Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 02.11.2000, Blaðsíða 13

Fréttir - Eyjafréttir - 02.11.2000, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 2. nóvember 2000 Fréttir 13 Snorri Óskarsson skrifar: r I sameign minninganna Ég heyrði sagt um hina merku ráð- stefnu um sl. helgi þar sem rætt var um framtíð Eyj- anna að haft var á orði að menn skyldu hætta þessu neikvæða umtali og snúa sér að því að gera það sem er til heilla fyrir byggðina okkar. Svona umræða líkar mér! En auðvitað sögðu menn eitt og annað sem aðrir tíunda og leggja út af en ég staldra aðeins við eitt atriði sem hefur gjaman borið á góma þegar menn hafa rætt um málefni Vestmannaeyjabæjar. Ein- hvers staðar í umræðunni kom fram athugasemd vegna kaupa okkar Betel- inganna á Samkomuhúsinu. Haft er svo á orði að skilja má að húsið sé farið úr bænum. En auðvitað sjá glöggir menn að það er nú ekki rétt. Én er eitthvað slæmt við það að við í Betel keyptum húsið? f fyrsta lagi þá var húsið þvílík skömm og hneisa fyrir Eyjamar áður en við komum að því að grófustu orð fá vart því líst. Enginn vildi eiga né taka ábyrgð á húsinu. Öll starfsemi sem hafði farið þar af stað lagði upp laupana eða fór á hausinn. Skýrsla sem fylgdi kaupunum gerði ráð fyrir tugum milljóna í tilkostnað vegna niðumíðslu á fasteigninni. f öðm lagi, þá gat bíóið ekki borið sig. Menn nenntu ekki að mæta í ullamærbuxum eða pijónavettlingum til að geta horft á eina mynd vegna kuldans í salnum, enda fóm menn annað hvort á bíó í borginni eða leigðu sér ræmu og sátu heima. Annað skemmtanahald hafði flúið í önnur hús sem karlaklúbbamir í Eyjum áttu. Þá fór fjárhagslegi gmndvöllurinn undan Samkomuhúsinu. í þriðja lagi þá hafa Vestmanna- eyingar haft meiri og fijálsari aðgang að húsinu en nokkm sinni áður þar sem ávallt er ókeypis inn í sameign minninganna. Aðeins tveimur atriðum er úthýst hjá okkur og það er víni og tóbaki. Hver einasti aðili sem komið hefur til að halda tónleika eða göfgað menningarstarf hefur fengið hlýjar móttökur og jafnvel frían aðgang, svo sem skólakórar Eyjanna. En af hveiju eiga Vestmannaeyingar ekki hlutdeild í núverandi starfsemi? Hvers vegna telst þetta ekki vera heppilegt fyrir Eyjamar? Hvað segja þeir sem hafa setið ráðstefnur í Höllinni? Það hefur auðvitað blasað við okkur í Betel að allir vilja eiga aðgang að húsinu. Þannig er málið, og kæri Vestmannaeyingur, horfðu með björtum augum á þá hlið. Þannig er safnaðarstarfíð einnig auglýst. Allir hjartanlega velkomnir! En finnst mönnum þeim vera úthýst? Við bjóð- um upp á lifandi söng og sanna gleði, má það ekki vera um Jesú Krist? Þarf það að vera um gamla Jón? f Betel getur Jón orðið „nýr;“ ..þér erað ný sköpun í Kristi... segir Biblían! Við leyftim papakrossinum að lýsa upp og minna þig á veginn til himins, fínnst þér húsið ekki fá sóma af því? Okkur hefur meira að segja dottið í hug að bjóða málningarfyrirtækinu Hörpu auglýsingapláss á suðurgafli með slag- orðinu „þeir nota hörpu á himnurrí*. Við meira að segja bjóðum fólki að koma hálfsmánaðarlega og bergja á víni ( á kostnað hússins ath.) til að minnast dauða og upprisu Jesú Krists, áttu ekki samleið í því atriði með okkur? Þú ætlar ömgglega að fara til him- ins þegar þú deyrð, ekki satt? En að því er fundið að Samkomuhúsið er of stórt fyrir þennan litla söfnuð, og ef þú lesandi minn ert inni á því þá getur þú með þinni nærvem breyttþví. Þú getur breytt Eyjunum með því að gefast Guði. Við höfum ekki úthýst neinum, aðeins spillingaröflin og syndin eiga ekki innangengt. Og við teljum það vera í góðu lagi þar sem þau komast ekki heldur til himins. En kæm Vest- mannaeyingar, það er okkur sómi að geta boðið þér, sem vilt trúa á Jesúm Krist, upp á stóra og rúmgóða aðstöðu bara svona rétt til að venja okkur við þegar við komum til himins enda em „margir salir í húsi Herrans“ syngur Egill kyntröll Ólafsson. En af hveiju vilja svona margir Vestmannaeyingar vera utangátta? Það skyldi þó aldrei vera að eins og Vestmannaeyingar fara með Guð og hans hús þannig muni Guð fara með Eyjamar? Hann hefur bjargað Eyjunum frá tortímingu eldgosa en em þær ofúrseldar tortímandi hugsun- arhætti mannfólksins sem sækir í allt annað en Orð Guðs? Enn um hríð verður Samkomuhúsið þér opið til að öll fáum við að heyra hver sé vilji Guðs með okkar líf og Eyjamar svo vitund okkar vakni og við göngum Guði á hönd. Það er ekki veglegra hlutverk ætlað neinu húsi af hvaða stærðargráðu sem er, en að opna það hinum lífgefandi boðskap Jesú Krists til hjálpræðis fyrir mennina og björgun byggðanna. Þá mun vonarrík framtíð blasa við Eyjunum frá og með deginum í dag. Kœrkveðja, Snorri í Betel Hanna María Siggeirsdóttir skrifar Misskilinn mismunur á lyfjaverði Elías V. Jens- son skrifar grein í Fréttir 26. október sl., þar sem hann heldur því fram að mismunur á verði tveggja lyfjaskammta sama lyfs, Mevacor 40 mg, 98 stk., sé kr. 6212, annars vegar hjá Apóteki Vestmannaeyja og hins vegar hjá apóteki uppi á landi. Máli sínu til stuðnings birtir hann pokamiða tveggja afgreiðslna úr sitt hvom apó- teki. Reyndar má benda á, að þessir miðar sanna ekki neitt, þar sem ekki kemur fram um hvaða lyf var að ræða, í hvaða styrkleika eða í hvaða magni. Jainvel þótt munur geti verið á hluta sjúklings á milli apóteka á ýmsum tímum, eins og vanalegt er um aðra vöra (t.d. er kílóverð á kjúklingum stundum kr. 199, og stundum ca. kr. 800), þá er mjög óvenjulegt að munur sé á heildarverði lyfja á milli apóteka á sama tíma. Þau heildarverð sem Elías gefur upp era annars vegar kr. 10.574 og hins vegar kr. 16.786. Nú vill svo til, að skv. lyfjaverðskrá sem í gildi var í maí og júní sl., er Elías sótti lyf sín, er verðlistaverð á Mevacor 20 mg., 98 stk., nákvæmlega kr. 10.574, en verðlistaverð á Mevacor 40 mg., 98 stk., kr. 16.786. Það virðist því blasa við, að Elías er að tala um mismunandi styrkleika á Mevacor, annars vegar 20 mg, og hins vegar 40 mg. Ef það er rétt hjá honum að hann hafi átt að fá 40 mg styrkleika í báðum tilvikum, blasir líka við að afgreiðsla sú sem hann fékk hjá höfuð- borgarapótekinu hefur líklegast verið röng! Elías segist hafa fengið afslátt á sjúklingshluta sínum hjá apótekinu uppi á landi, en eins og áður greinir era apótek með ýmsa afslætti í gangi á ýmsum tímum á hluta sjúklings, enda er Tryggingastofnun ríkisins sífellt að velta lyfjaverðinu yfir á sjúklinga með því að hækka hlut sjúklings í lyfjaverði. Sé það rétt, að Elías sé að bera saman epli og appelsínur, er það alvarlegt mál, bæði að fólk sé að fara með rangar upplýsingar í fjölniiðla, og að verið sé að grafa undan verslun í heimabyggð um leið og einmitt nú er mikilvægt að við stöndum saman um að sem mest þjónusta sé í höndum heimamanna. Að sjálfsögðu tel ég nauðsynlegt að Eyjamenn búi við sama verðlag og fólk uppi á landi, og að Apótek Vest- mannaeyja bjóði lyf á sem bestu verði og upp á sem besta þjónustu. Þetta er markmið okkar allra, en neikvæð blaðaskrif af ofangreindu tagi era ekki leiðin að því markmiði. Með kveðju, „Frú apótekari". ísólfur Gylfi Pólmason skrifar um Eyjar 2010: Gagnrýni sett fram á skemmtilegan hátt „Eitt er að sá hugmynd og annað að framkvæma hana“, vora upphafsorð Omars Garð- arssonar rit- stjóra Frétta er hann setti ráðstefnuna Eyjar 2010, sem haldin var sl. laugardag. Ráðstefnan var fjölsótt og afar vel undirbúin, þar sem ungt og efnilegt Eyjafólk skipulagði ráðstefnuna ásamt forstöðumönnum Frétta o.fl. Margir tala oft með lítilsvirðingu um ráð- stefnur og víst er að þær era mis- munandi eins og mennimir sem að þeim standa. En gamalt máltæki segir að orð séu til alls fyrst og víst er að margar snjallar hugmyndir vora ræddar og gagnrýni sett fram á óvenju jákvæðan og skemmtilegan hátt, t.d. hjá Andrési Sigurvinssyni leikara. Við lifum gríðarlega breytingatíma á öllum sviðum. Við höfúm í raun vart við að fygjast með þróuninni. Þau vora fleyg orð rektors Háskólans á Akureyri þegar hann sagði að það væri ögran fólgin í því að vera Islend- ingur. Vissulega má einnig segja að það sé ögran í því að vera Vest- mannaeyingur. Páll Marvin í Þróunarsetrinu hafði unnið könnun um styrkleika og veikleika, ógnir og tækifæri Eyjanna. Það er auðvitað alveg ljóst að það er nauðsynlegt að renna fjölbreyttari stoðum undir sterkt atvinnulíf Vest- mannaeyja. Þá vakna að vonum spumingar um það hver eða hverjir eigi að hafa að því framkvæði. Oft er sagt við þingmenn: „Hvað getið þið gert fyrir okkur?“ Við getum að sjálfsögðu aðstoðað en allar þær lausnir sem koma af himnum ofan era dæmdar til að mistakast. Jarðvegurinn verður að vera fyrir hendi og áhugi og undirbúningur heimamanna verður að koma til. Stundum er sagt að ungt fólk mennti sig og snúi síðan ekki til baka í heimabyggð. Þorsteinn rektor benti á athyglisverðar leiðir til að fylgjast með ungu fólki í framhaldsnámi með því að halda skrá um þá og bjóða síðan vinnu, t.d. fyrst yfir sumartímann. Þetta er möguleiki í gegnum Nýsköp- unarsjóð námsmanna. Ohætt er að segja að margar athyglisverðar hugmyndir hafi komið fram á ráðstefnunni. Nú er að vinna úr þeim og nýta þær sem best. Því ekkert gerist ef engar hugmyndir verða til. Vert er að þakka öllum þeim er stóðu að þessari skemmtilegu og fróðlegu ráðstefnu. Nú er að bretta upp ermar í áframhaldandi vinnu og útfærslu hugmyndarinnar. Höjiindur er alþingismaður. Spurt er....... Hvernig fannst þér ráð- stefnan Eyjar 2010? Helga Dís Gísladóftir, í Kóma: „Hún var alveg frá- bær. Ég hekl að lausnin liggi klár fyrir, það þarf ekki að setja prózak í neysluvatnið hjá okkur til að porra okkur upp, el' allir sýna sömu jákvæðni og var í Týsheimilinu á laugardaginn þá cr þetta enginn vandi." .lóhann Jónsson, frá Eaufási: „Hún var ágæt. Það sem mér fannst koma vcl fram á henni var sú gamal- ! kunna viska að ef við viljum að eitt- j hvað gerist, þá [ verðum við að gera f það sjálf.” Haraldur Sverrisson, skipst jóri: „Ég hef ekki mikla ! reynslu al' setum á i ráðstefnum sem f þessari en mér j i'annst hún góð og j sérstaklega gaman \ að vera á henni. Svona samkomur ) hljóta að vera til góðs, þarna skapaðist jákvætt hugarfar og samkennd meðal þátttakenda." Lilja Bjiirg Arngrínisdóttir, i nemandi: „Frábær í alla staði j og heppnaðist mjög j vel." Elías Gunnluugsson, frá Gjá- bakka: „Ekki nógu vel. Mcr fannst frum- mælendurnir sumir | of mikið uppi i skýj- j unum. T.d. var lítið ’ minnsl á atvinnulífið ! eins og það er í dag. J Þá var lítið talað um sameiningu ; frystihúsanna og I lerjóllsmálið svo ; og hvernig vélstjórnar- og skip- ; stjórnarnámið slendur." Kristmann Karlsson, heildsali: „Meiri háttar. Sér- staklega fagna ég |ieirri jákvæðni sem þar var ríkjandi og þeim skilaboðum að við eigum að gera hlutina sjálf."

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.