Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 02.11.2000, Blaðsíða 6

Fréttir - Eyjafréttir - 02.11.2000, Blaðsíða 6
6 Fréttir Fimmtudagur 2. nóvember 2000 LEIFUR, Garðar og Hörður voru meðal gesta á opnuninni. Gaui í Gíslholti: Frábærar viðtökur Guðjón Ólafsson, Gaui frá Gíslholti, var með myndlistarsýningu í Akógeshúsinu um helgina. Formlega var sýningin opnuð á föstudagskvöldið og var fjöldi manns mættur til að heiðra Guðjón sem þarna var opna sína fjórðu eða timmtu einkasýningu. Það er engan leiða að finna í verkum Gauja sem þarna sýndi olíumálverk, vatnslitamyndir og teikningar. Um leið og verk Gauja glöddu augað á opnuninni hljómaði í eyrum létt tónlist. Þar voru á ferðinni Ósvaldur sonur Gauja, sem lék á píanó og gítar, Högni Þór Hilmisson sem plokkaði bassa og Hrafnhildur Helgadóttir sem söng eins og engill. Sjálfur segist Gaui ekki getað annað en verið ánægður með viðtökur gesta á sýningunni. „Þetta gekk Ijómandi vel og ég þarf ekki að kvarta,“ segir Guðjón. „Það var tónlist og fjör á opnuninni þar sem Ósvaldur, Högni og Hrafnhildur fiuttu nokkur lög. Sýningin gekk vel í alla staði. Ég taldi rúmlega 300 í gestabókinni þannig að gestir hafa örugglega verið nálægt 400. Ég vil nota þetta tækifæri til að þakka móttökurnar,“ sagði Gaui í Gíslholti að lokuM. KRISTÍN og Sjöfn voru mættar á sýninguna hjá Gauja. Fyrrum skipverjar á Ófeigi VE skrifa: Laun okkar eru mun lægri Þann 27. október sl. birtist frétt á Eyjafrettir.is. Daginn eftir birtist svipuð frétt í DV. I þessum fréttum kemur fram að Stígandi (Blátindur - Bláberg) hafi greitt hæstu meðallaun landsins og að þar sé um að ræða laun skipverja á Ófeigi VE 325. Þar kemur einnig fram að útgerð Ófeigs hafi á sínum tíma sent þessar upplýsingar til Frjálsrar verslunar sem af „einhverjum ástæðum" hafi ekki birt þær í blaði sínu. Að gefiiu tilefiii viljum við að eftiifarandi komi fram: -Skv. okkar vitneskju hefur Stígandi aldrei birt tölur um veltu, ársverk eða meðallaun í tímariti FV. -Að í símtali (31.10.) við skrifstofu FV staðfestir blaðamaður þetta. -Að meðallaun okkar sjömenn- inganna, sem reknir vorum af Ófeigi sl. vor, eru miklum mun lægri en þessar tölur segja til um. Að lokum: Hvaðan koma þær upp- lýsingar sem birtast á Eyjafrettir.is og í DV? Koma þær frá útgerðarmanni Ófeigs VE? Ef svo er, hver er þá ástæða þess? Getur hugsanlega verið að sá mæti maður sé að reyna að dreifa athygli almennings og íjölmiðla annað, nú þegar við eigum í launadeilu og málaferlum við hann um vangreidd laun? Svari hver fyrir sig. F.h. „7-menninganna“ Bergur Páll Kristinsson Víglundur Þ. Víglundsson ÞESSI sérkennilegi sveppur hefur síðustu daga verið að koma fram í dagsljósið í krónni hjá Berg VE. Sigurgeir Sævaldsson, stýrimaður, segir að sveppurinn vaxi út úr spýtu sem er ættuð frá Frakklandi. „Spýtan var utan um vírrúllu sem við fengum frá Frakklandi. Það var fyrir ekki svo löngu að við sáum að eitthvað einkennilegt var að gerast. Fljótlega kom í Ijós sveppur sem nú skartar þremur höttum. Eg hef aldrei séð svona svepp áður enda er hann trúlega franskur. Við ætlum að fá einhvern sérfræðing til að segja okkur hvort hérna er á ferðinni lystilegur ætisveppur eða stórhættulegur of- skynjunarsveppur. Þangað til þori ég ekki að snerta hann,“ sagði Sigurgeir. Af heimtufrekum kennurum Þá eru kennarar á leiðinni í verkfall, rétt eina ferðina enn. Einhvem veginn finnst skrifara eins og það hafi verið nánast árviss viðburður, allt frá því að þeir fengu þann rétt í hendur fyrir einum fimmtán árum eða svo. Reyndar segja einhveijir úr þeirra hópi að framhaldsskóla- kennarar hafi aðeins farið þrisvar í verkfall á þessum fimmtán ámm en skrifari trúir því nú mátulega, það er ábyggilega langtum oftar. Og nú, eins og áður, halda kennígar því ífam að þeir séu með alltof lág laun. Og miða sig við einhveija aðra, rétt eins og það sé hið eina rétta í stöðunni. Kennarar í framhaldsskólum em með eitthvað um 130 þúsund krónur á mánuði og skrifara finnst það bara andsk... nóg handa þeim. Þeir eru eitthvað að halda því fram að aðrir í sambærilegum stöðum séu með langtum meira, til dæmis séu prestar með yfir 200 þúsund á mánuði og hjúkrunarfræðingar með 270 þúsund. Og hvað kemur það málinu eiginlega við? Hlut- verk presta og hjúkrunarfræðinga er bara miklu þýðingarmeira en það að sitja á rassinum yfir einhverjum krakkagemlingum. Svo eru prestar og hjúkrunarfræðingar ekki í fríi fjóra mánuði á hverju sumri og mánuð yfir jólin og annan mánuð í kringum páskana og svo mánuð í öskudags- og 1. desfrí og alls konar mánaðarfrí og svo mánuð í verkfalli á hverju ári. Prestar og hjúkrunarfræðingar fara nefnilega ekki í verkfall. Þess vegna eru launin þeirra svona miklu hærri en hjá kennurum. Prestar og hjúkr- unarfræðingar eru líka miklu færri en kennarar og þess vegna er líka hægt að hafa launin þeirra hærri. Auðvitað er ekki hægt að hækka launin jafnmikið hjá jafn íjölmennri stétt og kennumm, það kostar allt of mikið. Þetta skilja allir, nema kennarar sem æpa og öskra á hærri laun þó að launin séu alveg nógu há hjá þeim. Svo hafa skólastjórar líka verið að kvarta yfir því að þeir fái ekki kennara í vinnu, þeir fari í önnur störf sem þeir segja að séu betur borguð. Skrifari gefur nú lítið íyrir svoleiðis málflutning. Auðvitað em skólastjóramir á mála hjá kenn- umm, ef kaupið er hækkað hjá kennumnum þá hækkar kaupið líka hjá skólastjómnum og það þarf nú ekki merkilegar rannsóknir til að sjá að allt er þetta eitt og sama plottið, til þess eins gert að svíða meira fé út úr skattborgumnum. Nú, ef kennarar vilja endilega fara að gera eitthvað annað en að kenna, þá bara mega þeir það. Skrifari þekkir til dæmis unga stúlku sem kláraði sitt kennaranám í fyrra og fór að kenna, á bara ágætislaunum, eitthvað rúmum hundrað- þúsundum á mánuði. I vor ákvað hún að hætta að kenna og réði sig á skrifstofu í Reykjavík þar sem hún svarar í símann frá klukkan níu til fjögur á daginn og hellir upp á kaffi fyrir sam- starfsfólkið. Fyrir þetta fær hún borgaðar 170 þúsund krónur á mánuði og segist vera ánægð með það. Enda ekki líku saman að jafna, alla vega er það í huga skrifara mun meira starf að vera ábyrgur fyrir símaþjónustu og kaffiuppá- hellingu í stóm fyrirtæki en að sitja sem bamapía yfir nokkmm krökkum. Skrifari hefur líka oft velt því fyrir sér hvað orðið hafi af öllum hugsjónamönnunum sem áður vom í kennarastéttinni. Þegar skrifari var í skóla vom menn kennarar af hugsjón fyrst og fremst, launin sem þeir fengu vom númer tvö. Þeir gömlu, góðu kennarar töldu heldur ekki eftir sér að vera í félagsstarfi með nemendum sínum á kvöldin og fara með þeim í skóla- ferðalög án þess að fara fram á að fá borgað fyrir það. Þeir fóm heldur aldrei í verkfall. Reyndar lifðu þeir ekki neinu áberandi lúxuslífi en þeir komust ágætlega af, höfðu nóg til hnífs og skeiðar og vom ekki sýknt og heilagt að bera sig og sín laun saman við einhverja aðra. Hvemig í ósköpunum skyldi standa á því að þessi gömlu og góðu gildi em algerlega dottin út hjá kennarastéttinni í dag? Obbinn af kennurum er nú í því árið um kring að heimta hærri laun í stað þess að sinna því verkefni sínu að kenna fólki. Væri ekki heillaráð að reyna að losna við þetta heimtufreka fólk og ráða til kennslustarfa fólk sem vill kenna og er ekki alltaf að velta fyrir sér hvað það fær í kaup? Sigurg.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.