Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 02.11.2000, Blaðsíða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 02.11.2000, Blaðsíða 4
4 Fréttir Fimmtudagur 2. nóvember 2000 Bókvitið 'askana Nýfæddir______ ?cr Vestmannaeyingar Vil fá matgæðinginn aftur Ég þakka skólasystur minni, Helgu Tryggva, kærlega fyrir áskorunina (við tilheyrum hinum frábæra '66 árgangi sem hélt skemmtilegasta árgangsmót sem sögur fara af ekki alls fyrir löngu). Ég vil nú byrja á því að nota tækifærið og lýsa yfir sárum söknuði á Mat- gæðingi vikunnar sem var fómað á síð- um Frétta fyrir bókaorm vikunnar. Ég og Stymmi Gísla erum sammála um það að þennan þátt þarf að taka upp á ný, spuming hvort matgæðingurinn verði ekki í boði Kráarinnar! í stuttu máli sagt hef ég alla tíð verið mikill bókaormur. Móðir mín hafði miklar áhyggjur af mér fram eftir ung- lingsámnum því í stað þess að fara á diskótekin í Kiwanis eða Féló eyddi ég öllum mínum tíma á bókasafninu og drakk þar í mig ýmsan fróðleik á milli þess sem ég tefldi stundum við Sigga Frikka og Elías Friðriks en oftar en ekki fannst Helga Bernódussyni bókaverði (núna skrifstofustjóra á Alþingi) nóg um hávaðann í okkur og henti okkur út. Endataflið var mín sterkasta hlið í skák- inni og fengu Siggi og Elías iðulega að kenna á því. I stuttu máli sagt er ég alæta á bækur og les allt á milli himins og jarðar, (slenskt sem erlent. íslenskar skáldsögur em reyndar í sérstöku uppáhaldi hjá mér og sér í lagi Hallgrímur Helgason en 101 Reykjavík er algjört meistarastykki. orsteinn Gunnarsson er b kaunnandi vikunnar Skyldulesning á hverju heimili. Næst á dagskrá er að sjá bíómyndina. Einar Kárason er frábær rithöfundur og ég les reglulega gömlu stórmeistarana, á nátt- borðinu hjá mér núna er t.d. Salka Valka. Meistari Þórbergur höfðar mest til mín af þessum snillingum. Spennubækur Amalds Indriðasonar em virkilega vel skrifaðar, loksins er kominn alvöm íslenskur spennusagna- höfundur. Það em aðallega tveir útlendir höfundar sem ég held mikið upp á. Thomas Harris hefur skrifað magn- þmngnar spennubækur. Frægust er auðvitað Lömbin þagna en flestir muna eftir bíómyndina frægu þar með Antony Hopkins fór á kostum sem Dr. Hannibal Lecter. I vor las ég svo framhald þeirrar bókar, sem ber einfaldlega heitið Hanni- bal, og að mínu mati er hún enn magn- aðri en sú fyrri, og er þá fokið í flest skjól. Nú þegar er farið gera bíómynd eftir þeirri bók. Uppáhalds rithöfundur minn í heild- ina er Svíinn Jan Guillou. Þessi sænski snillingur, sem þótti afar snjall rann- sóknarblaðamaður á sínum tíma, hefur skrifað margar frábærar bækur. Ég hef lesið þær flestar en því miður hefur allt of lítið verið gert af því að þýða hann á íslensku. Frægastur er Jan Guillou lík- lega fyrir spennusögur sínar um njósnar- ann Coq Rouge en þessa dagana er ég að byrja á því að lesa eina af Coq Rouge bókunum sem nefnist upp á sænsku, / Nationens intresse. En hér er mál að linni. Ég skora á Fréttir að taka upp mat- gæðinginn á ný og jafnframt ætla ég að halda bókaáskomninni innan þessa magnaða '66 árgangs og vil að Kolbrún Kristjánsdóttir, höfundur hins magnaða slagorðs árgangsins, 66 = miklu betri en 67, gefi okkur innsýn í bókaheim sinn. Góðar stundir. Et það sem mér er saat að éta Fyrirskömmu varráðið í starf þjónustufulltrúa bæjarins og sóttu hvorki fleiri né færri en 17 um það starfen sérstaklega var tekið fram að starfið krefðist nokkurra líkamlegra burða. Egill Egilsson var ráðinn til starfans og hann er Eyjamaður vikunnar. Fulltnafn? Egill Egilsson. Fæðingardagur og ár? 23. nóvember 1947. Fæðingarstaður? Vestmannaeyjar. Fjölskylduhagir? Kvæntur Ernu Jóhannes- dótturog við eigum þrjá syni. Menntun og starf? Gagnfræðingur úr G/V, iðnskólanám í Vestmannaeyjum, starfa sem trésmiður og er að taka við sem þjónustufulltrúi stofnana Vestmannaeyjabæjar. Laun? Vonandi verða þau þokkaleg. Bifreið? Vinnubíllinn Clio tilheyrir mér. Svoá Erna annan bíl sem ég fæ að nota spari. Helsti galli? Sumir telja það galla að ég segi sjaldan nei. Helsti kostur? Yfirleittjákvæður. Uppáhaldsmatur? Lambakjöt. Versti matur? Enginn, ét það sem mér er sagt að éta. Uppáhaldsdrykkur? Vatn þegar það á við. Annaðágóð- um stundum. Uppáhaldstónlist? Tom Jones að sjálfsögðu. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir? Að vera með henni Ernu minni og vera ígóðra vina hópi. Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir? Að bóna bílinn. Hvað myndirðu gera efþú ynnir milljón í happdrætti? Bjóða Ernu með mértilÁstralíu og heimsækja kunningja þar. Uppáhaldsstjórnmálamaður? Pass. Uppáhaldsíþróttamaður? Kvenna- og karlalið ÍBV og svo að sjálfsögðu Manchester United. Ertu meðlimur í einhverjum félagsskap? Kiwanis- klúbbnum Helgafelli og Golfklúbbi Vestmannaeyja. Uppáhaldssjónvarpsefni? Allar fréttir og íþróttir. Uppáhaldsbók? íslenska alfræðiorðabókin kemurséroft vel. Hvað metur þú mest í fari annarra? Jákvæðni og glaðværð. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Andstæðurnar við þetta hérá undan. Fallegasti staður sem þú hefur komið á? Sá sem ég bý á, Vestmannaeyjar, og hefég þó víða komið. Hvenær tekur þú til starfa sem starfsmaður bæjarins? 17. nóvember næstkomandi. Ihverju erþetta starf aðallega fólgið? Hafa umsjón með Skanssvæðinu, þjónusta Ráðhús, Safnahús og fleiri stofnanir. Hvernig tilfinning er það að vera talinn hæfasturaf 17 umsækjendum? Ég telmig hvorkihæfariné lakarien aðra þá sem sóttu um. Kvíðir þú líkamlegri áreynslu ístarfinu? Nei, hún hefur verið töluverð hingað til. Eitthvað að lokum? Til þjónustu reiðubúinn! Þann 28. september eignuðust Hrefna Jónsdóttir og Bjöm Matthíasson dóttur. Hún vó 16 merkur og var 54 sm að lengd. Hún fæddist á fæðingardeild Landspítalans. Ljósmóðir var Margrét Bjamadóttir. Fjölskyldan býr í Kópavogi. Þann 7. okt. eignuðust stúlku Fjóla Björk Jónsdóttir og Ingi Sigurðsson. Hún hefur fengið nafnið Éva Lind. Hún vó 14,5 merkur og var 52 sm að lengd. Ljósmóðir var Dýrfmna Siguijónsdóttir. Með litlu systur á myndinni er Jón bróðir hennar. Fjöl- skyldan býr í Vestmannaeyjum Á döfinni 4* 2. nóv. Bingó í Þórsheimilinu kl. 20.30 3,- 4. nóv. Dnnsleikir ó Lundnnum mei „1/2 í hvoru" 4. nóv. Róislelnun Eyjor 2010 endursýnd ó Fjölsýn kl. 13. 5. nóv. Myndlistorsýningin „Tíminn og trúin" opnui eftir messu í Landakirkju kl. 14 í Sofnoiarheimilinu 6. nóv. Arsþing ÍBV héraissumbands í Þórsheimilinu kl. 18.00 8. nóv. Bæjarstjórnarfundur kl. 17 í fundorsal Bæjarveitno 10. nóv. ÍBV - Fram í Nissandeild korla kl. 20.00 10.-12. nóv. Nómskeii í líföndun. Leiibeinandi Guirún Arnalds Fréttir - í hverri viku

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.