Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 15.06.2000, Blaðsíða 19

Fréttir - Eyjafréttir - 15.06.2000, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 15.júní2000 Fréttir 19 Knattspyrna, Landssímadeild karla: IBV 0 Leiftur 0 Enn markalaust Undanfarin ár hefur IBV liðið verið eitt af allra sókndjörfustu liðum í efstu deild karla og hefur það verið aðalsmerki liðsins. Nú ber hins vegar svo við að liðinu gengur illa að skora mörk, ef við undanskil jum Keflavíkurleikinn. Þrátt fyrir markaleysið er liðið að fá ágætis marktækifæri. Menn töluðu um að liðið hafi komið seint saman og það þyrfti tíma til að stilla saman strengi sína en nú eru búnar sex umferðir og hver að verða síðastur til að halda sér í toppbaráttunni. Síðustu tveir leikir bera liðinu ekki gott vitni og eina jákvæða við þá, eru stigin tvö; þau hefðu getað verið færri. Leikurinn gegn Leiftri á laugar- daginn fór hressilega af stað og strax á sjöundu mínútu fékk Allan Mörköre tækifæri á að skora en landi hans í marki Leifturs varði glæsilega. Átti hann eftir að verða liðsmönnum ÍBV erfiður ljár í þúfu. Besta færið fékk hins vegar Ingi Sigurðsson eftir að Steingrímur hafði sent þvert fyrir markið þar sem Ingi var einn á markteig en skot hans var varið á línu. Seinni hálfleikur var hins vegar af- leitur af hálfu IB V og ef eitthvað er þá voru gestimir nær því að skora, enda áttu þeir eitt skot í innanverða stöngina og annað sem Birkir varði glæsilega í horn. Eina sem gladdi augað var þegar Momir Mileta skaut af 25 metra færi en markvörður Leifturs varði glæsilega í hom. Undir lokin var nokkur atgangur í teig gestanna sem hefði getað endað með marki en lánið lék ekki við IBV í leiknum og niðurstaðan steindautt jaftitefli annan leikinn í röð. JÓHANN Möller í slag í teig Leifturs. En góð viðleitni skilaði sér ekki, annan leikinn í röð. Páll Guðmundsson fyrrverandi Leiftursmaður var allt annað en ánægður með jafnteflið. „Þetta em náttúmlega mikil vonbrigði að gera aðeins jafntefli, við ætluðum okkur náttúmlega sigur í þessum leik. Við náðum hins vegar ekki að koma honum inn og skora íyrsta markið og við urðum fyrir vikið óþolinmóðir. Þetta em stig sem við máttum ekki tapa." Tveir leikir í röð markalaus jafntefli hjá sókndjarfasta liði deildarinnar undanfarin ár, er einhver skýring á þessu markaleysi ? „ Þetta er nú bara eins og þetta er oft í boltanum. Við sækjum og emm að skapa okkur færi en það munar bara einhveijum sentimetmm hvar boltinn dettur. Ef við hefðum náð að skora fyrsta markið þá er ég hræddur um að þau hefðu orðið fleiri, enda emm við að spila ágætis bolta á köfium en það þarf stundum bara að brjóta ísinn. Þetta er ekki neitt sem ég hef áhyggur af, þetta kemur bara í næsta leik." sagði bakvörðurinn knái í liði ÍB V. ÍBV 0 - Leiftur 0 ÍBV (4-4-2): Birkir Kristinsson, Hjalti Jóhannesson, Hlynur Stefánsson, Kjartan Antonsson, Páll Guðmundsson, Momir Mileta, Baldur Bragason, Goran Aleksic, Ingi Sigurðsson, Steingrímur Jóhannesson, Allan Mörköre. Varamenn sem komu inná: Bjami Geir Viðarsson fyrir Goran og Jóhann Möller fyrir Steingrím. Mörk: Engin Handbolti: A-landslið karla Guffí hélt Makedóníumönnum í skefjum Þeir félagarnir Guðfinnur Krist- mannsson og Erlingur Richardsson, leikmenn IBV hafa verið að æfa með landsliðinu að undanförnu fyrir leikina gegn Makedóníu sem fram fóru nú um helgina. íslenska landsliðið sigraði í báðum þessum leikjum og voru þeir félagar í hópnum í báðum leikjunum, reyndar sá Guðfinnur um að varnarleikur liðsins væri í lagi og gerði það nánast óaðfinnanlega. Fréttir slógu á þráðinn til Guffa og spurðu hann hvort hann hefði ekki verið aðalmaðurinn í vöminni? „Nei, ég veit það nú ekki. En þetta var bara mjög fínt hjá okkur enda tryggðum við okkur farseðilinn á Heimsmeistarakeppnina í Frakklandi Opna Flugfélags Islandsmótið fór fram hjá GV um helgina. Keppendur voru 75 og spilað var í góðu veðri og voru aðstæður allar hinar bestu enda hefur völlurinn komið vel undan vetri. Úrslit urðu sem hér segir: Án forgjafar 1. Aðalsteinn Ingvarsson 148 högg 2. Júlíus Hallgrímsson 148 högg 3. Guðjón Grétarsson 151 högg á næsta ári.“ Fannst þér leikimir vera erfíðir? , Jíei, ekkert sérstaklega, bara svona eins og venjulegir landsleikir. Þetta var náttúrulega frekar auðvelt fyrir okkur enda em Makedóníumenn með tvö ólík lið eftir því hvort þeir em á heimavelli eða á útivelli. Fyrri leik- urinn var erfiðari en hinn enda gáfust þeir upp fljótlega í seinni hálfleik og við völtuðum yfir þá. Þetta var bara þægilegt fyrir okkur.“ Nú vom fjórir Eyjamenn í lands- liðshópnum og líklega einir 5-6 aðrir sem em við hópinn. Er ekki bara málið að safna þessum mönnum saman og fá þá til að spila með ÍBV? ,JÚ, það væri náttúmlega mjög sterkt fyrir ÍBV en ég fæ nú minnst Með forgjöf 1. Viktor Pétur Jónsson 133 netto 2. Jón Valgarð Gústafs. 134 netto 3. Helgi Bragason 136 netto Veitt vom nándarverðlaun fyrir allar par 3 brautir. Einnig var dregið úr skorkortum. Sú nýjung var gerð í verðlauna- afhendingu að dregið var úr um það ráðið. Þessir leikmenn sem em í Reykjavík em flestir í námi þannig að þeir geta nánast ómögulega spilað með IBV. Enefþaðgætiorðið er ég viss um að ÍBV yrði líklegt til afreka.“ Er stefnan hjá ykkur núna ekki að festa sig í sessi í landsliðinu og komast á heimsmeistaramótið í Frakklandi? „Að sjálfsögðu stefnir maður á það. Maður væri náttúmlega ekki í þessu ef maður ætlaði sér ekki eitthvað. Við fáum núna smá hvíld en svo held ég að næst á dagskrá sé að fara til Þýska- lands og spila þar í haust þannig að ég vona að við Erlingur eigum eftir að fá tækifæri til að sýna hvað í okkur býr.“ verðlaunaröð ákveðið sæti með og án forgjöf og er það aðeins veitt þeim keppenda sem er viðstaddur, þessi veglegu verðlaun drógust ekki út að sinni. GUÐFINNUR virðist hafa náð að festa sig í sessi í landsliðinu því hann fékk mjög góða dóma eftir leikina gegn Makidóníu. Golf: Opna Flugfélags Islandsmótið Aðalsteinn 03 Viktor Pétur sijruðu Örugst hjá 2. flokki gegn Skaganum Karlalið ÍBV í 2. flokki spilaði tvo ieiki í síðustu viku. Fyrri leikurinn var gegn Skagamönnum uppi á Skaga á fimmtudaginn og er óhætt að segja að strákamir hafi sýnt betri takta en meistaraflokkur. Eftir aðeins um hálfrar mínútu leik var staðan orðin 0-1 og var það Gunnar Heiðar Þorvaldsson sem skoraði mark ÍBV. Áður en dómarinn flautaði til leikhlés höfðu strákamir bætt tveimur mörkum við en Skagamenn svarað með einu og staðan því 1-3 í hálfleik. Seinni hálfleikur var öllu jafnari og aðeins eitt mark var skorað, Skagamenn ntinnkuðu muninn en komust ekki lengra en það og ÍBV sigraði í leiknum 2-3. Seinni ieikur liðsins var svo á mánudaginn þegar ÍBV mætti Njarðvíkingum í fyrstu umferð bikarkeppninnar en Njarðvíkingar spila í C-deild. ÍBV var mun betri aðilinn þrátt lyrir að stilla ekki upp sínu allra sterkasta liði og strákamir sýndu það að hópurinn er jafn og sterkur. Það vom ísfirðingarnir Tómas og Pétur sem sáu um að skora mörkin, Tómas skoraði fyrstu tvö í fyrri hálfleik og Pétur skoraði svo þrennu í seinni hálfleik og lokatölur þvt' 5-0 og ÍBV komið í næstu umferð þar sem þeir mæta annað hvort Selfoss eða Hattkum á útivelli. Tap hjá stelpunum Slelpumar í 2. flokki spiluðu líka á fimmtudaginn síðasta en á heirna- velli gegn Val. Þessi tvö lið hafa undanfarin ár barist um Islands- meistaratitilinn og em Valsstúlkur núverandi Islandsmeistarar. Leikurinn var jafn og skemmtilegur þrátt fyrir að í ÍBV vantaði þrjá sterka leikmenn, þar á meðal Keily Shimmin sem er í Engiandi í prófum. Valsstúlkur skomðu eina mark leiksins og var nokkur heppnis- stimpill yfir því. Eyjastelpur börðust samt sem áður mjög vel og sýndu góða takta, en heppnin var bara ekki með þeim í þetta skiptið. Önnur úrslit: 3.11. kvenna ÍBV - Breiðablik 2-1 Mörk: Ásta Hrönn Guðmannsdóttir og Margrét Lára yiðarsdóttir 3.fl. karla Fram - ÍBV 6-0 3.fl. karla KR-ÍBV 3 - 0 Framundan Fimintudagur 15. júní Kl. 14.00 ÍBV-ÍR 4.fl. karla A,B Kl. 20JX) ÍBV23-Fram Bikarkeppni karla Kl. 20.00 KR-ÍBV 2.fl. kvenna Mánudagur 19. júní Kl. 20.00 KFS-ÍH Kl. 20.00 ÍBV-Fram 2.H. karla V, Þriðjudagur 20. júní Kl. 20.00 ÍBV-Þór/KA Lands- simadeild kvenna Miðvikudagur 21. júní Kl. 20.00 ÍBV-Grindavík kvenna 2.fl.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.