Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 17.08.2000, Blaðsíða 14

Fréttir - Eyjafréttir - 17.08.2000, Blaðsíða 14
14 Fréttir Fimmtudagur 17. ágúst 2000 Pysjuvertíðin stendur sem hæst Lundapysjurnar fóru að láta sjá sig fyrir þjóðhátíð, í litlum mæli þó, en í síðustu viku fóru þær að láta sjá sig svo um munaði. Samfara því hefur börnum í þessum bráðnauðsynlegu björgunarstörfum f jölgað til muna. Má sjá þau skjótast á milli húsa og hópast niður á bryggjur þar sem er að finna helstu veiðistaðina. Krakkarnir eru að allt fram á morgun og daginn eftir þarf að sleppa og þá eru helstu staðirnir Eiðið, Skansfjaran, Hamarinn og Höfðavíkin. Fréttir kíktu við í Höfðavíkinni á sunnudaginn þar sem fjöldi barna og fullorðinna var mættur til að sleppa pysjunum. Einn bætti um betur því hann mætti með fullorðinn lunda sem hann hafði fundið og fangaði í bænum nóttina áður. ÞAÐ þarf lagni til að halda á pysjunum því þær berjast um af miklum krafti og reyna að beita goggnum eftir mætti. Þess vegna flnnst sumum vissara að vera með vettlinga. ÞAÐ er vissara að vera með góða vettlinga á höndum þegar maður er með fullorðinn lunda í höndunum. Hallgrímur Helgi fann fullorðinn lunda í bænum á aðfaranótt sunnudags. Lundinn var frískur að sjá en þrátt fyrir það gekk vel að handsama hann og fljótur var hann að taka flugið þegar honum var sleppt. FYRSTA lundapysjaní ár? Systkinin Erna, Sindri og Hlynur Georgsbörn fundu þessa pysju á flmmtudeginum fyrir þjóðhátíð og ekki annað að sjá en að hún væri orðin fullburða pysja. Krakkarnir fundu hana á Hásteinsveginum og gæti hún verið sú fyrsta sem kemur í bæinn á árinu.. Um mánaðamótin júlí ágúst hittust sex afkomendur Bjarneyjar Ragnheiðar Jónsdóttur heima hjá Hólmfríði Sigurðardóttur. Þær eru fjórar kynslóðir systra og allar í kvenlegg Sitjandi frv. Systurnar Jóna Jóhanna Jónsdóttir, 92 ára, fædd í Vestmannaeyjum og Bjarney Ragnheiður Jónsdóttir, 94 ára, fædd í Kanada, móðir Gerðar og Hólmfríðar. Standandi fr v. systurnar Linda Kristín Ragnarsdóttir dóttir Hólmfríðar og Ragnars og Ragnheiður Anna Georgsdóttir, dóttir Hólmfríðar. Tanja Björk Ómarsdóttir, dóttir Lindu og Omars Birkissonar. Þá systurnar Hólmfríður Sigurðardóttir og Gerður Guðríður Sigurðardóttir, og Rakel Ýr Ómarsdóttir, dóttir Lindu og Ómars Birkissonar. ÞEGAR pysjunum hefur verið sleppt er ýmislegt hægt að gera í fjörunni og er gamla spilið alltaf vinsælt.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.