Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 17.08.2000, Blaðsíða 15

Fréttir - Eyjafréttir - 17.08.2000, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 17. ágúst 2000 Fréttir 15 Bikarkeppni FRÍ: Óðinn með í fyrsta sinn Metunum rísndi Ungmennafélagið Oðinn sendi í ár lið í bikarkeppni í frjálsum íþrótt- um, í fyrsta sinn í sögu félagsins. Keppnin var háð um síðustu helgi, 11. og 12. ágúst, á Kópavogsvelli og keppti Óðinn í 2. deild. Fimm lið sendu lið til þátttöku og sigraði lið Breiðabliks. UMF Óðinn var í bar- áttunni um þriðja sætið allan tímann og með góðum endaspretti tryggði liðið sér það sæti og bikar að launum. Formaður Fijálsíþróttasambands ís- lands lýsti yfir mikilli ánægju að Óðinn skyldi loks senda lið í bikar- keppni og sagði einsdæmi að móðir og böm hennar kepptu á sama mótinu. Atti hann þar við Amýju Heiðars- dóttur og böm hennar, þau Karen, Guðjón og Áma Óla. Lokastaðan í mótinu varð þessi: 1. Breiðablik 186 stig 2. UMSE/UFA 181 stig 3. UMFÓðinn 121 stig 4. Fjölnir 119 stig 5. HSH/UDN 106 stig Mótið er þannig upp byggt að senda þarf einn aðila frá hverju félagi til keppni í hverri grein. 6 stig em geftn fyrir fyrsta sæti, 5 fyrir annað o.s.frv. Systkinin þrjú voru í aðalhlutverki í stigaöflun fyrir félagið. Guðjón Ólafsson, stigahæsti einstak- lingur Óðins með 21 stig, vann stangarstökkið, varð í öðm sæti í 110 m grindahlaupi á 19,01 sek. og þriðji í 400 m grindahlaupi á 1.06.80 mín. Þessi árangur í grindahlaupunum er hvor tveggja ný Vestmannaeyjamet. Ámý Heiðarsdóttir, sem var elsti keppandinn á mótinu, settí íslandsmet í 100 m hlaupi, 14,92 sek. (í miklum mótvindi). Ámi Óli Ólafsson setti þrjú met í flokki 17-18 ára. Hann varð í öðm sæti í spjótkasti með 50,56 m, í þriðja sæti í kúluvarpi með 10,22 m og í þriðja sæti í kringlukasti með 30,82 m. Hildur Jónsdóttir, 14 ára, setti fyrsta Vestmannaeyjamet kvenna í stangar- stökki með stökki yftr 1,70 m. Hildur hafði aldrei stokkið áður með stöng en lærði það á keppnisstað og þessi árangur nægði til þriðja sætis. Sigurbjörg Guðmundsdóttir setti Vestmannaeyjamet í 400 m grinda- hlaupi, 1.19,44 mín. Tryggvi Hjaltason sló 16 ára gamalt met Jóhanns Þráinssonar í 400 m hlaupi í flokki 13-14 ára á 1.01,77 mín. Sæbjörg Helgadóttir, 14 ára, setti Vestmannaeyjamet í 1500 m hlaupi á 7.18,79 mín. Heiðar Hallgrímsson, 13 ára, setti met í 5000 m hlaupi á 25.23,75 mín. Boðhlaupssveit karla, skipuð þeim Guðjóni, Trausta, Áma Óla og Birgi Stefáns, setti Vestmannaeyjamet í 1000 m boðhlaupi karla á tímanum 2.17,81 mín. Boðhlaupssveit kvenna, skipuð þeim Ámýju, Karen, Sigurbjörgu og Katrínu Elíasdóttur, setti Vest- mannaeyjamet í 1000 m boðhlaupi kvenna á tímanum 2.39,15 mín. Ámý Heiðarsdóttir setti Islandsmet í sleggjukasti í flokki 44-49 ára, með 26,40 m. Katrín Elíasdóttír varð í þriðja sæti í þrístökki, með 10,22 m. Karen Ólafsdóttir varð þriðja í kringlukasti með 31,64 m. Breiðablik færist upp í 1. deild (efstu deild) en UMS Borgarfjarðar féll í 2. deild. UMF Óðinn stefnir að þátttöku að ári liðnu og án efa með mun sterkara lið. (Fréttatilkynning frá UMF Óðni) ÞESSI kepptu fyrir hönd Óðins á mótinu og náðu 3. sætinu í 2. deild ÁRNÝ og börnin. Karen, Árný, Guðjón og Árni Óli með bikarinn sem Óðinn fékk fyrir góðan áragnur í mótinu. Golf: Júlíus Hallsríms sisraði á Kókmótinu ÞEIR Haraldur Óskarsson og Sigurgeir Jónsson hafa undanfarin fjögur ár keppt sín á milli í svonefndri þríþraut, þ.e. golfi, bill jard og brids og skipst á um að sigra. Keppnin fyrir árið 2000 hófst með golfinu fyrir skömmu og þá var þessi mynd tekin en með keppendunum fá tveir útvaldir að leika sem tæknilegir ráðgjafar, þeir Ólafur Kristinsson og Haraldur Júlíusson. í haust tekur svo við keppni í billjard og bríds. Coca Cola og Viking mótið í golfi fór fram um síðustu helgi. Víftlfell gaf öll verðlaun tíl mótsins og voru þau hin veglegustu. Án forgjafar urðu úrslit þessi: 1. Júlíus Hallgrímsson 73 högg 2. Haraldur Júlíusson 78 högg 3. Hörður Orri Grettisson 79 högg Með forgjöf: 1. Jón Andri Finnsson 63 högg 2. Ársæll H. Ámason 67 högg 3. Helgi Bragason 67 högg Stöðvamótið á laugardag Á laugardag verður Stöðvamótið á dagskrá GV, 18 holur með og án forgjafar. ísfélag Vestmannaeyja og Vinnslustöðin eru styrktaraðilar þessa móts. Ræst verður út á laugardag frá kl. 9 til 13 en skrá verður þátttöku fýrir kl. 20 á föstudag. Landsmót 35 ára og eldri Dagana 30. ágúst til 2. september nk. verður haldið í Vestmannaeyjum Landsmót 35 ára og eldri í golfi. Slíkt landsmót hefur ekki verið haldið áður og er tilkomið m.a. vegna sívaxandi þátttöku í landsmótinu sem lauk um síðustu helgi á Akureyri. Á næsta ári verður þátttaka í því takmörkuð við ákveðinn fjölda og því er þetta mót sett á. Þegar er byijað að tilkynna þátttöku á mótið til GV og sýnt að það verður íjölmennt. Þeir kylftngar í Vestmannaeyjum, sem hafa hugsað sér að taka þátt í mótinu, ættu því að skrá sig sem fyrst í Golfskálanum. Nolan mættur á ný Golfkennarinn Nohn Nolan, sem hér var á ferð fýrr í sumar, er mættur á staðinn á ný til kennslu og leiðsagnar. Hann verður hér fram yfir helgi og geta þeir sem vilja fá hjá honum tíma, haft samband við hann sjálfan inni í Golfskála eða skráð sig á töflu sem hangir uppi í skálanum. Rétt er að hvetja fólk til að notfæra sér þetta tækifæri, hvort sem um er að ræða byrjendur eða þá sem lengra eru komnir og vilja lagfæra sveifluna. Þeir sem til þekkja segja að John Nolan sé einn besti golfkennari sem hér hefur verið. Spurt er. Hvernig líkar þér flutningur Árna Johnsen á Þjóðsöngnum Þórunn Ki'mursdóttir, húr- greiðslukonu: „Eg hel'enga skoðun á því." Kunólfur Dugbjurtsson, múruri: „Þetta er spurning um hversu ílialds- sannir maður á að vera. Mér l'annst mjög skemmtilegt að heyra alla taka undir í Dalnum. Þelta hlýtur að vera malsatriði hjá hverjum og einum hvort mönnum finnst þarna verið að misþyrma einhverju en mér finnst þetta bara allt í lagi." Elías Bnldvinsson, sliikkviliðs- stjóri: „Eg er harðánægður með hann. Það er þrælfmt að poppa liann upp, þetla er ekki bara sálmur." Jólinnn lijiirnsson, Nýlendu: „Mér dalt nú lýrsl í hug að hann hel'ði átt að fá einhvern unnan til að syngja fyrir sig. En mér líkar hann ekki." Emmu Púlsdóttir, Eyjabú- stiiðum: „Mjög vel. Mér finnst þetta alveg frábærl og meiri liáltar á þjóðhá- tíðinni." Einar Guönuson, griifumaður: „Eg hef ekki heyrt nema smábrot al þeim fiutningi og hel'þvíekki myndað mér skoðun á því." Sveinn Tómasson, ríkistjóri: „Eg vil sem minnst um það segja."

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.