Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 17.08.2000, Blaðsíða 19

Fréttir - Eyjafréttir - 17.08.2000, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 17. ágúst2000 Fréttir 19 Evrópurkeppni félagsliða: ÍBV 0 - Hearts 2 Lessíum ekkí árar í bát -segir Hlynur Stefánsson fyrirliði en Eyjamenn mæta Skotunum á heimavelli þeirra nk. fimmtudag Eyjamenn spiluðu fyrri leik sinn gegn skoska liðinu Hearts á Laug- ardalsvellinuni síðasta fimmtudag. Ljóst var fyrir leikinn að Skotarnir hefðu á að skipa öflugu liði og því yrðu Eyjamenn að eiga toppleik ef ekki átti illa að fara. Svo fór reyndar ekki og Skotarnir sigruðu í leiknum 0-2 og Ijóst að möguleikar ÍBV á að komast áfram eru ekki miklir. Fyrri hálfleikur var vel leikinn af hálfu ÍBV. Liðið sýndi gestunum enga virðingu og varðist vel. Sóknar- leikur liðsins var þó ekki mikill enda megináhersla lögð á það að fá ekki á sig mark. Þó var fyrsta færi leiksins réttu megin en það fór forgörðum. Eftir það fengu Skotamir ágætis færi en náðu ekki að nýta það. Besta færi fyrri hálfleiks fékk Baldur Bragason sem fylgdi eftir fyrirgjöf Hlyns Stefánssonar en náði ekki nægilega vel í boltann og færið rann út í sandinn. Staðan í hálfleik var 0-0 og áhorfendur nokkuð sáttir með leik sinna manna. Það var þó vitað að ÍBV þyrfti að gera betur til þess að skora en í fyrri hálfleik. En eftir aðeins þriggja mín- útna Ieik seinni hálfleiks kom heldur slysalegt mark, eftir aukaspymu Skotana af hægri kanti náði einn jreirra að skalla knöttinn í netið, óverjandi fyrir Birki í markinu. Eftir mark Skotanna var augljóst að leikmenn ÍBV vom staðráðnir í að skora sem fyrst. Þeim varð þó lítið ágengt og mikill kraftur fór í þær aðgerðir og þreyta farin að segja til sín undir lokin. Steingnmur fékk þó tvö góð færi í seinni hálfleik, fyrst fékk hann send- ingu inn fyrir vöm Skotana en var of lengi að átta sig og skot hans fór framhjá. Seinna færið kom líka eftir stungusendingu og Steingrímur skor- aði en var réttilega dæmdur rang- stæður. Skotamir náðu hins vegar að bæta við einu marki eftir skyndisókn þar sem boltinn fékk að rúlla óáreittur utan vítateigs IBV þar til einn gestanna rak endahnútinn á og skaut óverjandi skoti að marki. Hlynur Stefánsson fyrirliði sagði eftir leikinn að þrátt fyrir tapið þá VlÐSTfDjU, . myndi liðið ekki leggja árar í bát. „Það er ljóst að útileikurinn verður mjög erfiður fyrir okkur en við emm hvergi bangnir. Við vitum líka að heimavöllurinn hjálpar en mér fannst við sýna það í fyrri hálfleik að við emm á góðum degi ekkert lakara lið en Hearts. Það vom bara þessar síðustu sendingar hjá okkur sem vom að klikka en ef það verður í lagi í seinni leiknum náum við góðum úr- slitum úr jxim leik. Eg er þess fullviss að ef við hefðum fengið að spila þennan leik á Hásteinsvellinum hefðum við í það minnsta ekki tapað leiknum, og ömgglega náð hagstæðari úrslitum fyrir útileikinn.“ Hvernig fannst þér liðið spila gegn atvinnumannaliðinu ? „Mér fannst við vera spila nokkuð vel og við áttum í fullu tré við þá úti á vellinum. Við gerðum hinsvegar tvenn afdrifarík vamarmistök og þeir refsuðu okkur í bæði skiptin. Þetta vom alltof ódýr mörk sem við vorum að fá á okkur og er sérstaklega svekkjandi að þau skyldu koma í þessum leik því við höfum ekki verið að gera svona mistök í sumar.“ Hafði það þá svona mikið að segja að tvo af fastamönnum vantaði í vömina? „Það hefur náttúmlega alltaf eitt- hvað að segja þegar fastamönnum er skipt út en menn lenda alltaf í meiðslum og leikbönnum þannig að það kemur alltaf að því að við þurfum að fá aðra menn í liðið. Þeim sem komu þarna inn verður ekkert frekar kennt um mörkin en okkur hinum.“ Seinni leikur liðanna fer fram í Skotlandi næsta fimmtudag. ÍBV spilaði 4-5-1: Birkir Kristinsson, Páll Guðmundsson, Páll Almarsson, Hlynur Stefánsson, Bjami Geir Viðarsson, Ingi Sigurðsson, Momir Mileta, Hjalti Jónsson, Baldur Bragason, Goran Aleksic, Steingrímur Jóhannesson. Varamenn sem komu inn á: Magnús INGI Sigurðsson hefur staðið í ströngu undanfarið, bæði í Evrópu- Sigurðsson, Jóhann Möller og Gunnar keppninni og í Bikarkeppninni þar sem hann er ekki ofarlega á Heiðar Þorvaldsson. vinsældalista hjá Valsmönnum sem sökuðu hann um leikaraskap þegar einum þeirra var vikið af leikvelli eftir brot á Inga. Bikarkeppni KSÍ: ÍBV 4 - Valur 1 Eyjamenn í undanúrslit Valsmenn virtust ætla að verða ÍBV erfiður ljár í þúfu í leik í átta liða úrslitum bikarkeppninnar á Hásteinsvelli á sunndaginn. Ekki voru liðnar nema sjö mínútur af leiknum þegar gestirnir skoruðu sitt fyrsta og eina mark. Þeir héldu uppteknum hætti en eftir að þeir misstu mann út af á 32. mínútu varð staða þeirra vonlaus og lauk leiknum með öruggum sigri ÍBV 4 -1. Valur er í 2. sæti 1. deildarinnar og bám þeir enga virðingu fyrir úrvalsdeildarliði ÍBV og léku þeir af miklum krafti allan leikinn þó staða þeirra versnaði eftir að þeir vom orðnir einum færri. Kom það fljótlega í ljós þegar Steingrími Jóhannessyni tókst að skora fyrsta markið framhjá markverðinum. Þrátt fyrir góða baráttu áttu gestimir aldrei von úr þessu því heimamenn tóku öll völd á vellinum og áður en yfir lauk höfðu þeir náð að koma boltanum þrisvar í viðbót í mark Vals. Þar með var 35. leikur ÍBV á Hásteinsvelli án taps orðinn að vemleika og Eyjamenn komnir í undanúrslit bikarsins. Annað mark IBV skoraði Mileta á 73. mínútu beint úr aukaspymu af 25 m færi, þriðja markið skoraði Steingrímur og Baldur Bragason það ljórða á 90. mínútu. Þar með er IBV komið í undan- úrslitin ásamt Fylki, IA og FH. Dregið verður undanúrslit í bik- amum í kvöld. Landssímad. kvenna IBV 5 IA 0 Leíkur kattaríns að músinni Leikur ÍBV og ÍA í Vestmanna- eyjum á laugardaginn var lcikur kattarins að músinni þar sem Eyjastúlkur voru í hlutverki katt- arins. Þær léku á móti sterkum vindi í fyrri hálfleik en þrátt fyrir það höfðu þær náð að koma boltanum fjórum sinnum í net andstæðinganna áður en flautað var til leikhlés en lokatölur urðu 5 - 0 fyrir ÍBV. Elena Einisdóttir gaf tóninn þegar hún skoraði fyrsta mark ÍBV á 7. mínútu leiksins og eftir það sáu Skagastúlkur ekki til sólar. Bryndís Jóhannesdóttirbætti síðan öðm marki við á 30. mínútu, þriðja markið var sjálfsmark sem kom á 40. mínútu og þremur mínútum síðar bætti Hjördís Halldórsdóttir við 4. marki heima- stúlkna. Mörk ÍBV hefðu getað orðið fleiri í hálfleiknum því ekki vantaði marktækifærin. Seinni hálfleikur var heldur tíðindalítill og þrátt fyrir nær látlausa sókn IBV undan vindinum vildi bolt- inn ekki inn nema einu sinni, það var á 80. mínútu og þar var Samantha Brittan að verki. Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, var sáttur við úrslitin en hann sagði að þetta hefði verið dæmigerður rokleikur. „Við náðum að skora á móti vindinum en það sýndi sig að oft er erfiðara að spila með boltann í bakið. Þetta voru algjörir yfirburðir af okkar hálfu og sigurinn hefði getað orðið miklu stærri,“ sagði Heimir. Karen Birke var tvímælalaust maður leiksins. Annar flokkur kvenna í bikarúrslit Síðastliðinn miðvikudag fór fram á Týsvellinum undanúrslitaleikur 2. flokks kvenna í bikarkeppninni. IBV tók þá á móti Val, sem nú þegar hefur nánast tryggt sér Is- Iandsmeistaratitilinn en Eyjastúlkur voru í öðru sæti í riðlinum. Liðin höfðu einmitt keppt í Islandsmóúnu helgina áður, í Reykjavík og þar höfðu Valsstúlkur betur og unnu með einu marki. Það var jrví ljóst að um hörkuviðureign yrði að ræða enda varð raunin sú að grípa varð úl framlengingar til þess að fá úrslit í leikinn. Leikurinn var í jámum allann tímann, gestirnir fengu þó betri færi en vamarmenn ÍBV voru vandan- um vaxnir. Leikmenn beggja liða voru orðnir ansi þreyttir í fram- lengingunni en efúr skyndisókn ÍBV fékk Rakel boltann í teignum, hún Iék á vamarmann sem féll við en slæmdi hendinni í knöttinn og Eyjastúlkur fengu víti sem þær skoruðu úr og komust yfir. Eyja- stúlkur spiluðu skynsamlega út leikinn og fögnuðu sigrinum vel í lokin. Mark ÍBV: Kelly Shimmin. Golfmót Eyverja Næstkomandi laugardag munu Eyverjar halda golfmót á golfvell- inurn í Eyjum. Spilaðar verða 18 holur og keppt verður með og án forgjafar. Byrjað verður að ræsa út klukkan 1. Eins og í alvöru golfmótum þá verða veitt vegleg verðlaun fyrir fyrstu 3 sætin með og án forgjafar. Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í mótinu eru beðnir um að senda tölvupóst á jazz@li.is eða eyja- bud@eyjar.is Einnig er hægt að skrá sig í Golfskálanum. Að afloknu móú verður verð- launaafhending í Golfskálanum og síðan djammað að hætti Eyverja. Mótsgjald verður væntanlega 1000 kr. en það er auglýst í Fréttum í dag. Með golfkveðjum Iþróttaklúbbur Eyverja Framundan Fimmtudagur 17. ágúst Kl. 16.00 Fjórði fl. kvenna í Eyjum á móti Bessastaðahreppi. Kl. 17.00 Stjaman - IBV í 4. fl. karla í Garðabæ. Föstudagur 18. ágúst Kl. 18.00 ÍBV- Haukar í 3. fl. kv. fer fram í Eyjum. Kl. 18.00 Þór/Dalvík/ Leiftur - ÍBV 2. II. karla á Akureyri Laugardagur og sunnudagur 19. og 20. ágúst Fjórði flokkur B kvenna í úrslitum á Selfossi. Þriðji flokkur karla leikur á móti Fylki í Árbænum og uppi á Skaga Þriðjudagur 22. ágúst Kl. 18.30 ÍBV - Breiðablik 2.fl. karla Miðvikudagur 23. ágúst Kl. 18.30 ÍBV - Breiðablik 2. fl, kv.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.