Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 17.08.2000, Blaðsíða 10

Fréttir - Eyjafréttir - 17.08.2000, Blaðsíða 10
10 Fréttir Fimmtudagur 17. ágúst2000 Samkeppnin hverfur ekki -þó við höfum sameinað Þór og Tý undir nafni ÍBV-íþróttafélags, segir Þór I. Vilhjólmsson formaður félagsins. Sjólfur vill hann hætta en hann segir erfitt að fó fólk til starfa í forystunni Þór Vilhjálmsson formaður ÍBV-íþróttafélags hefur gegnt mörgum trúnaðar- störfum hjá íþrótta- hreyfingunni í Vest- mannaeyjum. Hann varð formaður Þórs 1985 og gegndi því starfi í níu ár. Eftir sameiningu Þórs og Týs í ÍBV- íþróttafélag árið 1997 var hann kosinn formaður sameinaðra félaga Hann settist fyrst í stjóm Þórs árið 1962 og var þar í tvö ár, en auk þess að sinna málefnum Þórs á þessum árum var hann til sjós. Árið 1984 varð Þór formaður þjóðhátíðamefndar og framkvæmdastjóri hennar 1986. Sem ungur maður lék Þór einnig knattspyrnu með Þór og síðar ÍBV. Einnig var Þór í knattspymuráði IBV. „Eg var mjög virkur Þórari gegnum tíðina,“ segir Þór. Sameining Þórs og Týs Þór segir að upphaf sameiningarhug- mynda Týs og Þórs í eitt félag megi rekja til bágrar fjárhagstöðu beggja félaga. „Þegar ég hætti sem formaður Þórs tók ég mér frí í eitt ár en settist svo í stjórn Þórs sem meðstjómandi. Þessar sameiningarhugmyndir höfðu verið lengi í umræðunni, en ekki verið vilji til að stíga skrefið til fulls. Ég minnist þess að við fengum Stefán Konráðsson til að eiga fund með stjómum beggja félaga. Hann skrifaði greinargerð þar sem hann sýndi fram á kosti og galla sameiningar. Síðan gerðist það að stofnuð var skilanefnd eldri jaxla hjá knattspymufélaginu Tý til að fara yfir fjármál Týs. Það var svo að fmmkvæði Dollýjar, konunnar minnar, sem þá var formaður ÍB V að menn fengust til að hittast á fundi hjá stjórn Þórs. í framhaldi af því er skipuð nefnd, sem ég átti sæti í af hálfu Þórs ásamt Birni Þorgrímssyni, til viðræðna við þá aðila sem tekið höfðu að sér að finna lausn á fjárhagsvanda Týs. Út úr þeim fundi náðist mjög góð vinna. Menn náðu mjög vel saman þá og skrefið var stigið til fulls.“ Erfið fjárhagsstaða ýtti undir sameiningu Þú talar um fjárhagsstöðu félaganna sem frekar bágborna. Var þjóðhátíðin og framkvæmd hennar inni í þessari sameiningarumræðu, því áður sáu félögin um þjóðhátíðina hvort sitt árið? „Það er bara fjármálaumhverfið hjá hreyfingunni yfir höfuð sem ýtir á þetta. Bæði félögin vom orðin skuld- sett. Þannig að það var fyrst og fremst horft til þess að félögin yrðu í betra fjárhagslegu umhverfi og öflugri sem eitl félag. Framkvæmd þjóðhátfðar er auðvitað inni í þessum viðræðum. Málið var að allar þær tekjur sem félögin væru að fá sitt í hvoru lagi myndi efla mjög eitt félag.“ Finnst þér að þetta hali skilað sér? „Auðvitað gerðum við okkur strax grein fyrir því að þetta yrði verkefni sem tæki nokkur ár að slípa. Það var ljóst að í báðum félögum var fólk sem unnið hafði vel og mikið fyrir félögin og hafði miklar tilfinningar til þeirra. Margt af þessu fólki var ekki sátt við þetta og hvarf af sviðinu. Þess vegna áætluðum við að gefa okkur fimm til sex ár þar til þessir hlutir væru búnir að jafna sig. Þegar þór og Týr vom sjálfstætt starfandi félög var um- hverfið í Eyjum dálítið sérstakt. Þá var bæði handbolti og fótbolti, en knattspymuráðið sjálfstæð eining og rekið sem slíkt. Við í Þór höfðum tekið að okkur rekstur handbolta karla og stutt þá. Það sem við vissum að yrði erfiðast, fyrir utan að Þórarar og Týrarar þyrflu að fá tíma til að átta sig á breyttu umhverfi, var að ná bæði knattspymuráði og handboltaráði til að koma inn í eitt félag. Þetta hefur oft verið mjög snúið, en mér finnst sér- staklega núna síðasta eina og hálfa árið að þetta sé að smella saman. Til marks um það er nú að verða til eitt unglingaráð sem fer með málefni knattspymu og handknattleiks. Við settum okkur það markmið að allt bókhald félagsins yrði fært á einum stað og rekið á einni skrifstofu og nú í sumar er aðalskrifstofa félagsins farin að sjá um bókhald knattspymunnar líka.“ Getum verið nokkuð sáttir með ijárhagsstöðuna Hvemig er þá fjárhagsstaða félagsins? „Meistaraflokkar handboltans og knattspymudeildimar em rekin undir sér kennitölu. Staða þeirra er þokka- leg. íþróttahreyfingin, eins og við sjáum víða um land á hins vegar alls staðar í erfileikum, vegna fjárskorts. Ég myndi segja að við í Eyjum getum verið mjög þokkalega sátt með stöðuna eins og hún er í dag. Það er ekki búið að setja reikningana endan- lega upp fyrir næsta aðalfund sem verður í lok mánaðarins. En við verðum lfklega með þetta í jámum og hugsanlega einhvem undirballans. En á þessu stigi get ég ekki fullyrt neitt um það.“ Þannig að sameiningin hefur ekki aukið skuldasöfnunina? „Nei, það er líka annar hlutur sem við verðum að hafa í huga. Þór og Týr vom komnir í þá stöðu að geta ekki greitt ferðakostnað fyrir sína þátttak- endur, en ÍB V-íþróttafélag hefiir greitt ferðakostnað fyrir alla í félaginu. Aðalstjóm greiðir til að mynda þjálfaralaun, nema hjá meistaraflokki, þannig að umhverfið er miklu betra. Um síðustu áramót var hins vegar tekin sú ákvörðun að borga með eingreiðslu ferðakostnað yngri flokk- anna, síðan er það mál hverrar deildar eða flokks hvaða ferðamáta hann kýs. Þrátt fyrir að yngri flokkamir fái frítt með Herjólfi, þá em ferðir með Heijólfi inni í þessari eingreiðslu.“ Hvemig skynjar þú þessa breytingu hjá hinum almenna félagsmanni, sem á böm í yngri flokkunum? „Ég held að þessi aðgerð sé að skila okkur mjög góðu. Eflaust er þetta töluverð breyting fyrir foreldra, en leggur á móti meir ábyrgð á stjóm- endur flokkanna. Það var ljóst á síðasta ári að við gátum ekki staðið undir því að flytja alla þátttakendur á þau mót sem flokkarnir taka þátt í. En ferðakostnaður flokkanna á ári er á bilinu 17 til 19 milljónir." Peningum ekki safnað En finnst þér ekki hlutur foreldra og hins almenna félagsmanns fyrir borð borinn. Hann er að vinna mikla sjálf- boðavinnu fyrir félagið og hlýtur að spara félginu peninga í íeiðinni en síðan þarf hann að borga endalaust. Hvað verður um spamaðinn? „Auðvitað er fullt af fólki að leggja mikið úl félagsins með sjálfboðavinnu og öðm slíku í sambandi við pæju- og shellmót, og þjóðhátíð. Það er líka ljóst að félagið væri ekki til ef fólk legði ekki fram þessa vinnu. Aðal- stjóm tók þá ákvörðun að safna ekki peningum. Allir þeir aurar sem koma inn til félagsins fara í hreyfinguna, til þess að efla hana. Við höfum legið undir gagnrýni fyrir að borga fúllt fyrir meistaraflokkana, en ekki fyrir yngri flokkana og auðvitað em mörg rök fyrir því. Það er líka mjög dýrt að reka meistaraflokkana og við teljum nauð- synlegt að halda okkur í þessum klassa og árangri sem meistara- flokkamir hafa verið að ná. Það em fjögur lið í úrvalsdeildinni og það er ekkert bæjarfélag á landinu sem býr við það. Við tókum þess vegna þá ákvörðun að skera ekki ferðakostnað þeirra niður, enda má segja að þá hefðum við raskað öllu þeirra fjár- málaumhverfi. Reyndar skámm við mikið niður hjá þeim, því að við höfðum greitt fyrir þá í deildarbikarinn og allar ferðir sem þeir fóm vegna þeirrar keppni, auk æfingaferða. Þannig að núna greiðum við bara fyrir meistaraflokkana í íslandsmótinu." Kemur þessi stefna ekki til með að bitna á uppbyggingu yngri flokkanna og grasrótinni? „Auðvitað þarf að fylgjast með þessu og það getur vel verið að upp renni betri tíð með blóm í haga svo að við gætum endurskoðað þessa ákvörð- un og gert betur. En ef við lítum á þau félög sem við emm að keppa við, þá em þau félög að láta greiða langt um hærri æfingagjöld heldur en við. Við emm varla hálfdrættingar á við til dæmis Reykjavíkurfélögin. Hitt er annað mál að það sem auðveldar öðmm félögum er að þau búa ekki við þessi ferðahöft sem við þurfum að búa við vegna legu okkar á landakortinu, en stærsti kostnaðurinn í starfi félagsins er einmitt ferðakostnað- urinn."

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.