Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 02.11.2000, Blaðsíða 18

Fréttir - Eyjafréttir - 02.11.2000, Blaðsíða 18
18 Fréttir Fimmtudagur 2. nóvember 2000 Landa- KIRKJA - hjartanlega velkomin! Fimmtudagur 2. nóvember KJ. 10:00. Foreldramorgun, Kristín Sigurðardóttir kynnir ungbama- nudd. Kl. 14:30. Helgistund á Heil- brigðisstofnun, dagstofu 3. hæð. Heimsóknargestir velkomnir. Kl. 17.30. TTT. Allir 10-12 ára krakkar hjartanlega velkomnir. Laugardagur 4. nóvember Kl. 11:30. Æfíng fellur niður hjá Litlum lærisveinum þessa viku. Sunnudagur 5. nóvember Kl. 11:00. Bamaguðsþjónusta. Lof- gjörð, leikur, saga og mikill söngur. Kl. 14:00. Allra heilagra messa. Minnst verður þeirra sem látist hafa síðustu tólf mánuði með því að lesa upp nöfn þeirra í almennri kirkjubæn. Ábendingar um þá sem látist hafa utan Eyja em kær- komnar. Allir hjartanlega vel- komnir og sérstaldega þeir sem hafa misst ástvini sína. Kaffisopi eftir messu en þá verður einnig opnuð myndlistarsýning sjö lista- kvenna í Safnaðarheimilinu sem ber nafnið „Tíminn og trúin“. Kl. 20.30 Æskulýðsíundur í Landa- kirkju. Kynning á blaðaútgáfu. Leikir, bæn og sprell. Mánudagur 6. nóvember Kl. 20:00 Vinnufundur Kvenfélags Landakirkju vegna jólabazars þann 3. desember. Þriðjudagur 7. nóvember Kl. 16.30 KKK KirkjuKlúbburinn Kirkjuprakkarar með Hrefnu og félögum. Hver veit nema trúður komi í heimsókn? Miðvikudagur 8. nóvember Kl. 11:00. Helgistund í Hraun- búðum. Allir hjartanlega vel- komnir. Kl. 12-12:20. Kyrrðar og bæna- stund. Velkomið að koma bænarefnum til prestanna. Kl. 20-22 Opið hús í KFUM&K- húsinu fyrir unglinga 8., 9. og 10. bekkjanna. Utanlandsferð næsta sumars verður kynnt lauslega. Spjallað saman um síðustu móts- ferð. Hvítasunnu- KIRKJAN Fimmtudagur 2. nóvember Kl. 20:30 Biblíulestur, hvers vegna var Jesús Krossfestur? Laugardagur 4. nóvember Kl. 20:30 Bænasamkoma, beðið fyrir landi og þjóð. Sunnudagur 5. nóvember Kl. 15:00 Vakningarsamkoma, ræðumaður Snorri Óskarsson Hvað styður þá fullyrðingu að kristin trú sé sú eina rétta? Hefur Biblían eitthvað framyfir aðrar trúarbækur? Velkomin að hlýða á og skoða málin! Þriðjudagur 7. nóvember Kl. 17:30 Krakkakirkjanífúllujöri, öll böm velkomin! Hjartanlega velkomin á sam- komur Hvítasunnumanna- meðan húsrúm leyfir! Aðventkirkjan Laugardagur 4. nóvember Kl. 10.00 Biblíurannsókn. Allir hjartanlega velkomnir. ÍBV-íþróttafélag bauð til mikillar veislu í Þórsheimilinu á laugardagskvöldið. Þarna var boðið stuðningsfólki sem lagt hafði hönd á plóg við Shell-mótið, Vöruvalsmótið og Þjóðhátíðina. Grilluð voru einhver ókjör af lambalærum og voru þau framreidd með dýrindis meðlæti. Lamhakjötið brást ekki enda grillað af mikilli list og ekki skemmdi að einnig var í boði drykkur úr krana til að skola kræsingunum niður. Þátttaka fór langt fram úr björtustu vonum, alls mættu liðlega 100 manns og hafa gestir aldrei verið fleiri í sögu félagsins við sama tækifæri. HÉR er glatt á hjalla enda verið að rifja upp stórvirki sumarsins. ÓLI í Skipalyftunni, Þura, Sveinbjörg og Stefán í Þór létu sig ekki vanta enda hafa þau öll lagt lagt íþróttum lið í gegnum tíðina. FRIÐRIK veitustjóri er hér í hópi fagurra kvenna enda drengurinn eitt sælubros. Fittness: Sigurlína í 3. sæti í undankeppni Tekur þátt í alþjóðlegri keppni á laugardasinn Á laugardaginn kemur verður haldin alþjóðleg Fitness-kcppni í Laugardalshöllinni í Reykjavík. Einn Vestmannaeyingur er meðal keppenda í kvennaflokki, Sigurlína Guðjónsdóttir. Fyrir fjórum árum náði Vestmannaeyingurinn Sigurbjörg Ágústsdóttir mjög góðum árangri í svipaðri keppni. Sigurlína segir að hún hafi tekið þátt í undankeppninni sem haldin var í Ketlavík á laugardaginn var. Þar kepptu 11 stúlkur um fjögur sæti í aðalkeppninni og varð Sigurlína þar í 3. sæti sem tryggði henni þátttökurétt á laugardag. Sigurlína segir að þarna keppi einnig fjórar eða fimm erlendar stúlkur og einhverjar þeirra séu atvinnumanneskjur í greininni. Þá verður og keppt í karlaflokki. 28 karlar mættu í undankeppnina og einnig fjórir sem komast í aðalkeppnina. I karlaflokki munu einnig útlendingar mæta til kcppni. Að sögn Sigurlínu er keppnin tvískipt, annars vegar styrkleikaþraut þar sem reynir á líkamsstyrk keppenda og hins vegar samanburður á fíkamsbyggingu þeirra. Sigurlína segist vera búin að Stefna að þessu í einn og hálf'an mánuð með æfingum og sérstöku mataræði þar sem m.a. öll fita hefur verið útilokuð og lítil sykurneysla. „Ég er mjög ánægð með að hafa komist í aðalkeppnina, reiknaði alls ekki með því að komast svo langt. Nú þekki ég ekkert til erlendu keppendanna en reikna með að við íslensku stelpurnar komum til með að standa okkur vel í styrklcikahlutanum. Sennilega standa þær erlendu betur að vígi í líkamlegum samanburði. Ég veit bara að ég ætla að gera mitt besta á laugardaginn," sagði Sigurlína Guðjónsdóttir. SIGURLÍNA er tilbúin í slaginn. I/ Ólafía Ásmundsdóttir frá Hlíðarenda Með Ijósmyndabók -sem helguð er æskustöðvunum Ólafia Ásmundsdóttir frá Hlíðarenda hefur sent frá sér bókina Ur sumarsænum - Vestmannaeyjabók- sem er ljósmyndabók. Eins og nafnið bendir til er myndefnið sótt til Vestmannaeyja en þar er höfundur fædd og uppalin. Ólatía er frá Hlíðarenda í Vestmannaeyjum og hér ólst hún upp en flutti frá Eyjum um tvítugt. Olafia hefur lengi tekið ljósmyndir og fyrir mörgum árum kviknaði hjá henni hugmynd að bókinni. Hún fékk son sinn Ásmund Ingason í lið með sér við töku myndanna en sjálf skrifar hún allan textann. „Ég er með útgáfu bókarinnar að láta gamlan draum rætast, að búa til Ijósmyndabók um æskustöðvarnar á Heimaey,“ segir Ólafia um bók sína. „Bókin er safn nýrra ljósmynda sem teknar eru á Heimaey að sumarlagi. Má segja að efni hennar sé lítið ferðalag um eyna sem byrjar við innsiglinguna inn Víkina. Síðan er haldið inn á Eiði, niður á bryggju og vestur á Hamar. Eftir viðkomu í bænum er farið út í Klauf, upp á Stórhöfða og þaðan austur með Eyju og út á Nýjahraun.“ Ölafia segir að hvar sem drepið sé niður fæti blasi við mikil náttúrufegurð og fjölbreytnin sé ótrúleg. „Þessu er ég að reyna að koma til skila í bókinni. Það er annarra en mín að dæma um hvernig til hefur tekist en ég hef lagt allt mitt í bókina og vonast til að þess sjáist merki í bókinni. Ég átti skemmtileg æskuár í Vestmannaeyjum og hér liggja ræturnar.“ Bókin er 80 blaðsíður í stóru broti, oftast ein mynd á síðu, og hinn eigulegasti prentgripur. Texti er á íslensku, ensku og þýsku og er til sérkápa fyrir hvert tungumálanna. „Ég ákvað að gefa bókina út sjálf og sjá einnig um dreifingu. Það er mikið verk en vonandi gengur allt að óskum hjá mér,“ sagði Ólafía að lokum. ÓLAFÍA með bókina góðu.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.