Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 17.08.2000, Blaðsíða 13

Fréttir - Eyjafréttir - 17.08.2000, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 17. ágúst 2000 Fréttir 13 W. Michael Joseph Weldone frá Indlandi heimsækir ísland: Mynd í Fréttum flýtti fyrir vegabréfsáritun -og sparaði honum fjögurra daga lestarferð til og frá Bombay Fyrir skömmu var staddur hér á landi W. Michael Joseph Weldone frá Madras á Indlandi og í ferðinni heimsótti hann Vestmannaeyjar. Hér á landi var hann á vegum íslensku Húmanistahreyfingarinnar og í fylgd Sigrúnar Þorsteinsdóttur sem starfar hjá Samtökunum. Sigrún var á ferð á Indlandi sl. vetur og sagði hún frá þeirri reynslu sinni í Fréttum. Þar birtist m.a. mynd af Michael sem átti eftir að auðvelda honum að komast til Islands. Michael, sem er 33 ára, hefur í nokkur ár starfað að málefnum stétt- leysingja sem búa við verstu kjörin á Indlandi. Þegar Húmanisthreyfingin íslenska hugði á landvinninga á Indlandi setti hún sig í samband við hreyfinguna sem Michael starfar íyrir. Sjálfur tilheyrir hann miðstétt, er kvæntur og á tvö böm. Konan heitir Rossalin og bömin Paul Weldone og Catrin Veronica. „Ég og fjölskylda mín emm ágætlega sett,“ segir Michael. „Ég vinn við læknisfræði- legar rannsóknir, við eigum okkar eigið hús og ég get menntað bömin mín. Við lifum venjulegu lífi, eigum reyndar ekki bfi, en við emm með síma og eigum sjónvarp og tölvu.“ MICHAEL og Sigrún með cintak af blaðinu góða sem kom til hjálpar þegar skrifræðið á Indlandi ætlaði að lcggja stein í götu hans. Allur frítími í lflcnarstörf Þegar vinnudegi lýkur hjá Michael taka við störf fyrir stéttleysingjana. „Ég vinn við líknarstörf öll kvöld og helgar og ég er svo heppinn að eiga góða fjölskyldu sem skilur mig og styður í störfum mínum lyrir aðra.“ Væri þessum tíma ekki betur varið í að vera með fjölskyldunni eða afla henni tekna? „Ég er mjög sáttur við það sem ég er að gera og með mína stöðu. Sé ég ekki ástæðu til að eignast meira og lífið snýst bara um peninga. „Ég var 19 ára þegar ég byrjaði hjálparstarfið og sé árangur með hverju árinu sem líður." Hreyfingunni hefur vaxið fiskur um hrygg og Michael segir að eftir því sem fleiri komi til liðs við hann og hans fólk sé hægt að hjálpa fleirum. „Þegar fólk sér framfarir hjá okkur ganga fleiri í hreyfinguna. Ef við hugsum þetta eins og afkomulínu hjá venjulegu fyrirtæki þá hefur hún verið upp á við frá byrjun. Við byrjuðum á að taka að okkur 12 eða 13 munaðar- laus böm stéttleysingja en í dag em þau 280. Eftir að við hófum samstarf við Islensku Húmanistahreyfinguna hafa hjólin farið að snúast fýrir alvöru og stefnum við á að 1000 böm verði í okkar umsjá áður en árið er á enda.“ Bömin em oftast tekin af götunni, þeim komið á bamaheimili þar sem þau fá húsaskjól og mat og menntun. Þá er einnig reynt að aðstoða tjöl- skyldur stéttleysingja, sem em án allra réttinda í indversku samfélagi, til koma undir sig fótunum. Þarf oft ekki háa upphæð til að fjölskyldur nái að koma undir sig fótunum og bömin eigi möguleika á menntun. Kemst í kynni við íslendinga Michael hafði haft spumir af ís- lenskum ferðamönnum á ferð í Madras en það var ekki fyrr en fyrir tæpum tveimur ámm að hann komst fyrst í tæri við fólk frá þessari fjarlægu eyju í norðri. „Þá hitti ég Guðnýju Guðmundsdóttur og Gunnar Kvaran og seinna hitti ég Kjartan Jónsson frá Húmanistahreyfingunni. Það var faðir Martin sem kynnti okkur en hann hafði fylgst með því sem við vomm að gera,“ segir Michael en þess má geta að faðir Martin er sá sem tók við 30 milljónum frá íslensku þjóðinni fyrr í sumar. íslenska þjóðkirkjan hafði Starfsfólk óskast Stafsfólk óskast á vaktir og í aukavinnu. Reyklaus vinnustaður. Uppl. á staðnum. /\ FLUGFELAGISLANDS Sumaráætlun gildir til 1. október Fjórar ferðir á dag Bókanir og upplýsingar um flug í s. 481 3300 www.flugfelag.is forgöngu um söfnun peninganna sem á að verja til aðstoðar stéttleysingjum. „Kjartan vildi komast í samband við fólk sam væri félagslega sinnað og benti faðir Martin honum á okkur. Upp úr því stofnuðum við Húmanista- hreyfingu á mínum heimaslóðum og nú kemur Kjartan til okkar á þriggja mánaða fresti til að aðstoða okkur. Sigrún kom svo út í janúar og var hennar hlutverk að ná til kvenna og fá þær til liðs við okkur. Náði Sigrún góðum árangri." íslandsferðin Allt varð þetta til þess að Michael ákvað að fara til íslands en það ætlaði ekki að ganga þrautalausl. „Ég byrjaði á að setja mig í samband við íslenska ræðismanninn í Madras og sfðan það ítalska því ég varð að fara í gegnum Italíu á leið minni til Islands. Ég segi ekki að ég hafi komið að lokuðum dyrum en skrifræðið er mikið og úrskurðurinn varð sá að ég yrði að fara 1400 km leið til Bombay til að fá vegbréfsáritanir. Mér leist illa á það því þetta er tveggja sólarhringa ferð hvora leið í lest auk þess sem miklar rigningar á þessum tíma hefðu gert mér erfitt íyrir.“ Það vildi svo til að Michael var með eintak af Fréttum þar sem Sigrún sagði frá ferð sinni til Indlands og þar var m.a. að finna mynd af Michael. „Ég sýndi þeim blaðið og það liðu ekki nema 30 mínútur þangað til ég var kominn með vegabréfsáritun til Islands. Það sama gerðist á ítölsku ræðismannsskrifstofunni og hingað er ég kominn, þökk sé Fréttum." Michael dvaldi hér á landi í lok júlí og kom í heimsókn til Vestmannaeyja með Sigrúnu. Honum fannst mikið til Islands og Islendinga koma en ekki leist fólkinu heima á ferðina til landsins kalda. „Nafnið bendir á ís og fólk efaðist um að ég þyldi kuldann," sagði hann en ekki sá hann ástæðu til að kvarta yfir veðrinu. „Móttökumar hafa verið frábærar og hvar sem ég hef komið er maður eins og einn af fjölskyldunni. „Það er margt að sjá hér á landi. Ég hef séð hveri, komið í Bláa lónið og Vestmannaeyjar eru fallegasti staður sem ég hef séð. Þær eru eitt- hvað svo áþreifanlega enn í mótun. Fólk býr hér við góð skilyrði og t.d. er umferðin miklu agaðri en ég á að venjast. Það er allt svo hreint og miklu tilkomumeira en ég hafði séð á mynd- um frá íslandi," sagði Michael að lokum. MYNDIN góða. Á mynd- inni, sem birtist í Fréttum, er Michael með einum af skjólstæðingum sínum. Eyjar 2010

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.