Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 15.06.2000, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 15.06.2000, Blaðsíða 1
GLEROG SPEGLAR HÚSEV BYGGINGAVÖRUVERSLUN VESTMANNAEYINGA Framleitt í Vestmannaeyjum 27. árgangur • Vestmannaeyjum 15.júní 2000 • 24. tölublað • Verðkr. 140,- • Sími: 481 3310 • Fax:481 1293 HALLA Ingolfsdóttir frá Akureyri gerði sér lítið fyrir og dró stærsta fiskinn á hvítasunnumóti SJÓVE. Alls drógu um 60 kepppendur rúm tíu tonn á mótinu. Veður var gott mótsdagana. Sjá bls. 13 r Agætis síld, en langt að sækja Sfldveiðar fyrir austurlandi hafa verið með ágætum og hafa skip Vinnslustöðvarinnar landað í Eyjum A mánudaginn landaði Kapin 900 tonnum, en hafði landað fyrir sjó- mannadaginn um 400 tonnum og Sighvatur var að leggja af stað til Eyja seinni partinn í gær með 1300 tonn. Að sögn Stefáns Friðrikssonar hjá Vinnslustöðinni er leitast við að landa í Eyjum, þrátt fyrir langa siglingu. „Siglingin á miðin tekur um tvo og hálfan til þijá sólarhringa. Sfldin er falleg, en hún hefur verið erfið viðureignar, auk þess sem veður hefúr sett strik í reikninginn," sagði Stefán. íslendingur siglir frá Reykjavík 17. júní: f Atta Eyjamenn í níu manna áhöfn -Ferðin leggst vel í mig, segir Gunnar Marel A þjóðhátíðardaginn, 17. júní leggur víkingaskipið Islendingur upp í fyrsta hluta leiðar sinnar til Vesturheims. Þá verður siglt til Búðardals þaðan sem siglt verður í kjölfar Eiríks rauða til Grænlands og síðan sem leið liggur til Vínlands sem Leifur heppni fann árið 1000.1 áhöfninni eru níu manns, ein kona og átta karlar og eru þeir aliir Eyjamenn. „Formlega hefst siglingin 17. júní þegar við siglum frá Reykjavík til Búðardals," sagði Gunnar Marel Eggertsson skipstjóri í samtali við Fréttir í gær. „Búðardalur stendur við Hvammsíjörð þaðan sem Eiríkur rauði sigldi til Grænlands. Við fömm frá Búðardal 24. júní en hvenær við siglum frá landinu ræðst af veðri og vindum og ís sem er meira en í meðallagi í ár.“ Gunnar Marel áætlar að vera á Grænlandi 15. júlí og þaðan á að sigla áleiðis til Nýfundnalands í síðasta lagi 20. júlí. „Þar eigum við að koma við á tíu eða ellefu stöðum og enda í Saint John. Þaðan liggur leiðin til New York en þangað eigum við að vera komnir 5. október. En áður en þangað kemur eigum við að koma við á 25 stöðum í formlegar heimsóknir." í áhöfninni verða auk Gunnars, Jóel Gunnarsson, Heijólfur Bárðarson, Elías Jensson, Hörður Guðjónsson, Hörður Adólfsson og Stefán Geir Gunnarsson. „Strákamir em allir fæddir í Eyjum nema Pálmi sem búið hefur þar í nokkur ár. Níundi skipveijinn, Ellen Ingvadóttir kemur aftur á móti af fasta landinu.“ Hann segir að siglingin leggist vel í sig. „Það er mesta stressið að koma sér af stað. Ég var að fá haffæmis- skírteinið í dag og strákamir hafa verið að sigla með mér þannig að allt er að verða tilbúið. Togarinn Hrísey EA sem Samheiji hf. á mun fylgja okkur yfir hafið þannig að fyllsta öryggis er gætt.“ Ríkisstjómir Islands og Nýfundna- lands fjármagna ferðina að stærstum hluta. „Þeir leggja fram 70% en sjálfur varð ég að útvega 30%. Hefur mér gengið ágætlega að fá styrktaraðila. Peningamir fara meðal annars í laun handa áhöfninni," sagði Gunnar Marel sem að lokum bað fyrir kveðju til allra sem hann þekkir í Éyjum. Allri áhöfn Gandís VE sagt upp: Erum að bregðast við breyttri kvótastöðu -segir framkvænndastjóri og ber af sér að ástæðan sé deila um fiskverð Áhöfninni á Gandí VE var sagt upp í síðustu viku. Fullyrt hefur verið að uppsagnir áhafnarinnar á Gandí stafi af deilu um fiskverð. Frá- farandi skipstjóri segir aftur á móti að fiskverðsdeila sé ástæða upp- sagnarinnar. Binni í Vinnslustöðinni sagði að ekki væri í sjálfu sér um deilu að ræða og alls ekki um fiskverð. „Við munum væntanlega missa um 1000 tonna þorskkvóta, en gert var ráð fyrir að Gandí myndi veiða 12 til 15 hundmð tonn af þorski þegar sam- runaferlið var undirbúið, og áður en skýrsla Hafró var birt á dögunum. Gandí var þá uppiskroppa með kvóta og fyrir lá að honum yrði lagt af þeim sökum. í samrunaferlinu var gerður leigusamningur þar sem við lögðum til þorskkvóta sem við áttum umfram. Nú em þær forsendur brostnar. Við gerðum verðsamning sem átti að gilda til næstu áramóta, en áhöfnin sagði honum upp.“ Binni sagði að þetta mál snerist fyrst og fremst um kvótastöðu Vinnlsustöðvarinnar. „Við emm með of mörg skip og of lítinn kvóta og við emm einfaldlega að bregðast við breyttri kvótastöðu. Skipinu hefur því verið lagt og áhöfninni sagt upp, en hvað verður um skipið get ég ekki sagt á þessari stundu.“ Njáll Kolbeinsson er á allt öðm máli. „Það er ekki vafi í mínum huga að það var uppsögn á fiskverði en ekki tillögur Haffó sem urðu til þess að þeir ráku okkur. Því til staðfestingar er rétt að það komi fram að engum okkar var boðið upp á endurráðningu ef aðstæður breyttust og báturinn færi af stað aftur. Og mikið lá þeim á, því við fengum pokann okkar í miðjum túr,“ segirNjáll. Sjábls. 17 TM-ÖRYGGI FYRIR FJÖLSKYLDUNA Sameinar öll tryggmgamálin áeinfaldanog hagkvæman hatt Bílaverkstæðið Bragginn s.f. Réttingar og sprautun Flötum 20 - Sími 481 1535 fl Viðgerðir og smurstöó m Sumaráætlun Frá Eyjum Frá Þorlákshöfn Alladaga kl. 08.15 kl. 12.00 Aukaferðir fimmtud., föstud. og sunnud. kl. 15.30 kl. 19.00 4«^Herjólfiir Sími 481 2800 - Fax 481 2991

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.