Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 15.06.2000, Blaðsíða 11

Fréttir - Eyjafréttir - 15.06.2000, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 15.júní2000 Fréttir 11 dag,“ segir Jeff og hlær. „Ég var í nokkur ár við Island að veiða háhym- inga fyrir Seaworld skemmtigarðinn. Ég kom fyrst til íslands árið 1976 og þá kom ég í fyrsta skipti til Vest- mannaeyja. Ég var svo héma á árunum 1977, 1982, 1985, 1887 og 1990. Á þessum ámm var ég á bátnum Guðrúnu frá Hafnarfirði sem veiddi háhyminga tyrir sjávardýrasöfii út um allan heim. Ég man að fyrsta árið veiddum við sex háhyminga. Eftir dvöl mína á íslandi árið 1990 varð nokkur bið á að ég kæmi til íslands en það gerðist þó árið 1998 og þá var ég í allt öðmm tilgangi því þá var ég að leita að heppilegum stað fyrir Keikó.“ Vestmannaeyjar strax inni í myndinni Hvenær komu Vestmannaeyjar til greina sem áfangastaður Keikós á leið til frelsisins? „Ég held að Vestmanna- eyjar hafi alltaf verið inni í myndinni. Sjálfur sannfærðist ég um að Kletts- víkin væri staðurinn þegar verið var að skoða mynd af konunni sem tekin var á útsýnispallinum með víkina í baksýn. Mér þykir vænt um myndina því þama var konan mín ófrísk og með bumbuna út í loftið. Þegar ég fór að skoða myndina nánar sannfærðist ég enn frekar." Jeff segir að reynslan af háhym- ingaveiðunum hafi komið sér vel í núverandi starfi því þar hafi hann öðlast gmnninn að vitneskju sinni um þessar merku skepnur. „Á þessum ámm sá ég ekkert athugavert við veiðamar en viðhorf okkar allra hefur breyst til hvalanna sem synda um höfin. Nú skiljum við hvalina betur og við vitum að þeir geta kennt okkur heilmikið þó við veiðum þá ekki lengur.“ Það hefur fleira breyst frá þessum tíma en viðhorfið til hvalveiða. Hvað með íslenkst þjóðfélag, hefur það lfka tekið breytingum? „Já, það hefur breyst mjög mikið á þessum 24 ámm sem liðin em frá því ég kom hingað fyrst. Sem dæmi get ég nefnt að mér líkaði ekki maturinn ykkar þegar ég kom fyrst og þá var engan bjór að hafa. Þetta hefur allt breyst til hins betra, bjórinn er kominn til íslands og úrvalið í mat er miklu meira og betra. Þessi breyting hefur gert sitt til að gera okkur dvölina auðveldari því við emm meira í Vestmannaeyjum en heima hjá okkur í Bandaríkjunum. Auðvitað er erfitt að vera svona mikið að heiman en sjálfur hef ég alla tíð lifað í ferðatöskum því ég hef alltaf viljað sjá hvað er að finna hinum megin við hæðina.“ segir Jeff. írland, Skotland, Hjaltlandseyjar og Suðureyjar vom meðal landa sem komu til greina sem síðasti áfangastaður Keikós til fulls ífelsis auk Islands. Sjálfur segist Jeff fljótlega fengið augastað á Vestmannaeyjum. „Það var mín hugmynd að fara með Keikó til Vestmannaeyja því af íyrri -eynslu vissi ég af mikilli hvalagengd v'ið Eyjar og það er óvíða fallegra en lér. Hugmyndin var mín en það var ákvörðun stjómar Keikósamtakanna að flytja Keikó til Vestmannaeyja því þær vom alltaf staðurinn fyrir Keikó og em það enn.“ Jeff segir að veðurlag og aðrar aðstæður hafi ekki komið sér svo mjög á óvart því hann þekkti það allt fyrir. „Ég hafði verið hér á landi í október og alveg fram í mars þannig að ég þekkti íslenska veturinn en ég átti ekki von á svona miklu roki eins og gerir stundum í Vestmannaeyjum." Spennandi verkefni Þegar Jeff er spurður um ástæðu þess að hann fór að vinna fyrir Keikó- samtökin segir hann að þau hafi leitað til sín. „Menn þar á bæ vissu af reynslu minni í að vinna með dýmm og þess vegna buðu þeir mér vinnu við Keikóverkefnið. Ég var ekki á flæðiskeri staddur hvað vinnu varðar KEIKÓSAMTÖKIN hafa sett svip sinn á bæinn. í fyrra var komið upp vísi að Keikósafni í Félagsheimilinu. Nú þegar líkur eru á að Keikó fái frelsi bendir allt til þess að safnið fari líka annað því bæjaryfirvöld hafa ákveðið að taka ekki við safninu. Gæti það þess vegna endað á Húsavík. I ups ÆKO' 1 JEFF hafði afgerandi áhrif á það þegar ákveðið var að flytja Keikó til Vestmannaeyja. Myndin sýnir þegar háhyrningurinn var hífður um borð í pramma sem flutti hann í kvína í Klettsvík í september 1998. KEIKÓ hefur farið nokkrar „gönguferðir“ undanfarið vegna sprenginga í tengslum við framkvæmdir í höfninni. því í sömu vikunni fékk ég þrjú atvinnutilboð. Keikómenn ræddu við mig og það verður að segjast eins og er að hugmyndir okkar fóm að mörgu leyti saman þannig að ég sló til. Mér fannst mjög spennandi að hafa allt í einu hval til umráða sem allur heimurinn þekkti. Við fáum stað- festingu á þessum áhuga fólks á hverjum degi því daglega hefur fólk frá öllum heimshomum samband við okkur í gegnum netið.“ Keikó er líka að kenna okkur Þykir þér vænt um Keikó? „Hann er mjög sérstakur og við höfum lagt okkur fram um að gera honum lífið eins létt og hægt er. Við verðum að taka tillit til þess að honum er ekki eiginlegt að að vera lokaður inni. Við emm að hreykja okkur af því að við séum að kenna Keikó svo og svo mikið en það má ekki gleyma því að hvað hann er að kenna okkur mikið. Þegar við lögðum í þetta verkefni gerði ég ráð fyrir að það tæki tvö ár og mér sýnist að það verði reyndin. Fyrsta árið fór í rannsóknir á Keikó og lífinu í sjónum í kringum Vestmanna- eyjar. Núna á seinna árinu emm við að undirbúa Keikó undir fullt frelsi. Það var alltaf ljóst að Keikó yrði sleppt að sumri til og nú emm við að kynna fyrir honum staðreyndir lífsins. Hann hefur staðið sig vel í „gönguferð- unum“ en við höfum ekki ennþá lagt í að hleypa honum í háhyminga- torfumar.“ Verður Keikó sleppt í sumar? ,Já, ég held að það séu góðir möguleikar á því. Þegar við komum hingað haustið 1998 taldi ég helmingslíkur á að ver- kefnið yrði til lykta leitt en það verður að segjast eins og er að Keikó hefur staðið sig frábærlega. Það styttist í að okkar verki ljúki en þá á eftir að koma í ljós hvort villtir hvalir samþykkja hann eða ekki. En það er sama hvemig fer, þekkingin sem við höfum aflað okkur um háhyminga er ómetanleg. Keikó er í raun sendiherra háhyming- anna í mannheimum sem komið hefur ómetanlegum upplýsingum til okkar. Nú er bara eftir að sjá hvemig hann bregst við fullu ffelsi. Þegar við fáum leyfi íslenskra stjómvalda til að veita honum fullt frelsi reikna ég með að það líði tvær til þrjár vikur þangað til við sleppum honum. Það gæti orðið í lok júlí. I dag höfum við leyfi til „gönguferðanna" og eins og ég sagði áðan hefur hann staðið sig frábær- lega.“ Jeff segir að starfsmenn Keikó komi ekki til með að pakka saman og fara heim um leið og Keikó verður sleppt. „Við Jennifer verðum hér áfram og reynum að fylgjast með honum eins lengi og hægt verður. Og þó Keikó kveðji em ótal verkefni fyrir höndum ef vilji er íyrir höndum.“ Misjafnar væntingar Þegar Keikó kom höfðu Eyjamenn misjafnar væntingar til verkefnisins. Sumir sáu fyrir sér stórkostlega fjölgun ferðamanna til Vestmanna- eyja, töluðu jafnvel um að hér risu ný hótel. Aðrir sáu Keikó sem góða viðbót í að draga ferðafólk til Vest- mannaeyja og þar í flokki vom aðilar í ferðaþjónustu og svo er það ákveðinn hópur fólks sem frá upphafi hefur haft allt á homum sér þegar Keikó er annars vegar. Hvað sem öllum vænt- ingum líður er ljóst að Keikó hefur haft sín áhrif í bæjarfélaginu. Reyndar risu engin hótel, ferðaiðnaðurinn tók ekki þann fjörkipp sem vænst var og fýlupokamir em enn í fylu. En umsvif Keikósamtakanna og seinna Ocean- Future hafa verið umtalsverð. Koma Keikó til Vestmannaeyja og vera hans hér hefur vakið athygli á Vestmannaeyjum og fyrsta árið var peningaveltan hér í bæ um 130 milljónir króna. Þá má ekki gleyma starfsfólkinu sem hefur aðlagast samfélaginu hér og myndað tengsl við bæði Vestmannaeyjar og þá sem hér búa. Jeff tekur undir með öðmm starfs- mönnum Keikóverkefnisins, Vest- mannaeyjar em orðnar hluti af þeim. „Við tölum oft um þann möguleika að setjast hér að því okkur hefur líkað mjög vel héma þessi tæplega tvö ár. Við höfum kynnst mörgu góðu fólki og ekki mætt öðm en hlýju. Við höfum reyndar ekki lagt okkur mikið eftir því að læra íslensku sem er kannski því að kenna hvað við höfum mikið að gera. Tveir okkar eiga íslenskar kæmstur og maður veit ekki hvemig þau mál fara en flest okkar eiga ömgglega eftir að heimsækja Vestmannaeyjar þegar verkefninu lýkur,“ segir Jeff. Jeff segir ekkert því til fyrirstöðu að framhald verði á samstarfi íslenskra vísindamanna og Ocean-Future. „Vestmannaeyjar em frábær staður til hafrannsókna með allt Atlantshafið við bæjardymar. Sjálfur vildi ég sjá áframhald á þessum rannsóknum sem við höfum verið að vinna og nánara samstarf við íslenska vísindamenn en alltaf er þetta spuming um peninga. Við höfum fylgst með rannsóknum Páls Marvins Jónssonar, forstöðu- manns Rannsóknasetursins og sjávarlíffræðings og væri gaman að koma að því verkefni og rannsóknum á fleiri dýmm. Sjálfur er Páll Marvin, sem líka er kafari, ekki ókunnugur háhymingum því hann var farinn að synda með þeim við Eyjar áður en Keikó kom til sögunnar. Þá höfum við verið að vinna með Gísla Viggossyni, hjá Hvalamiðstöðinni á Húsavík sem líka væri gaman að fylgja eftir." Jeff er ekki í vafa um að rann- sóknimar á Keikó eigi eftir að skila miklu til komandi kynslóða ekki síst vegna þeirrar ógnar sem mannkyninu stendur af vaxandi mengun. „Við eigum bæði mynd- og hljóðupptökur úr kvínni. I allt em þetta mörg þúsund klukkustundir af efni sem bíður þess að vera rannsakað nánar. Háhymingar em efst í fæðukeðju hafsins og verða því nauðsynlegur hlekkur í öllum rannsóknum um mengun í höfunum. Lykillinn að því að komast í tengsl við háhyminga og önnur sjávarspendýr em rannsóknimar í Klettsvík síðustu tvö árin. Keikóverkefnið verður því ekki metið til ijár þegar upp er staðið." Sérðu fyrir þér að hvalveiðar verði leyfðar á ný? ,Já, en ekki á allra næstu ámm. Fyrst þurfum við að rannsaka lífríki hafanna nánar og verði niðurstaðan sú að hvalveiðar gætu verið nauðsynlegar til að viðhalda jafnvægi í höfunum sé ég ekkert því til fyrirstöðu að þær hefjist á ný," sagði Jeff að lokum. Ó.G.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.