Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 02.11.2000, Blaðsíða 16

Fréttir - Eyjafréttir - 02.11.2000, Blaðsíða 16
16 Frtttir Fimmtudagur 2. nóvember 2000 Eyjar 2010: Niðurstöður þemahópanna Styrkur Vestmannaeyja er verndað, f jölskylduvænt un -Vankantarnir eru takmarkaðir möguleikar í menntun og alvinnu og óvissa um framtíðina SÁ fjöldi sem mætti á ráðstefnuna sýnir að ungt fólk á öllum aldri vill hafa áhrif. Þegar framsögu- erindum á ráðstefnunni Eyjar 2010 var lokið, skiptu þátttakendur sér niður í átta hópa þar sem unnið var með hina ýmsu málaflokka. Síðan voru höfuðatriði umræðnanna tekin saman og sá einn úr hverjum hóp um að kynna þau. Helstu niðurstöður úr hópvinnunni voru þessar: Atvinnumál og viðskiptatækifæri Vestmannaeyingar eiga að vera nr. 1 í sjávarútvegi og öllu því sem honum tengist: -Með framleiðslu og hönnun aðfanga fyrir sjávarútveg, veiðarfæri, tækni- lausnir, flæðilínur o.fl. -Með því að bjóða upp á nám, tengt sjávarútvegi og nýta núverandi þekk- ingu innan bæjarfélagsins til að byggja upp fjamám á háskólastigi með að- stöðu til rannsókna hér. -Með því að markaðssetja höfnina, bjóða upp á framúrskarandi þjónustu við skip, báta og togara. -Með því að stunda rannsóknir á lífríki sjávar með aðstoð erlendra mennta- stofnana og vera leiðandi í slíkum rannsóknum í heiminum. Efling ferðamála: -Með því að markaðssetja hér „okkar“ ferðaskrifstofu og fá aðila í ferða- þjónustu til að sameinast í því markmiði að ná fleiri ferðamönnum hingað. -Með því að markaðssetja okkur sem umhverfisvænt samfélag. -Með því að markaðssetja lengri ferðir og bjóða upp á fjölbreyttari afþrey- ingu. Sem dæmi um slíkt mætti nefna: -Úteyjarferðir - köfun - gönguferðir - heilnæma útivist - hvataferðir - sjóstöng - hvalaskoðun - íúglaskoðun. -Auk þess skoðunarferðir í fisk- vinnslufyrirtæki, smakk á afurðum og tækifæri til að skoða skip. -Með því að markaðssetja sögu Vest- mannaeyja þar sem höfuðáhersla yrði lögð á: -Eldgos - Tyrkjarán - rústir frá land- námsöld -sjávarútveg. Vera leiðandi í nýtingu fjarvinnslutœkni: -Bæði í námi og þjónustu. -Með því að stefna að því að ljósleiðari verði kominn inn á öll heimili árið 2001. I Vestmannaeyium verði jyrsta einkavœdda sjúkra- húsið á landinu: -Þar verði unnt að bjóða upp á minni háttar aðgerðir. -Boðið upp á endurhæfingu. -Sett upp heilsustöð og nýtt það sem er til staðar, svo sem: Hressó - sundlaugin - íþróttir - heil- næm útivist - leirböð - nudd - o.fi. Lífsgæði og ný viðhorf I dag eru ný viðhorf til lífsgæða: -Frumþörfum er fullnægt og boginn því spenntur hærra og miðað á lífsgæði, svo sem frítíma, félagslegt samneyti og sjálfsþroska. Styrkur Vestmannaeyja: -Vemdað umhverfi -Samkennd. -Aðgengi. -Minni áhersla á neyslu. -Náttúran stórfengleg og nálæg. -Mannlíf og menning. -Jákvæð ímynd. Ókostir Vestmannaeyja: -Takmarkaðir möguleikar til fjár og frama. -Vöntun á vettvangi fyrir félagslegt samneyti. -Margfeldisáhrif neikvæðnisradda. -Hræðsla við framtíðina. Ferðamál og samgöngur Flugsamgöngur: -Efla þarf flugrekstur í Eyjum. -Auka þarf áhrif á ferðatíðni og verðlag. Samgöngur á sjó: -Starfrækja þarf loftpúðaskip með Heijólfi þar til göngin koma. í ferðamálum þarfað stefna að eftirfarandi: -Klassahótel, sem tekið getur á móti stómm hópum. Stfiað verði inn á efnafólk og stórfyrirtæki. -Stfla inn á árshátíðir og ráðstefnur fyrirtækja. -Bjóða upp á skemmtun, söngleiki og stórdansleiki. -Ferðamenn geri lengri stans en nú er. -Möguleikar Vestmannaeyja verði nýttir betur, t.d. með klettaklifri, tuðru- ferðum, skipulögðum gönguhópum, kynningu á atvinnulífi, skipulögðum ferðum í úteyjar með gistingu og lundaveiði. -Koma upp sumarbúðum í Vest- mannaeyjum. -Afnema þyrfti friðun Surtseyjar að einhveiju leyti. -Þá vill hópurinn benda á að veðráttan í Eyjum er sérstök. T.d. er rokið í Eyjum einstakt. Frítími og fjölskyldan Helstu atriði sem hópurinn bendir á eru þessi: -Koma þyrfti upp ijölskyldugarði. -Gera miðbæinn skemmtilegri. -Koma upp fjölskylduvænum veit- ingastað og/eða kaffihúsi. -Nýta „húsin" betur. -Bæta aðstöðuna í sundlauginni. Menntun Þau atriði sem þyngst vógu hjá hópnum, voru þessi: -Jákvætt viðhorf. -Smðningur til innra starfs í skólunum. -Samstarf. -Fjölskyldan hittist í hádeginu. -Menntun og heilbrigði þurfa að fara saman. -Húsnæðismál þurfa að vera í lagi. -Efla þarf fjamám og aðstöðu til að leggja stund á það. -Gott umhverfi og góðir skólar eru forsenda þess að bamafólk vilji koma til Eyja. -Framhaldsmenntun þarf að vera fjölbreytt og í nánum tengslum við atvinnulífið. Ennfremur kom eftirfarandifram hjá hópnum, sem eins konar slagorð: -Við erumbest! -Við emm ein fjölskylda! -Við viljum hæft fólk til að mennta okkur! -Ég vil koma aftur! Mannlíf og menning Hópurinn telur upp eftirfarandi atriði til eflingar mannlífi og menningu í Vestmannaeyjum: -Menningarhús, sem hefur að geyma t.d. söfnin, leikhús, tónleikasal -Vinnu og listasmiðju, svipað og er á Akureyri. -Vímuefnalaust kaffi- og menningar- hús fyrir fólk á aldrinum 16 til 25 ára. -Keilusal, leiktækjasal, skautahöll sem opin yrði bæði sumar og vetur. -Aðgang að útvarpi, t.d. 1-3 klst. á viku í Útvarp Suðurlands. -Aukna blaðaútgáfu þar sem ungir sem aldnir kæmu að verki. Þá veltir hópurinnfram nokkrum at- riðum til umhugsunar: -Miðbærinn. Hvar og hvemig er hann? Hvemig viljum við hafa hann? -Skipulag bæjarins. Hrærigrautur eða heildarskipulag? -Fegrunarátak. Á við hús og útisvæði, t.d. sundlaugina og Stakkó. Er unnt að stofna áhugamannafélag til að gera upp hús? -Ævintýraland. Sumarbúðir fyrir böm og unglinga. -Afþreying. Skíði, togbraut, göngu- skíðabrautir. -Afþreying sem tengist sjónum. Sjóskíði, ,jetskiing“ köfun, kajaka- siglingar, stangveiði á bryggjum. -Mikilvægi þess að vera sýnileg. Markvissar auglýsingar, reglubundin afþreying og svo að lokum: MÆTA, þegar eitthvað er í boði. ✓ Iþróttahópur Þau atriði sem íþróttahópuimn bendir einkum á, eru þessi: -íþróttaskóli. -Fjölbreytt þjálfun fyrir yngstu aldurs- flokkana, sumar jafiit sem vetur. -Skipulag íþróttahreyfingarinnar. -Öflug stjóm íþróttabandalags Vest- mannaeyja. -Öflugt starf íþróttafulltrúa. -Áróður um íþróttir og heilbrigði. -Móta þarf stefnu sem greinamar vinna eftir og samræma markmið bæjaryfirvalda, bæjarbúa og íþróttahreyfingar. -Vestmannaeyjar sem íþróttaparadís, sumarbúðir, æfingabúðir, með markvissri markaðssetningu. -Hlúa þarf betur að afreksmönnum, gera þeim kleift að stunda sína íþrótt í heimabyggð, t.d. með námsstyrk. -Bæta þarf aðstöðu til iðkunar ífjálsra íþrótta. Af hverju ekki að stefna að því að halda Landsmót UMFÍ hér árið 2010? Horft heim til Eyja Attundi hópurinn samanstóð affólki sem búsett er á fastalandinu, ýmist vegna starfs eða náms. Þessi hópur tók fyrir á breiðum grundvelli þá málaflokka, sem hinir hópamir sjö rœddu um, frá sjónarhóli þeirra sem ekki búa á staðnum. Þrjár spumingar voru lagðar til grundvallar í umrœðunum: 1. Af hveiju fer ungt fólk ffá Eyjum? 2. Af hveiju snýr þetta unga fólk ekki aftur heim til Eyja? 3. Hvemig er hægt að fá unga fólkið til baka. Þessir möguleikar voru taldir vega þyngst ífyrstu spumingunni: -Til að afla sér menntunar. -Vegna atvinnu. -Til að breyta um umhverfi. -Vestmannaeyingar eiga að vera númer eitt í sjávarútvegi og öllu því sem honum tengist, ekki aðeins í framleiðslu, heldur einnig nárni og rannsóknum á lífríki sjávar. -í ferðamálum þarf að stefna að því að markaðssetja eigin ferðaskrifstofu. -Leggja þarf áherslu á það sem við höfum fram yfir aðra staði; veðráttu, úteyjar, Surtsey, eldgos og Tyrkjaránið. -Leggja þarf áherslu á Vestmannaeyjar sem umhverfisvænt samfélag og efla aðstöðu til að taka á móti stórum hópum. -Taka þarf forystu í fjarvinnslutækni í námi og þjónustu. -Stefna á að því að sjúkrahúsið verði einkavædd heilsustöð.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.