Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 17.08.2000, Blaðsíða 8

Fréttir - Eyjafréttir - 17.08.2000, Blaðsíða 8
8 Fréttir Fimmtudagur 17. ágúst 2000 Pysjuþjófurinn kviki Tökum þet ikmyndaður í Eyjum - FRÁ upptökum á Pysjuþjófnum á Vestmannabrautinni á mánudagskvöldið. Sveinn Magnús lengst til hægri leggur á ráðin með sínu fólki. Ekki draumurinn að verða leikari Ingvar Örn sagði að systir sín hefði séð auglýst eftir leikurum í Fréttum og hann ákveðið að prófa og fengið hlutverkið. Hann sagðist aldrei hafa leikið áður. „Mér hefur samt gengið vel og líst vel á myndina, en hvort ég verð nokkuð frægur eftir þetta veit ég ekki.“ Langar þig til þess að verða leikari þegarþú verður stór? „Það er nú ekki draumurinn, en samt er aldrei að vita.“ Hvemig líst þér á þennan strák sem þú leikur? „Bara ágætlega. Hann er þó frekar fátækur og rænir pysjum frá Önnu og Braga og gerir margt af sér. En hann er samt ágætis strákur." Lið kvikmyndatökumanna frá Plúsfilm hefur verið við tökur á barnamyndinni „Pysjuþjófurinn" í Vestmannaeyjum undanfarna daga. Myndin er samstarfsverk- efni 17 Evrópulanda, verður ein mynd gerð í hverju landi og síðan sýndar í sjónvarpi í öllum löndunum. Leikstjóri og framleiðandi myndarinnar er Sveinn M. Sveinsson hjá Plúsfilm og stóð hann í stórræðum uppi á Stakkó síðastliðinn mánudag ásamt tökuliðinu og fjölda krakka sem leika í myndinni. En aðrir í áhöfn Plúsfilm eru Bergsteinn Besti Björgvinsson tökumaður, Jón Kjartansson hljóðmaður, Erlendur Bl. Cassata kranastjóri, tækja- og kyntröll og síðast en ekki síst frændi Hjördísar, Alfreð Skúta Böðvarsson, Ijósamaður og Jóna Sigríður Guðmundsdóttir sem hefur umsjón með búningum og lcikmunum auk þess að lcika mömmuna af miklum skörungskap. I stórum dráttum gcngur sagan út á að cfnt er til mikillar keppni meðal krakka í Eyjum um hver þeirra getur fundið flestar pysur og sleppt á haf út. Vegleg verðlaun eru í boði, en verðlaununum er haldið leyndum til þess að auka á spcnnuna meðal krakkanna. En eins og oft vill verða þegar keppnin stendur sem hæst ætla sumir að redda sér pysjum með óheiðarlegum hætti, svo upp spinnst óvænt atburðarrás. Það eru þrjú aðalhlutverk í myndinni og með þau fara Ingvar Örn Bergsson sem leikur Axel pysjuþjóf, írena Dís Jóhannesdóttir sem leikur Önnu og Hjálmar Viðarsson sem leikur Braga en þau eru meintir þolendur pysjuþjófsins. Blaðamaður fylgdist með upptökum í vikunni og spjallaði stuttlega við aðalleikarana og leikst jórann. Sveinn stendur ábúðurfullur í brekku með gjallarhorn og reynir að ná athygli kvikra að ekki sé minna sagt lcikaranna. Hann útskýrir fyrir þeim hvernig atriðið er útfært sem á að fara að skjóta, þegar ró er komin á hópinn. Atriðið snýst um þegar bæjarstjórinn er að segja krökkunum frá keppninni. Svo biður leikstjórinn um þögn þegar allir eru klárir á hlutverkum sínum og upptuka hefst. „Tökum þetta aftur,“ segir hann svo, þolinmæðin uppmáluð, og farið er yfir atriðið á ný. Svona líður dagurinn í stórum dráttum með pælingum um sjónarhorn staðsetningar og svo framvegis. Það er komið fram á kvöld þegar næst í leikstjórann við hús uppi á Vestmannabraut þar sem verið er að „skjóta“ pysjuþjófnaðinn. Sveinn segir að tökur hafi gengið vel þennan dag, enda séu krakkarnir mjög þolinmóðir. „Þetta hefur gengið eins og í sögu, veðrið eins og best verður á kosið og engin vandamál komið upp. Eyjamenn hafa tekið mjög vel á móti okkur og allir tilbúnir að greiða götu okkar eftir bestu getu.“ Sveinn sagði að tökur hefðu gengið samkvæmt áætlun. „Við erum búnir að vera í Eyjum síðan á miðvikudaginn í síðustu viku og um helgina bættust fleiri við. Við gerum ráð fyrir að upptökum Ijúki í kvöld, en þær hafa gengið mjög vel og vil ég nota tækifærið til þess að þakka Vestmannaeyingum fyrir frábærar móttökur. Þessi tími hefur verið góður tími að ekki sé minna sagt,“ sagði Sveinn og var rokinn í næstu töku. Stundum pirrandi að endurtka tökurnar Irena Dís lcikur Önnu og ég spyr hana hvort hún sé að leika í fyrsta skipti? , Já, og finnst það mjög gaman.“ Hvemig stelpa er Anna? „Anna er systir Braga, en þau taka þátt í keppni um að ná flestum lunda- pysjum. Síðan kemur steluþjófur og stelur pysjunum þeirra, en hann hafði komist að því hver verðlaunin voru, og langar mikið í þau.“ Ætlar þú að verða leikkona þegarþú verður stór? „Ég veit það ekki, en þetta er æðis- lega gaman, þó að það sé pirrandi að þurfa stundum að gera aftur og aftur.“ Hlakkarðu ekki til að sjá myndina, þegar hún er búin ? Jú.“ Heldurðu að þú eigir kannski ejiir að verða frœg leikkona? „Nei, það held ég ekki.“ Mæðgin leika saman Jóna Sigríður Guðmundsdóttir leikur mömmuna í myndinni, en auk þess sér hún um leikmuni og búninga. Hún sagði að hún hefði farið með syni sínum í prufutöku og þá vantaði móður og fannst hún tilvalin í móður- hlutverkið. „Nú, og sonur minn Hjálmar fékk líka eitt af þremur aðalhlutverkunum. „Ég lék einu sinni á sviðinu hjá Leikfélagi Vest- mannaeyja, en þá var verið að sýna Saumastofuna eftir Ragnar Kjartans- son og var í einu aðalhlutverkinu þar. Ég hef hins vegar aldri spreytt mig fyrir framan kvikmyndatökuvél, það er alveg nýtt fyrir mig.“ Hvernig finnst þér að vinna við kvikmyndagerð ? „Það er mjög gaman og á örugglega eftir að verða miklu skemmtilegra og mikil vinna framundan. Ég sé líka um búningana og að allt sé til staðar sem vera á í leikmyndinni hverju sinni.“ Hefurðu áhuga á því að leggja kvikmyndaleik fyrirþig? „Nei, það held ég ekki, en það er gaman að prófa þetta og allir sem standa að þessu em frábærir." Nú leikur sonur þinn í myndinni, er Itann dálítið efnilegur? „Já, já, og kom mér ekkert á óvart að hann var valinn.“ I þeim töluðu orðum kemur Hjálmar dl Jónu og ég spyr hvort hann hafi leikið í kvikmynd áður. „Nei, en mér finnst þetta mjög gaman. Ég leik strák sem heitir Bragi, en hann á systur sem heitir írena. Pysjuþjófurinn stelur svo pysjum frá þeim eina nóttina.“ Hvernig strákur er Bragi, er hann einhver töffari? „Nei hann er bara venjulegur strákur á hjóli.“ En hann er duglegur að bjarga pysjum, eða Itvað? „Jú stundum, en ég sjálfur búinn að ná svona hundrað pysjum. En mesta sem ég hef fundið af pysjum var einu sinni með Óla frænda mínum, en hann er á bíl og við fundum 103 pysjur á einu kvöldi. Við vomm sko með allri hljómsveitinni hans.“ JONA Sigríður og Hjálmar leika saman í Pysjuþjófinum. AÐALLEIKARARNIR, f.v. írena Dís Jóhannesdóttir, Ingvar Örn Bergsson og Hjálmar Viðarsson eiga eftir að koma fyrir sjónir sjónvarpshorfenda í a.m.k. 17 Evrópulöndum.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.