Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 06.04.2000, Qupperneq 15

Fréttir - Eyjafréttir - 06.04.2000, Qupperneq 15
Fimmtudagur 6. apríl 2000 Fréttir 15 Morgunverðarfundur Tölvunar, Nýherja og Stjórnunarfélags Vestmannaeyja: Merkilegt framtak AÐSTANDENDUR voru mjög ánægðir með fundinn, hann hafí verið vei sóttur og gestir verið vel með á nótunum. Morgunverðarfundur Tölvunar, Nýherja og Stjórnunarfélags Vest- mannaeyja, sem haldinn var fyrir skömmu í Akógeshúsinu bar yfirskriftina Upplýsingatækni til ávinnings í rekstri. Fundinn sóttu tæplega 60 manns og hlýddu á erindi um það sem er efst á baugi varðandi viðskipti og upplýsinga- tækni. Davíð Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Tölvunar, er mjög ánægður með hvemig til tókst með fundinn. Við tókum um það ákvörðun að bjóða upp á fund einu sinni á ári um það sem er efst á baugi á sviði tölvu- og upplýsingatækni. „Við byij- uðum með þetta á síðasta ári þar sem 2000-vandinn var tekinn fyrir,“ sagði Davíð í samtali við Fréttir eftir fundinn. „Mikil og ör þróun er í upp- lýsingatækninni sem kemur inn á stjórnun, meðhöndlun upplýsinga, þráðlaus samskipti og samruna á tækni. Er tölva og sími gott dæmi um slíkan samruna. Allt saman kallar þetta á ný viðhorf og nálganir í rekstri fyrirtækja og stofnana og erum við að bregðast við því.“ Davíð fékk Nýherja og Stjóm- unarfélag Vestmannaeyja til liðs við sig og segir hann að samstarfið við þessa aðila hafi verið mjög ánægju- legt. „Frá Nýherja komu flestir yfirmenn fyrirtækisins og þeir komu tíl Eyja með Heijólfi daginn áður til að vera öryggir með að komast á fundinn," sagði Davíð. Börkur Grímsson, formaður Stjóm- unarfélags Vestmannaeyja, setti fundinn. Nýherji hefur verið að snúa sér meira að þjónustu við fyrirtæki og stofnanir. „Þeir semja síðan við fyrirtæki eins og okkar um að selja þjónustuna til einstaklinga," segir Davíð. „Nýherji hefur lagt áherslu á Lotus Notes og hópvinnukerfi og eiga lausnir á þeim gmnni að geta hentað hvaða kerfi sem er. Fyrirlesarar frá Nýhetja vom Hjalti Sölvason, framkvæmdastjóri ráðgjafa- sviðs Nýherja sem tók fyrir stefnu- mótun í upplýsingatækni. Guðmundur Pálsson, sölustjóri Lotus Notes, ræddi um samskiptastjómun, aukinn árangur í rekstri og stjómun viðskiptatengsla. Einnig tók hann fyrir störf sam- skiptstjóra og markaðsstjóra. Jökull M. Steinarsson, sölustjóri Netfmity og NT lausna hjá Nýherja, kynnti IBM nettölvur, netþjóna og netumsjónar- kerfi til hagræðingar í rekstri. Sveinn Guðmundsson sölustjóri samskipta- búnaðar Nýheija ræddi um Nær-, víðnet og þráðlausar lausnir. Að lokum sagði Davíð frá þjónustu sem Tölvun býður upp á í rekstrarþjónustu tölvu- og hugbúnaðarkerfa. Það vekur athygli hvað Tölvun er með umfangsmikinn rekstur og hvað fyrirtækið hefur vaxið á þeim sjö ámm frá því það var stofnað. Tölvun er verkfræði- og tölvuþjónusta ásamt því að reka verslun með tölvur og skyldan búnað. Davíð kynnti helstu þætti starfsem- innar á fundinum og em meðal þeirra fastir þjónustusamningar Tölvunar. I þeim felst viðgerðar- og viðhalds- þjónusta sem tryggja á viðskiptavini forgang að þjónustu, hagstæð kjör á útseldum tíma og fyrirbyggjandi viðhald. I þjónustu, sem kallast úthýsing tölvukerfa, er boðið upp á að Tölvun taki að sér rekstur tölvukerfa fyrir einstök fyrirtæki sem geta þá betur einbeitt sér að því sem þau em að gera. Þá er boðið upp á leigu á vélbúnaði gegn föstu mánaðargjaldi til þriggja ára í senn og er möguleiki á að skipta út búnaði á 18 til 36 mánaða fresti. Dæmi um slíka þjónustu em samningar við Athafnaverið og gmnn- skólamir í Vestmannaeyjum. Tölvun er brautryðjandi í notkun örbylgjusambands fyrir tölvur og er Eyjanetíð, sem tekið var í notkun fyrir þremur ámm, afrakstur þess. Eyja- netið er samvinnuverkefni Tölvunar, Vestmannaeyjabæjar, Isfélagsins og Vinnslustöðvarinnar og flytur það gögn bæði eftir ljósleiðara og með örbylgju. Inn á Eyjanetið tengjast helstu stofnanir Vestmannaeyjabæjar og Ráðhúsið og það gerir bæði ísfélagi og Vinnslustöð kleift að reka sameiginleg tölvukerfi með tengingu til allra deilda. „Eyjanetið er svo tengt við Intís í Reykjavík og Kjamann á Selfossi sem tengist svo samstarfs- aðilum okkar á Suðurlandi,“ sagði Davíð. Astvaldur Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri innkaupa- og heild- sölusviðs Nýherja, hafði undirbúið fundinn með þeim Berki og Davíð. Var Ástvaldur mjög ánægður með hvemig til tókst og ekki síst þátttökuna. „Hún samsvararþví að við hefðum fengið 1500 manns á fund í Reykjavík. Geri aðrir betur. Við höfum haldið þrjá svona fundi úti á landi og er þessi sá langbesti. Þama kom ffam mikill áhugi og við vomm að fá mjög góðar og athyglisverðar spumingar. Fyrir fundinn urðum við varir við að fólk hélt að það ætti ekki heima á fundinum, hann hentaði aðeins þeim sem em með stærri fyrirtæki eða stofnanir. Sem betur fer tókst okkur að sannfæra fólk um það gagnstæða því hægt er að heimfæra það sem fram kom á fundinum upp á öll fyrirtæki,“ sagði Ástvaldur. Hann sagðist hafa orðið var við mikla breytingu á viðhorfi fólks í Vestmannaeyjum til tækninýjunga. „Davíð, Börkur og Bjarki Brynjarsson hafa átt sinn þátt í þessari breytingu. Nú er orðið allt öðm vísi að koma til Vestmannaeyja og kynna það sem við emm að gera heldur en var fyrir tveimur ámm. Andrúmsloftið er allt annað og það gerir fund eins og þennan miklu betri og skemmtilegri,“ sagði Ástvaldur. Börkur sagði að aðkoma Stjóm- unarfélags Vestmannaeyja væri liður í viðleitni þess að fá hingað góða fyrirlesara með áhugaverð efni. „Það hefur oft komið fram lítill áhugi hjá íyrirlesumm að koma til Eyja nema að þeir tengi það öðmm erindum. Við höfum viljað brjóta þetta upp og höfum m.a. átt gott samstarf við Davíð. Morgunverðarfundurinn er gott dæmi um það enda voru Tölvun og Nýherji að gera nákvæmlega það sama og Stjómunarfélagið með þessu framtaki. Næsti fyrirlesari hjá okkur er Tómas Möller sem verður héma 13. apríl,“ sagði Börkur. Ástvaldur Jóhannsson fram- kvæmdastjóri innkaupa- og heild- sölusviðs Nýherja, segir að þeir hafi átt mjög gott samstarf við Tölvun og í tengslum við sjö ára afmæli Tölvunar var á sama tíma haldin sölukynning , Sprengidagar, þar sem IBM Think- Pad fartölvur og CANON tölvu- prentarar vom m.a. kynntir á sérstökum tilboðsverðum sem gengu vel í eyjaskeggja og var lífleg sala,“ sagði Ástvaldur að lokum. Dregið var úr innsendum þátt- tökustaðfestingum hjá þeim sem mættu á fundinn. Einn heppinn þátttakandi, Eyþór Harðarson tækni- stjóri Isfélags Vestmanneyja, hreppti IBM C3 WorkPad lófatölvu að verðmæti kr. 39.900 í vinning. flugfelag islands Sumaráætlun tók gildi 3. aprfl Fjórar ferðir á dag Bókanir og upplýsingar um flug í s. 481 3300 www.flugfelag.is

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.