Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 17.08.2000, Blaðsíða 11

Fréttir - Eyjafréttir - 17.08.2000, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 17. ágúst 2000 Fréttir 11 Nú styrkir Herjólfur ÍBV, kemur styrkur þeirra til ykkar í formi frírra ferða? ,NIei.“ Horft til Vestmanneyja Oft er talað um að ÍBV sé markaðs- lega mjög mikilvægt andlit Vest- mannaeyja út á við, hvemig finnst þér það metið af hálfu Vestmannaeyja- bæjar eftir sameiningu Þórs og Týs? „Eg vissi að eftir að við vomm búnir að stíga þetta skref yrði mikið fylgst með okkur hjá öðmm félögum. Menn innan íþróttahreyfingarinnar uppi á landi, sem hafa verið að spá í sameiningu félaga þar, hafa horft mjög til okkar og fylgjast vel með því hvemig okkur hefur tekist að vinna þetta. Persónulega finnst mér best hversu hinn almenni bæjarbúi hefur tekið þessu vel og það er töluvert mikið af nýjum andlitum sem maður sér í félaginu. Jafnvel þó að enn sé sama lykilfólkið í ÍBV-íþróttafélagi og var í forsvari Þórs og Týs, þá emm við að fá inn nýja aðila sem em tilbúnir að veita okkur lið. Hins vegar vil ég segja að oft á tíðum finnst mér tillegg íþróttahreyfingarinnar vanmetið af bæjaryfirvöldum. Við höfum átt undir högg að sækja eins og reyndar lands- byggðin öll. Ég held að þessi mikli kraftur sem IBV hefur verið að færa inn í bæjarlífið, bæði með glæsilegum sigmm, mótshaldi og ýmsum uppá- komum, hafi haldið Vestmanna- eyjum mjög vel á kortinu og vakið mikla athygli á okkar heimabyggð.“ Viltu nefna einhver dæmi þar sem þér fmnst að bæjarfélagið hafi ekki staðið sig gagnvart ÍBV-íþróttafélagi? „Nei. Það má hins vegar segja að íþróttahreyfingin sé ekkert annað en fólkið í bænum og auðvitað hefði bærinn getað komið betur að ýmsu, en ég er að mörgu leyti sáttur við aðkomu bæjarins að íþróttamálum í Eyjum. Ég held að ósanngjamt væri að segja annað, þó að viljum alltaf sjá eitthvað meira og sitthvað betur gert.“ Ekki slegist um ábyrgðarstöður Þú nefndir áðan að sama lykilfólkið væri mikið í stjómunarstörfum IBV- íþróttafélags og var áður í forystu Týs og Þórs. Þetta hefur verið gagnrýnt, hvað viltu segja um það? „Eðli málsins samkvæmt hlutu sömu menn að veljast til forystu í nýju félagi og er ekki óeðlilegt, þar sem nýtt félag ætlaði sér ákveðinn tíma til að móta félagið. Ég átti samtal við formann íþróttafélaganna í Keflavík þar sem sameining hefur átt sér stað. Hann sagði að mestu mistökin hjá þeim hafi líklega verið að skipta út öllu fólki. Það hefði reynst þeim mjög illa. Hitt er annað mál að það er ekkert slegist um að komast í ábyrgðarstöður innan hreyfmgarinnar, en það em ekki allir sem hafa tilfmningu fyrir því. Það er ekkert bankað á dymar. Ég sagði á síðasta aðalfundi hjá félaginu að þar sæti fólk sem búið væri að starfa saman í allt að 15 til 20 ár, en við sæjum litla endumýju í ráðum og stjómum. Ég sagði þetta miður. Ég hefði viljað sjá meiri nýliðun og held að allir þeir sem em með mér í for- ystunni myndu fagna því ef meira af nýju fólki kæmi inn í stjómina.“ Hafið þið eitthvað reynt til þess að fá nýtt fólk í forystuna? ,dá það hefúr verið gert og það em margir þungavigtarmenn í félaginu sem vinna feikn mikið starf, en þeir bara vilja ekki binda sig í stjómum, ráðum og nefndum, jafnvel þó að þeir séu reiðubúnir til að taka að sér einstök ákveðin verkefni og leysa þau með sóma.“ Skilum miMu til bæjarins Nú er oft talað um að mótin, sem haldin em í nafni ÍBV og þjóðhátíð, séu að skila góðum peningum til bæjarins, jafhvel að þessar uppákomur séu stærstu tekjuliðimir yfir ferða- mannatímann, ekki síst fyrir þá sök að gestir á þessum uppákomum em að stoppa í Eyjum í nokkra daga, hveiju er þetta að skila hreyfingunni? ,T>etta skilar okkur miklu og stendur að mestum hluta undir íþróttastarfinu. Ég hef nú sagt, í hálfkæringi reyndar, að ef ætti að ráða ferðamálafulltrúa sem stæði undir nafni ætti hann að vera starfsmaður IBV, vegna þess að félagið er að reka alveg óyggjandi stærstu ferðamannauppákomur í bæn- um. Auðvitað skilar þetta ómetan- legum tekjum í bæjarfélagið. En það sem að ég er ósáttastur við er að margir sem njóta góðs af því sem verið er að gera, láta ekki íþrótta- hreyfinguna njóta þess í neinu. Ég hef til dæmis heimildir fyrir því að þjóðhátíð sé að færa meiri virðisauka í bæinn heldur en til að mynda jólin. Ég hefði viljað sjá til dæmis fyrirtæki í bænum koma meira að þessu, svipað og þegar fyrirtæki á Akureyri komu að markaðssetningu Halló Akureyri. Auðvitað er það líka álag, bæði á stjómendur þjóðhátíðar og félagsins; að búa við að leggja allt undir áður en þjóðhátíðin byrjar og sitja svo einir uppi með skellinn ef illa gengur. A meðan er fjöldi aðila að hafa mjög gott út úr þessu og taka engan þátt í því. Eins og fyrir þjóðhátíðina núna, að hér skyldu vera aðilar niðri í bæ sem voru að auglýsa Húkkaraball á móti því Húkkaraballi sem við höfum staðið lyrir í mörg ár. Ég er mjög ósáttur við þetta. Þetta er ekki bara spuming um samkeppni heldur líka siðferði í við- skiptum." Sáttur við árangur meistaraflokkanna Þór segir að miðað við það sem um- leikis er íþróttahreyfmguna finnist honum árangur meistaraflokkanna ásættanlegur. „Meistaraflokkur kvenna lá undir töluverðri gagnrýni í blöðum vegna þess að svo mikið væri um aðkeypta liðsmenn. En meist- araflokkamir em bara svona í dag og á meðan menn geta sýnt fram á að geta rekið þetta með þessu og haldið liðunum í hæstu gæðum og náð árangri, þá er það mjög gott. Hitt er annað mál að við höfum verið að sjá, bæði í knattspymunni og hand- boltanum einstaklinga úr yngri fiokk-unum sem famir em að banka vel á dymar í öllum greinum. Þetta sýnir að yngra starfið er að skila mjög góðu.“ Óformlegir kaffifundir Finnst þér vera sami áhugi í sjálfboða- liðastarfinu í ÍBV-íþróttafélagi, eins og hann var í Þór og Tý á sínum tíma og hver em tengslin nú við hinn almenna félagsmann, em þau næg, þegar kemur að stómm ákvörðunum? „Það em haldnir óformlegir kaffi- fundir einu sinni í viku. A þessa fundi mæta stundum 30 til 40 manns þar sem leitað er eftir hugmyndum og hjartslætti félagsmanna. Þar hafa orðið til vinnuhópar þar sem komið hafa fram tillögur og lausnir á ýmsum málum. Mér er tíl efs að nokkurt félag innan íþróttahreyfingarinnar sé í tengslum við félagana á þennan hátt. Mér finnst mesta breytingin vera hjá foreldrunum. Það vom kannski fleiri sjálfboðaliðar hér áður af hreinni hugsjón, en núna er algengara að foreldrar fylgi bömunum sínum. Það var ekki eins algengt fyrir 10 til 15 ámm. Núna em foreldramir orðnir lykilatriði og félaginu mikill styrkur." Hvað um væringar milli handbolta og fótbolta sem eiga óánægjugmnn í því að IBV-íþróttafélag sé bara knatt- spymufélag? „Eins og kom fram hér áðan, þó vom þetta nánast tvö félög (handbolti og fótbolti). Mér finnst þessar tvær íþróttagreinar og forsvarsmenn þeirra vera að nálgast meira hver annan innan ÍBV-íþróttafélags. Þetta ræðst líka alltaf af þeim persónum sem fara með ferðina hverju sinni. Það er ekkert stjómskipað vald sem getur búið til eitthvert flæði þar sem allt er slétt og fellt. En ég er sannfærður um að það verða alltaf einhverjar vær- ingar. Það er bara mannsins eðli og sá sem er mikill kappsmaður fyrir sína grein hann vill henni mest. Eðlileg samkeppni er af hinu góða, en hún má ekki fara út í það að menn fari að skaða hver annan. En að ÍBV- íþróttafélag sé bara ÍBV-knattspymu- félag vísa ég á bug. Eðli hlutarins samkvæmt er meiri velta í fót- boltanum. en kannski má segja á móti að ódýrara sé að reka handboltann heldur en fótboltann, en aðkoma ÍBV- íþróttafélags til deildanna er sú sama." Uppbygging aðalskrifstofu Sú gagnrýni heyrist að aðalfundir ÍBV-íþróttafélags séu haldnir seint og ekki á þeim tíma sem lög félagsins kveða á um, hvemig stendur á því? „Að stærstum hluta liggur það í því að við höfum verið að þróa og koma því á að aðalskrifstofan haldi utan um allt bókhald. Bókhaldið var dreift mjög víða. Það vom sér gjaldkerar og em reyndar enn fyrir shellmót, pæjumót og þjóðhátíð. Til þess að geta haldið aðalfund verðum við að vera búnir að fá bókhald einstakra deilda og flokka inn á aðalskrifstofu, færa það upp og láta endurskoðanda fara yfir það. Dráttur aðalfundar hefur fyrst og fremst stafað af þessu. Samkvæmt lögum félagsins eiga allir reikningar að vera klárir fyrir aðalfund. Núna er þetta í mjög góðu lagi og hefðum getað haldið aðalfund um mánaðarmótin júní/júlí, en okkur fannst við vera komnir of nálægt þjóðhátíð og þess vegna ákvað stjómin að halda ekki aðalfund núna fyrr en í lok ágúst, þegar fólk er komið úrsumarfríum.“ Nú hafa tjárfestingar félagsins verið gagnrýndar og þá sérstaklega veitínga- tjaldið inni í Dal og endurbætur á stóra sviðinu, og núna sfðast húsnæði undir þjóðhátíðardót og tæki félagsins. Eru þetta ótímabærar fjárfestingar og of stór biti fyrir félagið? „Auðvitað var þetta mjög stór biti og dýrar framkvæmdir inni í Dal. Hins vegar gera ekki allir sér grein fyrir því að til þess að hægt sé að halda þjóðhátíð, þarf að sækja um ýmis leyfi til opinberra aðila. Kröfumar vegna reksturs veitingatjaldsins em bara orðnar það miklar að ekki var hægt að komast undan því. Nákvæmlega sömu kröfur em með sviðið varðandi hreinlætisaðstöðu og aðstöðu fyrir starfsfólkið. Hitt er annað mál að menn tóku þá ákvörðun að gera þetta vel og litu til þess að þama væri verið að búa í haginn til næstu 10 til 15 ára. Við getum ekki bara gert þá kröfu til þjóðhátfðar að hún skili hagnaði, en leggjum svo ekkert til hennar. Varðandi húsnæðiskaupin stóðu menn frammi fyrir því að koma hlutum félagsins í geymslu á einn stað, hlutum sem áður höfðu verið hingað og þangað um bæinn og lágu jafnvel undir skemmdum. Þetta er mjög dýr búnaður sem við höfðum ekkert geymslurými fyrir. Við teljum okkur hafa fengið hagstætt tilboð í gott og hentugt húsnæði, sem stjórnin og þjóðhátíðamefnd voru sammála um að ganga að. Það hefði verið eðlilegt að boða til félagsfundar um málið, en tíminn var bara of naumur. Stjómin hafði hins vegar samband við fjölda virkra félagsmanna sem studdu þessa ákvörðun.“ Yfirgangur íþróttahreyfingarinnar Einnig heyrist sú gagnrýni að íþrótta- hreyfingin vaði yfir allt í Dalnum og spyiji hvorki kóng né prest um neitt og eyðileggi meira en hún byggi upp jafnvel með góðum huga, hvað viltu segja um það? „Ég held að ansi lítið væri búið að gera í Dalnum ef íþróttahreyfingin hefði ekki komið að þessu og þjóðhátíð líklega löngu dottin upp fyrir. Ég held að enginn sé fær um að reka þjóðhátíðina nema íþróttahreyf- ingin. Annars staðar, þar sem einkaaðilar vom að reyna að setja upp sambærilegar hátíðir, endaði það með gjaldþrotaævintýrum. Það má kannski segja ef veður hefur verið leiðinlegt að ljótt hefur verið um að litast í dalnum, en það hefur náð að jafna sig.“ Viðkvæm búningamál Menn kvarta líka undan því að alltaf sé verið að breyta búningunum lið- anna og það sé ekki IBV-íþróttafélag sem ráði þessum breytingum, heldur styrktaraðilamir? „IBV-íþróttafélag hefur síðasta orðið í þeim málum, það fer ekki á milli mála, en breytingar hafa verið gerðar með vilja og vitund aðal- stjómar. Hreyfingin rekur sig ekki nema hafa fjármuni og hluti af þessu er aðilar sem tilbúnir eru til að gera betri samninga, ef ákveðnar breytingar eru gerðar og mér finnast í raun ekki stórvægilegar í þessu samhengi. Við erum heldur ekkert einir um þetta, en ég vil vera íhaldssamur í þessu og stíga slík skref varlega.“ En kostar þetta ekki ærinn pening og þá sérstaklega fjölskyldur sem eiga böm í yngri flokkunum, sem æfa með félögunum, að skipta út búningum og galla á hverju ári? „Þú átt þá við tríkótana. Jú ég er sammála því að það hefur verið of laust í reipunum og ég vil sjá að meira aðhald verði í því og ekki sé verið með stórar breytingar sem auka útgjöld fjölskyldna. Við viljum hins vegar sjá sömu aðkomu hjá flokkum í öllum greinum. Þetta er líka að hluta til komið vegna þess að þeir aðilar sem verslað er við hafa ekki getað skaffað það sama á milli ára.“ Þór segir að í jafn stóru félagi og ÍBV- íþróttafélag er, megi alltaf búast við gagnrýni „Eflaust verður umræða alltaf uppi í svo stórri hreyfingu, því að sitt sýnist hveijum. Auðvitað á öll sanngjöm gagnrýni rétt á sér, en ég held að allir sem að þessu koma vilji gera hlutina sem best og bera framtíð æsku eyjanna og byggðarlagsins fyrir bijósti." Er Þór Vilhjálmsson eitthvað að velta fyrir sér að hætta á næsta aðalfundi? „Ég er búinn að vera lengi í þessu og ég er nú að vonast lil að einhverjir taki við af mér. Það þarf að verða endumýjun hjá okkur eins og öðmm. Það sem liggur fyrir er að vita hvaða fólk vill vera áfram og hverjir vilja koma að þessu, en á þessu stigi get ég ekki sagt meira.“ Benedikt Gestsson ÍBV-Íþrottafélag hefur átt fleiri íslands- og bikarmeistara í handbolta og fótbolta en nokkurt annað íþróttafélag frá því það var stofnað 1997. Hér er mynd af íslandsmeisturunum 1998 þegar meistaraflokkur IBV hampaði tveimur bikurum.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.