Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 02.11.2000, Blaðsíða 14

Fréttir - Eyjafréttir - 02.11.2000, Blaðsíða 14
14 Fréttir Fimmtudagur 2. nóvember 2000 Myndir úr ævi Sigurðar Einarssonar -sem hefði orðið 50 ára í gær Sigurður Einarsson, forstjóri, ísfélagsins, sem lést þann 4. október hefði orðið 50 ára í gær, miðvikudaginn 1. nóvember. Af því tilefni birta Fréttir hér nokkrar myndir úr lífi Sigurðar úr safni Sigurgeirs Jónassonar. Sjálfur hafði Sigurður pantað pláss undir hcilsíðuauglýsingu þar sem hann ætlaði að bjóða Eyjamönnum til mikillar afmælisveislu. Því miður varð ekkert af þeirri fyrirætlun Sigurðar. Myndirnar eru teknar síðustu 15 árin og sýna athafnamanninn, bæjarfulltrúann og manninn Sigurð Einarsson sem lét sér fátt óviðkomandi. SIGURÐUR Einarsson. Myndin er tekin árið 1986 en þá var hann forstjóri Hraðfrystistöðvarinnar. SIGURÐUR ásamt Guðbjörgu Matthíasdóttur konu sinni og syninum Kristni. Myndin er tekin árið 1996 en þá var Sigurður orðinn forstjóri Isfélagsins eftir sameiningu þess og Hraðfrystistöðvarinnar. ísfélagið er elsta hlutafélag landsins, stofnað 1. desember 1901. Var haldið upp á 95 ára afmæli þess árið 1996 og eru Sigurður og Guðbjörg að taka á móti gestum í afmælisveislunni. STYRKUR Sigurðar sem stjórnanda var að velja sér gott samstarfsfólk og hér er hann með framvarðasveitinni á skrifstofunni. F.v. Hörður Oskarsson fjármálastjóri, Eyþór Harðarson, Tómas Jóhannesson, Helga Hallbergsdóttir, Halldóra Gísladóttir, Sigurður og Eyjólfur Martinsson. myl nlsTiu-' /jX ■"* S/U SYNIRNIR fengu ungir að kynnast starfi föður síns því Sigurður tók þá oft með sér. Hér eru eldri bræðurnir, Einar og Sigurður með föður sínum. Myndin er sennilega frá árinu 1986 og tekin um borð í Suðurey VE. EFTIR sameiningu ísfélags og Hraðfrystistöðvar í upphafi árs 1992 stóðu Sigurður og Magnús Kristinsson saman við stjórnvölinn. Hér eru þeir að afhenda fulltrúum Islandsbanka, Val Valssyni og Svanbirni Thoroddsen frá SH hlutabréfum sem tcljast til

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.