Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 02.11.2000, Blaðsíða 10

Fréttir - Eyjafréttir - 02.11.2000, Blaðsíða 10
10 Fréttir Fimmtudagur 2. nóvember 2000 Eyjar 2010: Tækifeerin eru á hverju strái er m< Að hafa trú á -er samt lykillinn að því að snúc í allt sóttu rúmlega 300 manns ráðstefnuna Eyjar 2010 í Tysheimilinu á laugardaginn. Ráðstefnunni var skipt í tvennt, annars vegar voru fimm framsögumenn og hins vegar voru birtar niðurstöður þemahópa sem verið hafa að störfum undanfamar vikur. I framhaldi af því var pallborð með alþingismönnunum Áma Johnsen og Lúðvík Bergvinssyni og bæjarfulltrúunum Helga Bragasyni og Guðrúnu Erlingsdóttur. Benedikt Gestsson blaðamaður fylgdist með ráðstefnunni og gerir hér grein fyrir því helsta sem kom fram hjá framsögumönnunum, Þorsteini Gunnarssyni, Áma Sigfússyni, Úlfari Steindórssyni, Guðna Valtýssyni og Andrési Sigurvinssyni. Stríð kynslóðanna Fyrsti framsögumaður á ráðstefnunni Eyjar 2010 var Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri. I framsögu sinni fjallaði hann um mikilvægi háskólasamfélags og æðri menntunar fyrir byggðaþróun. Hann kom víða við í erindi sínu og fjallaði um uppbyggingu dreifðra byggða erlendis og sitthvað sem Islendingar mætlu þar af læra. Beindi hann í þeim efnum hvað mest augum sínum til uppbyggingar sem fólgin væri í upp- lýsingatækninni og tók dæmi frá Skotlandi þar sem gerð hefði verið tíu ára áætlun um uppbyggingu atvinnu- tækifæra þar sem upplýsingatæknin væri það „skothelda gler“ sem byggt væri á. Þessi líking er hér viðhöfð sökum þess að þó að ýmislegt sé jákvætt við fjarvinnslu sem byggir á upplýsingatækni og netvæðingu, þá eru dæmin til þar sem slík uppbygging hefur beðið skipbrot. Hefur þar gleymst að slík markaðssókn þarf góðan undirbúning ef vel á að takast. Þorsteinn sagði að meðal verkefna sem unnin væru á áðumefndu skosku verkefni væru uppbygging gagna- banka, markaðsrannsóknir og upp- bygging sjúkraskrár fyrir gagna- vinnslu í Bandaríkjunum. Allt hið jákvæðasta mál sem hleypt hefði jákvæðum hugmyndum inn í sam- félagið. Benti Þorsteinn á slíka möguleika fyrir Eyjar, þar sem ekki væri nauðsynlegt að hafa viðdvöl á íslandi, heldur gætu slík fyrirtæki í Eyjum verið í beinum tengslum við fyrirtæki á meginlandi Evrópu, eða annars staðar í heiminum. Eitt það athyglisverðasta sem Þor- steinn kom inn á í erindi sínu var sú áleitna spuming sem felst í hugmynd- inni um að mennta fólk í burtu. Og í framhaldi af því, burtu frá hverju? Sagði hann slíkar hugmyndir alltaf hafa verið uppi og væri jafnvel eitt helsta einkenni á stríði kynslóðanna alla tíð. Samkeppnin um vinnuaflið hafi alla tíð verið til staðar og fólk hefði flutt sig á milli þar sem tekju- möguleikamir væm, þetta væri gömul saga og ný. Velmegun einstaklinga nú væri fólgin í menntun, sem væri öllum opin og þess vegna ekkert óeðlilegt við að ungt fólk reyndi að sjá sér framtíðarfarborða á vettvangi nýrrar tækni og tækifæra. Þróunin væri hins vegar sú að með aukinni menntun og möguleikum til menntunar fjölgaði til að mynda konum á vinnumarkaði, enda hvatning í samfélaginu til þess að konur sæktu meira fram. í því sam- bandi nefndi hann að staða fjöldksyld- unnar og viðhorf til hennar væri af allt öðrum meiði en fyrir nokkmm ára- tugum. Þess vegna væri verið að sjá fram á gjörbreytt samfélag innan nokkurra ára. I ljósi þessa vöknuðu því ýmsar spumingar sem menn yrðu að svara, sérstaklega í samfélagi eins og Vestmannaeyjum, þar sem fjar- lægðir em litlar og að sumra áliti íjölskylduvænt í mörgu tillti. Þorsteinn velti einnig upp spum- ingunni um hvað hið margnefnda þekkingarsamfélag væri og íyrir hvað það stæði í ljósi breyttra tíma og viðhorfa. I því sambandi benti hann á að hvers kyns sértæk þekking myndi aukast og þar af leiðandi sér- fræðingum íjölga, þar sem fleiri fæm út í stjómun. Hvemig yrði lagskipting stétta í slíku samfélagi í ljósi stéttar- skiptingar lyrri tíma? Þjóðvegur framtíðarinnar Ámi Sigfússon, framkvæmdastjóri Tæknivals, sá mesta vaxtarbrodd at- vinnuuppbyggingar í upplýsinga- tækninni. Hann kallaði fyrirlestur sinn „Á að íjárfesta í Stoke eða Stakkó“. Ámi sagði að hvert samfélag ætti einhveija hliðstæðu, líkt og Eyjamenn ættu sitt Stakkó ættu Reykvíkingar sinn Amarhól, eða þjóðin Þingvelli. Hann varpaði því fram hvers vegna ijárfestar í Eyjum vildu ekki ljárfesta í sinni heimabyggð og hvort vantrú ríkti í Eyjum á möguleikum Vestmanna- eyja. Til þess að breyta þessu þyrfti að breyta hugsunargangi í Eyjum og þar þyrftu Eyjamenn sjálfir að sýna fmmkvæðið. Ami benti á ýmsa möguleika sem Eyjamenn ættu að geta nýtt sér og horfði hann þá til tækifæra í upplýs- ingatækni. Hann greindi síðan stöðuna eins og hún væri nú og hvaða mögu- leikar væm fyrirsjáanlegir á næstu ámm bæði hvað varðaði hraða og magn upplýsinga sem flytja mætti innan kerfisins. Benti hann í því sam- bandi á ljósleiðara Línu.Nets og breiðband Landssfmans. í því sam- bandi væri ekki verið að tala eingöngu um tengingu til einstakra fyrirtækja, heldur inn á hvert heimili. Með tilkomu ljósleiðara inn á hvert heimili yrði flutningsgeta 200-föld miðað við ADSL tengingu núna. Mynd, hljóð og ýmis gögn bæmst samtímis og fjar- vinnslumöguleikar yrðu nánast enda- lausir. Þetta væri hinn nýi þjóðvegur, hin nýja hraðbraut upplýsinga- tækninnar. Ámi sagði að til þess að nýta sér hraðbrautina yrði að byggja upp innviði samfélagins út frá breyttum forsendum og að slík uppbygging gerði samfélagið áhugavert til búsetu og ekki síður fyrir fjárfesta. Nefndi hann að lykilhæfni í tækniþekkingu og uppbyggingu atvinnutækifæra væri að finna í sjávarútveginum, ferðaþjónustu og rannsóknum. Ámi benti og á möguleika þess að stofna fyrirtæki, sem unnið gætu ýmsa vinnu sem undirverktakar fyrir stærri hugbún- aðarfyrirtæki, en jafnframt myndi hlutur afþreyingarinnar aukast á þessum vettangi, sem svo aftur kallaði á breytt samfélagmynstur og fjöl- skyldustefnu. Ámi sagði að Eyjamenn gætu og nálgast ný tækifæri í upplýsingatækni þegar hún væri orðin almennari. Hann sagði þekkingarsamfélagið kalla á rökræðu og að menn gætu stöðugt bætt við þekkinguna. Ef hins vegar ekki yrðu byggðir upp innviðir þessa nýja samfélags myndu hinir kröfu- harðari íbúar velja sér annan stað til búsetu, ef aðeins yrði rætt um möguleikana yrðu tækifærin að engu. Ámi sagði tækifærin framundan, hraðbrautina og fjármagnið til staðar, en ef Eyjamenn huguðu ekki sjálfir að sínum málum í þekkingarsamfélaginu og legðu sig fram um að nýta sjálfir nýja möguleika og setja fjármagn í þá, yrðu tækifærin að engu. Um óraunhæfa drauma stjómmálamanna Snæbjöm Guðni Valtýsson, verkefnis- stjóri hjá Tölvun, fjallaði um möguleika tölvufyrirtækja í nútíð og framtíð. Guðni sagði hugbúnaðargerð eiga sér nokkra sögu í Vestmanna- eyjum og tiltók Torfa, Birgi, Mugg, Hafdísi, Agnesi, Prófast og Lunda, og að þessi kerfi hafi verið unnin og þróuð að mestu leyti í Eyjum um og fyrir 1990. Þessi forrit væm ýmist enn í notkun eða fyrirmyndir núverandi kerfa. Bónuskerfi Samfrosts, sem að mestu leyti var verk Gulla Sigurgeirs og Davíðs í Tölvun væri líklega besta kerfi sinnar tegundar sem unnið hefði verið. Jón Leósson vann apótekara- forrit, sem var víða notað. Hallgrímur Njálsson skrifaði félagsgjaldaforrit og ferjuforrit fyrir Heijólf og hann, í samvinnu við Tryggva Gunnarsson, vann Intemet forrit, það sem Eyja- fréttir nota. Margir könnuðust einnig við Eyjanetið svokallaða, þar sem frystihúsin, Bæjarveitur, Ráðhús og ýmsar stofnanir bæjarins væm sam-

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.