Fréttir - Eyjafréttir

Issue

Fréttir - Eyjafréttir - 09.03.2000, Page 16

Fréttir - Eyjafréttir - 09.03.2000, Page 16
16 Frcttir Fimmtudagur 9. mars 2000 Mín örlög að vera í hópi brott- fluttra -segir tannlæknirinn og Eyjamaðurinn Gunnar Leifsson sem á sér draum um Ijúfar stundir með konjak og spjall á elliheimili á æskustöðvunum GUNNAR á tannlæknastofu sinni í Bæjarlind. Gunnar Leifsson, tannlæknir, er einn margra Eyjamanna sem ekki sneri aftur að loknu námi þó það hafi alltaf verið ætlunin. Af því varð þó ekki því þegar hann útskrif- aðist sem tannlæknir var ekki pláss fyrir fleiri tannlækna í Eyjum og því fór hann að vinna í Reykjavík. Eftir að hafa unnið í fjögur ár hjá öðrum hefur Gunnar opnað sína eigin tann- læknastofu við annan mann. í tannlækningar fyrir tilviljun Gunnar er Eyjamaður í húð og hár, sonur Ingu Bimu Sigursteinsdóttur og Leifs Gunnarssonar frá Gerði. Hann fæddist á 2. dag jóla 1967 og útskrifaðist sem stúdent árið 1987. Hann er kvæntur Astu Kristjánsdóttur sem líka er Eyjamaður að lang- feðratali, dóttir Magnúsínu Ágústs- dóttur og Kristjáns Olafssonar. Gunnar og Ásta eiga eina dóttur, Andreu sem er fimm ára og von er á öðru bami innan skamms. „Eftir stúdentspróf fór ég í tann- læknadeild Háskóla íslands þaðan sem ég útskrifaðist svo árið 1995,“ segir Gunnar. „Ég ætlaði mér alltaf heim að námi loknu, starfa í Eyjum en á þessum tíma var hreinlega ekki pláss fyrir fleiri tannlækna í Eyjum þannig að ég fór að vinna í Reykjavík. Ástæðan fyrir því að ég ætlaði heim til Eyja var einfaldlega sú að hér á fjölskyldan rætur. Við Ásta emm bæði fædd og uppalin í Eyjum, hér er okkar fólk og vinir sem við ólumst upp með.“ „Það var í raun og vem tilviljun að ég valdi tannlækninn," segir Gunnar um þá ákvörðun sína að fara í tannlæknadeildina að loknu stúdents- prófi. „Ég útskrifaðist sem stúdent af viðskiptafræðibraut og spáði helst í að fara í viðskiptafræði eða lögfræði. Ég og Heimir Hallgríms fórum saman til Reykjavíkur sumarið sem við út- skrifuðumst og hittum námsráðgjafa. Það var ekki fyrr en þá að við ákváðum að fara í tannlæknadeildina.“ Það var kannski ekki tilviljun að Gunnar og Heimir fetuðu sömu braut- ina því þeir höfðu verið saman í bekk frá því þeir byrjuðu í skóla sex ára gamlir. „Við vomm saman í bekk allan barnaskólann og á viðskipta- brautinni í Framhaldsskólanum. Heimir komst inn í tannlæknadeildina ári á undan mér og þá skildu fyrst leiðir frá því við byijuðum hjá Sigurði Jónssyni kennara sem núna er sveitarstjóri í Garðinum.“ Ætlaði heim eftir nám Gunnar segir að það hafi alltaf verið stefnan hjá sér að fara til Eyja að loknu námi og opna tannlæknastofu. „Heimir fór heim til Eyja strax að loknu námi en þegar ég lauk námi ári seinna vom fjórir starfandi tannlæknar í Vestmannaeyjum og því var ekki gmndvöllur fyrir þann fimmta. Það varð því úr að ég byrjaði að vinna í Reykjavík eins og áður er frá greint. Fyrstu íjögur árin eftir útskrift vann ég á tveimur stofum hjá öðmm tann- læknum og öðlaðist þar miklu reynslu sem hefur reynst mér ómetanleg. Því það er eins með tannlækningar og önnur fög, maður á mikið ólært þó maður sé búinn með skólann. Það var svo eðlilegt framhald hjá mér að opna eigin stofu. Það gerði ég í haust ásamt félaga mínum við Bæjarlind í Kópavogi. Þar með held ég að allar hugmyndir um flutning til Eyja séu úr sögunni.“ Gunnar segir að það hafi verið stór ákvörðun að koma á laggimar tann- læknastofu. „Má segja að með þessu skrefi sé búið að útiloka að maður komi til starfa sem tannlæknir í Vest- mannaeyjum. Að vísu erþað stundum þannig að það er eins og maður sé að vinna heima í Eyjum því margir brottfluttir Eyjamenn koma til mín á stofuna. Þá er oftar en ekki spjallað um Vestmannaeyjar og setningin: „hvað er að frétta að heiman?" heyrist oft. Ég kynntist þessu reyndar sumarið áður en ég útskrifaðist en þá var ég hjá Jóni Ásgeiri Eyjólfssyni sem rak stofu í Eyjum í nokkur ár í kringum 1980. Þá hitti maður Vestmannaeyinga á hveijum degi.“ Sinnir einnig kennslu Jaíhíramt því að starfa sem tannlæknir stundar Gunnar kennslu. „Ég hef verið stundakennari við Tannsmíðaskóla Islands í þrjú ár og síðasta árið hef ég líka verið í stundakennslu við tann- læknadeildina í Háskólanum. Það er mjög gaman að brjóta aðeins upp vinnuvikuna og kennslan á ágætlega við mig. Um leið gerir kennslan manni auðveldara fyrir að fylgjast með nýjungum í tannlækningum. Þó það séu aðeins fímm ár frá því ég útskrifaðist verður maður stöðugt að huga að nýjungum og halda sjálfum sér við.“ Sem dæmi segir Gunnar að gífurleg aukning hafi orðið í ígræðslu svo- kallaðra tannplanta en það eru skrúfur úr títanmálmi sem skrúfaðar eru ofan í kjálkabeinið og ná að gróa þar. „Ofan á tannplantann er síðan hægt að smíða tannkrónur og einnig er hægt að fá góða festu fyrir gervigóma við þessa tannplanta.“ Gunnar segist vera í samstarfi við munn- og kjálkaskurðlækni sem sér um ígræðsluna og eftirlit með henni. Þá tekur hann við klárar smíðina. „Tölvutæknin hefur líka verið að breyta okkar starfsumhverfi. I dag er t.d. hægt að fá búnað til að taka röntgenmyndir á sérstökum skynjara í stað hefðbundinnar filmu og fá myndina á einni sekúndu upp á tölvu- skjá.“ Gunnar hefur einnig sinnt fé- lagsmálum og er í dag formaður Félags ungra tannlækna, sem starfar innan Tannlæknafélags íslands. „Þar hefur áherslan m.a. verið lögð á fjölbreytt framboð af fyrirlestrum og útgáfu á fræðslubæklingum fyrir almenning. Hann segir að þó örlögin hafí hagað því svo til að hann og Ásta séu komin í hóp brottfluttra Eyjamanna séu tengslin við æskustöðvamar sterk. „Ástæðan fyrir því er auðvitað sú að foreldrar okkar beggja búa í Eyjum, amma Ástu og báðir afar mínir og ömmur líka. Það hefur líka sitt að segja að Sigursteinn tvíburabróðir býr í Eyjum og stór hluti æskulélaganna líka, sem við Ásta höldum góðu sambandi við. Þetta eru allt miklir Vestmannaeyingar sem sést best af því að í fyrra sumar hittumst við í sumarbústað og af 15 manna hóp komu aðeins fjórir úr Reykjavík." Gunnar segir það ekki slæman grunn að vera úr Eyjum. „Ég held að ég sé ekkert frábmgðinn öðmm brott- fluttum Vestmannaeyingum að því leyti að ég er stoltur af upprunanum og tel það forréttindi að hafa alist upp í Eyjum. Og eins og staðan er í dag gæti vel hugstast að maður endi í Vest- mannaeyjum fyrir rest. Væri ekki amalegt að lenda á elliheimili með Jóni Óla og Heimi Hallgríms, drekka með þeim gott koníak um leið og við segðum sögur af okkur sjálfum. Þai yrði ekki karlagrobbinu fyrir að fara,“ sagði Gunnar að lokum. GUNNAR og Ásta með dótturina Andreu sem er fímm ára og von er á öðru barni innan skamms.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.