Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 15.06.2000, Blaðsíða 14

Fréttir - Eyjafréttir - 15.06.2000, Blaðsíða 14
14 Fréttir Fimmtudagur 15. júní 2000 Dagar lita og tóna: Ragnar Engilbertsson málari sem að þessu sinni v; Myndlistin í bakgrunni -En þó ég hafi ekki málað mikið hef ég alltaf haft nóg að gera Ragnar Engilberts- son hélt yfirlits- sýningu á mynd- verkum sínum á Dögum lita og tóna um hvítasunnuna, en þetta var jjaf n- framt fyrsta sýning hans í Eyjum frá því að hann byrjaði að mála, fyrir utan tvisvar sinnum sýndi hann nokkrar myndir í búðargluggum í Eyjum. Ragnar er hógvær og lítil- látur maður og segist aldrei hafa haft áhuga á því að trana sér fram og allra síst með myndir sínar. Ragnar er fæddur árið 1924 og lauk málaraiðnnámi árið 1946, en segir að hann hafi byrjað að fíkta við að mála myndir í kringum 1940, þannig að ferill hans spannar um sex tugi ára. Árin 1942 - 1945 var hann við nám í Handíðaskólanum sem Lúðvík Guð- mundsson hafði stofnað í Reykjavík sem síðar varð Myndlista- og hand- íðaskóli Islands. Kurt Zier var þá yfirkennari þar. 1947 hélt hann síðan til Kaupmannahafnar til þess að nema við Konunglegu myndlistaraka- demíuna, þar sem hann var við nám í þijá vetur undir handleiðslu Kirsten Iversens. Á þessum árum voru nokkrir íslenskir málarar við nám í Kaupmannahöfn sem síðar urðu þjóð- frægir listamenn. Má þar nefna Jóhannes Geir, þó hann hafi ekki verið á Akademíunni, Hrólf Sigurðsson, Pétur Friðrik, Maríu Ólafsdóttur, Einar Baldursson og fleiri. Var það ekki mikil ákvörðun að halda til Kaupmannahafnar til náms? „Eg hafði mjög gaman af því og þetta var ágætur tími. Þetta slampaðist af einhvem veginn, allt kostaði þetta peninga, en pabbi styrkti mig eitthvað. Þetta var ágætur hópur. Eg man að við vorum margir Islendingamir og héldum okkur mest saman, en auðvitað hafði maður alltaf eitthvað samband við Danina. Við vomm samt mikið út af fyrir okkur en Dön- unum fannst að við væmm heldur RAGNAR segist ekki geta annað verið en ánægður með viðtökurnar sem sýningin fékk. Aðsókn var góð og seldust flest verkin. mikið í hóp. Það var ekki að við vildum ekki vera innan um Danina, heldur æxlaðist þetta svona.“ „Hvaða augum var það litið í Eyjum að fara til Kaupmannahafnar í myndlistamám á þessum ámm? „Það hafa sjálfsagt einhverjir verið hissa á því og svo vom aðrir sem vom hrifnir. Eg veit ekki hvemig viðhorfið hefur verið almennt en sjálfsagt hefur það þótt skrídð.“ Þú lærðir líka málaraiðnina? ,Já, ég lauk því námi árið 1946. Þá fór ég líka upp á Selfoss og var við að mála Ölfusárbrúna og fleira, en ég var á Selfossi í eitt og hálft ár. I Eyjum var ekkert að gera á þessum ámm. Það var alltaf verið að bíða eftir að verðbólgan hjaðnaði og ekkert byggt héma, hins vegar var nóg að gera í Reykjavík og á Selfossi." En þú varst þijú ár í Danmörku, það hefur ekkert komið til álita að flengjast þar? „Nei, ég fór heim 1951, en ég hafði þó alltaf komið heim á sumrin. Það vom ekki tekin nein próf í skólanum. Það var ekki eins og í dag þegar menn verða magisterar." Nú voru miklar hræringar í list- heiminum þegar þú varst í Kaupmannahöfn? Jú, það er víst og mikið að gerast í Frakklandi, sérstaklega í abstraktinu. Eg var hins vegar lítið í því þó að mér líki stefnan ágætlega. Ég hef lítið stundað myndlistina nema aukalega. Ég var yfirleitt í öðm.“ Hvemig stendur á því að þú helgar þig ekki myndlistinni algerlega? „Ég veit það nú ekki. Þetta þróaðist bara svona. Ég kom beint til Vest- mannaeyja að utan og stoppaði ekkert í Reykjavík. Ég hef heldur aldrei haldið sýningu hér í Eyjum eftir að ég kom frá námi og sinnt óskum þar um lítið. Ég átti stundum myndir á samsýningum Myndlistarfélagsins í Reykjavík og tvisvar átti ég myndir á sýningum í Danmörku. Að örðu leytí var ég ekki mikið að koma myndum mínum á framfæri og málaði frekar lítið á tímabili. Ég hef alltaf haft nóg að gera þó að ég hafi ekki verið að mála myndir.“ Er þetta vegna hlédrægni eða feimni? „Ég veit það ekki. Ætli það hafi ekki verið svo í og með. Og kannski togaði myndlistin aldrei svo mikið í mig að ég vildi snúa mér að henni eingöngu. Fyrst eftir að ég kom að utan hélt ég nú nokkru sambandi við Jóhannes Geir og Hrólf, Pétur Friðrik og Einar Baldvin og við hittumst svona framan af, en ég hef lítið sinnt því undanfarið." Hvaða myndefni hafa verið þér hugleiknust í gegnum tíðina? „Ég hef aðallega verið í náttúru- myndum, eins og þú sérð héma. Ég hef alltaf haft gaman af að mála með vatnslitum, því mér finnst þeir írískari. Þó að ég segi sjálfur, þá held ég að ég hafi verið seigari með þá í gamla daga, en það er nú eins og það er.“ Áttu þér einhveija listamenn sem að þú hefur leitað til og telja má áhrifavalda í myndum þínum? „Nei, enga sérstaka?" En hvernig stendur á því að þú hefur aldrei sýnt í Eyjum? „Ég sýndi jú tvisvar í búðarglugg- um áður en ég fór út og hef aldrei haldið sjálfstæða sýningu og ætlaði mér aldrei að gera það, en þeir vom nú RAGNAR í vinnustofu sinni á heimili sínu að Hilmisgötu 3.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.