Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 17.08.2000, Blaðsíða 18

Fréttir - Eyjafréttir - 17.08.2000, Blaðsíða 18
18 Fréttir Fimmtudagur 17. ágúst 2000 Kristjana Jónsdóttir og Einar Pólsson eru fyrstu brúðhjónin í stafkirkjunni: Sveitó brúðkaup í anda brúðarinnar Stafkirkjan á Skansinum er nú þegar farin að gegna sínu guðrækilega hlutverki. Á laugardaginn gaf séra Kristján Björnsson saman í heilagt hjónahand tvenn brúðhjón, en það eru fyrstu kirkjulegu athafnir sem fram fara í stafkirkjunni síðan hún var vígð 30. júlí síðastliðinn. Fyrst parið sem geflð var saman í stafkirkjunni voru Kristjana Jónsdóttir og Einar Pálsson vélstjóri. Þau hafa búið saman í fimm ár og eiga tvær dætur, Hrafnhildi tveggja ára og Steinunni Maríu þriggja ára. í spjalli við Fréttir sögðu þau að athöfnin hefði gengið mjög vel og dagurinn verið mjög eftir- minnilegur. „Við ætluðum nú ekki endilega að gifta okkur í stafkirkjunni frekar en annars staðar og alls ekki ætiunin að verða þau fyrstu. Það bara hittist svona á og við vissum það ekki fyrr en seinna að við yrðum fyrst til þess.“ Nanna segir að það sé hins vegar hennar stíll að hafa viljað nota stafkirkjuna til athafnarinnar. „Eg er bara svona sveitó,“ segir hún og hlær. Og Einar bætir við að hann hafi nú bara hlýtt henni, eins og góðum eiginmanni sæmdi. „En þetta tókst frábærlega og var róleg og þægileg athöfn. En við vorum búin að velta þessu fyrir okkur í einar þrjár vikur. Við vildum kirkjulega athöfn með okkar nánasta fólki.“ Þau segja að andrúmsloftið í kirkjunni hafi verið dálítið óvenjulegt. „Það var svona þægileg trjákvoðulykt í loftinu, sem vandist ágætlega. Að öðru leyti höldum við að athöfnin hafi ekki verið frábrugðin öðrum giftingum.“ Kristjana segir að það hafi verið nóg að snúast morguninn fyrir athöfina. „Eg fór í hárgreiðslu til Svanhvítar sem er á hárgreiðslu- stofu EnnEII og svo sáu Begga og Kata í Kúltúru um skreytingar á bílnum og í veislunni.“ Hvernig var svo dagurinn að öðru leyti? „Eftir athöfnina, sem tók um það bil tuttugu mínútur, fórum við bíltúr um eyjuna, við vorum að sjálfsögðu með einkabílstjóra en systir Einars, Sigrún, tók það embætti að sér. Svo fórum við í smáveislu hjá tengdó og skáluðum í kampavíni," sagði Nanna. „Um kvöldið fórum við út að borða á Hótel Þórshamri með ættingjunum, en það var listakokkurinn Grímur Gísla sem útbjó matinn. Það voru sjávarréttir í forrétt, lambalundir í aðalrétt og ávextir í grand marnier í eftirrétt og ís fyrir börnin, en maturinn var alveg frábær eins og Gríms er von og vísa. Um nóttina gistum við á Hótel Þórshamri, en þar var búið að skreyta allt með rósum og við fengum okkur kampavín og konfekt. Nóttin var mjög góð og við erum mjög hamingjusöm með hvað allir voru hjálpsamir. Daginn eftir sótti einkabílstjórinn okkur á hótelið og við borðuðum síðbúinn morgunverð með nánustu GENGIÐ úr kirkju að athöfn lokinni. -Við ætluðum nú ekki endilega að gifta okkur í stafkirkjunni frekar en annars staðar og alls ekki ætlunin að verða þau fyrstu. Það bara hittist svona á og við vissum það ekki fyrr en seinna að við yrðum fyrst til þess, segja brúðhjónin. ættingjum.“ Brúðhjónin sögðust alveg vera til í að endurtaka brúðkaupsdaginn, af því að allt tókst svo vel. „En án gríns, þá var dagurinn mjög skemmtilegur og við viljum nota tækifærið og þakka öllum sem stuðluðu að því að svo varð.“ Stafkirkjan góð viðbót Séra Kristján Björnsson sóknarprestur Landakirkju sem gaf brúðhjónin saman sagði mjög þægilegt andrúmsloft í stafkirkjunni. „Það er góður og þéttur hljómur í kirkjunni og hún hentar mjög vel til smærri athafna. Hljómburður er mjög góður, jafnt fyrir söng og hljóðfæri. Umgjörðin er sérstök og inni er sterkur viðarkeimur sem eykur hughrifin. Þetta er náttúrulegt og lifandi guðshús, þar sem saman fer hátíð- leiki og glæsileiki.“ Kristján sagði þegar hann var spurður hvort fólk sýndi stafkirkjunni mikinn áhuga til kirkjulegra athafna, að nokkuð væri bókað nú í ágústmánuði. ,Já það eru fyrirhugaðar skírnir og giftingar, en kirkjan er góð viðbót og tilbreyting við Landakirkju. Hins vegar kemur hún ekki í stað móðurkirkjunnar ef svo má segja hér í Eyjum og Landakirkja mun áfram gegna sínu hlutverki eftir sem áður,“ sagði Kristján. FJÖLSKYLDAN á kirkjutröppunum: Kristjana Jónsdúttir og Einar Pálsson hafa búið saman í fimm ár og eiga tvær dætur, Hrafnhildi tveggja ára og Steinunni Maríu þriggja ára. Landa- KIRKJA - lifandi samfélag! Sunnudaginn 20. ágúst: Kl. 11.00. Guðsþjónusta með góðri tónlist í kirkjunni okkar. Skím. Ræðuefnið: Ranglátum ráðsmanni hrósað. Kaffisopi á eftir í Safnaðarheimilinu. Verið hjartanlega velkomin! Fimmtudaginn 24. ágúst: Kl. 14.30. Helgistund á Heilbrigð- isstofnuninni, dagstofu 3. hæð. Heimsóknargestir velkomnir. Hvíta- SUNNU- KIRKJAN Fimmtudagur Kl. 20.30 Bibhulestur Laugardagur Kl. 20.30 Bænasamkoma Sunnudagur Kl. 11.00 Vakningarsamkoma. Ræðumaður Hjálmar Guðnason. Allir hjartanlega velkomnir Hvítasunnukirkjan Aðvent- KIRKJAN Laugardagur 19. ágúst Kl. 10.00 Biblíurannsókn. Allir hjartanlega velkomnir. Biblían talar sími 481- 1585

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.