekið áskomn Hressó. „Við getum tekið á móti 25 en þegar em 35 skráðir. Við byrjum á mánu- daginn og þá kemur í ljós hvað mörgum er alvara í að takast á við þessa áskomn okkar. Þama er leið fyrir fólk sem vill breyta urn lífsstíl og komast í sitt besta form. Á það við fólk á öllum aldri. Áskomnin stendur í tólf vikur og þær á fólk að nota til að búa sig undir að breyta sínum lífsstíl til frambúðar. Það er verkefni sem tekur 52 vikur á hverju ári,“ sagði Anna Dóra í samtali við Fréttir sem munu fylgjast með Lillu og Jóa næstu vikumar. HERRA fyrir alla stuðningsmenn ÍBV verður í Týsheimilinu föstudaginn 21. janúar nk. Húsið opnar kl. 19.00 Glæsilegt sjávarréttahlaðborð að hætti Gríms Gíslasonar. Ræðumaður kvöldsins Jóhannes Atlason fyrrv. þjálfari ÍBV og íslenska landsliðsins. Skemmtiatriði • Happdrætti með glæsilegum vinningum (utan- landsferð o.fl.), uppboð o.fl. Mætið í búningi uppáhalds liðs ykkar í ensku knattspyrnunni eða í ÍBV búningi Miða er hægt að fá hjá leik- mönnum ÍBV, stjórnarmönnum eða í Þórsheimilinu. Miðaverð: 2.500 kr. Karla- og kvennalið ÍBV spila innanhúss um helgina íslandsmótið í innanhússknatt- spymu hjá meistaraflokki karla og kvenna fer fram um helgina. Karlalið ÍBV spilar í 1. deild og er með Þrótti, Grindavík og Víði í riðli. Kvennalið ÍBV er einnig í 1. deild og spilar með Sindra, KR, Stjömunni og Fjölni. Einnig verður 5. flokkur drengja f eldlínunni unt helgina. ÍBV fær liðsauka í 2. flokki í knatt- spyrnunni ÍBV hefur fengið liðsauka í 2. flokki karla. Tveir leikmenn frá KÍS (Knattspymufélagi ísafjarðar og Bolungaivíkur) hafa flutt til Eyja og em komnir á samning hjá ÍBV. Þeir styrkja mikið hinn gríðarlega öfluga 2. flokk ÍBV sem spennandi verður að fylgjast með næsta sumar. Piltaruir heita Pétur Runólfsson (frá Bolungarvík) og Tómas Reynisson (frá ísafirði), báðir á nítjánda ári og þykja mikið efni á knattspymu- vellinum. Dregið í deildarbikarnum í síðustu viku var dregið í deild- arbikarkeppninni. Þetta árið vom þrjú lið frá Vestmannaeyjum í pottinum, karla og kvennalið ÍBV og svo KFS. í karlaliðunum lentu ÍBV og KFS einmitt saman í riðli og munu leika sannkallaðan Derby- leik hér í Eyjum 22. apríl. Önnur lið í riðlinum em Keflavík, ÍR, Leiknir og Bmni og munu liðin héðan leika leiki sína uppi á landi. í kvennaboltanum lentu Eyja- stelpur í riðli með Breiðabliki, Stjömunni, Grindavík og Þór/KA. Framundan Laugardagur 15. janúar Kl. 20.00 IBV - Haukar kvenna- handbolti íslandsmót innanhúss: Mfl. kvenna ÍBV Austurbergi Mfl. karla ÍBV Laugardalshöll 5. flokkur karla Smáranum Sunnudagur 16. janúar Kl. 16.30 IV-Breiðablik karfan íslandsmót innanhúss: Framherjar Austurberg 3. deild Eik Beyki Mahoni 11 og18 þús. snúninga HÚS Y BYGGINGAVÖRUVERSLUN VESTMANNAEYINGA

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.