Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 02.11.2000, Blaðsíða 19

Fréttir - Eyjafréttir - 02.11.2000, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 2. nóvember 2000 Fréttir 19 Nissandeildin: IBV22-IR21 Háspenna í lokin ÍBV tók á móti ÍR í sjöttu umferð Nissandeildarinnar síðastliðinn laugardag. Leikurinn átti upphaf- lega að fara fram kvöldið áður en var frestað sökum veðurs. Frekar fámennt var á leiknum en þeir áhorfendur sem létu sjá sig fengu hins vegar að sjá æsispennandi lokamínútur leiksins. ÍBV sigraði með einu marki, 22-21 og tryggði sér þar með dýrmæt tvö stig á heimavelli. Leikurinn byrjaði reyndar ekki gæíúlega fyrir ÍBV. ÍR-ingar spiluðu sömu vamaraðferð og ÍBV, svokall- aða 3-2-1 vöm sem er mjög fram- liggjandi og áttu leikmenn ÍBV í mestu vandræðum með að finna glufur í vöm gestanna. Jón Andri Finnsson sá þó til þess að ÍR-ingar náðu aldrei að stinga af í byijun en hann skoraði fyrstu tvö mörk liðsins úr vítaskotum. Smátt og smátt náðu strákamir tökum á leiknum og náðu að komast yfir, 3-2. Eftir það jókst munurinn á milli liðanna og í hálfleik leiddi ÍBV með fjórum mörkum, 13-9. I upphafi seinni hálfleiks leit allt út fyrir stórsigur ÍBV enda juku leik- menn liðsins muninn strax í fimm mörk. En mjög slæmur leikkafli liðs- ins um miðjan hálfleikinn gaf gest- unum kjörið tækifæri á að komast inn í leikinn sem þeir nýtm sér til fulls. Gestimir komust tveimur mörkum yfir þegar tæplega tíu mínútur vom eftir en góður endasprettur ÍBV þar sem Jón Andri skoraði síðustu tvö mörk leiksins, tryggði ÍBV sigurinn. Guðfinnur Kristmannsson spilaði vel í leiknum, var reyndar með slaka skotnýtingu en bætti það upp með því að búa til færi fyrir samhetja sína og góðum vamarleik. Guðfmnur sagði í samtali við Fréttir eftir leikinn að liðið væri hægt og sígandi að ná betri tökum á leik sínum. „Við vomm að spila fína vöm í byrjun og við emm bara að þreifa okkur áfram í þessu. Þeir vom líka að spila ágætis vöm en við héldum bara boltanum og spil- uðum skynsamlega. Við leituðum bara eftir góðum fæmm enda vomm við ekkert að klikka oft í sókninni. Við náðum góðri forystu í byrjun seinni hálfleiks en svo var eins og menn héldu að þetta væri bara búið og við hreinlega klúðruðum forystunni sjálfir. En við náðum að rífa okkur upp í lokin og næla okkur í þessi tvö stig. Mér fannst þetta bara góður karakter í liðinu að koma aftur til baka eftir að hafa lent undir og vinna leikinn. Við emm hins vegar ennþá að vinna í okkar leik, mér finnst við eiga að geta spilað betri vöm en sóknarleikurinn er svona hægt og sígandi að koma.“ Mörk IBV: Mindaugas Andriuska 6, Jón Andri Finnsson 6/5, Guðfinnur Kristmannsson 4, Aurimas Frovolas 2, Svavar Vignisson 2, Daði Pálsson 1 , Erlingur Richardsson 1. Varin skot: Gísli Guðmundsson 11. Handknattleikur kvenna: Víkingur 28 - IBV 13 Versti leikur sem éj hef spilað -sesirVisdís Sisuróardóttir, markmaður íslandsmeistaranna Það verður seint sagt að ÍBV hafi riðið feitum hesti frá viðureign liðanna síðastliðinn laugardag. ÍBV átti aldrei möguleika gegn sterku liði Víkinga og endaði leikurinn með hvorki meira né minna en fimmtán marka tapi ÍBV, 28-13. Leikurinn var í jafnvægi til að byija með en þegar um það bil tíu mínútur vom liðnar af honum tóku heima- stúlkur í Víkingi góðan kipp, skomðu úr sjö hraðaupphlaupum og hefðu getað bætt við fleiri mörkum en Vigdís Sigurðardóttir í marki ÍBV hélt ÍBV á floti. Staðan fór úr því að vera jöfn, 2-2 í 12-4 og óhætt að segja að leikurinn væri nánast búinn. ÍBV náði þó aðeins að klóra í bakkann fyrir leikhlé, staðan þá var 14-7 og ljóst að á brattann yrði að sækja fyrir IB V. í seinni hálfleik var ÍBV liðið gjörsamlega á hælunum. Amela Hegic var sú eina sem þorði, enda var hún sú eina sem skoraði í seinni hálfleik. Amela var svo tekin úr umferð og við það hmndi sóknarleikur ÍBV endanlega og Víkingsstúlkur með Guðbjörgu Guðmannsdóttir í fararbroddi völtuðu hreinlega yfir Islandsmeistarana. ÍBV skoraði að- eins sex mörk í seinni hálfleik á meðan Víkingsstúlkur skomðu ijórtán og niðurstaðan fimmtán marka tap ÍBV. Vigdís Sigurðardóttir sagði í samtali við Fréttir að leikurinn hefði í einu orði sagt verið hörmung. „Það var nánast allt að í leiknum, ég veit ekki hvort við höfum hreinlega ekki verið tilbúnar í leikinn en þetta er alveg ömgglega versti leikur sem ég hef nokkum tíma spilað síðan ég byijaði í handbolta. Þetta hefur verið mjög erfitt hjá okkur að undanfömu, við emm náttúmlega Islandsmeistarar og það er erfitt fyrir ungu stelpumar að standa undir því. Við emm kannski að gera allt of miklar kröfur til þeirra en það er bara svo svekkjandi að hafa verið bestar í fyrra en vera með lélegri liðum núna. En það er að koma hlé á deildinni og við munum nýta það til fulls til að koma báðum nýju leik- mönnunum inn í þetta og til að bæta okkar leik.“ Mörk ÍBV: Amela Hegic 7/1, Ingibjörg Ýr Jóhannsdóttir 2, Anita Andreassen 2, Aníta Ýr Eyþórsdóttir 1, Bjamý Þorvarðardóttir 1. Varin skot: Vigdís Sigurðardóttir 15. EDDA Garðarsdóttir, sem er komin til liðs við ÍBV á ný á erfitt verk fyrir höndum með stöllum sínum en nái þær að ná betur saman eru þær til alls líklegar. Körfuboltinn: Bikarkeppni KKÍ Steínlásu fyrír íslandsmeisturunum ÍV tók á móti íslandsmeisturum KR í 32ja liða úrslitum bikarkeppninnar í körfuknattleik síðastliðinn laugardag. Gengi KR-inga hefur fram til þessa ekki verið glæsilegt og hafði liðið ekki enn unnið leik í deildinni þegar kom að leiknum gegn IV. Eyjamönnum var þar af leiðandi ekki sýnd nein miskunn og endaði leikurinn með stórsigri Islandsmeistaranna, 70-120. Þrátt fyrir þessar ótrúlegu tölur þá vom það leik- menn IV sem byijuðu leikinn betur og leiddu fyrstu mínútumar. En í stöðunni 12-7 settu Vesturbæingar í fluggírinn og náðu ömggri forystu áður en fyrsti leikhluti var úti. Leikmenn ÍV náðu aðeins að laga stöðuna í öðmm leikhluta en staðan í hálfleik var 38-57, eða aðeins 19 stiga munur. Leikurinn var í nokkm jafnvægi, allt þar til síðustu mínútur leiksins þegar leikmenn IV gáfust upp og KR-ingar skomðu hverja þriggja stiga körfuna á fætur annarri. Lokatölur gefa ekki rétta mynd af leiknum, fimmtíu stiga munur var of stórt tap en engu að síður átti IV ekki möguleika gegn hinu ört vaxandi liði KR-inga. Kristinn Þór Jóhannesson sagði eftir leikinn að það hefði fyrst og ffemst verið gaman að mæta KR- ingum. „Þetta var góð tilbreyting að mæta úrvals- deildarliði og ég er ekki frá því að hefðum getað staðið í þeim ef þeir hefðu ekki verið búnir að fá þennan Bandaríkjamann fyrir leikinn gegn okkur. Hann var mesti munurinn á liðunum enda rúmlega tveggja metra sláni. Einnig áttum við í vandræðum með að stoppa þriggja stiga skotin hjá þeim enda einbeittum við okkur að því að stoppa risann, þá fengu þeir frið fyrir utan. Þetta hefði ekki átt að enda með svona miklum mun, þegar fimm mínútur voru eftir þá vom aðeins tæplega þijátíu stig á milli liðanna en við ákváðum að sýna góð tilþrif í lokin í stað þess að halda muninum niðri.“ Stigahæstir í liði IV: Amsteinn Ingi Jóhannesson 24, Eggert Baldvinsson 15, Kristinn Þór Jó- hannesson 10. Anita komin aftur Anita Andreasen, sem spilaði með kvennaliði IBV meistaratímabilið 1999 - 2000 hefúr gengið til liðs við liðið að nýju. Lengi stóðu vonir manna til þess að leikmaðurinn kæmi aftur að nýju en Anita var til reynslu hjá liði í Danmörku og vildi reynakomastaðþarílandi. Þegar það gekk ekki upp stóð ekkert í vegi fyrir því að Anita kæmi aftur en hún lék sinn fyrsta leik með liðinu gegn Víkingum sl. laugardag. Annar leikmaður er einnig á leiðinni til liðsins, Tamara Mand- izch heitir hún og kentur frá Júgóslavíu. Tamara er rétthent en getur spilað báðar skyttustöðumar og sem leikstjómandi. Spilað heiman og heima Islandsmeistarar og meistarar meistaranna í handknattleik kvenna ÍBV mæta þýska liðinu Buxtehude í tveimur leikjum í Evrópukeppni félagsliða. Leikimir munu fara fram bæði úti og hér í Eyjum en fyrri leikurinn fer fram í Þýskalandi nú um helgina. Heimaleikurinn verður síðan helgina 10-12 nóv- ember. Leikmenn og forráðamenn deildarinnar ganga nú í hús og selja happdrættismiða, til að brúa bilið íjárhagslega en miðinn gildir einnig sem aðgangsmiði á heimaleikinn. Fyrstu stigin hjá öðrum flokki Annar flokkur karla í handknattleik átti að mæta jafnöldrum sínurn úr Mosfellsbæ í leik botnliðanna í A- riðli um helgina. Gestimir sáu sér hins vegar ekki fært um að mæta til leiks, því var ÍBV dæmdur sigur og fengu strákamir því sín fyrstu stig á vetrinum og lyftu sér þar með af botninum. Fram- undan Föstudagur 3. nóvember Kl. 20.00 HK-ÍBV karlar Laugardagur 4. nóvember Kl. 14.00 Breiðablik-ÍV Sunnudagur 5. nóvembcr Kl. 12.00 Snæfell-ÍV Þriðjudagur 7. nóvember Kl. 20.00 IBV-Valur

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.