Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 15.06.2000, Blaðsíða 6

Fréttir - Eyjafréttir - 15.06.2000, Blaðsíða 6
6 Fréttir Fimmtudagur 15. júní 2000 Addi í London opnar Ijósmyndasýningu í Akóges: Ljósmyndarinn höndlar sekúndubrotið / Laugardaginn 17. júní næstkomandi kl. 14.00 mun Isleifur Amar Vignisson (Addi í London) opna sýningu á ljómyndum í Akóges. Addi er áhugaljósmyndari og hefur ætíð einbeitt sér að ljósmyndun sólarlagsins og fuglamyndum, en einn stærsti vettvangur ljósmynda hans er þó trúlega Heimaklettur í öllum sínum blæbrigðum, birtu og litasamspili ljósaskiptanna. Addi hefur stundað ljósmyndun sem áhugamál í 25 ár. Addi ætlar að sýna litljósmyndir í ýmsum stærðum, hvar Eyjamar sjást í öllum breytileika birtunnar og ekki sfður frá óvenjulegum sjónarhornum. Addi segir að staðið hafi til í mörg ár að koma upp sýningu. „Svo að fæðingin hefur verið löng," eins og hann orðar það. „Nú var bara rétti tíminn og kannski upplagt á nýrri öld að hefja hana með fallegri sýningu frá Vestmannaeyjum." Hann segir að áhuginn á ljósmyndun hafi líklega kviknað út frá náttúrunni og umhverfi Eyjanna. „Breytileikinn og fegurðin er svo mikil héma og margt fallegt sem ég hef viljað eiga til minningar." En hversu nálægt kemst ljósmyndin því að fanga minningu? „Hún getur komist nokkuð nálægt því. Ég á til að mynda gífurlegt safn af Þjóðhátíðarmyndum sem oft kveikja miklar minningar. Einnig myndir frá lundaveiðum, sem ég hef stundað í ein þrjátíu ár. Þetta segir mjög margt og skilur mikið eftir. Ég hef alla tíð spáð mikið í fugla og stundum finnst mér að í Eyjum megi menn ganga betur um náttúruna og að ekki sé borin næg virðing fyrir henni og margir em sammála mér í því. Ég tel að fuglinn sé eitt það dýrmætasta sem við eigum, því hann gefur okkur gífurlega mikið, en lundinn er sá fugl sem ég held hvað mest upp á. Ég vil líka koma því að, að ungt fólk skoði meira umhverfi sitt og gefi sér smá tíma í það frá tölvunni." Addi er Vestmannaeyingur í húð og hár, en segir að ljósmyndaáhuginn hafi ekki verið tekinn inn með móður- mjólkinni. „Nei, ég held að þetta sé ekki neitt í fjölskyldunni. Ég held að ég sé sá eini í fjölskyldunni sem er svona ljósmyndaglaður. Hvaðan þetta kemur er því ekki gott að segja, nema ef vera kynni áhuginn á íjöllum og að þvælast um Eyjuna. Ég hef því alltaf verið mikið náttúrubarn og þannig kom ljósmyndaáhuginn af sjálfu sér." Addi byijaði ekki að taka Ijósmyndir fyrir alvöru fyrr en eftir gos. „Ég tók u.þ.b. tvö til þrjú hundruð myndir í gosinu og sá mikið eftir því að hafa ekki tekið fleiri, en þá átti ég ekki eins góðar vélar og í dag. Ég byrja svo fljótlega upp úr 1975 að taka myndir í alvöru og síðustu ár er ég líklega búinn að taka um það bil 25 þúsund myndir. Þetta er dýrt hobbý en skemmtilegt." Addi segir að hann hafi sýnt áður á sýningu því hann hafi verið með ljósmyndir á samsýningu fyrir einum 15 árum. „Við vorum nokkrir saman í ljósmyndaklúbbi og höfðum aðstöðu uppi í Arnardranga og vorum þá að leika okkur með svarthvítar myndir. Síðan hef ég ekkert tekið svarthvítar myndir. Aður en ég tek myndir er ég búinn að pæla lengi í ákveðnum stöðum til þess að ljósmynda á. Mér finnst einhvem veginn að þegar ég er upp í fjöllum eftir harkið í vinnunni að þá nái maður að slappa af. Það er eiginlega ekkert sem jafnast á við að geta horft yfir Eyjamar. Maður er eiginlega í allt öðmm heimi." Reynir þú í ljósmyndum þínum að ná þessum heimi sem er allt öðm vísi? , Já, þær sýna og segja það sem segja skal. Þegar veður er gott héma, jafnast held ég fátt á við Eyjamar. Eins og reyndar margir útlendingar hafa sagt sem hingað hafa komið og hafa líkt Eyjum við eyjuna Caprí. Ég held að Vestmannaeyjar séu eins konar Caprí norðursins." Heldurðu að Vestmannaeyingar geri sér almennt grein fyrir þeim galdri sem er héma í Eyjunum? „Ég veit það ekki. Það er þá held ég frekar eldra fólkið. Unglingamir í dag þvælast ekki lengur upp í fjöll til að veiða lunda og í dag sést varla unglingur taka fram háf. Hugsunin er allt öðm vísi en áður var." Sólarlagið er Adda mjög hugleikið og þess vegna spyr ég hann að því hvað valdi? „Ég bý nú héma í Vesturbænum og út um stofugluggann hjá mér blasir eiginlega málverk við mér. Ég hef því getað fylgst vel með sólarlaginu og ég held að misjöfn birtan hafi kveikt í mér og ég fengið áhuga á því að festa hana á filmu. Ef ég sé að eitthvað sérstakt er að gerast rýk ég út með myndavélina. Mér finnst til dæmis hrikalegt ef ég næ ekki að festa einhverja stemmningu á filmu, því það er einmitt augnablikið sem getur verið svo magnað. Svo er þetta líka hluti af því að gera Eyjunum skil." Þú hefur stúderað Heimaklett í gegnum linsuna og jafnvel svo náið að minnir á vísindamann sem skoðar sýni í gegnum smásjáraugað? „Þegar ég byijaði í lundaveiði á sínum tíma var ég mikið upp á Heimakletti og úti í Löngu. Þá fór ekki fram hjá manni að bergið var stórbrotið og ég hugsa að þetta hafi kviknað af því. Þá sá ég að Heimaklettur býr yfir svo miklu. Nú er oft talað um ljósmyndara sem mikla dellu- og tækjakalla, ert þú mjög hugfanginn af tækninni við ljósmyndunina? , Já, upp á síðkastið hef ég verið það og ég hef verið að fá mér betri vélar. Ég held samt að í þessu sé þetta mikið í ljósmyndaranum sjálfum. Nýjustu tækin em ekki endilega aðalatriðið og margir okkar fæmstu ljósmyndara em að nota gamlar vélar enn þá í dag. Þetta er spurning um að hafa auga fyrir umhverfinu. Mér finnst oft að þeir sem em að taka myndir pæli ekki nógu mikið í því sem þeir em að mynda. Það hlýtur að vera eitthvað í ljósmyndaranum sjálfum sem hvetur hann áfram. Það er engin ljósmynda- vél betri en sá sem er á bak við linsuna. Það er ljósmyndarinn sem ræður ferðinni og smellir af. Þó vélin sjái ýmislegt þá ræður ljósmyndarinn niðurstöðunni og höndlar sekúndu- brotið." Eins og áður segir opnar sýning Adda á laugardaginn kl. 14.00 og verður opin til kl. 22.00 og á sunnudag er opið frá kl. 14.00 til 22.00. Allir em velkomnirog Vestmannaeyingar og gestir í Eyjum hvattir til að skoða sýninguna og kynnast þeim galdri sem umlykur Eyjamar og Addi hefur náð að fanga í gegnum linsu ljósmynda- vélarinnar. Benedikt Gestsson ísleifur Arnar Vignisson (Addi í London) við nokkrar ljósmynda sinna sem hann mun sýna í Akóges um helgina.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.