Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 15.06.2000, Blaðsíða 18

Fréttir - Eyjafréttir - 15.06.2000, Blaðsíða 18
18 Fréttir Fimmtudagur 15. júní 2000 Landa- KIRKJA - lifandi samfélag! 15. júní fimmtudagur Kl. 14.30 helgistund á Sjúkrahúsinu 2. hæð. Heimsóknagestir velkomnir. 18. júní sunnudagur KI. 11.00 Kristnihátíðarafmæli í Vestmannaeyjum. Helgiganga frá Landakirkju að Löngu. Fólk siglir með Lóðsinum yfir. Setning kristnihátíðar í Eyjum og Messa á Hörgaeyri. Fögnum kristni á landtökustað Gizzurar Hvíta og Hjalta Skeggjasonar þúsund ámm eftir að þeir lögðu kirkjuvið á land á Hörgaeyri. Margt verður um dýrðir. Hátíðarkór Vestmannaeyja og Litlir lærisveinar syngja og lúðrasveitarfélagar spila. Fjöldi fólks ungra og aldinna aðstoða við athöfhina. Formaður sóknamefndar flytur hátíðarávarp. Báðir Eyjaklerkar flytja messuna. Stórbrotin náttúran undir Heima- kletti verður notuð sem kirkjustæði. Altarið, altaristaflan og hvað eina tekur mót af undursamlegri náttúrunni. Vestmannaeyingar, sýnum í verki undir hvers merki við söfnumst. Mætum öll prúðbúin, eftir því veðri sem Guð gefur og fylkjum liði undir merki krossins. 21. júní miðvikudagur Kl. 20.30 Opið hús í KFUM&K- húsinu fyrir unglinga. Undir- búningur helgigöngu á Þingvelli í fullum gangi. Prestar Landakirkju minna á nýtt símanúmer kirkjunnar 488 1500. Hvíta- SUNNU- KIRKJAN Fimmtudagur Kl. 20:30 Samkoma Laugardagur Kl. 20:30 Bænasamkoma Sunnudagur Kl. 11.00 Vakningasamkoma fyrir alla sem þurfa að vakna og hina líka. Allir velkomnir í Hvítasunnukirkjuna. Aðvent- KIRKJAN Laugardagur 17. júní Kl. 10.00 Biblíurannsókn. Allir hjartanlega velkomnir. Biblían talar sími 481-1585 Fjölskyldu- stemmnins Knattspyrnudeiid ÍBV bauð upp á fjölskyldustemmningu á leik IB V og Leifturs á laugardaginn. í boði var sérstakt miðatilboð fyrir fjölskyldufólk, sem fólst í því að ef mamman eða pabbinn keypti miða á leikinn fékk makinn og börnin frítt inn. Leiktæki voru við Týsheimilið meðan á leiknum stóð þar sem krakkarnir léku sér á meðan foreldrarnir horfðu á leikinn. Að leik loknum var boðið upp á grillaðar pylsur og drykki við Týs- heimilið þar sem stuðningsmenn ÍBV og bæjarbúar gátu heilsað upp á leikmenn IBV og rætt við þá í návígi. Þessu framtaki var vel tekið og voru það ekki síst grilluðu pylsurnar að gera. JMk m j) |JM| Mótorcross: íslandsmótið á Akureyri Þokkalegur áransur Eyjamanna Um helgina tóku fjórir af þeim fimm Eyjamönnum, sem kepptu á mótorkrosskeppninni hér í Eyjum, þátt í annarri umferð Islands- mótsins sem fram fór norður á Akureyri. Þeir Sigurður Bjarni, Ómar, Pétur og Sæþór voru núna með og var árangur þeirra svip- aður og hér heima en Siggi Bjarni var efstur þeirra félaga, í tólfta sæti. Siggi Bjami sagði í samtali við Fréttir að brautin hefði verið sér- staklega erfið fýrir þá félaga enda allt öðruvísi jarðvegur í brautinni en þeir eiga að venjast. „Við vorum í dálitlum vandræðum til að byrja með en náðum fljótt að læra inn á brautina. Hér heima er vikur í brautinni en þama er bara mold sem er allt öðmvísi og fyrir vikið urðum við fljótlega þreyttir. Samt sem áður klámðum við allir og mér fannst sérstaklega gott hjá Pétri og Sæþóri að ná að klára þetta enda er þetta þeirra fyrsta tímabil. Einnig lenti Pétur í því að hafa íslandsmeistarann, Ragnar Inga á bakinu á sér um tíma, en það drapst á hjólinu hjá Pétri og stuttu seinna kom Ragnar Ingi úr stökki og lenti hrein- lega á bakinu á Pétri. Þeir meiddust báðir eitthvað lítillega en hörkuðu báðir af sér og klámðu keppnina." sagði Sigurður. Nú var mikið gert fyrir keppendur hér í Eyjum, var eitthvað svipað upp á teningnum fyrir norðan? ,Já, það er óhætt að segja að allar aðstæður hafi verið frábærar. Við gistum í tjöldum á tjaldsvæðinu og höfðum m.a. sundlaug út af fyrir HÚSEV BYGGINGAVÖRUVERSLUN VESTMANNAEYINGA Inni eða út MlKIÐ ÚRVAl okkur. Eftir keppnina var svo að sjálfsögðu haft gaman enda em flestir kcppendumir á aldrinum 25-35 ára og með íjölskyldur. Annars vomm við líka mjög heppnir með veðrið, frábært veður var þegar við komum norður og svo á keppnisdag var skýjað og smá úði, sem hentar best fyrir brautina." Hvað er framundan? „Næst er mót á Reykjavíkursvæð- inu um miðjan næsta mánuð og við ætlum þá allir að vera með. Þess má geta að við emm með í liðakeppninni. Team Bragginn heitir liðið eftir styrktaraðilanum og ég held að við séum í fjórða sæti af átta liðum. Svo er væntanlegt KTM liðið til Eyja og þeir ætla að hafa með sér fyrrverandi heimsmeistara og taka með okkur æfingu á brautinni hér, þannig að við slökum hvergi á.“ FRÁ mótinu í Vestmannaeyjum í síðasta mánuði. Kynning: Komið og bragðið á Ijúffengri skógarberjatertu. Kaffihlaðborð laugardag 17. júní og sunnudag 18. júnífrá kl. 15.00 til 17.00. r Urval af kökum og brauði ásamt margs konar ítölsku kaffidrykkjum frá Lavazza, s.s. Swiss Mokka, Cappucino o.fl. Notaleg þjóðhátíðarstemmning í fallegu umhverfi. LUNDINN, veitingahús

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.