Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 02.11.2000, Blaðsíða 17

Fréttir - Eyjafréttir - 02.11.2000, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 2. nóvember 2000 Fréttir 17 íhverfi, samkennd íbúanna og nálægð við náttúruna. Hver krókur og kimi í Týsheimilinu var nýttur og hér er einn hópurinn að störfum í búningsklefa. -Vinimir em famir. Eftirfarandi þœttir voru taldir þungir á metum sem svar við spumingu númer tvö: -Menntamál, þjónusta, lífsgæði og samgöngur. -Menning og afþreying. -Launakjör. -Einhæft atvinnulíf og litlir atvinnu- möguleikar. Þau atriði sem hópurinn einkum benti á sem svar við þríðju spurningunni, voru þessi: -Gott ástand í menntamálum er eitt- hvað sem fólk telur sjálfsagt og þarf að vera í lagi svo að fólk vilji snúa aftur til Eyja. -Aukin upplýsingatækni gefur fleiri tækifæri, fleiri atvinnumöguleika. Þar er atvinnugrein án landamæra, grein sem miklir fjármunir liggja í. -Nýjar leiðir í markaðssetningu. -Ferðamál og aukna samvinnu. Hópurinn bendir einnig á eftirfarandi atriði: -Einstaklingurinn þarf að taka fmm- kvæðið. -Reglulegir viðburðir þurfa að eiga sér stað. -Bæta þarf möguleika unglinga til muna. Þar er bent á þann möguleika að taka „Hitt Húsið“ sem fyrirmynd. Að lokum velti hópurinn fyrir sér spumingunni, Hvemig sjáum við Eyjarárið 2010? Niðurstöður þeirrar umrœðu urðu þessar: -Sýnum frumkvæði sjálf. -Ytum undir atvinnusköpun. -Stöndum sjálf fýrir atvinnusköpun. -Höfum áhrif. I lok ráðstefnunnar var lesin upp niðurstaða þess sem fram kom í hópavinnunni, tekin saman þau atriði sem þyngst vógu í umræðum hóp- anna. Styrkur Vestmannaeyja liggur einkum íþessu: -Vemdað, fjölskylduvænt umhverfi. -Samkennd íbúanna. -Nálægð við náttúmna. Vankantar Vestmannaeyja eru einkum þessir: -Takmarkaðir möguleikar í menntun og atvinnu. -Ovissa um framtíðina. Helstu niðurstöður ráðstefnunnar eru: -Vestmannaeyingar eiga að vera númer eitt í sjávarútvegi og öllu því sem honum tengist, ekki aðeins í framleiðslu, heldur einnig námi og rannsóknum á lífríki sjávar. -í ferðamálum þarf að stefna að því að markaðssetja eigin ferðaskrifstofu. -Leggja þarf áherslu á það sem við höfum fram yfir aðra staði; veðráttu, úteyjar, Surtsey, eldgos og Tyrkja- ránið. -Leggja þarf áherslu á Vestmanna- eyjar sem umhverfisvænt samfélag og efla aðstöðu til að taka á móti stómm hópum. -Taka þarf forystu í fjarvinnslutækni í námi og þjónustu. -Stefna á að því að sjúkrahúsið verði einkavædd heilsustöð. -Byggja þarf upp skemmtilegan miðbæjarkjama með menningarlífi og afþreyingu, ekki síst fýrir ungt fólk og fjölskylduna. -Stefna á að því að Vestmannaeyjar verði alhliða íþrótta- og útivistar- paradís. Samræma þarf markmið bæjarbúa, bæjaryfirvalda og íþrótta- hreyfingarinnar. -Af hverju ekki að stefna að Landsmóti UMFÍ árið 2010? -Samgöngur skipta höfuðmáli í Eyjum. Mikilvægt er að þau mál séu í höndum heimamanna meira en nú er, bæði í sjó og í lofti. -Fylgjast þarf með nýrri tækni í samgöngum á sjó, með aukinni ferðatíðni og ekki gleyma hug- myndinni um göng milli lands og Eyja. -Metnaðarfull stefna í málum grunnskólanna á að vera homsteinn menntunar í Eyjum -Framhaldsmenntun þarf að vera fjölbreytt og í tengslum við atvinnulífið. -Skapa þarf aðstöðu til aukins fjamáms. Framsögumenn ánægðir með hvernig til tókst og telja margar hugmyndirnar athyglisverðar: Ráðstefnan er samt aðeins upphafspunkturinn Fimm frummælendur töluðu um afmörkuð viðfangsefni á ráð- stefnunni Eyjar 2010. Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskól- ans á Akureyri, ræddi um há- skólamenntun og byggðaþróun, Ami Sigfússon, framkvæmdastjóri Tækni- vals hf., ræddi um forsendur öflugs samkeppnishæfs atvinnulífs í Eyjum, Guðni Valtýsson, kerfisfræðingur, ræddi um hugbúnaðargerð í Vest- mannaeyjum, Ulfar Steindórsson, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs, ræddi um hlutverk sjóðsins og Byggðastofnunar og Andrés Sigur- vinsson, kennari og leikstjóri, flutti erindi sem hann nefndi „Hvar er húfan mín“ og fjallaði um viðhorf hans sem gamals Vestmannaeyings sem ný- fluttur er heim á ný. Til stóð einnig að ANDRÉS Öm D. Jónsson, forstöðumaður nýsköpunarsviðs Háskóla Islands, talaði á ráðstefnunni en hann for- fallaðist. Gerður var góður rómur að erindum þeirra fimmmenninga sem vom stutt og hnitmiðuð. En hvemig þótti þeim ráðstefnan takast? Þorsteinn Gunnarsson: „Mér fannst hún takast afar vel. Þessi mikla þátttaka kom mér skemmtilega á óvart og einnig hvað ráðstefnugestir mættu vel undirbúnir til hennar. Greinilegt var að undirbúningsstarf hafði verið vel unnið. Þátttaka unga fólksins var líka áberandi og það skiptir miklu máli. Þá þóttu mér niðurstöður úr hópastarfinu fram- sæknar og líklegar til að árangur náist. Þessi ráðstefna var afbragðs framtak ÁRNI og mjög gaman að fá að taka þátt í henni.“ Guðni Valtýsson: „í heild fannst mér þetta mjög gott. Kannski aðallega hvað þetta var málefnalegt og fólk niðri á jörðinni. Fmmmælendumir fannst mér líka flestir góðir og sumir afbragðs góðir eins og Andrés Sigurvins sem fór á kostum. Mér fannst líka jákvætt að það sem hópamir komu fram með, vom engar skýjaborgir. Að vísu kostar fé að ráðast í margt það sem þar kom fram en þungamiðjan í þeim ályktunum, eins og raunar á ráðstefnunni í heild, var að við hættum að láta aðra gera hlutina og lítum í eigin barm.“ Andrés Sigurvinsson: „Þetta tókst framar öllum vonum, GUÐNI fannst mér. Bæði skemmtilegt og fróðlegt. Fólk er í startholunum, klárt til að gera eitthvað. Nú þurfa bara allir að styðja við alla og hefjast handa, boltinn er hjá okkur. Þetta finnst mér hafa komið út úr ráðstefnunni og er hægt að ætlast til meira? Orð em til alls fýrst.“ Árni Sigfússon: „Mér fannst ánægjulegt að sjá áhuga svo margra Vestmannaeyinga, jafnt ungra sem aldinna á viðfangsefninu. Þá þóttu mér ábendingar sem komu úr hópunum mjög athyglisverðar. Nú hef ég setið marga fundi þar sem mikið hefur verið talað og margt sagt en oft hef ég saknað framkvæmdanna eftir þá fundi. Spumingin er núna hvað menn gera og aðhafast, eftir því bíðum við.“ ÞORSTEINN Úlfar Steindórsson: „Það sem kannski kom mér hvað mest á óvart við þessa ráðstefnu var hve þátttakan var ótrúlega mikil. Það eitt og sér sýnir að fólk er tilbúið að takast á við það að gera betur. Aftur á móti má segja að ráðstefnan sjálf sé ekki höfuðatriði, heldur framhald hennar. Það sem gerist í framhaldi af henni skiptir höfuðmáli. Og þar held ég að Þróunarfélag Vestmannaeyja hafi miklu hlutverki að gegna.“ Sigurg. ÚLFAR

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.