Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 02.11.2000, Blaðsíða 11

Fréttir - Eyjafréttir - 02.11.2000, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 2. nóvember 2000 Fréitir 11 íðal þess sem kom fram hjá frummælendum eigin verkum vörn í sókn íVestmannaeyjum ALLT var gert tila ð auðvelda fólki að mæta á ráðstefnuna og var meðal annars boðið upp á barnagæslu sem mæltist mjög vel fyrir. tengdar, ýmist með ljósleiðara, thickwire kapli eða örbylgjusambandi. Flest þessara kerfa hafa tengst sjávar- útveginum og það væri nærtækast fyrir Eyjamenn að líta til aukinnar tæknivæðingar í sjávarútvegi, hvað varðaði ný verkefni. Snæbjöm Guðni sagði það staðreynd að ungu fólki hefði fækkað í Vestmannaeyjum og að loknu námi, sem oftast er stundað í Reykjavík eða erlendis ættu margir erfitt með að fá vinnu sem hæfir menntun og metnaði einstaklinganna. Það væri því alveg ljóst að mjög sérhæfð störf yrðu ekki unnin í litlum bæjum úti um landið og að sérfræðingar fýndu því oft einungis atvinnu við sitt hæfi á höfúðborgar- svæðinu. Við þessu væri í sjálfu sér ekkert að gera. Þess í stað væri rétt að beina athyglinni að störfum sem hægt væri að vinna hvar sem er, jafnvel þó markhópurinn (viðskiptavinurinn) væri staðsettur í öðrum landshluta eða jafnvel í öðru landi. Guðni varpaði einnig fram spum- ingunni um hvert væri hlutverk bæjaryfirvalda í atvinnumálum og sagði að oft heyrðust þær raddir að bæjaryfirvöld ættu að hafa frumkvæði varðandi ný atvinnutækifæri. Bæjar- yfirvöld gætu að sjálfsögðu komið að slíkum málum með ýmsum hætti, t.d. með lækkun gjalda tímabundið á meðan ný fyrirtæki kæmu undir sig fótunum. Hins vegar yrði driftin og fmmkvæðið að koma frá einstakl- ingunum, því aðeins ef drifkrafturinn kemur innan frá getur draumurinn ræst. Guðni sagði og að benda mætti á mörg dæmi urn misheppnaðar til- raunir þar sem drifkraftinn vantaði og allir hefðu beðið þess að hið opinbera tæki fmmkvæðið. Fjarvinnsla úti um land (t.d. á Vestfjörðum) væri og yrði aðeins draumur stjómmálamannsins, ef ekki væm til staðar drifkraftar (fmmkvöðlar) á staðnum sem vinna ötullega að verkeftiaöflun og markaðs- setningu. Um möguleika tölvuvinnslu í framtíðinni í Eyjum sagði Guðni að hana væri hægt að auka. Bætti hann og við að Tölvun hefði fengið nýtt hlutafé inn í fyrirtækið og sett á stofn hugbúnaðardeild sem fengi verkefni meðal annars frá stóm hugbúnaðar- fyrirtækjunum í Reykjavík. Ljóst væri að verkefni kæmu frá Tölvumyndum og að fleiri aðilar hefðu tekið vel í hugmyndir um að Tölvun gerist undir- verktaki í stærri verkefnum. Guðni sagðist bjartsýnn á að hjá Tölvun yrði starfsaðstaða, verkefni og laun sambærileg því sem gerðist í Reykjavik. Strax á þessu ári myndi hin nýja hugbúnaðardeild ráða fimm starfsmenn og ef færi sem horfði myndi þeim fjölga vemlega á næstu ámm. Guðni sagði að ef vel gengi væri ekkert því til fyrirstöðu að í Eyjum starfaði öflugt hugbúnaðarfyrirtæki með fjölda starfsmanna. Samkvæmt eðli starfseminnar yrði mest fjölgun í hugbúnaðargerð, en einnig mætti reikna með að í framtíðinni þyrfti fyrirtækið á markaðs- og viðskipta- menntuðu fólki að halda. Hann lauk síðan máli sínu á því að í dag væm margar leiðir færar til öfl- unar fjármagns. Til væm ýmsir sjóðir, sem hefðu að markmiði að styrkja ný fyrirtæki eða gerðust hluthafar í þeim. Allt sem þyrfti væri góð hugmynd, dugur og þor. Hverra er ábyrgðin Andrés Sigurvinsson leikari og kenn- ari er nýlega fluttur aftur heim til Eyja. Hann fyallaði að mestu um menningu og mannlíf fyrr og nú, og tók nokkuð annan pól í hæðina í framsöguerindi sínu en aðrir frummælendur. Bæði var að hann hélt upp nokkurri gagnrýni á hvemig komið væri fyrir Eyjum, og hvemig þróunin hefði orðið niður á við, en einnig hvað gera mætti til úrbóta til að efla byggð og drifkraft í Eyjum. Framsaga hans var og á stundum blandin nokkuð kaldhæðnis- legum húmor, sem reyndar oft hefur verið talinn eitt af einkennum Eyja- manna. Þrátt fyrir kaldhæðnina var hann þó uppfullur af fortíðarþrá og leit með nokkurri velþóknun úl fyrri tíma, en hann hafði líka húmor fyrir fortíðarþráhyggju sinni, sem gerði framsögu hans bæði áheyrilega og vissulega tímabæra þegar höfð er í huga framtíðarsýn ungs fólks. Andrés benti á að úl þess að byggja eitthvað nýtt þyrfti að byggja á því gamla, þannig væri fortíð, nútíð og framtíð alltaf samtvinnað. Hann kall- aði einnig eftir ábyrgð, hveijir bæm hana í því samfélagi sem nú væri til staðar og þeirri samfélagssýn sem menn vildu hafa til framtíðar. I raun væm Eyjar samfélag allra og engra, en það versta sem menn gerðu væri að láta tímann líða í stað þess að fram- kvæma sjálfir. Enn og aftur væri framtíðin í höndum þeirra sem byggju á staðnum og vildu vera þar, hvaða áhugaverðar leiðir væm svo til miðaðist ekki bara við Eyjamenn, heldur ekki síður, hvað það væri sem önnur byggðarlög byðu upp á, sem freistaði manna til þess að dvelja á öðmm stöðum frekar. Reyndar var Andrés nokkuð lítillátur varðandi vem sína í pontu á ráðstefnunni og benti á að betra hefði jafnvel verið að sér yngri maður hefði haft þar framsögu í sinn stað, enda væri það unga fólkið sem kæmi til með að erfa landið. Andrés leit með söknuði til gamla Samkomuhússins sem hefði verið ákveðinn kjami í skemmtana- og sam- komuhaldi á sinni tíð og í framhaldi af því fagnaði hann byggingu fjölnota ráðsteftiuhúss, sem nú væri komið vel á veg, hver svo sem framtíð þess yrði. Einnig lýsti hann eftir miðbæ í Vest- mannaeyjum sem orðið gæti kjami menningarstarfsemi í bænum, því væri því miður ekki að heilsa eins og staðan væri nú. Andrés var eini framsögumaðurinn sem tók sér orðið list í munn, sem einn þeirra þátta sem nauðsynlegir væm til þess að fólk fyndi fullnægju í því sam- félagi sem það byggi. Aðrir fram- sögumenn töluðu frekar á nótum afþreyingar, hvort einhver gjá er þama á milli þeirra sem skapa listina og þeirra sem eingöngu njóta hennar, skal ósagt látið, en menn meti það hver fyrir sig. Skilgreinum nýsköpun mjög vítt Úlfar Steindórsson framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífssins fjall- aði um hlutverk og stefnu Ný- sköpunarsjóðs og velti fyrir sér mark- aðslausnum í atvinnuþróun. Hann var spurður að því hvað nýsköpun væri samkvæmt skilgreiningu sjóðsins. „Það sem er augljósast í því efni er það þegar menn em að finna upp á einhveiju nýju,“ sagði Úlfar. „Mönn- um dettur eitthvað í hug sem engum öðmm hefur dottið í hug. Nýsköpun getur hins vegar verið ýmislegt fleira. Til dæmis einhver tækni sem er til staðar, sem verið er að betrumbæta, eða útfæra á nýjan hátt. Það er einnig ákveðin nýsköpun í því að bjóða upp á nýja þjónustu á ákveðnu svæði, sem gæti þó verið til staðar einhvers staðar annars staðar. Þannig getur nýsköpun náð yfir mjög breitt svið og hægt að skilgreina hana mjög vítt.“ Úlfar sagði að þeir hjá Nýsköp- unarsjóði væm kannski aðallega að horfa til þessarar víðu skilgreiningar á nýsköpun. „Við teljum til dæmis ákveðna nýsköpun í því ef íslenskt fyrirtæki er að fara með einhveija vöm á markað erlendis, jafnvel þó að sú vara sé til og hafi verið úl í fjölda ára.“ Er þá hægt að setja þetta forskeyti - NÝ - innan gæsalappa þegar það stendur með orðinu sköpun? „Að mörgu leyti er hægt að segja það, vegna þess að ef að menn em að gera eitthvað em þeir að skapa eitt- hvað sem aldrei hefur verið gert áður. Nýsköpun þýðir þá að það sé það eina, en við tökum þetta - NÝ- svolíúð frá, eins og þú lýsir því og breikkum þar með skilgreininguna á því.“ Verkefni sem Nýsköpunarsjóður tekur að sér að fjármagna, með láns- eða hlutafé þurfa þess vegna ekkert endilega að fela í sér frumleika? „Nei alls ekki og hefur í sjálfu sér ekkert með fmmleika að gera. Auðvitað getur nýsköpun byggst á ákveðnum fmmleika, þó að við leggjum ekki upp með frumleika í þeirri merkingu að verið sé að skapa eitthvað sem engum hefur dottið í hug áður.“ Nú hefur Nýsköpunarsjóður að mestu styrkt verkefni sem snúa að framleiðslu og markaðssetningu sem tengjast fyrirtækjarekstri, hvemig er með huglægari framleiðslu, eins og á sviði menningarmála? „Við höfum í raun og vem ekki liúð á hlutverk sjóðsins að sfyrkja menn- ingarmál. Við höfum samt komið að verkefnum eins og kvikmyndagerð og tónlist með ákveðnum hætti. En að öllu jöfnu getum við sagt að okkur finnist það vera hlutverk annarra aðila en okkar, til dæmis ríkisvaldsins í hverju landi. Þó að aðili eins og Nýsköpunarsjóður væri hugsanlega tilbúinn að fara inn í slík verkefni að einhverjum hluta, þá yrði það alltaf erfitt. Við emm aldrei að fjármagna neitt hundrað prósent og menn þurfa að koma með peninga á móti framlagi sjóðsins. Það er svo erfitt að draga einkaframtakið með fjármagn að þessum þáttum, þar af leiðandi verður það alltaf erfitt." Úlfar segir að í öllum verkefnum sem Nýsköpunarsjóður komi að, sé gert ráð fyrir að einhver hagnaður sé af þeim. „Við emm reyndar í verk- efnum þar sem hagnaðurinn er ekki beint sjóðsins. Eins og verkefnin Nýsköpun 2000 þar sem við reynum að ýta undir að fólk komi hugmyndum á framfæri, búi til viðskiptaáætlun og sendi í samkeppnina. Við emm svo sem ekki að hafa beinan hagnað af því, en vonandi emm við að fá einhver verkefni sem gætu skilað okkur einhverju síðar. Nú, fyrir utan það emm við að hjálpa og uppfræða, þannig að líta má á það verkefni sem hag samfélagsins sem auðvitað er erfitt að mæla. Við höfum séð okkur meira á þessum kanti en ekki verið að ýta undir leiklist, bókmenntir og slíka hluti.“ Úlfar segist ekki í fljótu bragði sjá að sjóðurinn muni með neinu móti styrkja slíka starfsemi. „Það er mjög erfitt. í lögum og reglum sjóðins er hann skilgreindur með þeim hætti að mjög erfitt yrði að nálgast slíka fram- kvæmd og persónulega er ég mjög ánægður með að sjóðnum skuli ekki vera ætlað að fást við slíka hluti.“ Benedikt Gestsson

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.