Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 15.06.2000, Blaðsíða 8

Fréttir - Eyjafréttir - 15.06.2000, Blaðsíða 8
8 Fréttir Fimmtudagur 15 júní 2000 Dagar lita og tóna 2000: Kristjana kom sá og sigraði Kristjana Stefánsdóttir: Perla hátíðarinnar Dagar lita og tóna voru haldnir í Akóges um hvítasunnuna að venju. Myndlistarmaður hátíðarinnar var Eyjamaðurinn Ragnar Engilbertsson sem sýndi olíu- og vatnslitamyndir og teikningar. Sýning hans fékk frábærar viðtökur og seldi hann flestar myndirnar. Djassinn var að venju í hávegum hafður. Að þessu sinni bar meira á ungu fólki meðal tónlistarfólksins þó traustar stoðir hátíðarinnar eins og Árni Elfar, Tómas R. Einarsson og Ólafur Stolzenwald létu sig ekki vanta. Framlag Eyjamanna, Ó, vinir Óla með Ola í Laufási í farar- broddi var líflegt og sannar tónlistarlegt mikilvægi Lúðra- sveitar Vestmannaeyja fyrir bæjarfélagið því þar liggja rætur blásaranna. Annars gátu Eyjmenn unað vel við sinn hlut í tónlistinni því ef spiiararnir voru ekki tengdasynir Eyjanna gátu þeir margir rakið ættir sínar til Eyja og annar af skærustu stjörnum hátíðarinnar, Birkir Freyr Matthíasson er borinn og barnfæddur Eyja- maður. Er Birkir Freyr einn af bestu trompetleikurum landsins, kraftmikill en um leið Ijúfur og með skemmtilega tæran tón. En af öðrum ólöstuðum var það Kristjana Stefánsdóttir söngkona frá Selfossi sem var stjarna hátíðarinnar. Hún er hiklaust ein besta djasssöngkona sem Islendingar eiga í dag og hafa yfirleitt átt. Flutningur hennar var á allan hátt frábær og í hennar meðförum ganga þekkt lög eins og t.d. Summertime og Love for Sale í endurnýjun lífdaganna. Það er ekki oft sem fólk fær að upplifa slíkt í tónlist en það gerðist í Akóges á laugardags- og sunnudagskvöldið. Það var mikill happafengur fyrir áhugafólk um tónlist að fá Krist- jönu Stefánsdóttur djasssöngkonu á Daga lita og tóna. Kristjana kom þar fram í fyrsta skipti á Islandi eftir að hún lauk námi við Konunglega tónlistarháskólanum í HoIIandi með hreint frábærum árangri. Útskrifaðist hún með hæstu einkunn sem gefin er, 9,5+. Söngur hennar á hátíðinni var hápunkturinn og mun seint gleymast þeim allt of fáu sem létu sjá sig í Akóges í ár. Kristjana kom frá Hollandi fimm dögum áður en hún flaug til Eyja til að koma fram á Dögum lita og tóna í Akóges. f Hollandi stundaði hún nám við Konunglega tónlistarskólann í Haag sem er annar af tveimur stærstu listaháskólum Hollands. í samtali við Fréttir sagðist Kristjana ekki geta verið annað en ánægð með árang- urinn. „Ég kláraði námið á þremur árum í stað fjögurra og fékk 9,5+ í einkunn sem er hæsta einkunn sem gefin er við skólann því alltaf má gera betur,“ sagði Kristjana. Samkvæmt heimildum blaðsins er Kristjana tíundi söngnemandinn sem nær þessum árangri í 30 ára sögu skólans sem á þessum tíma hefur útskrifað nokkur þúsund nemendur. Auk þess má geta þess að Kristjana er fyrsta útskrifaða djasssöngkona Islendinga. Lokaprófið voru 50 mínútna tón- leikar sem sjö dómarar dæmdu og var niðurstaða þeirra ljós nokkrum mín- útum eftir að tónleikunum lauk. Þeir gáfu mér hæstu einkunn og ég fékk sömu einkunn á tækniprófinu." Hollandsdrottning er sérlegur vemdari skólans í Haag sem að sögn Kristjönu hýsir frægustu barrokdeild í Evrópu og að hennar mati er Holland eitt heitasta landið í tónlist í Evrópu í dag. „Þama ægir saman öllum hugsanlegum tónlistarstefnum og margt spennandi er að gerast." Hvað með framtíðina? „Hún er óráðin enda er ég svo nýlent. Mér var boðið að fara í mastersnám við skólann og taka það á einu ári stað tveggja. Ég hef ekki ennþá tekið ákvörðun um það hvort ég tek þessu boði eða ekki. En það sem er framundan eru tónleikar á frægri tónlistarhátíð í Viitasaari í Finnlandi með finnsk-íslenska kvintetinum eða Finlce, sem er finnsk- íslensk hljómsveit sem varð til í Hollandi. í júlí verð ég svo með tónleika á Jómfrúnni í Lækjargötunni með Agnari Má Magnússyni píanóleikara og svo mun Finlce leika á djasshátíð Reykjavíkur í september." Kristjana á sér líka draum um að fara út og starfa þar sem söngkona. „Það er svo margt spennandi að gerast og draumurinn er að fara út og vinna fyrir mér sem söngkona. Það stendur jafnvel til að ég fari í tónleikaferð um Þýskaland með þýskum og hollenskum spilurum." Kristjana var að mæta í þriðja eða fjórða skiptið á Daga lita og tóna og núna var hún varla búin að taka upp úr töskunum þegar hún dreif sig til Eyja. „Það er alltaf ljómandi skemmtilegt að koma og syngja í Eyjum. Lundinn er frábær og humarsúpan hans Hermanns klikkar aldrei. Það var líka gert meira fyrir okkur tónlistarfólkið en áður og var ekki síst gaman að fara í bátsferðina. Það er líka alltaf gaman að syngja fyrir Vestmannaeyinga. Þú færð ekki líflegri og skemmtilegri sal því fólk er svo ófeimið við að láta tilfinningar sínar í Ijós. Ég mun örugglega kíkja við í haust með hljómsveitina mína og syngja fyrir ykkur," sagði Kristjana sem er komin í hóp bestu söngvara sem Island hefur alið og var perlan á Dögum lita og tóna. HERMANN Einarsson formað- ur Listvinafélagsins, sem stóð fyrir hátíðinni. ÓSKAR á Háeyri var kynnir á hátíðinni og fórst það vel úr hendi. Birkir Freyr Matthíasson: Framhaldsnám erlendis Birkir Freyr Matthíasson er einn af okkar bestu tronipetleikurum eins og gestir á Dögum lita og tóna fengu að kynnast á laugardagskvöldið. Hann lék eins og engill og var einn af hápunktum hátíðarinnar. Birkir, sem er 25 ára, er borinn og bamfæddur og fannst honum ánægju- legt að fá tækifæri til að spila á æskuslóðunum þó áheyrendur hefðu að ósekju mátt vera fleiri. „Ég er ekki mikið að gera í dag en í vetur var ég að kenna í Vesturbæjarskólanum hjá Lárusi H. Grímssyni, bróður hennar Báru og í Tónlistarskólanum í Reykjavík. Næsta vetur er ég búinn að fá heila stöðu í Vesturbæjar- skólanum,“ sagði Birkir þegar hann var spurður um hvað hann væri að gera í dag. Birkir byrjaði tónlistamám 1980, þá sex ára gamall, í Tónlistarskóla Vest- mannaeyja og varð trompetið fljótlega fyrir valinu. „Ég tók nokkrar blaðsíður á blokkflautu þegar ég byrjaði en svo var það trompetið og höfum við átt samleið síðan. Ég var í Tónlistar- skólanum í Eyjum til 1988 en svo útskrifaðist ég 1997 með kennara- réttindi." Birkir segir að námi sínu sé langt í frá lokið og í dag er hann í tímum hjá Sigurði Flosasyni saxafónleikara og stefnir hann á framhaldsnám erlendis. „Ég er búinn að fá inni í skóla í Miami á Florida í haust en ég veit ekki hvort það gengur upp hjá mér peningalega. Ef ekki þá frestast það um eitt ár að ég fari út og þá gæti Holland orðið fyrir valinu því þar em engin skólagjöld." Birkir hefur eins og flestir aðrir tónlistarmenn á íslandi mörg jám í eldinunt. Hann leikur með Stórsveit Reykjavíkur, er nýhættur í hljóm- sveitinni Jagúar og er svo að spila djass út um borg og bý. Þegar Birkir er spurður að því hvaða tónlist hann aðhyllist nefnir hann strax klassík og djass. „Ég geri ekki upp á milli klassískrar tónlistar og djassins en að öðm leyti er allt í gangi hjá mér. Síðustu ár hef ég lítið verið í klassíkinni sem ræðst kannski af því að þar em færri tækifæri. í Sinfóníuhljómsveitinni em þrír tromp- etleikarar, allt bráðungir menn þannig að möguleikamir þar em ekki miklir. Það em líka óneitanlega fleiri tækifæri fyrir okkur sem emm í spunanum. Ég hef t.d. spilað inn á plötur með rokkhljómsveitum auk þess sem maður er að spila djass.“ Hvemig fannst þér að koma fram á Dögum lita og tóna? „Það var mjög skemmtilegt en ég hefði viljað sjá fleiri gesti. Þeir vom fleiri síðast þegar ég spilaði þama og eins hefðu mátt vera fleiri spilarar. Svo var ekki leiðinlegt að fá þetta tækifæri til að spila með Kristjönu Stefánsdóttur sem er frábær söngkona," sagði Birkir að lokum.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.