Fréttir - Eyjafréttir - 17.08.2000, Blaðsíða 1
27. árgangur * Vestmannaeyjum 17. ágúst 2000 • 33. tölublað * Verðkr. 140,- • Sími: 481 3310 * Fax:481 1293
Sl. laugardaginn gaf séra Kristján Björnsson saman í heilagt
hjónaband Kristjönu Jónsdóttur og Einar Pálsson vélstjóra. Þetta
var fyrsta kirkjulega athöfnin í stafkirkjunni og sögðu bæði klerkur
og brúðhjón athöfnina hafa verið mjög áhrifamikla.
Landnytjanefnd hvað?
Enn er girt og girt
Girðingamál og hvers kyns hólfa-
gerð fyrir kindur hefur verið mikið
í umræðunni í Eyjum sl. ár. Hafa
þar fjárhirðar kirkju hvítasunnu-
safnaðarins verið hvað duglegastir
að girða. Nú síðast hafa þeir helgað
sér land austan norður/suðurflug-
brautarinnar á móts við Dalabúið
og komið þar upp girðingu utan um
hjörð sína.
Hallgrímur Tryggvason formaður
landnytjanefndar var inntur eftir því
hvort þessi nýjasta girðing hefði
komið til kasta nefndarinnar. Hall-
grímur sagðist vera nýkominn úr frií
og vildi þess vegna ekki tjá sig um
þessar framkvæmdir, en vísaði á aðra
nefndarmenn. „Hins vegar á að vera
búið að endurskoða allt búfjárhald í
Vestmannaeyjum fyrir næsta sumar,
þannig að þá ætti að vera kominn ein-
hver skikkur á þetta,“ sagði Hall-
grímur.
Erfíðlega gekk að ná í aðra land-
nytjanefndarmenn, en samkvæmt
ábendingu Hallgríms hafðist upp á
Pétri Steingrímssyni þar sem hann var
í sumarfríi í Biskupstungunum. „Ha!
Er ég í landnytjanefnd?" sagði Pétur.
,,Eg var einhvem tíma útnefndur vara-
maður, vegna þess að ég á nokkrar
kindur en aldrei verið boðaður á fund
í nefndinni utan einu sinni, vegna
girðingamála inni í Dal. Um þessa
nýjustu girðingu hef ég ekki nokkra
hugmynd,“ sagði Pétur.
Reynt var að ná í Jónatan G. Jónsson,
fulltrúa minnihlutans í landnytjanefnd,
en ekki hafðist upp á honum. Hins
vegar liggur fyrir samkvæmt fundar-
gerð bæjarráðs frá 14. ágúst sl. að
Jónatan hafi óskað eftir iausn frá
störfum í nefndinni, en bréf hans til
bæjarráðs er dagsett 2. ágúst sl.
Eftirmaður hans hefur ekki verið
kosinn.
Ekki náðist í Sigurmund Gísla
Einarsson sem sæti á í landnytjanefnd.
Páll Einarsson, settur bæjarstjóri í fjar-
veru Guðjóns Hjörleifssonar, sagðist
ekki kannast við að nein leyfí hefðu
verið veitt af bæjarins hálfu vegna
umræddrar girðingar. „Síðasti fundur
landnytjanefndar var haldinn 2. maí
sl„ en það var sameiginlegur fundur
landnytjanefndar og umhverfis-
nefndar og samkvæmt fundargerðum
frá þeim fundi er ekkert að finna neitt
um girðingar á umræddum stað,“
sagði Páll.
Utgerðin ekki á förum
-og ekki fótur fyrir því að ég sé selja,
segir Viktor Helgason útgerðarmaður
Sú saga hefur gengið fjöllum hærra
að undanförnu að Stígandi ehf.,
útgerð Ofeigs VE, sé í þann veginn
að selja eignir sínar í Vestmanna-
eyjum.
Sú saga hermir að Stígandi ehf. hafi
selt skip, sem er í smíðum í Kína,
erlendum aðilum og Ofeigur VE hafi
verið seldur til Grindavíkur með
öllum aflaheimildum.
„Nei, það er ekki fótur fyrir þessum
sögum,“ segir Viktor Helgason. út-
gerðarmaður og einn af eigendum
Stíganda ehf. „Líklega eru þær til
komnar vegna þess að við, þessir
svokölluðu einyrkjar í útgerð, höfum
verið að skoða okkar stöðu að undan-
fömu. Sú staða hefur verið erfið,
ýmislegt sem gert hefur okkur lífið
leitt, og ég ætla bara að vona að við
fáum vinnufrið. En ég er ekkert á
leiðinni að selja, það er mikill mis-
skilningur," segir Viktor Helgason.
Verksmiðjan Gefjun
auglýst til sölu
Aðilar uppi ó landi hafa sýnt óhuga fyrir kaupum en
eigendur vilja helst seja hana innanbæjar
í blaðinu í dag er glugga- og
hurðaverksmiðjan Gefjun auglýst
til sölu. Guðmundur Elíasson,
einn eigenda Gefjunar, segir að
ástæðan sé sú að eigendurnir séu
allir í öðrum störfum og hafi ekki
haft tíma til að sinna fyrirtækinu
sem skyldi.
„Það er með þetta eins og önnur
fyrirtæki að það verður að sinna því
af fullum krafti og það höfum við
ekki getað vegna annarra starfa,"
segir Guðmundur. A þeim stutta
tíma sem verksmiðjan hefur starfað,
hefur reksturinn gengið mjög vel,
miðað við að þetta hefur verið
nokkurs konar tómstundavinna
eigendanna, eins og Guðmundur
orðar það. Fyrirtækið hefur lítið
auglýst en hefur samt sem áður selt
hurðir og glugga í fjögur hús uppi á
landi. Guðmundur segir að þetta hafi
frést og verktakar hafi sýnt þessari
framleiðslu mikinn áhuga.
Guðmundur segist ekki hafa fengið
viðbrögð í Vestmannaeyjum ennþá,
frá aðilum sem hafi áhuga á að taka
við rekstri verksmiðjunnar. Aftur á
móti hafi aðilar uppi á landi sýnt því
áhuga að kaupa verksmiðjuna. „En
helst vildum við að þessi rekstur yrði
áfram í Eyjum,“ segir Guðmundur
Elíasson.
¥
Ikveikja og
innbrot í Hvíta-
sunnukirkjuna
Ekki er vitað hvaða hvatir lágu að
baki því að brotist var inn í
Hvítasunnukirkjuna um helgina.
Þar er enda fátt að finna af verð-
mætum þeim efnislegum sem hvað
helst freista innbrotsmanna en mun
meira af verðmætum sem hvorki
mölur né ryð fá grandað.
Ekki þarf þó að bijótast inn tii að fá
höndlað þau verðmæti heldur er þeim
úthlutað án endurgjalds hverjum þeim
er óskar og sækja vill samkomur
þeirra hvítasunnumanna sem öllum
standa opnar.
Húsbrotsmenn þessir höfðu lítið upp
úr amstri sínu en ollu nokkrum
skemmdum innandyra. Þá kveiktu
þeir eld þar sem áður var miðasala
Samkomuhússins en þann eld tókst
lögreglu að slökkva áður en verulegt
tjón hlaust af. Að sögn lögreglu er
rannsókn þessa máls vel á veg komin
sem væntanlega mun þýða að stutt sé
í að iðrandi syndarar játi á sig athæfið.
nri1 TM-ÖRYGGI
JgL FYRÍR
ÖRVGGI FJÖLSKYLDUNA
Sameinar öl! trygg ngamálin
- á oitu'm svidum' a einfaldan og
hagkvæman háu
Bílaverkstæðið Bragginn s.f.
Réttingar og sprautun
Flötum 20 - Sími 481 1535
Sumaráætlun
Frá Eyjum Frá Þorlákshöfn
Alladaga. kl. 08.15 kl. 12.00
Aukaferðir fimmtud., föstud. og sunnud.
kl. 15.30 kl. 19.00
{^Herjólfur
Sími 481 2800 -Fax 481 2991