Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 15.06.2000, Blaðsíða 20

Fréttir - Eyjafréttir - 15.06.2000, Blaðsíða 20
Doglegor ferðir milli londs og Eyja Landflutningar wmtiiim I/ initimiiiiiii wfiiiii FV Rútuferðir - Bus tours Móttaka ferðamanna, skóla- og íþróttahópa ÓDÝRASTIKOSTURINN í EYJUM 0)481 1909-896 6810-fax 481 1927 Vilhjálmur Bergsteinsson * 481-2943 * 897-1178 SEMðÍPEaðABÍLL Kristnihátíð á sunnudag Sunnudaginn 18. júní verður haldin fyrsta Kristnihátíð af þremur í Vestmannaeyjum á þessu ári. Önnur Kristnihátið verður þegar stafkirkjan verður vígð þann 30. júlí að viðstöddu erlendu og innlendu stórmenni og hin þriðja og síðasta 30. september en þá verður hér- aðsfundur Kjalamessprófastsdæmis haldinn í Vestmannaeyjum sem er jafnframt lokahátíð Kristnihátíðar í Eyjum. Séra Bára Friðriksdóttir sem þjóna mun fyrir altari á Hörgaeyri sagðist vonast eftir mikilli þátttöku allra Vestmannaeyinga, enda hefði hún skynjað mikinn áhuga fyrir hátíðinni meðal Eyjamanna síðustu daga. „Þetta verður táknræn ganga þar sem gengið verður í átt til fomrar sögu, hún skoðuð og horft í átt til framtíðar,“ sagði Bára. Ófeigsmálið þingfest í gær Mál sjö skipverja gegn útgerð Ofeigs VE var þingfest hjá Héraðsdómi Suðurlands í Vest- mannaeyjum í gær. Sjömenningamir telja sig hafa verið hlunnfama í launum og ná kröfur þeirra yfir fimm mánaða tímabil og skipta þær einhverjum milljónum króna eftir því sem næst verður komist. Ekki er að búast við að málið verði tekið fyrir dóm fyrr en að loknu réttarleyfi. Blásið á Dögum lita og tóna Ó.vinir Óla, sem hér sjást blása af miklum móði voru meðal listamanna sem komu fram á Dögum lita og tóna um hvíta- sunnuna. Margt góðra listamanna komu fram á hátíðinni sem heppnaðist ágætlega en áheyrendur hefðu að ósekju mátt verafleira. Vöruvalsmótið hófst með skrúðgöngu í gærkvöldi Pæjumót IBV í knattspyrnu hófst í gærkvöldi með skrúðgöngu liðanna og setningu á Týsvelli. Mótið í ár er styrkt af Vöruval og heitir því Vöruvalsmótið. Erlingur Richardsson og Magnús Sigurðsson eru mennimir sem bera hitann og þungann af skipulagningu mótsins og reyndist ansi erfitt að nálgast þá félaga sökum annríkis. Erlingur gat þó gefið sér smá tíma til spjalls og hann sagði m.a. að breyt- ingar hafi verið gerðar á skipulagi mótsins." í ár munum við ekki hafa 3. flokkinn enda voru sex af þeim átta sem tóku þátt í fyrra á leiðinni út fyrir landsteinana og áttu því ekki heiman- gengt í ár. Einnig höfum við orðið varir við það að stelpur á þessum aldri hafa þegar séð og farið í þær ferðir og skemmtanir sem boðið er upp á, enda hafa flestar þeirra komið hingað ár eftir ár og því er erfitt fyrir okkur að bregðast sérstaklega við því. Keppendum fækkar því nokkuð frá því í fyrra, en við eigum nú samt sem áður von á allt að 550 keppendum og um helgina verða líklega héma eitthvað um þúsund manns tengd mótinu." Fyrsta skóflustunga að nýjum íþróttasal Nú fer að hylla undir langþráða viðbyggingu íþróttahúss í Eyjum. Fjármagn til byggingarinnar hefur verið tryggt og fram- kvæmdir ættu að geta hafist fljólega, því kl.13.00 þann 17. júní mun verða tekin fyrsta skóflu- stungan að væntanlegri viðbygg- ingu. Salurinn verður vestan við Iþróttamiðstöðina og núverandi and- dyri nýtt áfram og endurhannað m.t.t. þessarar breytingar. I salnum verða áhorfendabekkir fyriru.þ.b. 800 -1000 manns. Um er að ræða löglegan keppnisvöll fyrir miðjum sal. í almennri notkun verður gert ráð íyrir tveimur völlum (20 x 40m) og veggur verður til þess að skilja þessa sali að þegar þess gerist þörf. Búningsklefar verða 2, þ.e. 2x2 með sameiginlegri baðaðstöðu sbr. núverandi klefar. Einnig verður gert ráð fyrir dómaraherbergi og kenn- araherbergi. Vikutilboð Vöruvals *vikuna 15. - 22. júní Conga bitar 179,- áður 236,- Heimilisfrostpinnar 248,- áður 338,- Pyramid , súkktilatfi 21 stk 699,- áðurl.215,- Piknik Homewheat kex, kaitíílustrá, 113gr. 300gr. 129,- áður 158,- 129,- áður169,- w r Svínakótelettur 998,-áiur 1.349,- Erillpglsur 549,- áður 798,- SuperStar kex,500gr. 189,- áður 236,- Linduískex 119,- áður 158,- I Kavli ostar 198,- áður 238,- Dante !ia, 11tr. 349,- áður718,- Heimaís, titr. 248,- áður 357,-

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.