Fréttir - Eyjafréttir

Issue

Fréttir - Eyjafréttir - 06.04.2000, Page 17

Fréttir - Eyjafréttir - 06.04.2000, Page 17
Fimmtudagur 6. aprfl 2000 Fréttir 17 Ama Björg Sigurbjörnsdóttir og Baldvin Þór Sigurbjörnsson fermast á sunnudaginn: Foreldrarnir stressaðri Nú fara fermingar í hönd eftir upplýsandi fermingarfræðslu fermingarbama sem staðið hefur frá því í september. Alls munu hátt í áttatíu böm fermast í Eyjum á þessu vori, en fyrsta fermingin verður næstkomandi sunnudag 9. apríl. Fréttir spjölluðu við tvö fermingarböm, þau Ömu Björgu Sigurbjömsdóttur og Baldvin Þór Sigurbjömsson sem fermast eiga á sunnudaginn og spurðum þau hvemig undirbúningi hefði verið háttað og hvort ekki væri mikill spenningur vegna þessara tímamóta í lífi þeirra. Fermingar háðar tísku Þrír frændur sam- einast um eina fermingarveislu Ama Björg Sigurbjömsdóttir er nemandi í 8. FS í Bamaskólanum og á að fermast íyrir hádegi á sunnudaginn. Hún sagði að athöfnin legðist vel í sig og veislan verður haldin í Oddfellow. „Mér fmnst það íylgja að láta ferma sig, því það er löng hefð fyrir fermingunni innan þjóðkirkjunnar, svo er tilgangurinn með fermingunni líka að staðfesta skímina, en fermingarveislan og gjafimar skipta líka máli. En ég hef sagt að maður fermist bara einu sinni og þess vegna sjálfsagt að hafa mikið við af því tilefni." Ama Björg segir að mjög gaman hafi verið í fermingarundirbúningnum sem staðið hafí síðan í haust. „Við höfum mætt einu sinni í viku, klukkutíma í senn síðan í september. Við höfum lesið bókina Líf með Jesú. sem lögð er til gmndvallar í fermingarfræðslunni. Einnig verðum við að mæta í tíu messur yfrr veturinn, sem fermingarbömin hafa hjálpað til með að undirbúa og við höfum tekið þátt í messuhaldinu með ritningar- lestri. Eg hef reyndar ekki gert það vegna þess að við emm svo mörg sem fermumst, svo að það er kannski ekki hægt að koma öllum að í tíu messum. Eg hef hins vegar mætt í allar messumar og foreldrar mínir lfka og reynt að fylgja eftir því sem við áttum að læra fyrir tímana, en ekki samt harðri hendi, heldur meira sem hvatningu. Krakkamir lærðu einnig sálma og trúaijátninguna.“ Finnst þér krakkamir áhugasamir um ferminguna og fermingarundirbún- inginn? „Krakkamir em kannski ekkert mjög áhugasamir um ferminguna sjálfa, það er kannski meiri tilhlökkun að fá gjafimar og að halda veisluna." Nú veljið þið ykkur ritningarorð til þess að fara með við athöfnina, ert þú búin að velja þér ritningarorð? „Já. „Sælir em hjartahreinir því þeir munu guð sjá,“ segir Ama Björg hvergi bangin. „Við fengum að velja okkur ritningarorð sjálf. Eg var búin að skoða fullt, en fannst þetta flottast." Ama Björg segir að fermingar hafi alltaf verið háðar tísku á hveijum tíma. „Það á jafnt við um ferm- ingarfötin, hárgreiðsluna og gjafimar, og líklega er misjöfn áhersla líka á undirbúninginn, því hann er ömgglega annar í dag en áður fyrr. Það er svona mánuður síðan ég og foreldrar mínir fómm að huga að fermingarfötunum, en það er líklega algengast að stelpumar séu í kjólum, eða buxum og skokkur yfir, svo er líka hippatíska núna þar sem stelpumar em í kvartbuxum." En hvaða gjafir em efst á óska- listanum hjá krökkunum núna? „Það er svo margt. Eg fæ rúm í fermingargjöf frá foreldrunum og auðvitað líka veisluna, en krakkana langar í allt frá GSM símum upp í sjónvarp og vídeó og svo líka peninga. En maður fylgir líklega straumnum og tískunni á hveijum tíma. En foreldrar þínir em þeir ekki haldnir neinum kvíða fyrir ferminguna? „Eg er að minnsta kosti ekkert stressuð, að minnsta kosti held ég að mamma og pabbi séu stressaðri en ég ef eitthvað er,“ sagði Arna Björg að lokum. Baldvin Þór Sigurbjömsson fermist á sunnudagsmorguninn næstkomandi. Hann segist ekki vera mikið spenntur, en hlakki mikið til. Þegar hann er spurður að því hvaða tilfmningar hann beri f brjósti á þessum tímamótum, segir hann erfitt að svara því. „Þetta er erfið spuming. Eg er að játa trú á guð og staðfesta skírnina með fermingunni, en einnig skipta veislan og gjafimar líka máli. Eg tel mig trúaðan ungling og er búinn að fara í tíu messur í vetur, en ég er kannski hvorki meira né minna trú- aður en ég var áður. Ég fór ekki mikið í kirkju áður, en þó með litlu systur minni í bamamessur á sunnudögum.“ Hafa foreldrar þínir farið f messu með þér núna í fermingarundir- búningnum? „Nei þeir hafa ekki verið mjög duglegir við það, hins vegar hafa amma og afi farið með mér. En ég hef ekki farið mikið í messur fyrir utan jarðarfarir og giftingar. En ég vona að ég eigi eftir að fara oftar eftir að búið er að ferma mig.“ Baldvin Þór segist eiga eldri systur sem fermdist fyrir tveimur ámm. „Ég man nú ekki mikið eftir fermingunni hennar, en ég man að mér þótti mjög spennandi þegar hún var að taka upp pakkana.“ Hefurðu leitað ráða hjá systur þinni vegna fermingarinnar? ,Já ég hef spurt hana hvemig var í kirkjunni, en hún hefur ekki sagt mér neitt ennþá.“ Hvað er eftirminnilegast úr ferm- ingarundirbúningnum? „Ég veit það ekki. Ég vissi til að mynda ekki að borg Davíðs væri kölluð Betlehem, en kannski kemur það meira landafræði við. Við lásum bókina Líf með Jesú, sem er ágæt, en ég er ekki búinn að velja mér ritningarorð enn þá.“ Baldvin Þór segir að þó hann sé ekki stressaður núna, þá eigin hann kannski eftir að verða það í kirkjunni. „Ég held að foreldrar mínir séu meira stressaðir en ég vegna undirbúnings veislunnar. Það er búið að bjóða 158 manns í veisluna sem haldin verður í Akóges, en það verður boðið upp á mat, en ekki kökur og svoleiðis. Við verðum þrír frændur sem höldum veisluna saman. Það var líka svoleiðis þegar systir mín fermdist, þá var slegið saman í veisluna með öðmm ættingjum." Hvað langar þig mest í ferm- ingargjöf? „Efst á óskalistanum er tölva eða golfsett, en ef ég fæ ekki golfsett þá ætla ég örugglega að kaupa mér eitt slíkt,“ sagði Baldvin Þór að lokum. Spurt er???? (iisli v'alur Einarsson, utgerðar- maður a„Er það ekki hið besta mál, annars er ég lítið inni í þessu. En úr því Drengjabankinn lékk alla sjóðina, fiskveiðisjóð og iðnaðarsjóð og fyrsta veðrétt í iilluni skipum, passar þetta ágætlega saman. Drengjabank- inn átti ekki að geta glutrað þessu niður, með alla þessa sjóði að ávaxta og núna á erlendum fjármagiismörkuðum.“ Olafur Elíasson, sparisjóðsstjóri Guðjon Rögnvaldsson, utgerðar- niaður —_______t „Mér líst vel á það. '} Bankinn verður * stærri og öflugri, i V'' Íí °8 ætti að geta boðið þeini sem eru £ í viðskiptum við W hann betri kjör '-----® Slíkur banki ætti einnig að verða samkeppnis- færari á erlendum niörkuðuni og jafnvel geta lækkað vexti.“ Gísli Jónasson, veiðarfærakaup- maður I-----------1 „Ég hef nú ekki hugsað mikið út í |iað. Aftur á móti finnst niér hræði- legt bvernig búið er að fara með |iann sjóð sem útvegs- nienn stofnuðu og byggðu upp, Eiskveiðisjóð, seni er stofiiinn að FBA. En þetta er víst tíðarandinn í dag og ungii mennirnir sem eru að koma úr báskóla og stjórna þessu, lialda að jieir séu að búa til peninga. Annars bef ég ekki gert mér grein fyrir hvað þessi sanieining þýðir.“ Bragi Olafsson, unidæniis.stjóri Flugleiða „Ég hef svo sem ekki mikið hugleitt jiað. En óneitanlega er það gott að þeir skyldu hafa náð saman. Þetta gæti orðið öflugt. Éólk hefur óttast að bér sé of mikill risi orðinn til, stórar sanieiningar geta leitt til ein- okunar. En forráðamenn liins nýja banka liafa sagt að jieir niuni leita út fyrir landsteinana og það er ágætt. Við liöfuin gott af því að kynnast betur erlendri bankastarfsenii.“

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.