Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 17.08.2000, Blaðsíða 6

Fréttir - Eyjafréttir - 17.08.2000, Blaðsíða 6
6 Fréttir Fimmtudagur 17. ágúst 2000 Lundauppskriftakeppni Frétta og Magga Braga: Stór Biarnareyiarlundi, marineraður og grillaður Vinningshafi í lundauppskrifta- keppni Frétta og Magga Braga er Pétur Steingrímsson, Bjarnarey- ingur og eftir öllum sólarmerkjum dómnefndar keppninnar hinn lið- tækasti lundakokkur ekki síður en lundafangari. Það var úr vöndu að ráða fyrir dómnefndina að meta gæði og frum- leika innsendra uppskrifta sem voru töluvert á annan tuginn. Dómnefnd stóð á blístri eftir að hafa metið innsendar uppskriftir og óvíst að þeir sælkerar hafi lent í annarri eins veislu dýrindis kræsinga. Það vakti nokkra athygli dómnefndar að æ algengara er að rauðvín séu notuð í lundauppskriftunum og einnig sem drykkjarföng með lundanum. Þótti dómnefndinni slíkur áhugi vel við hæfi með þeirri villibráð sem lundinn vissulega væri. „Eyjamenn eru greinilega að ná upp miklum kúltúr í kringum eldamennsku og neyslu lundans, og er það vel,“ sagði Maggi Braga. „Þó að klassískar upp- skriftir standi ætíð fyrir sínu, þá megum við ekki gleyma að Eyjamenn eru alltaf að verða meiri heimsmenn og nauðsynlegt að uppfæra þjóðlega rétti í samræmi við kall tímans hveiju sinni.“ Verðlaunin að þessu sinni, eins og reyndar áður, er matarkarfa frá Heild- verslun K. Kristmanns með fjöl- breyttu sælkerafóðri, sem ætti að nýtast verðlaunahafanum og öðrum Eyjamönnum í frekari könnunar- leiðangra um unaðsakra matargerðar- listarinnar. Fréttir og Maggi Braga óska verðlaunahafanum til hamingju með sigurinn með von um að halda megi aðra keppni að ári. Hér fer á eftir uppskrift Péturs og vonum við að Eyjamenn prófi nú uppskriftina. Stór Bjarnareyjarlundi, marineraður og grillaður: Lundinn er flakaður og lagður í marineringu í McCormick grillsósu (orginal) í 6 - 8 tíma áður en hann er grillaður. Athugið að hita þarf grillið vel, áður en steikingin hefst. Lundaflökin grilluð í 3 - 4 mínútur á hvorri hlið og krydduð með sítrónupipar. Annars er smekkur fólks mjög misjafn á því hvemig það vill hafa bringumar steiktar og því er best að það fikri sig áfram í steikingunni. Mér og mínum vinum finnst þessi grilltími bestur. Sósa: Þá er komið að sósunni með steikinni. Ég mæli með tvennum sósum og auðvitað þá í sitt hvom lagi. Ein krukka af sýrðum rjóma. Ein matskeið af Vogaídýfu með kryddblöndu. Þessu er hrært saman. Síðan er púrrulaukur skorinn í smátt og settur út í og hrært saman við. Einnig er til mjög góð tilbúin hvítlaukssósa sem heitir „I einum grænum" Hún er einnig mjög góð með þessarri lundauppskrift og þá beint úr dollunni. Meðlæti: Næst er það meðlætið. Mjög gott er að hafa eftirtalið með þessum rétti: Uppskrift eitt: Jöklasalat með smáttskomum tómötum, agúrku og fetaosti. Uppskrift tvö: Svo er líka nauðsynlegt að hafa með þessu beikon, lauk, sveppi og papriku, skorið smátt og „svissað" aðeins á pönnu (léttsteikt). Svo er alveg nauðsynlegt að drekka með þessu rauðvín og mæli ég með Cantarita sem bmggað er úr frönskum Cabernet Sauvignon þrúgum í Chile. Cantarita er með miklu beijabragði og má kenna dulítinn eikarkeim af því. Ég mæli með '98 árganginum Gott er að hafa tvær til þrjár flöskur við hendina. Einnig má líka steikja lundaflökin á pönnu og þá er gott að hella miklum rjóma yfir og þykkja síðan með maisenamjöli. Má setja smá slettu af rifsberjahlaupi út í sósuna og leyfa að malla pínu litla stund. Einnig mjög gott. Verði ykkur að góðu. Með Bjarnareyjarkveðju Pétur Steingrímsson Blátindur ekki alveg gleymdur Glöggir menn hafa tekið eftir því að búið er að mála „landsíðuna“ á Blátindi þar sem hann stendur í gamla slippnum og blasir við þeim sem leið eiga vestur Strandveginn. Reyndar hefur skipið staðið þar undanfarin ár, veðri og vindum til ánægju, en unnendum sögunnar til gremju og armæðu. Þeir eru margir sem telja fortíðina ekki síður mikilvæga en nútíðina og þess vegna sé það skylda að jafn sögufrægu skipi og Blátindi sé sýndur sá sómi sem þeir hinir sömu telja að megi efla skilning og þroska þeirra sem nú eru á dögum. Tryggvi Sigurðsson, Sigurður Jónsson, Sæmundur Arnason og Sigurður Tryggvason hafa verið að hlúa að Blátindi þar í slippnum ef mætti verða honum nokkur vörn þá er haustar og vetur sest að. Sigurður Jónsson sagði að stefnan væri að koma skipinu í skoðunahæft stand. „Blátindur er smíðaður í Eyjum árið 1947 af Eggert Gunnarssyni skipasmið, fóðurbróður Tryggva Sigurðssonar. Skipið er nokkuð heillegt og er í sinni upprunalegu mynd þar í slippnum utan að það vantar á það vantana. Þegar Blátindur kom aftur til Eyja var meira að segja vélin ganghæf. Þannig að það ætti ekki að verða mikil þraut að endurreisa Blátind. Þetta er aðeins spurning um Blátindur þar sem hann blasir við vegfarendum sem leið eiga vestur Strandveginn vilja til verksins.“ Um fjármögnun þessa verks sem nú er hafið sagðist Sigurður ekki geta tjáð sig mikið en vissulega kostaði allt peninga. „Tryggvi hefur fjármagnað núverandi verk úr eigin vasa og ég veit að Sigtrygg Helgason, Benediktssonar langar að koma að því verki líka. Annars er fjámögnunin óljós á þessu stigi málsins. Hins vegar er ekki úr vegi hér og nú að kalla til fleiri, ef ske kynni að hægt væri að virkja menn til þess að veita Blátindi þá vegsemd sem hann á skilið,“ sagði Sigurður.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.