Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 15.06.2000, Blaðsíða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 15.06.2000, Blaðsíða 4
4 Fréttir Fimmtudagur 15. júní 2000 akkaná Aþreyingarefni frá Larry ívar Atlason er bókaunnandi vikunnar Hörður Þórðarson Tottenham aðdáandi, leigubílstjóri og fyrrverandi formaður Elliðaeyjafélagsins skoraði á mig sem næsta bókaunnanda viku- nnar og sagði mig mikinn bókaorm, ég sem lít sárasjaldan í bók. Til að þakka honum "kærlega" fyrir áskorunina ætla ég að byrja á einni sögu af honum. Eins og flestir vita er Hörður mikill Tottenham Hotspur aðdáandi. Þegar sú breyting var gerð á reglum um númeraplötur á bflum að löglegt var að setja nöfn og þess háttar í staðinn fyrir bflnúmer fannst Herði hann heldur betur dottinn í lukkupottinn. Hann hringir suður og pantar nafnið „Spurs“ sem er þekktasta gælunafnið á félaginu. Honum er tjáð að það sé búið að panta það. „Það getur ekki verið,“ segir Hörður, það eru örfáir Tottenham aðdáendur á íslandi og á ég að trúa því að það sé frátekið" Já, þú verður að trúa því,“ er sagt hinum megin á línunni. „En er nokkuð búið að panta nafnið „Tottari““. „Nei, það er laust.“ „Fínt,“ segir Hörður „ég ætla að panta það.“ Merkið kemur síðan til Eyja en fór aldrei á bflinn. Hörður er síðan spurður að því hvers vegna merkið sé ekki komið á bflinn: „Konan hefur eitthvað á móti því.“ Síðasta bók eða bækur réttara sagt sem ég las voru eftir Harald Guðnason „Við Ægisdyr I og II“, stórmerkilegt rit sem fjallar um sögu Vestmannaeyja. Við sem erum af yngri kynslóðinni höfum gott af lestri svona rits, lífsbaráttu Eyjamanna fyrrum og hvað miklir frumkvöðlar voru til í þessu litla bæjarfélagi. Maður hefur það á tilfinningunni að sú kynslóð sem nú ræður ríkjum komist ekki með tæmar þar sem þessir menn vom með hælana. Að sjálfsögðu kíkir maður alitaf annað slagið í bókina um Elliðaey en hún er um lundaveiðistaði og ömefni í Elliðaey. Ég hef aftur á móti verið duglegri að lesa blöð og tímarit í gegnum tfðina, fyrst var það Andrés Ond, svo Shoot og eftir það kom afþreyingarefni sem Larry nokkur Flynt gefur út mánaðarlega þar sem listrænt auga ljósmyndarans og góður húmor em í einum kokteil. Nú til dags er það Manchester United magasín, eins og nafnið ber með sér fjallar það um langbesta knattspymulið Eng- lands. Ein spuming í lokin til Harðar: Hvað gerist á vorin? Svar: Lundinn kemur og titlar streyma á Old Traf- ford. Ég skora á nýkjörinn formann Elliðaeyjafélagsins Stefán Erlendsson að vera næsta bókaorm. Muna eftir lukkutröllinu Sjóstangveiðimót SjóVe var hatdið um hvítasunnuhelgina að vanda og munu þátttakendur sjaldan hafa verið fleiri en nú, en alls munu 58 veiðikiær hafa verið skráðar á mótið. Aflahæsti einstaklingur þátttakenda úrEyjum, aukþess að vera í aflahæstu sveitinni á mótinu var Ólafur Tryggvason málarameistari. SjóVe var stofnað 1962 og Ólafur hefur verið í félaginu síðan 1981. Hann erveiðimaður aflífi og sál og er Eyjamaður vikunnar. Fulltnafn? OlafurTryggvason Fæðingardagur og ár? 5. desember 1939 Fæðingarstaður? Vestmannaeyjar Fjölskylduhagir? Tvíkvæntur. Á þrjú börn með fyrri konunni og eitt barn og uppeldisson með þeirri seinni. Menntun og starf? Málarameistari. Er líka með trilluréttindi og kokkaréttindi upp að vissu marki. Laun? Þau eru upp og niður. Bifreið? Mitshubishi Lancer Helsti galii? Það verða aðrir að dæma um. Helsti kostur? Mér finnst að aðrirættu að dæma um það líka. Uppáhalds matur? Pekingönd Versti matur? Ekki til. Ég borða allan mat Uppáhalds drykkur? Mest sóda- vatn plús wiský efþað erá eftir. Uppáhaids tónlist? Rock og Roll. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir? Veiðiskapur, jafnt gæs sem fiskur Hvað erþað leiðinlegasta sem þú gerir? Að hafa ekkert að gera Hvað myndirðu gera ef þú ynnir milljón í happdrætti? Bjóða konunni og börnunum út að borða og hugsa málið svo á eftir. Uppáhalds stjórnmálamaður? Það er algert leynd- areinkamál. Uppáhalds íþróttamaður? Knattspyrnumaðurinn Pele og enginn hefur skákað honum síðan hann var upp á sitt besta. Ertu meðlimur í einhverjum félagsskap? SjóVe og Veiðifélagi Elliðaeyjar Uppáhaldssjónvarpsefni? Fótbolti Uppáhaldsbók? Stóru fuglabækumar les ég mest og skoða, enda mikill fuglasafnari Hvað metur þú mest í fari annarra? Góðvild og góður félagsskapur Hvað fer mest i taugarnar á þér í fari annarra? Þegarmenn eru svikulirog standa ekki við sitt. Fallegasti staður sem þú hefur komið á? Held mikið upp á Skorradalinn. Hvað er svona skemmtilegt við sjóstangveiðina? Félags- skapurinn númer eitt tvö og þrjú. Það eryfirleitt hresst og kátt fólk sem stundar þessa íþrótt. Tekurðu þátt í fleiri sjóstang- veiðimótum en þeim sem Sjó- Ve stendur fyrir? Já, ég hef tekið þátt i mótum á ísafirði, Akureyri, Siglufirði og Reykjavík. Hver er galdurinn við að fá fiskinn til að bíta á agnið? Það sem maður finnur upp sjálfur. Ég skreyti slóðann með því sem ég hef trú á. Það er misjafnt hvaða fiskur er undir og bítur á. Og svo má ekki gleyma litla lukkutröllinu heima, sem dóttirmín gafmér. Eitthvað að lokum? Vonandi verðurgott sumar, svo allirgeti verið úti að mála. Nýfæddfyr stmannaeyingar 9* Þann 26. apríl eignuðust Margrét Hjálmarsdóttir og Bjöm Grétar Sigurðsson dóttur. Hún vó 16 merkur og var 54 cm að lengd. Hún hefúr fengið nafnið Ragna Björg. Ljósmóðir var Valgerður Ólafsdóttir. ©rðfspor /Ir - Þessari limru var hvíslað að orðsporsskrifara á dögunum: Það heyrist margt hulið sem ekki má segja í Heymaey upphátt svo betra er að þegja um útboð á samgöngumannvirki Eyjanna Herjólfi þjóðvegi blessaðra peyjanna Nei! miklu heldur vildu þeirdeyja. - Eins og kunnugt er hvöttu forsvarsmenn knattspyrnudeildar ÍBV Eyjamenn til þess að draga að húni fána ÍBV á heimaleikjum ÍBV í meistaradeildinni í sumar. Dyggir og öflugir stuðningsmenn ÍBV urðu vel við þessum tilmælum og hefur verið flaggað við fjölda heimahúsa það sem af er keppnistímabilinu til þess að styrkja hina félagslegu hlið. Hins vegar þóttu stuðningsmenn taka flöggunaráskorunina helst til alvarlega þegar eftir leikinn við Leiftur síðastliðinn laugardag sáust ÍBV fánar í hálfa stöng við nokkur hús. íhugar nú stjórn knattspyrnudeildar hvað best sé að gera í stöðunni. Hefur sú saga spurst að ráð gæti verið að stytta fánastangir allverulega við hús stuðningsmanna, eða hreinlega að láta flöggunaráskorunina hreinlega gleymast hægt og hljótt; þykir sú aðferð oft hafa gefist vel í Eyjum. - Eins og sagt er frá í Fréttum í dag verður mikil hátíð helguð Kristi hinum krossfesta og kirkjutimbri í Löngu og á Hörgaeyri nk. sunnudag. Hefur vakið athygli hið andlega konfekt sem kvenfélagskonur ætla að útdeila á hátíðinni. Mun nammið bæði vera ætlað sál og líkama. Flott trikk í markaðssetningunni segja trúaðirmenn. Á dofinni 4* 17. júní ÞjóðhátíBardagur íslendinga og Vestmannaeyinga (hm). 17. júní Opna Cantat 3 mótið í golfi á ódáinsvöllum Golfídúbbs Vestmannaeyja 17. júní Kaffi Timor (áður Fjaran). Leitin að fyndnasta Eyjamanninum. (allt er nú til) 17.-18. júní Lundinn, kaffihlaðborð báða dagana 17. -18. júní Ljósmyndasýnina Isleifs Amars Vignissonar (Adda í London) í Akógessalnum. 18. júní Kristnihátíð í Vestmannaeyjum. Kirkjuganga og siglina út í Löngu og útdeiling hins andlegakonfekts 18.júní Kvennahlaupið á fullu. Mæting kl. 14.30. Karlar mætum og mótmælum aðskilnaði kynjanna 20. júní Bæjarstjómarfundur í Tónlistarskólanum kl. 18.00 23. júní Eðalferð með PH-Viking. Veitingar, söngur og gleði í frábærri ferð. 23. júní Jónsmessugrillveisla inni í Dal á vegum ÍBV 23.-24. júní Námskeið ökuskóla Vestmannaeyja (s.hl.) 23. -29. júní Sæluvika húsmæðra á Laugarvatni 25. júní Stórleikur ÍBV - KRí Landssímadeildinni kl. 14.00 20. júlí Stódeikur ÍBV - ÍA í Landssímadeildinni. IBV sigur og ekkert annað 22. júlí Sumarstúlkukeppni í Eyjum haldin á Hölðanum 30. júlí Konungur Noregs afhendir Davíð Oddssyni forsætisráðheira Stafkirkjuna, sem alhendir hana biskupi Islands Karli Sigurbjömssyni til vígslu. Mikið fjör á Skansinum 4. 5. og 6. ágúst Þjoðhátíð Vestmannaeyja. Ekki gleyma jbw

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.