Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 17.08.2000, Blaðsíða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 17.08.2000, Blaðsíða 4
4 Fréttir Fimmtudagur 17. ágúst2000 Bókvitið 'askana Hamskipti og fábreytt fjóslíf Síðasti bókaunnandi, Sigurður Georgsson skoraði á Eyjólf Guð- jónsson að taka við af sér sem bóka- unnda vikunnar. Eitthvað virðist Sigurður hafa farið í geitarhús að leita ullar, því að Eyjólfur þessi virðist hafa gufað upp af eyjunni og ekki spurst af honum tangur né tötur síðan. Er það grunur bókamanna að téður Eyjólfur hafi tekið sér Vegahandbókina í hönd og haldið á vit þjóðveganna að upp- lifa þar nokkuð þau undur og stór- merki sem utan Eyja kunna að leynast. Það er því kannski ekki Ur vegi að Vegahandbókin fái að njóta síns réttmæta sess. En þar sem Eyjólfur mun hafa tekið hana með sér verður kynning á efni bókarinnar að bíða betri tíma og áhugasömum vísað á bókasafnið, en þar má iðulega finna margt fágætra bóka. Annars er nú svo með allar bækur, ef grannt er skoðað að þær eru oft nokkurs konar vegahandbækur um þá óljósu stigu sem fólk þræðir á sínum lífsvegi. Það vill segja nokkurs konar lífsvegahandbækur, sumar hveijar má taka sér til nokkurrar eftirbreytni og lærajafnvel eitthvað af á meðan aðrar segja mest lítið og stundum ekki neitt, jafnvel að þær ali á heimsku og fávísi af ýmsu tagi. Allt um það verða slíkar bækur ekki taldar upp hér, en rétt að benda á að menn gæti sín í Bókakötturinn er bókaunnandi vikunnar lestrinum, hvaða nafn bækur annars kunna að bera. Hér verður þó tilnefnd ein bók sem um leið er ævisaga kattar nokkurs af fjósakyni og er ekki verri fyrir það, hvorki bókin né kötturinn. Bókin heitir „Betrunarvist meðal heiðingj- anna - Saga af ónafngreindum ketti.“ Bókin er skrifuð af ketti um kött og er því öðrum þræði sjálfsævisaga og gaman að fylgjast með þeim hamskiptum sem kötturinn tekur frá mannheimum yfir í fábreytilegt fjóslífið í kattartilvistinnni. Margir lærðir menn hafa lagt og reyndar fundið út djúpar meiningar og harð- vítugan svartan húmor í sögunni, þar sem engu er eirt, hvorki helgum né heiðingjum. Bókin hefur því þótt skólabókardæmi um þá tvíhyggju sem felst í svart/hvítum skoðana- skiptum manna, sem að lokum leiðir til exístensíalískrar nauðhyggju, sem svo endar í þráhyggju og meðferð hjá sálfræðingum. Stendur því lesandi eftir nokkuð illa ringlaður og veit vart hvort kötturinn var að leika sér að músinni eða músin að kettinum. Þess ber að geta að bók þessa er mjög erfitt að nálgast og hefur hún aðallega gengið í vafasömum ljósritum og skuggalegum eftirprentunum neðan- jarðar, þó mun eitt eintak vera til á þjóðskjalasafninu, en það er hvorki til útláns né lestrar. Að lokum þakkar Bókakötturinn fyrir sig og skorar á Jón Helga Erlendsson sérfræðing Frétta í konum að mæta til leiks í næsta þátt og segja vonandi frá hald- góðum bókum um leyndardóma kvenna. Erfitt að stjórna mörgum börnum og pysjum Þessa dagana standa yfir tökur á J* , kvikmyndinni Pysjuþjófnum. Þar sem b leikstjóri og framleiðandi myndarinnar á ræturað rekja til Eyja og á sterkar taugar hingað, þótti við hæfi að gera hann að Eyjamanni vikunnar. Fullt nafn? Sveinn Magnús Sveinsson. Fæðingardagur og ár? 15. október 1953. Fæðingarstaður? Reykjavík. Fjölskylduhagir? Maki er Auður Elísabet Guðmundsdóttir. Við eigum þrjár dætur auk þess sem ég á son frá fyrri tíð. Menntun og starf? Menntaður í kvikmyndagerð í Kaliforníu og lærði einnig markaðsfræði þar. Hef rekið Plús Film frá 1986. Laun? Misjöfn. Bifreið? Land Cruiser 92. Helsti galli? Ætla mér stundum um of. Helsti kostur? Ég held ég sé sæmilegur í mannlegum sam- skiptum. Hef reynt að varðveita barnið í mér. Uppáhaldsmatur? íslenskt lamb. Versti matur? Hákarl. Uppáhaldsdrykkur? íslenskt vatn þessa stundina. Uppáhaldstónlist? íslenskt rokk. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir? Eiga góða stund með konunni og prinsessunum. Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir? Standa íbílaviðgerðum og garðvinnu. Hvað myndirðu gera efþú ynnir milljón í happdrætti? Fara með fjölskylduna til Afríku á vit villi- dýranna. Uppáhaldsstjórnmálamaður? Enginn. Uppáhaldsíþróttamaður? Ætli maður verði ekki að segja Siggi, litli bróðir. Ertu meðlimur í einhverjum félagsskap? Það gefst lítill tími til slíks. Ogþó,éger Þróttari og í félagsskap sem heitir Þrettán þreyttir Þróttarar. Uppáhaldssjónvarpsefni? Vel gerðar heimilda- myndir um fólk og mannlíf. Uppáhaldsbók? Þær eru margar á náttborðinu en lítið um lestur. Hvað metur þú mest í fari annarra? Jákvæðni og þegar menn eru tilbúnir að finna lausnir á vanda- málum. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Mér leiðist blaðamenn sem vekja mig árla morguns til að svara misviturlegum spurningum. Fallegasti staður sem þú hefur komið á? Jökulgil á Landmannaafrétti. Og Vestmannaeyjar. Hvernig tengist þú Vestmannaeyjum? Langafi minn, Sveinn Jónsson, var búsettur í Eyjum. Hann átti m.a. Júlíönu, Ársæl og Svein, afa minn. Ég er náskyldur Sælunum. Hvernig ganga tökurnar? Þær hafa gengið vel. Þó er stundum erfitt að stjórna mörgum börnum og pysjum. Nóg afpysjum? Já, þó lentum við í vandræðum á þriðjudagskvöld þegar við gleymdum okkur í gleðinni við að sleppa pysjum og urðum uppiskroppa með þær. Er gott að gera kvikmyndir í Vestmannaeyjum? Já, hér eru si/o margir fallegir staðir sem njóta sín íkvikmynd. Hvenær fáum við að sjá afraksturinn ísjónvarpinu? Ég á að vera búinn að skiia af mér í lok október. Þá verður heilmikil hátíð úti þar sem allar 17 myndirnar verða sýndar. Svo er það dag- skrárstjóri sjónvarpsins sem ræður því hvenær myndin verðursýnd og ég veit ekki hvort það verður fyrir eða eftiráramót. Eitthvað að lokum? Égvilþakka foreldrum, börnum og pysjum fyrir jákvæð viðbrögð og að hafa ekki látið okkur fara í taugarnar á sér. Ég vona bara að ég geti staðið upprétturað myndinni lokinni. Nýfæddir ?cr Vestmannaeyingar Þann 6. ágúst eignuðust Jórunn Lilja Jónasdóttir og Helgi Sævar Hreinsson son. Hann vó 14 merkur og var 55 cm að lengd. Á myndinni með honum er fjölskylduvinur, Grétar Þór Þórsson. Ljósmóðir var Valgerður Ólafsdóttir. Orðspor__________________________________ /► - Það gerast mörg ævintýri í kringum þjóðhátíð og sum skondin. Af nýliðinni hátíð segir af hjónum einum sem búið hafa sér huggulegt heimili í austurbænum hér á eyjunni. Þau komu sum sé heim til sín kvöld eitt og var þá nokkuð brugðið, því íbúðin var full af viðlegubúnaði af ýmsu tagi, sem þau vissu ekki til að ætti að vera þar. Þau finna enga skýringu á þessu og láta þar við sitja. Líður svo að nóttu. Er þá bankað á dyr hjá hjónum þessum og úti standa peyjar nokkrir og koma nokkrar vöflur á þá þegar þeir kannast ekki við þann er upp lauk dyrunum. Spyrja þó hvort Óli og Svala eigi ekki heima þar. Húsráðandi kannaðist ekki við það. Kom þá í Ijós að peyjar þessir höfðu farið húsavilt, þegar þeir hentu inn farangri sínunn fyrr um daginn. Leystist það mál allt farsællega og peyjarnir fengu sinn viðlegubúnað. Líður svo allt með ágætum þar til daginn eftir að aftur er bankað hjá sæmdar- hjónum vorum. Eru þar peyjarnir aftur mættir og nokkuð spyrjandi á svip, en bera þó upp erindið: „Við gleymdum víst túnfisksalati í ísskápnum hjá þér.“ Ekki fer þó sögum af því í hvaða maga salatið lenti. - Það styttist í að áhugasamir um ferjurekstur skili inn tilboðum í rekstur þjónustuæðarinnar Herjólfs. Eitt og annað er spjallað í því sambandi og heyrist nú að þeir sem reka Breiðarfjarðarferjuna Baldur hugsi sér gott til glóðarinnar að færa út kvíarnar, með því að bjóða i rekstur Herjólfs. Eins og alkunna er hefur mikil uppbygging verið hjá þeim Baldursmönnum, þar sem þeir dóla með túrista milli skerja og þúfna um Breiðafjörðinn. Sjá þeir mikil sóknarfæri fyrir sambærilega notkun á Herjólfi á milli úteyja. - Og enn af útboðs og ferjumálum, því fréttir herma (reyndar óstaðfestar) að þeir sem reka Baldur og Hríseyjarferjuna (mjólkurflutningabátinn) séu í samrunahug- leiðingum og hyggist bjóða sameiginlega í rekstur Herjólfs. Hefur jafnvel heyrst að að þeir séu komnir í viðræður við erlend ferjufyrirtæki og hljómar þar Stena-Line oftar en önnur stórveldi sem stunda slíkan rekstur. Þykja möguleikar þeirra mjög vænlegir þar sem fyrirliggjandi er vínveitingaleyfi hjá Stena-Line, sem uppfyllir staðla Evrópusambandsins, en eins og alkunna er hefur vínveitingaleyfi, sem Herjólfsmenn hafa sótt um, týnst af ókunnum orsökum. Telja menn að „lobbíistar" í Brussel hafi togað í ýmsa vínveitingaspotta til þess að minnka líkur Herjólfsmanna á að halda áfram rekstri Herjólfs. - Miklar framkvæmdir hafa verið við Strandveginn nú í vikunni, nánar tiltekið fyrir framan kaupfélagið á steinsteyptum kanti sem skilurað bílastæði Kaupfélagsins og Strandveginn. Hafa verktakar unnið að því að koma þar upp mikilli fánaborg, trúlega til að flagga kaupfélagsfánunum á hátíðarstundum. Þykir mörgum þetta nokkur undur og staðsetningin fáránleg. Fyrir utan þá slysahættu sem ýmsir sjá að þessi framkvæmd bjóði heim, þá heyrist kurr meðal starfsmanna Frétta, sem benda á að af þessu sé hin mesta sjónmengun. Hafa þeir haft hina dásamlegustu útsýn til Heimakletts af bekkjum sínum, en talið er að sú sýn hafi verið mjög leiðbeinandi fyrir þá málsvörn og skjól sem hin eina sanna eyjahugsun á í blaðinu. Til að bæta gráu ofan á svart hugsa nú margirtil þess með nokkrum ugg að þegar kaupfélagsfánarnir fari að blakta við hún fyrir utan glugga Frétta muni það hugsanlega raska meintri rótgróinni pólitískri sannfæringu starfsmanna blaðsins. Mun stjórnarformaður blaðsins því nú leita að námskeiðum fyrir starfsmennina, hvar efla mætti mótstöðuna við hugsanlegri rangpólitískri ertingu, sem stafa kynni affánunum. Á döfiimi 4* 7 7. til 24. ágúst Tilboðsvika í Brímnesi, líka í hádeginu 19. ágúst Áríegt sumargríll ÁTVR í Heiðmörk. Grill og gleði út í eittmeð allri fjölskyldunni 7 9. ágúst Golfmót Eyverja haldið á golfvellinum í Eyjum kl. 13 7 9. ágúst Stöðvamótið í golfi hefst kl. 09.00

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.