Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 15.06.2000, Blaðsíða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 15.06.2000, Blaðsíða 2
2 Fréttir fréttir Alvarleglíkamsárás Alls voru fjórar líkamsárásir kærðar til lögreglu en í flestum þeirra var um minniháttar áverka að ræða. Ein árásin var hins vegar alvarleg og átti hún sér stað aðfaranótt 12. júní sl. á Helgafellsbraut. Tveir menn, sem voru á heimleið eftir skemmtun næturinnar, urðu eitthvað ósáttir sem endaði með handalögmálum. Varð annar mað- urinn fyrir töluverðum áverkum og vai' lagður inn á Heilbrigðis- stofnunina fVestmannaeyjum. Við skoðun þar kom í Ijós að hann var ökklabrotinn og með töluverða áverka í andliti. Árásarmaðurinn var handtekinn og fékk hann að gista fangageymslu lögreglu. Mál- ið telst að mestu upplýst. Eignaspjöll Þrjú eignaspjöll komu á borð lögreglu í sl. viku. Aðfaranólt 9. júní urðu lögreglumenn í eftirliti vitni að því þegar maður braut rúðu í hurð að Brekastíg. Maður þessi var handtekinn og var hann töluvert ölvaður. Hann fékk að gista fanga- geymslu lögreglu þar til víman rann af honum. Málið er upplýst. Skemmdirábifreið Þann 11. júní var tilkynnt um skemmdir á bifreið en skorið hafði verið á þrjá hjólbarða hennar og vélarhlíf rispuð. Kom í Ijós að þama höfðu verið þrír 6-7 ára drengir að verki og höfðu notað hníf við skemmdimar. Lögreglan vill, í tilefni af þessu, benda á að börn eiga ekki að leika sér með hnífa og er ljóst að í þessu tilviki em foreldrar að hluta til ábyrgir. Rúðubrotí Slökkulstöðinni Þann 12. júní var tilkynnt um rúðubrot í Slökkvistöðinni en ekki er vitað hver var þar að verki. Lögreglan óskar eftir upplýsingum um mannaferðir við Slökkvistöðina aðfaranótt 12. júní sl. og hvetur að sjálfsögðu þann sem braut náðuna að gefa sig l'rain. Faríð varlega við íbráttavellina Lögreglan vill benda þeim til- mælum til ökumanna að aka varlega við knattspymuvelli bæjar- ins núna þegar Pæjumótið í knattspymu er bytjað. Mikil aukn- ing er á gangandi vegfarendum við vellina og því rík ástæða til að fara varlega. Þá em ökumenn hvattir til að leggja ekki bifreiðum sínum á Hamarsvegi á meðan á mótinu stendur heldur nota bifreiðastæði við íþróttamiðstöðina, Týsheimilið og Þórsheimilið. Þjófnaðir Fjórar þjófnaðarkærur bámst lög- reglu í sl. viku. Var þarna um að ræða þjófnað á GSM símum, reiðhjóli og kventösku. Rólegtíumferðinni Lítið var um kæmr vegna um- ferðarlagabrota í sl. viku eða ein- ungis tvær kærur vegna vanrækslu að færa ökutæki til skoðunar. Fyrsta Kristnihátíðin af þremur í Vestmannaeyjum á þessu ári nk. sunnudag Hatiðin helguð fyrsta kirkjuviðnum á Hörgaeyri Sunnudaginn 18. júní er þrenn- ingarhátíð kirk junnar, en hátíð sú er ævinlega fyrsta sunnudag eftir hvítasunnu. Grundvöllur þrenn- ingarhátíðar byggir á hinum þríeina guði kristinna manna; guði föður, hans eingetnum syni og heil- ögum anda. Dagskrá þrenningarhátíðar að þessu sinni verður helguð landtöku Gissurar og Hjalta með kirkjuviðinn 18. júní árið 1000. Þeir félagar héldu til íslands að boði Noregskonungs og skyldu þeir reisa kirkju á fyrsta stað hvar þeir tækju land, sem samkvæmt bestu manna vitneskju mun hafa verið á Hörgaeyri í Vestmannaeyjum áður- nefndan dag. Héldu þeir síðan til Þingvalla þar sem þingheimi var tjáð tilskipun konungs um einn sið í landinu, sem endaði með feldlegu Þorgeirs Ljósvetningagoða, hvar hann fékk sína hugljómun um að Islendingar tækju friðsamlega við Kristi. Séra Bára Friðriksdóttir hefur séð um undirbúning þessarar fyrstu Kristnihátíðar af þremur í Vest- mannaeyjum á þessu ári, ásamt fjölda annarra, enda mikið lagt í að gera hátíðina sem veglegasta svo reisa megi guðshús af stöfum í hjarta hvers Vestmannaeyings. Bára sagði að dagskrá hátíðarinnar hæfíst með því að safnast yrði saman við Landakirkju klukkan 10.40. „Þar stendur böm- unum til boða að láta mála á kinnar sínar helg tákn kristninnar og klukkan 11.00 verður bæna- og ritningarlestur. Síðan verður haldið í pflagrímsgöngu að Löngu.“ Bára sagðist vonast eftir mikilli þátttöku allra Vestmannaeyinga, enda hefði hún skynjað mikinn áhuga og byr meðal Eyjamanna síðustu daga um að fjölmenna til hátíðarinnar. „Þetta verður táknræn ganga þar sem gengið verðu í átt til fomrar sögu, hún skoðuð og horft í átt til framtíðar. í VETTVANGUR Kristnitökuhátíðarinnar, Skansinn og Langan. Löngu verður Kristnihátíð Vest- mannaeyja sett og mun Jóhann Friðfinnsson formaður sóknamefndar flytja ávarp." Spurð um veðurspá svaraði Bára því til að hún yrði þakklát fyrir það veður sem guð gæfi. „I helgri bók stendur að það rigndi jafnt yfir réttláta og rangláta. Allt veður er guði þókn- anlegt, hvort heldur gott eða vont,“ sagði Bára. Margt kristilegt útálátið mun standa gestum til boða á hátíðinni. Klukkan 12.00 verður messa á Hörgaeyri, hvar séra Bára Friðriksdóttir þjónar fyrir altari og séra Kristján Bjömsson mun flytja hátíðarræðu. Nútíminn og for- tíðin munu og taka höndum saman, því að hátíðargestum verður boðið að senda bænir og kveðjur í flösku- skeytum og með tölvupósti (les Emil), sem mun vera nýjasti þjónn drottins í hérvisdnni. Gestir munu og geta snætt máltíð drottins og kvenfélagskonur reiða fram andlegt konfekt að lokinni messu, en það mun vera næring jafnt til líkama og sálar. Lúðrasveit Vestmannaeyja leikur og skátar verða með fána, hátíðarkór Vestmannaeyja syngur undir stjóm Guðmundar H. Guðjónssonar. Fyrsta kirkjuviðar Eyjanna mun verða minnst með því að búa til listaverk á staðnum og svo mætti lengi telja. Rétt er að benda á að langferðabifreið verður fyrir þá sem ekki treysta sér í pflagríms- gönguna og lóðsbáturinn mun flytja gesti að Hörgaeyri, en vaskir félagar úr Björgunarfélaginu munu aðstoða fólk úr og í bátinn. Einnig verður boðið upp á sújru og brauð á hafnargarðinum. Á staðnum mun og verða gestabók úr skinni (les pergamenti) þar sem hátíðargestir em hvattir til að skrá nöfn sfn til skoðunar fyrir gesti Kristnihátiðar árið 3000. frettir Þjóðháuðarnefnd fær leyfi fyrir Þjóðhátíð 2000 Þjóðhátíðamefnd ÍBV óskaði eftir leyfi til að halda þjóðhátíð í Her- jólfsdal dagana 4.-6. ágúst nk. Bæjarráð samþykkti erindið varð- andi einkaafnot af Herjólfsdal með því skilyrði að samráð verði haft við bæjaryfirvöld þ.m.t. umhverfis- nefnd. lögregluyfirvöld og Golf- klúbbinn um afnot af svæði hans. Auk þess er leyfi þetta skilyrt að því leyti að þjóðhátíðarnefnd ábyrgist að Heijólfsdalur og ná- grenni hans verði hreinsað strax eftir þjóðhátíð. Bæjaryfirvöld áskilja sér rétt til þess að hreinsa svæðið á kostnað ÍBV verði ekki staðið við þetta skilyrði. ÁrsskýrslaÁfengis- ogvfmuvarnaráðs fvrir áríð 1999 Á fúncb félagsmálaráðs var árs- skýrsla Áfengis- og vímuvamaráðs fyrir árið 1999 lögð fram. f ársskýrslunni komu m.a. frarn niðurstöður rýnihópa sem unnu að þarfagreiningu á vegum Áfengis- og vrmuvamáráðs sl. haust. Til- gangur hópastarfsins var að greina hvemig best væri að vinna að vímuvömum og hvernig ún-æði Áfengis- og vímuvamaráðs nýttust sem best í starfi á þeim vettvangi. 1 framkvæmdaráætlun Áfengis- og vímuvamaráðs árið 2000 er stuðst við niðurstöður hópanna. Sjómannadagsráð gefur 250.000 kr.til Hraunbúða Félagsmálaráð þakkar höfðinglega gjöf Sjómannadagsráðs Vest- mannaeyja að upphæð 250.000.- til áframhaldandi uppbyggingar sjúkraþjálfunar- og líkamsræktar- aðstöðu á Hraunbúðum. Leitað nýrra leiða í forvarnastarfi hjá 16 til 20 ára Ársskýrsla verkefnisstjómar ísland án eitarlyfja fyrir árið 1999 ásamt starfsáætlun fyrir árið 2000 vom einnig lagðar fram á fundi félagsmálaiáðs. í starfsáætluninni kernur m.a. frarn að forvarnastarfi sem beinist að foreldrum og böm- um og unglingum á gmnnskólaaldri verður haldið áfram en jafnframt verður leitað leiða til að ýta úr vör verkefnum sem beinast að ungu fólki á aldrinum 16-20 ára. Þriggja bíla árekstur Tvö umferðaróhöpp voru tilkynnt Iögreglu í sl. viku, annað var á Birkihlíð þar sem mannlaus bifreið rann á kyrrstæða bifreið. Hitt óhappið varð á gatnamótum Skólavegar og Vestmannabrautar og lentu þrír bílar í árekstri þar. Ekki urðu meiðsli á fólki í þessum óhöppum. FRETTIR Utgefandi: Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Ritstjóri: Ómar Garðarsson. Blaðamenn: Benedikt Gestsson & Sigurgeir Jónsson. íþróttir: Júlíus Ingason. Ábyrgðarmenn: Ómar Garðarsson & Gísli Valtýsson. Prentvinna: Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Aðsetur ritstjórnar: Strandvegi 47II. hæð. Sími: 481-3310. Myndriti: 481- 1293. Netfang/rafpóstur: frettir@eyjar.is. Veffang: http//www.eyjar.is/~frettir. FRÉTTIR koma út alla fimmtudaga. Blaðið er selt í áskrift og einnig í lausasölu í Turninum, Kletti, Veitingaskálnum Friðarhöfn, Tvistinum, Toppnum, Kránni, Vöruval, Heijólfi, Flughafnarversluninni, Tanganum, Söluskálanum Friðarhöfn. FRETTIR eru prentaðar í 2000 eintökum. FRÉTTIR eru aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Eftirprentun, hljóðritun, notkun Ijósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið,

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.