Fréttir - Eyjafréttir - 17.08.2000, Blaðsíða 2
2
Fréttir
Fimmtudagur 17. ágúst 2000
Árs biðstaða
Á morgun, föstudaginn 18. ágúst, er
liðið ár frá því að Sigurgeir Jónsson
og Ómar Garðarsson sóttu um til
bæjarráðs að fá að halda nautgripi á
Stakkagerðistúni. Hallgrímur
Ti’yggvason formaður landnytja-
nefndar segir að umsókn þeitra
félaga hafi verið rædd í nefndinni
en ekki verið tekin afstaða til
hennar. „Málið er í biðstöðu,"
sagði Hallgrímur.
Haft var samband við Sigurgeir
Jónsson og hann spurður hver við-
brögð þeirra félaga yrðu við þessari
niðurstöðu landnytjanefndar sem
hefur nú haft málið til meðferðar í
nær ár. „Á morgun er ár síðan við
impruðum á þessu við bæjaryftr-
völd. Reyndar verður ekki liðið ár
hjá landnytjanefnd fyrr en 8.
september nk. Kannski er þetta
eðlilegur biðtími hjá þeini nefnd að
sitja á málum svo lengi. Við bíðum
að minnsta kosli rólegir fram til 8.
septernber.“ Sigurgeir vildi og bæta
því við að raunar væri þelta mál til
meðferðar hjá landbúnaðarráðu-
neytinu. „Guðni Ágústsson tók
málaleitan okkar vel í vor og við
höfum enga trú á þvf að þar líði ár
þar til niðurstaða liggur fyrir. Ef allt
um þrýtur eigum við þann mögu-
leika að skjóta málinu til félags-
málaráðuneytisins,“ sagði Sigurgeir
Engin hitamet
Mikil veðurblíða hefur einkennt
veðurfarið það sem af er ágúst-
mánuði. Hitastig hefur verið
fremur hátt og ýmsir hafa leitt að
því getum að þetta sumar sé í hópi
þeirra hlýjustu á öldinni.
Óskar Sigurðsson, vitavörður og
veðurathuganamaður í Stórhöfða,
segist ekki hafa trú á því. „Hæsti
hiti í sumar hefur verið 16 stig en í
fyrra mældist hæsti hiti, sem mælst
hefur í Vestmannaeyjum, 19,3 stig í
lok júní. Nú hef ég ekki neinar
tölur uni sumarið núna en ég gæti
þó trúað að það væri í hlýrri
kantinum. En það byggist ekki á
neinunt útreikningum heldur
einungis á ágiskun," segir Óskar.
Óskar segir að auk hlýju í sumar
hafi verið mikið um stillur tiuk þess
sem úrkoma haft verið tiltölulega
lítil. „Og þegtir öll þessi atriði
koma saman þá þýðir það gott
veður," sagði Óskar.
Tvö þakkarbréf
Á fundi bæjarráðs, sl. mánudag,
lágu fyrir tvö þakkarbréf. Var
annað þeitra frá norska sendiráðinu
vegna móttöku norsku konungs-
hjónanna við vígslu stafkirkjunnar.
Hitt var frá J. Brent Haymond,
ræðismanni Utah, vegna vígslu
minnismerkisins á Torfntýri.
Rólegheit
í liðinni viku voru alls 136 færslur í
dagbók lögreglu. Er það nær þrefalt
minna en í vikunni á undan sem var
þjóðhátíðarvikan. Yfirleitt hefur
ágústmánuður eftir þjóðhátíð verið
rólegur hjá lögreglu enda margir
Ijarverandi úr bænum.
Stolið úr skipum
Að sögn lögreglu hefur nokkuð
borið á því að undanförnu að farið
haft verið um borð í skip og stolið
úr þeim. Lögregla beinir þeim
lilmælum til eigenda eða umsjónar-
manna að þeir gangi vel frá
skipunum þannig að utanaðkom-
andi aðilar fái ekki með góðu móti
komist þar inn.
Sa m keppn isstof n u n:
Meint mismunun
Á fundi bæjarráðs í vikunnli lá
fyrir bréf frá Samkcppnisstofnun,
dags. 31. júlí, vegna kvörtunar um
meinta mismunun fyrirtækja í
hótel- og gistiþjónustu með mis-
munandi álagningu fasteignagjalda.
Þetta mál kom upp á síðasta vetri
þegar eigendur Hólels Þórshamars
undu því ekki að aðilum í hótelrekstri
væri mismunað í gjöldum. Bæjarráð
hefur falið bæjarstjóra að svara
erindinu.
Eyjólfur Heiðntundsson, einn eig-
enda Hótels Þórshamars, staðfestir að
þetta bréf sé tilkomið vegna þeirra.
„Fyrir rúmu ári kvörtuðum við vegna
þessa óréttlætis, að ekki skuli allir sitja
við sama borð í gjöldum vegna hótel-
og gistiþjónustu, en fengum synjum
hjá bæjaryftrvöldum. Við kvörtuðum
á ný í vor en fengum sömu svör og þá
sendum við málið til Samkeppnis-
stofnunar sem nú hefur látið heyra frá
sér. Vonandi verður það til þess að
þessi fáránlega mismunun verði
leiðrétt," segir Eyjólfur.
Seink
un á
Kína-
skip-
unum
'i IffllSSKáíiSSSyKLa-.úf Yji
r|ii : - !
SKIP ístúns er sérhannað til línuveiða, bæði hefðbundinna og
túnfiskveiða.
Enn er von um
efsta sætið
Gengi ÍBV í Landssímadeildinni
hefur verið mjög hækkandi að
undanfömu en staða liðanna í
deildinni er þessi að loknum 14
umferðum:
1. Fylkir 29 stig
2. KR 24 stig
3. ÍBV 23 stig
4. Grindavík 21 stig
5. ÍA 21 stig
6. Keflavík 17 stig
7. Breiðablik 16súg
8. Fram 15 stig
9. Stjaman 12 stig
10. Leiftur 9 stig
KR og Leiftur hafa aðeins leikið
13 leiki.
í 15. umferð leikur ÍBV gegn
Leiftri á Ólafstjarðarvelli og er sá
leikur á sunnudag. í þeim þremur
umferðunt, sem þá em efdr, á ÍBV
heimaleiki gegn Breiðabliki í 16.
umferð og Grindavík í 18. og
síðustu umferð og útileik í 17.
umferð gegn KR. Með hagstæðum
úrslitum í þessum leikjum er alls
ekki óraunhæft að IBV nái að
blanda sér í baráttuna um efsta
sætið.
Þar sem aðalbaráttan verður við
Fylki og KR í þeirn slag er ekki úr
vegi að líta á andstæðinga þeirra
liða í umferðunum fjórum sem eftir
Ekki eru líkur á að skipin sem ístún
hf. og Stígandi ehf. eru að láta
smíða fyrir sig í Huangbu, skipa-
smíðastöðinni í nágrenni Kanton í
suður Kína, verði tilbúin fyrr en
seint í haust.
Hallgrímur Rögvaldsson, sem hefur
eftirlit með smíöinni á skipi ístúns,
sem er sérútbúið til línuveiða, segir að
upphaflega haft átt að afhenda skipin
um mitt ár en nú segja Kínverjamir að
þau verði tilbúin 20. nóvember. „Það
er byrjað að raða inn búnaði og
Ófeigur er kominn aðeins lengra en
þau verða afhent á svipuðum tíma. Ég
held að afhending dragist meira en
þetta, jafnvel fram yfir áramót,“ sagði
Hallgrímur. „Öll vinna Kínverjanna
er til fyrirmyndar og stefnir í að við
séum að fá góð skip sem er aðal-
atriðið."
Framhaldsskólinn settur í næstu viku
Færri nemendur en áður
Framhaldsskólinn verður settur á
fimmtudag í næstu viku, þann 24.
ágúst og kennsla hefst svo á
föstudag.
Þó að skólastarf almennt hefjist
ekki fyrr en um mánaðamót, byrja
framhaldsskólamir flestir nokkm fyrr
til að haustönn og vorönn verði
nokkum veginn jafnlangar.
Baldvin Kristjánsson, aðstoðar-
skólameistari, segir að um 240
nemendur séu skráðir á haustönn og er
það nokkm færra en undanfarin ár.
Tveir af fastráðnum kennumm hafa
hætt störfum, Þær Elín Jacobsen og
Guðfinna Steinarsdóttir. Ekki hafa
verið fastráðnir kennarar í þeirra stað
en stundakennurum fjölgar. Þá er
Björgvin Eyjólfsson, íþróttakennari, í
ársleyfi og mun Erlingur Richardsson
taka við starfi hans.
Enn eykst áhugi á Herjólfi
Samkvæmt staðfestum upplýsingum frá Vegagerðinni
hafa fimm aðilar sótt útboðsgögn til Vegagerðarinnar
vegna fyrirhugaðs útboðs á ferjusiglingum Herjólfs
milli Vestmannaeyja og Þorklákshafnar.
I síðustu viku höfðu fjórir aðilar orðið sér úti um
útboðsgögnin, en nú hefur enn einn áhugasamur bæst í
hópinn. „Þó svo að áhugasömum fjölgi er þó ekki
sjálfgefið að allir þeir aðilar hafi í hyggju að bjóða í
verkið,“ sagði heimildarmaður hjá Vegagerðinni.
Tilboðum í verkið á að vera búið að skila fyrir 11.
september nk.
Atvinna
Hresst afgreiðslufólk vantar í vinsælt bakarí á
höfuðborgarsvæðinu. Mjög skemmtilegt
vinnuumhverfi. Áhugasamir hafi samband í s.
533 3000
eða 866 6052 Sigga
EYJAR 2010 14. OKTÓBER
Smáar
Tapað
Grár anorakkur var tekinn við
Skýlið við Friðarhöfn á þriðju-
dagskvöldið. Um er að ræða gráan
Ozonjakka. Skilist á Fréttir.
íbúðir til leigu
Til leigu er tveggja herbergja íbúð,
laus 10. sept.
Uppl.ís. 481-1113 og 481-2134
Til leigu er tveggja herbergja íbúð.
Upplýsingar í síma 896-6414
ern.
í 15. untferð mætast KR og Fylkir
á KR-velli. Óneitanlega væri
jafntefli í þeint leik einkar hagstæð
úrslit fyrir ÍBV. KR á svo heirna-
leik gegn ÍBV og útileiki gegn
Grindavík og Stjömunni.
Fylkir á eftir úúleiki gegn KR og
Grindavík og heintaleiki gegn
Keflavík og Skagamönnum.
Óneitanlega vekja innbyrðis leikir
þessara þriggja liða hvað mesta
athygli en þó má segja að hver leik-
ur þessara liða, og reyndar þeirra
fimm sem eru efst í deildinni, geti
ráðið endanlegri röð liðanna.
Birkir ekki í
byrjunarliðinu
Það vakti nokkra aútygli að Birkir
Krisúnsson var ekki í byrjunarliði
Islands í landsleiknum gegn Svíuni
ígærkvöldi. Ámi Gautur Arason,
markvörður Rosenborg, stóð milli
stanganna. Atli Eðvaldsson, lands-
Iiðsþjálfari sagði, á íþróttavef Mbl.,
að þessi leikur væri liður í undir-
búningi fyrir heimsmeistaramótið
og hann stefndi að því að skipta
markvarðarstöðunni bróðurlega
rnilli þeirra tveggja. Birkir hefði
leikið tvo og hálfan landsleik en
Ámi einn og hálfan og eftir þennan
leik væri jafnræði nteð þeim.
Hjálmurinn bjargaði
Bókuð voru 11 atriði vegna um-
ferðar í vikunni. Þar á meðal var
einn kærður fyrir hraðakstur á göt-
unt bæjarins. Þá var ekið á dreng á
hjóli en hann slapp án teljandi
meiðsla. Var hann með hjálnt á
höfði og hefur það sjálfsagt bjargað
einhveiju.
FRETTIR
i
Úlgefandi: Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Ritstjóri: Ómar Garðarsson. Blaðamenn: Benedikt Gestsson & Sigurgeir
Jónsson. íþróttir: Júlíus Ingason. Ábyrgðarmenn: Ómar Garðarsson & Gisli Valtýsson.
Prentvinna: Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Aðsetur ritstjórnar: Strandvegi 47II. hæð. Sími: 481-3310. Myndriti: 481-
1293. Netfang/rafpóstur: frettir@eyjar.is. Veffang: http//www.eyjafrettir.is
FRÉTTIR koma út alla fimmtudaga. Blaðið er selt í áskrift og einnig í lausasölu í Turninum, Kletti, Veítingaskálnum
Friðarhöfn, Tvistinum, Toppnum, Kránni, Vöruval, Herjólfi, Flughafnarversluninni, Tanganum, Söluskálanum Friðarhöfn. FRETTIR eru prentaðar í 2000 eintökum.
FRÉTTIR eru aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Eftirprentun, hljóðritun, notkun Ijósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið.