Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 15.06.2000, Blaðsíða 17

Fréttir - Eyjafréttir - 15.06.2000, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 16. júní 2000 Fréttir 17 Njáll Kolbeinsson fyrrum skipstjóri á Gandí VE: Spurt er???? Vorum deilu reknir vegna um fiskverð GANDÍ VE sigldi fánum prýddur til hafnar í Vestmannaeyjum þann 29. júní 1999, nú tæpu ári seinna er honum lagt og áhöfninni sagt upp. Uppsögn áhafnarinnar á línubátnum Gandí VE, sem nú er í eigu Vinnslustöðvarinnar, kom nokkuð á óvart því stjómendur Vinnslu- stöðvarinnar höfðu lýst því yfir að báturinn yrði gerður út áfram eftir sameiningu félagsins og Gandís ehf. Skipstjórinn segir að uppsögnin hafi komið eins og blaut tuska framan í áhöfnina og hann gefur ekki mikið fyrir skýringar Vinnslustöðvarinnar um að tillögur um niðurskurð á kvóta sé ástæða uppsagnarinnar. Það sé ekki rétt heldur megi rekja uppsögnina til deilna um fiskverð sem þó hafi ekki að hans mati verið komin í óleysanlegan hnút. Njáll Kolbeinsson, iyrrum skipstjóri á Gandí VE, segir að mikil umskipti hafi orðið hjá áhöfninni á síðasta ári. Fyrir réttu ári síðan keypti Gandí ehf. sem fyrir átti neta- og snurvoðarbátinn Gandí VE, línubát frá Noregi sem fékk nafnið Gandí VE. Um leið var gamla bátnum lagt. Síðastliðinn vetur tilkynnir Gunnlaugur Ólafsson útgerðarmaður mannskapnum að hann hafi ákveðið að sameinast Vinnslustöðinni. „Hann sagðist vera nokkuð sáttur við þessa niðurstöðu því skip og kvóti yrðu áfram í Vestmannaeyjum og Vinnslustöðin hefði geftð út að báturinn yrði gerður út afram og allir héldu vinnunni. Þegar Vinnslustöðvarmenn funduðu með okkur segjast þeir vera ánægðir með að hafa fengið þennan myndarlegan bát í flota félagsins og okkur til staífa. Þeir sögðu að öflugt línuskip væri góð viðbót og þeir ætluðu sér að setja mikinn kvóta á bátinn og gera hann út alltárið," segirNjáll. „Þegar Vinnslustöðin tekur við bátnum er gert við okkur það sem kallast fiskverðssamkomulag. Við vorum ekki sáttir við það en ákváðum að fara af stað enda samningurinn uppsegjanlegur með mánaðar- íyrirvara." Njáll segir að þá hafi áhöfnin farið að bera sig saman við aðra báta og þá hafi komið í ljós að fiskverðið sem Vinnslustöðin greiddi var með því allra lægsta sem þekkist á línubátum. „Það sama gilti þó bátamir væru tengdir fiskvinnslustöðvum eins og Gandí. Málin þróuðust þannig að los komst á mannskapinn og ég sýndi þeim í Vinnslustöðinni fram á að ég væri að missa mannskap af því að menn voru að fá betri laun fyrir sömu vinnu á öðrum bátum. Var svo komið að það var erfitt fyrir mig að manna bátinn." Þannig er staðan þegar Gandí fer í slipp í lok maí. Eftir hálfan mánuð í landi fara þeir á sjó 7. júní sl. „Þá lét ég Binna og Stefán í Vinnslustöðinni vita af því að ég teldi víst að áhöfnin segði upp fiskverðinu. Það er síðan gert með faxi þann 7. júní. Daginn eftir komum við í land til að skila af okkur manni. Þá var okkur tilkynnt að við værum allir reknir og það ætti að stoppa bátinn strax. Þeir báru fyrir sig tillögum Hafró um minni afla- heimildir á næsta fiskveiðiári. Það kemur manni spánskt fyrir sjónir því Gandí er sá bátur sem á mesta möguleika á að ná utankvótafiski og ennþá eru þrír mánuðir eftir af fiskveiðiárinu. Það er ekki vafi í mínum huga að það var uppsögn á fiskverði en ekki tillögur Hafró sem urðu til þess að þeir ráku okkur. Því til staðfestingar er rétt að það komi ffam að engum okkar var boðið upp á endurráðningu ef aðstæður breyttust og báturinn færi af stað aftur. Og mikið lá þeim á því við fengum pokann okkar í miðjum túr." Njáll sagðist ekki vita annað en að rekstur Gandís hafi gengið vel. Því til staðfestingar sagði hann að stutt væri síðan útgerðarstjóri Vinnslustöðvar- innar hefði sagt sér að afkomutölumar væm góðar. Því væri samt ekki á móti mælt að illa hefði gengið að manna bátinn. „Það var m.a. vegna þess sem ég ræddi um að hækka fiskverðið, að gera Gandí samkeppnishæfari um menn vana línuveiðum sem ekki eru á hverju strái. Kröfumar vom ekki miklar því með því hefðum við ekki náð meðalverði í línuflotanum." Tímasetning uppsagnarinnar er í meira lagi undarleg að mati Njáls því 2. júní var hluthafafundur í Vinnslu- stöðinni sem endanlega samþykkti sammna Gandís ehf. við Vinnslu- stöðina hf. Og nú stendur hann uppi atvinnulaus eftir níu ára starf hjá Gandís, þar af þrjú ár sem skipstjóri. „Við vomm 14 í áhöfn og þar af vom fimm og sex heimamenn. Nú þurfum við allir að leita okkur að nýrri vinnu. Sjálfur hringdi ég til Grindavíkur í leit að vinnu á línubát því mér líkar vel á línuveiðum. Hvað Vinnslustöðina varðar, þá varð ég ekki var við mikinn áhuga á að ráða okkur áfram enda hef ég takmarkaðan áhuga á að vinna þar áfram. Og eitt er ég þó þakldátur fyrir, það vom aðkomumenn en ekki Eyjamenn sem sýna okkur þessa framkomu," sagði Njáll að lokum. Afhjúpa minnismerki við Mormóna- poll í sumar Islenska mormónafélagið í Utah í Bandaríkjunum hyggst reisa minnisvarða á svæði við Torfmýri fyrir ofan svonefndan Mormónapoll föstudaginn 30. júní nk. Minnismerkið er um 3,7 m á hæð og sjálf styttan er 2,1 m á hæð. A fæti minnismerkisins verða árituð nöfh þeirra Vestmannaeyinga sem héldu í víking til Ameríku og settust að í Spanish Fork í Utah á árunum 1850-1890. Þetta fólk var það eina sem hefur yfirgefið Island af trúarlegum ástæðum og ferðuðust 6000 mílur til að hefja nýtt h'f og byggja Síon. Eins og áður segir er áætlað að minnismerkið verði komið upp föstudaginn 30. júní. Talið er að um 30-40 manns frá Utah heimsæki Eyjamar í tilefni af þessari athöfn og fylgist með þegar Lil Shephard forsvarsmaður félagsins afhjúpar styttuna. MINNISMERKIÐ verður um 3,7 m á hæð og styttan 2,1 m á hæð. Ætlar þú á kristnihátíð undir Löngu og á Hörgaeyri á sunnudaginn? Binni í Vinnslustöðinni: -Eg hef ekkert ákveðið í þeim efnum enn þá. Unnur Katrín Þórarinsdóttir: Sigurður Ingi Ingólfsson: Því miður verð ég fjarverandi, annars hefði ég farið. Reyni helst að lara í þær göngumessur sem haldnar hafa verið og við hjónin mjög fylgjandi kristilegu slarfi. Bergur M. Sigmundsson: -Eg ætla vona að ég lifi það að komast í Löngu um helgina , gegnheill og sann- kristinn maðurinn. Stefán Sigurjónsson: -Já, ég ætla mér það og taka á einhvern hátt þátt í hátíðinni. Eg vona bara að ekki verði neitt 17. júní veður þann 18. Guðmundur Sigfússon: -Er ekki búinn að ákveða það. Sigubjörg Axelsdóttir: -Já, já að sjálfsögðu ætlaég. Viðverðum endilega að fylgjast með. Gríniur Gíslason: -Já, ég er nú ekki í vafa um það, því ég ler með súpuna þangað. Það er ekkert flóknara en það. Þórðarson -Það er alls ó- ákveðið en líklega á éj> ekki von á því. Eg verð að ölluni líkindum á EM í knattspyrnu heima í stofu.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.