Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 02.11.2000, Blaðsíða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 02.11.2000, Blaðsíða 2
2 Fréttir Fimmtudagur 2. nóvember 2000 Rekstrarreikningur Vinnslustöðvarinnar fyrir síðasta rekstrarár: Tapið 256 milliónir -en var 850 milljónir árið á undan - Starfsfólki fækkaði úr 290 í 175 Hendur skiptu Þrjár líkamsárásir voru kærðar til lögreglu í vikunni. Um miðja vik- una var kærð árás sem átti sér stað við Framhaldsskólann en þar höfðu nemendur í kvöldskóla látið hendur skipta. Ekki mun þó slíkt vera hluti af námi þeiira og ekki vitað hvort þetta ósætti spannst af deilum um námið eða af öðrum sökum. Alvar- leg meiðsl urðu ekki af og ættu því báðir að geta haldið áfram sínu námi. Aðfaranótt laugaidags áttu sér svo stað tvær líkamsárásir. Sú fyrri á Lundanum þar sem nokkrir gestir lentu í átökum. Ekki var um al- varleg meiðsli að ræða þar. Hin seinni átti sér stað í heimahúsi þcg;u' komið var fram undir morgun. Þar sinnaðist tveimur gestkomandi með þeim afleiðingum að annar sló hinn í höluðið með flösku. Varð hann að leita sér læknisaðstoðar þar sem hann skarst á enni og augabrún. Bjargað úr höfninni Alls voru 209 færslur í dagbók lögreglu f sl. viku eða svipað og í vikunni á undan. En töluverður erill var hjá lögreglu um helgina enda tjöldi fólks að skemmta sér. M.a. þurfti lögreglan að bjarga tveimur mönnum sem féllu í höfnina aðfaranótt laugardags. Hafði annar þeirra stokkið út í, án þess að kunnugt sé um ástæðu þess, og hinn ætlaði sér að bjarga honum. Ekki fór þó betur en svo að hvorugur þeirra gal komið sér hjálparlaust á þurrt en lögreglu tókst, með aðstoð vegfaranda, að koma þeim á land. Eitthvað mun Bakkus hafa komið við sögu í þessari hafnarferð tví- menninganna. Skemmdarverk Tvö skemmdai-verk voru kærð í vikunni lil lögreglu. Átti annað sér suið á Helgafellsbraut. Þar var farið inn í bifreið, aðfaranótt föstudags, hún tekin úr handbremsu og gír og látin renna þar til hún hafnaði á annairi bifreið. Nokkrar skemmdir urðu á báðum bifreiðum við þetta. Þá var brotin rúða að Kirkju- bæjarbraut 3 aðfaranótt sunnudags. Ekki er vitað hverjir voru að verki í þessum tveimur tilvikum og óskar lögregla eftir upplýsingum. Stútur á ferð Aðeins lágu fyrir þrjár kærur eftir vikuna vegna umferðalagabrota. Einn ökumaður var tekinn, grunað- ur um ölvun við akstur, einn var tekinn fyrir að leggja ólöglega og einn fyrir að hafa ekki ökuskírteini meðferðis. Eitt umferðaróhapp var tilkynnt í vikunni. Tveggja bíla árekstur varð á gatnamótum Heið- arvegar og Vestui-vegar. Ekki urðu slys á fólki en bifreiðarnar skemmdust lítils háttar. Eyjar 2010 í bæjarráði Á fundi bæjarráðs á mánudag vonj bornar fram þakkir bæjarráðs til þeirra sem unnu að undirbúningi og framkvæmd ráðstefnunnar Eyjar 2010 og bæjarbúum jafnframt þökkuð góð þátttaka. Guðriin Er- lingsdóttir, fulltrúi V-listans, bar fram tillögu um að í framhaldi af ráðstefnunni samþykkti bæjaiTáð að boða til sameiginlegs fundiir bæjar- stjórnar og stjómar Þróunarfélags Vestinannaeyja. Þessi tillaga var sainþykkt enda hefur stjórn Þró- unarfélagsins óskað eftir reglu- legum fundum með bæjarstjóm. Niðurstaða rekstrarreiknings Vinnslustöðvarinnar hf. fyrir síðasta rekstrarár er rúmlega 256 milljóna króna tap en tapið á fyrra rekstrarári var 850 milljónir króna. Afkoma félagsins var lakari en áætlanir gerðu ráð fyrir. Ástæðan er sögð annars vegar sú að félagið varð fyrir 175 milljóna króna gengistapi síðustu þrjá mánuði rekstrarársins, hins vegar var 85 milljóna króna viðskiptakrafa á hendur færeyska hlutafélaginu P/f Gulldrangi gjaldfærð. í frétt frá Vinnslustöðinni segir að rekstrartekjur Vinnslustöðvarinnar hafi verið 2.373 milljónir króna og drógust saman um 4,1% frá fyrra ári. Rekstrargjöld vom 1.872 milljónir króna og drógust saman um 21%. Framlegð af rekstri félagsins nam 21,1% en var 4,2% á fyrra rekstrarári. „Gert var ráð fyrir um 600 milljóna króna framlegð af rekstri á nýliðnu rekstrarári en framlegðin reynist vera hálfur milljarður króna,“ segir í frétt- inni. „Skýringin á þessu 100 milljóna króna fráviki er fyrst og fremst sú að framlegð uppsjávarveiða og vinnslu var 75 milljónum króna lakari en áætlað var vegna aukins olíukostnaðar og lægra afurðaverðs, einkum verð- falls á lýsi. Þá var gengi íslensku krónunnar mjög hátt þegar framleiðsla og sala félagsins var í hámarki á liðinni vetrarvertíð. Ennfremur skal þess getið að félagið flutti umtalsvert aflamark af síðasta rekstrarári yfir á yfirstandandi rekstrarár." Hagnaður fyrir afskriftir var liðlega 500 milljónir á móti 105 milljónum árið á undan. Afskriftir lækkuðu úr 443 milljónum í 418 milljónir. Rekstrartapið losaði 1 milljón en var 570 milljónir á fyrra rekstrarári. Endanlegt tap var 256 milljónir á móti 850 milljónum í fyrra og er við- snúningurinn tæpar 600 milljónir króna. Veltufé frá rekstri er 189 milljónir en það var neikvætt um 322 milljónir, handbært fé frá rekstri er 418 milljónir en var neikvætt um 82 núlljónir. Eigið fé í árslok var 1540 milljónir og hafði lækkað úr 1697 milljónum. Skuldir lækkuðu úr 5.680 milljónum króna í 5.544 milljónir króna. Fjöldi starfsmanna var að meðaltali 175 á móti 290 árið á undan. Sjálf- stæðis- menn gagn- rýna Sturlu Sturla Böðvarsson, samgöngu- ráðherra, fær þungar ákúrur hjá flokkssystkinuin sínum í full- trúaráði Sjálfstæðisfélaganna í Vestmannaeyjum. Á fundi full- trúaráðsins, sem haldinn var sl. þriðjudagskvöld, voru vinnu- brögð hans í Herjólfsmálinu for- dæmd. í ályktun fundarins er vitnað í framgöngu samgönguráðherra, eftir að kæra var lögð fram hjá kæru- nefnd útboðsmála þann 4. október sl„ því þrátt íýrir það var gerður bindandi samningur við Samskip þann 6. október. I ályktuninni segir síðan orðrétt: ,T*að er dapurt til þess að vita að ráðherra ráði ekki betur við fram- gang mála í undirstofnun sinni, Vegagerðinni, og láti starfsmenn þ;ir taka fram fyrir hendur sínar og stjóma framgangi jafn viðkvæmra mála og útboðsferli Heijólfs er í Vestmannaeyjum. Undirmenn hans gerðu ráðherra ómerkan orða sinna og það er ömurlegt til þess að vita að ráðherra láti skáka sér í aftursæti starfsmanna sinna og sitji uppi með að standa ekki við gefin loforð um að málið fengi eðlilegan framgang hjá kærunefnd útboðs- mála.'1 Þessi ályktun var samþykkt samhljóða á fundi fulltrúaráðsins Hæstu meðallaun ársins 1999 í sjávarútvegi: Áhöfnin á Ófeigi VE með 7,3 milljónir króna en er ekki á lista Frjálsrar verslunar yfir hæstu fyrirtæki Tímaritið Frjáls verslun hefur tekið saman hvaða íslensk sjávarútvegsfyrirtæki greiddu hæstu meðallaun á árinu 1999. Af 25 hæstu fyrirtækjunum em fjögur fyrirtæki frá Vestmannaeyjum en hjá öllum þessum fyrirtækjum em meðallaun yfir þrjár milljónir króna. Hér er þó ekki allt sem sýnist því að Fréttum er kunnugt um a.m.k. eitt fyrirtæki í Vestmannaeyjum sem ekki er á listanum en greiddi þó hærri meðallaun en það fyrirtæki sem trónir efst. Það er Stígandi hf. sem gerir út togskipið Ofeig VE en samkvæmt upplýsingum frá útgerðinni vom meðallaun 12 skipverja á árinu I999kr. 7,3 milljónir. Fijáls verslun setur þann vamagla við sínar upplýsingar að listinn sé ekki tæmandi þar sem skráning á hann sé undir því komin að fyrirtækin gefi sjálf upp greidd laun. Sú mun þó ekki skýringin á því hvers vegna Stígandi hf. er ekki á listanum því að allar upplýsingar vom gefnar af fyrirtækinu, að sögn útgerðamanns. En listinn yfir þau sjávarútvegsfyrirtæki, sem greiddu hæst meðallaun 1999, lítur þannig út. Tekin em fimm hæstu fyrirtækin á landsvísu og síðan þau fyrirtæki frá Vestmannaeyjum sem em á listanum: Fyrirtæki: 1. Gunnar 1 Hafst. Rvk. 2. Gullberg efh. Seyðisf. 3. Stálskip hf. Hafnarf. 4. Rifsnes Hellissandi 5. Bergur-Huginn Vestm. 13. Sæhamarhf. Vestm. 19. ísleifurehf. Vestm. 23. Vinnslustöðin Vestm. Gunnar I. Hafsteinsson gerir út togbátinn Freyju RE en hann var einnig í efsta sæti í fýrra. Bergur-Huginn var í 7. sæti í fyrra en hækkar nú upp í 5. sæti. Og eins og áður sagði voru greidd meðallaun skipveija á Ofeigi VE í fýrra kr. 7,3 milljónir, þó svo að fyrirtækið sé ekki á lista Fijálsrar verslunar. Meðallaun: Arsverk: 6.950.000 12 6.418.000 17 6.209.000 55 6.143.000 7 5.900.000 44 4.080.000 25 3.507.000 15 3.266.000 290 Stórdansleikir á Lundanum 1/2 í HV0RU Lundinn um helgina: Stórdansleikur með 1/2íhvoru föstudags- og laugardagskvöld. Mætið tímanlega því siðast komust færri að en vildu Verð 1000 kr. Útgefandi; Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Ritstjóri: Ómar Garðarsson. Blaðamenn: Benedikt Gestsson & Sigurgeir Jónsson. íþróttir: Júlíus Ingason. Ábyrgðarmenn: Ómar Garðarsson & Gisli Valtýsson. Prentvinna: Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Aðsetur ritstjórnar: Strandvegi 47II. hæð. Sími: 481-3310. Myndriti: 481- 1293. Netfang/rafpóstur: frettir@eyjar.is. Veffang: http//www.eyjafrettir.is FRÉTTIR koma út alla fimmtudaga. Blaðið er selt í áskrift og einnig í lausasölu í Turninum, Kletti, Veitingaskálnum Friðarhöfn, Tvistinum, Toppnum, Kránni, Vömval, Herjólfi, Flughafnarversluninni, Tanganum, Söluskálanum Friðarhöfn og í Jolla í Hafnarfirði. FRÉTTIR eru prentaðar í 2000 eintökum. FRÉTTIR eru aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Eftirprentun, hljóðritun, notkun Ijósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið. FRETTIR

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.