Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 15.06.2000, Blaðsíða 16

Fréttir - Eyjafréttir - 15.06.2000, Blaðsíða 16
16 Fréttir Fimmtudagur 15. júní 2000 FASTRÁÐNIR starfsmenn Eimskips í Vestmannaeyjum með tölvubúnaðinn. F.v. Þóra Hrönn Sigurjónsdóttir fulltrúi, Marta Jakobsdóttir fulltrúi, Bragi Júlíusson verkstjóri, Geir Halldórsson lyftaramaður, Grétar Agústsson lyftaramaður og Jóhann Kristján Ragnarsson afgreiðslustjóri. Starfsmenn Eimskips í Eyjum tölvuvæddir í mars síðastliðinn var greint frá ákvörðun stjórnar Eimskipafé- lagsins að bjóða öllum fastráðnum starfsmönnum Eimskips á íslandi heimilistölvu og prentara til afnota gegn vægu gjaldi. Starfsmenn sýndu þessu framtaki mikinn áhuga og hefur stór hluti fastráðinna starfsmanna nýtt sér tilboðið. Síð- astliðinn fimmtudag var starfs- mönnum Eimskips í Vestmanna- eyjum afhentar tölvur sínar í blíð- skapar veðri á gámasvæði félgsins í Eyjum. Að sögn Jóhanns Kristjáns Ragn- arssonar afgreiðslustjóra Eimskips í Vestmannaeyjum er markmiðið með tölvugjöfinni að gefa starfsmönnum hér á landi kleift að nota tölvu heima hjá sér og auka þar með þekkingu sína og notkunarmöguleika upplýsinga- tækninnar. Hann sagði að þetta væri jafnframt liður í því að gefa fjöl- skyldum starfsmanna kost á að nýta sér þessa nýju tækni. „Fræðsludeild Eimskips mun síðan skipuleggja grunnnámskeið eftir þörfum fyrir þá starfsmenn sem litla sem enga reynslu hafa af tölvunotkun, en jafnframt hefur Eimskip milligöngu um að bjóða intemettengingu fyrir þá sem þess óska og tengingu við póstkerfi félagsins.“ Tölvumar sem era af gerðinni Compaq Deskpro EP-6600 vora afhentar með nýjasta Windows hugbúnaði, Word, Excel, Publisher, og Microsoft stýrikerfinu. Einnig fengu starfsmenn afhentan Epson Stylus Color 460 litaprentara. Gengið var frá samningi við Tæknival um kaup á tölvubúnaðinum að undan- gengnu útboði. Knattspyrna: Landssímadeild kvenna Jafntefli sejn ÍA Kvennalið ÍBV náði ekki að fylgja eftir góðum árangri gegn Vals- stúlkum í fjórðu umferð íslands- mótsins en síðasti leikur stelpnanna gegn Breiðablik hér heima var frestað vegna landsleiks ensku leikmanna IB V. Lokatölur í leikn- um gegn IA var 1-1 en það voru heimastúlkur sem náðu forystunni en Hjördís Halldórsdóttir náði að jafna fyrir ÍBV rétt fyrir leikhlé. Heimir Hallgrímsson sagði að leikurinn hafi verið mjög svo kaflaskiptur. „Við áttum í vök að verjast allan fyrri hálfleikinn og var nánast um einstefnu að ræða, en Petra stóð sig stórkostlega í markinu og bjargaði okkur oftar en ekki. í seinni hálfleik var þessu hins vegar öfugt farið og við pressuðum þær stíft, en voram hrikalega óheppnar upp við markið. Við áttum meðal annars tvö sláarskot, eitt í stöngina og svo fengum við víti sem við nýttum ekki. Biddý var svo rekin útaf þegar um 20 mínútur voru eftir og þá datt þetta aðeins niður hjá okkur. Þetta era náttúralega mikil vonbrigði og ég held að það sé óhætt að segja að þetta séu tvö stig töpuð. Þær vora að vísu að taka þijá gamla jaxla í liðið og ætluðu að leggja allt í þetta, en við verðum samt sem áður að vinna svona leiki, við verðum bara að læra af þessu,“ sagði Heimir. Knattspyrna: Landssímadeild kvenna og 3. deild karla KFS 03 ÍBV stelpurnar fá liðsstyrk Svo gæti farið að 3. deildarlið KFS fái liðsstyrk á næstu dögum. Heyrst hefur að Dragan Manojlovic fyrrverandi leikmaður IBV hafi haft samband við fyrrverandi formann IBV, Jóhannes Olafsson og beðið hann um að koma sér á framfæri hjá íslenskum liðum. Jóhannes hefur eins og allir vita verið einn dyggasti stuðningsmaður KFS, og fannst því tilvalið að Ganni eins og Dragan er kallaður myndi leika með KFS. Nú er verið að hnýta nokkra lausa enda og ef allt gengur eftir mun Ganni spila með KFS út tímabilið. Leikmaðurinn var með ÍBV árin 1994-95 en áður hafði hann spilað með Þrótti Reykjavík í gömlu 2. deildinni. Rússneskur leikmaður hefur verið fenginn til liðs við kvennalið IBV. Leikmaðurinn sem heitir Svetlana Bahnskaya er um þrítugt og að upplagi vamarmaður en hefur spilað á miðjunni líka. Heimir Hallgrímsson sagði í samtali við Fréttir að leik- maðurinn væri ekki í toppæfingu og því erfitt að sjá hversu góð hún væri." Hún kemur til okkar að eigin ósk og er í tíu daga reynslu. Hún er búin að mæta á eina æfingu en ég ætla ekki að fara dæma hana út frá því.“ Nýr íþróttasalur tilbúinn 1. september 2001: Greiðslubyrði bæjarins 25 milljónir á ári Eins og fram kom í síðasta tölublaði Frétta þá samþykkti bæjarráð að reisa tvöfaldan íþróttasal við Iþróttamiðstöðina. I framhaldi af samþykkt bæjarráðs og tillögu í bæjarstjórn Vest- mannaeyja hefur Guðjón Hjör- leifsson bæjarstjóri verið í við- ræðum við fulltrúa Gerum gott betra ehf. og Steina og Olla ehf. Jafnframt hefur bæjarstjórn rætt við fulltrúa Lífeyrissjóðs Vm., Islandsbanka, Sparisjóðs Vest- mannaeyja, Landsbanka Islands og NÍB (Norræna Fjárfestinga- bankans) og Glitnis í sainvinnu við Isiandsbanka. Staða málsins var sú að Glitnir var tilbúinn að fjármagna byggingu og leigja Vestmannaeyjabæ nýjan tvöfaldan íþróttasal til 25 ára. I lok leigutímans yrði síðan greitt 1,5 - 2,5% af byggingarkostnaði sem er uppgreiðsluverð. Það kom fram hjá Guðjóni í bæjarráði að miðað við upplýsingar Glitnis þá gæti leiguverð á ári verið um 25-26 milljónir króna m.v. annuted leigusamning með 1,5% álagi á Libor vexti sem era um 5,25% eða samtals 6,75%. Guðjón segir að bærinn sé með mjög hagstæðan lánasamning við Kaupþing og álag á Liborvexti er 0,75% auk 0,2% aukakostnaðar og Liborvextir era um 4,5% eða samtals 5,45%. Mismunur er um 3 milljónir kr. lægri fyrir bæjarsjóð á ári, auk uppgreiðsluverðsins í lok rúmar 4,5 milljónir króna. Auk þess er mis- munur á lántöku- og stimpilkostnaði upp á 1,4% eða um 4,2 milljónir króna. Mismunur á ári m.v. 25 ár er því að meðaltali um 350 þúsund kr. Tillaga Guðjóns hljóðaði upp á að samið yrði við Steina og Olla ehf. um byggingu nýs íþróttasalar, 54,3 x 48 metrar að stærð ásamt 270m2 rými. Salurinn yrði vestan við Iþróttamiðstöðina og núverandi anddyri nýtt áfram og endurhannað m.t.t. þessarar breytingar. I salnum yrðu áhorfendabekkir fyrir u.þ.b. 800-1000 manns. Um er að ræða löglegan keppnisvöll fyrir miðjum sal. I almennri notkun yrði gert ráð fyrir tveimur völlum (20x40m) og veggur yrði til þess að skilja þessa sali að. Búningsklefar yrðu 2, þ.e. 2x2 með sameiginlegri baðaðstöðu sbr. núverandi klefar. Einnig yrði gert ráð fyrir dómaraherbergi og kennaraherbergi. Greiðslubyrði á ári yrði um 23 milljónir en á móti sparast 7,5 milljónir vegna þess að hætt verður rekstri Týs- og Þórsheimilis, eða nettó um 15,5 milljónir króna. I upphaflegum hugmyndum var gert ráð fyrir nettókostnaði bæjarins 12- 15 milljónir m.v. 30 ára leigutíma og þá var salurinn 2.304 m2 en er nú 2.606 m2. Forsenda fyrir að þetta gangi eftir er samkomulag við Steina og Olla um að hætt verði við framkvæmdir við tengibyggingu sem vera átti á 2. hæð Iþróttamiðstöðvar ásamt til- heyrandi framkvæmdum er tengjast tengibyggingunni. Jafnframt verði hætt við framkvæmdir um byggingu tækjageymslu austan íþróttasalar ásamt framkvæmdum á neðri hæð Iþróttamiðstöðvar. Auk þess að framkvæmda- kostnaður verði ásættanlegur með beinum samningi við Steina og Olla ehf. og að bæjartæknifræðingi verði falið að yfirfara verksamning í samvinnu við bæjarstjóra. Áætlaður kostnaður er tæpar 310 milljónir króna og gert verður ráð fyrir framkvæmdakostnaðinum á árinu 2000 og 2001. Áætlaður afhendingatími er 1. september 2001. Samkvæmt upplýsingum bæjar- stjóra er ekki gert ráð fyrir stúku við Hásteinsvöll í þessum pakka. NÚVERANDI íþróttasalur er fyrir löngu orðinn of lítill. FLUGFELAGISLANDS Sumaráætlun gildir til 1. október Fjórar ferðir á dag Bókanir og upplýsingar um flug í s. 481 3300 www.flugfelag.is

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.