Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 15.06.2000, Blaðsíða 15

Fréttir - Eyjafréttir - 15.06.2000, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 15.júní2000 Fréttir 15 myndlistarmaður hátíðarinnar FÓLK á öllum aldri sótti sýninguna og hér er Ragnar með mæðgunum Ragnheiði Borgþórsdóttur og Októvíu Andesen og þriðju dömunni í beinan kvenlegg henni Silja, dóttur Ragnheiðar. að plata mig í þetta núna. Ég kæri mig bara ekkert um að vera í sviðsljósinu og hef ekkert sóst eftir því. Sumir em ekki fyrr búnir að setja einhverja klessu á blað að hún er komin á sýningu. Auðvitað er það sjálfsagt og eðlilegt að listamenn komi myndum sínum á framfæri ef þeir hafa áhuga á því, en einhvem veginn hef ég ekki verið mikið fyrir það.“ En núna verður yfirlitssýning á verkum þínum? ,Já, elsta myndin er líklega frá 1943, en ég mundi nú ekkert eftir þeirri mynd. Þetta hefur nú bara verið í drasli hjá mér niðri í kjallara. En nú er ég hættur að vinna og er að reyna að gaufa eitthvað í þessu.“ Ragnar gengur nú um vinnustofuna með blaðamanni og sýnir honum nokkrar myndir. „Þessi mynd er nú máluð þegar ég fór norður á Mývatn íyrir þijátíu og Ijómm árum, og máluð á staðnum en hefur verið í skissublokk hjá mér. Eins er þessi sem hér er. Þessa málaði ég einu sinni á Húsafelli. Við Pétur Friðrik fómm þangað, en hann var í sveit þama og málaði þar mikið á sumrin. Og hér era fleiri myndir sem ég hef ekki séð lengi sjálfur. Héma er til að mynda gamli tíminn. Ég man eftir þessu öllu saman, að vísu málaði ég þessa eftir lítilli svarthvítri ljósmynd 6 x 9.“ „Þetta er þar sem Einar ríki byrjaði," segir Ragnar og dregur fram vatnslitamynd og lýsir því sem sést á myndinni: „Héma er Eilífðin sem kölluð var. Gísli Johnsen byijaði þama en Einar keypti þetta svo. Ég man vel eftir þessu. En af hverju húsið var kallað Eilífðin veit ég ekki, líklega hafa gárangamir fundið upp á því. Líklega vegna þess að þetta var svo stórt og mikið þá. Þetta var svo kallaður Kumbaldi, einhvers konar salthús og þar vora haldin brúðkaup og svoleiðis. Og þetta var Austurbúðin, en þar verslaði Bryde, og þama var kolaport," segir Ragnar og lýtur yfir myndimar sem raðað hefur verið upp meðfram veggjunum á vinnustofu hans. „Héma era svo myndir sem ég fann í fyrra eða hitt í fyrra. Við voram að rissa einu sinni í Hafnarfirðinum þegar ég var í skólanum og ég setti svo lit í þetta síðar.“ Ragnar segir að þó hann hafi ekki sýnt myndir sínar, þá hafí hann alltaf farið á sýningar, bæði í Eyjum og Reykjavík. „Eg hef yfirleitt alltaf farið á sýningar, en hef gert minna af því í seinni tíð. Astæða þess er kannski fyrst og fremst sú að ég hef ekkert gaman af því lengur. Eg ætla hins vegar ekkert að dæma nútímamyndlist en persónulega verð ég oft fyrir vonbrigðum. Maður kemur inn á sýningu og það er ekkert að sjá. Það var til dæmis verið að taka í notkun stórt listasafn í Danmörku fyrir nokkram áram sem heitir Arken og ég kom einu sinni á. Þar var ekkert af gestum og engin hrifning. Þar héngu myndir eftir einhvem Svía, sem virtist vera heimsfrægur. Hann átti þama þrjár myndir sem vora íjórir til fimm metrar á kant og á þeim vora tvær klessur, ein græn og önnur svört. Einn amerískur listamaður var þama líka með sýningu sem sagður var stór- kostlega frægur. Hann hafði strengt víra á milli homa í salnum og á honumn héngu tveir stálstólar á hvolfi. Ég skil þetta ekki, skilur þú það? Þama var hins vegar sægur af starfsfólki sem hékk í þremur hópum og spjallaði saman. Starfsfólkið sagði að það hefði verið ráðinn nýr listfræðingur og hann vildi hafa þetta svona.“ Má segja að myndlistin sé ekki í neinum tengslum við fólkið í landinu? „Það er kannski of mikið sagt. Ég er ekki að segja að það sem er eldra sé allt gott, en manni finnst þetta dálítið vera komið út og suður. Þegar fólk er hætt að fara á sýningar, þá er eitthvað að. Það var nú skrifað um listasafnið Arken í dönsku blöðin og ráðamenn sögðust ekki borga fyrir þetta, ef stefna safnsins yrði svona áfram. Þá vora hengdir upp í hluta safnsins viðurkenndir listamenn til þess að reyna að fá fólk í húsið og mun hafa íjölgað eitthvað fyrir vikið.“ Benedikt Gestsson. EITT af málverkunum á sýningunni er af húsum Gísla J. Johnsen sem Einar ríki Sigurðsson eignaðist síðar. Þarna reis Hraðfrystistöðin síðar en hennar örlög urðu að hún fór undir hraun 1973. Uti a linnu. DAGAR hta og tona foru að venju fram um helgina og voru Fréttir mættar á staðinn. Gefur hér að líta nokkrar myndir frá hátíðinni sem stóð vel undir nafni. OLAFUR Stolzenwald hefur undanfarin ár verið einn af máttarstólpum Daga lita og tóna. ÁRNI Johnsen alþingisniaður og Elías Björnsson formaður Sjómannafélagsins Jötuns sameinast í tónlistinni.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.