Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 02.11.2000, Blaðsíða 8

Fréttir - Eyjafréttir - 02.11.2000, Blaðsíða 8
8 Fréttir Fimmtudagur 2. nóvember 2000 Barátta Eyjamanna fyrir forræði yfir Herjólfi endanlega töpuð: Oheilindi samgöngu- ráðherra og Vegagerðar -segir Magnús Jónasson, framkvæmdastjóri Herjólfs hf. MAGNÚS: - Ég harma að svona skuli vera komið. Að samgöngutækið, sem bæjarfélagið byggir mest á, skuli ekki lengur vera í höndum heimamanna. Nú er að fullu Ijóst að Samskip hf. munu taka við rekstri Herjólfs um næstu áramót. Ferill þess máls, allt frá því að ákveðið var að bjóða út reksturinn, hefur verið hálfgerð harmsaga enda var Ijóst, þegar tilboð í reksturinn voru opnuð þann 11. september sl. að hlutur Herjólfs hf. var langt í frá að vera jafngóður og menn höfðu ætlað. Magnús Jónasson, framkvæmda- stjóri Herjólfs hf., er sá aðili sem þetta mál hefur hvað mest mætt á. íviðtali við Fréttir vandar hann hvorki Vegagerðinni né samgönguráðherra kveðjurnar og ber þeim á brýn óheilindi í því málastappi sem átt hefur sér stað á síðustu vikum. I hróplegu ósamræmi við veruleikann Það er sem sagt ú hreinu að Samskip munu taka við rekstri Herjólfs um áramót? „Okkur varð endanlega ljóst þann 23. októbersl. aðsvoyrði. Þáfengumvið vitneskju um að skrifað hefði verið undir bindandi samning milli Vega- gerðarinnar og Samskipa. Þetta kom okkur verulega á óvart vgna þess að strax eftir að útboð voru opnuð þann 11. september var okkur ljóst að kostnaðaráætlun Vegagerðar- innar var í hróplegu ósamræmi við veruleikann. Við óskuðum þess þá þegar að fá að sjá þá áætlun sund- urliðaða en var neitað um það af Vegagerðinni. Eftir verulegan þrýst- ing boðaði vegamálastjóri til fundar með fulltrúum Herjólfs, fulltrúum bæjarstjómar og þingmönnum, þann 28. september. Sá fundur skýrði málin afskaplega lítið. Vegamálastjóri bauð síðan fulltrúum Herjólfs til fundar 2. október og mættum við á þann fund. Þar var okkur sýndur hluti af kostnaðaráætluninni sem sannfærði okkur enn frekar um hve óraunsæ hún var. Við reyndum að rökræða við fulltrúa Vegagerðarinnar og sögðum þeim að við teldum áætlunina ekki standast. Eina svarið, sem við fengum, var: „Þetta er okkar mat og því verður ekki breytt." Sama dag ákváðum við að kæra útboðið til kæmnefndar útboðsmála, sem starfar á vegum fjármálaráðu- neytisins, og jafnframt fengum við loforð samgönguráðherra fyrir því að ekkert yrði aðhafst í útboðsmálum íyrr en úrskurður þeirrar nefndar lægi fyrir. Þann 4. október lögðum við fram kæmna og þá ítrekaði samgöngu- ráðherra enn að málið fengi eðlilegan framgang og ekkert yrði aðhafst meðan það væri hjá kæmnefndinni. Þann 6. október skrifuðu svo Vegagerðin og Samskip undir sam- komulag sem okkur var tjáð að fæli aðeins í sér að Samskip myndu standa við tilboð sitt þótt komið væri fram yfir tilskilinn frest.“ í góðri trú um full heilindi „Mánudaginn 9. október kom svo fram í fréttum Stöðvar 2 að búið væri að gera bindandi samning milli Vegagerðarinnar og Samskipa. Við höfðum þegar í stað samband við samgönguráðherra og neitaði hann því að um bindandi samning væri að ræða, heldur aðeins samkomulag milli aðila. Þar af leiðandi stóðum við í góðri trú með að við væmm að vinna í fullum heilindum og allt væri í góðum farvegi hjá kæmnefndinni. Það var svo ekki fyrr en mánudaginn 23. október sem okkur barst álit Vega- gerðarinnar sem sent var kæmnefnd. Þar er staðhæft að 6. október hafi komist á bindandi samningur milli aðila. Þessu var haldið leyndu fyrir okkur allan tímann. Lögfræðingur okkar krafðist þess þennan sama dag að fá afhent umrætt samkomulag sem gert var 6. október. Með eftirgangsmunum fengum við það í hendur seinnihluta dags. Þar er staðfest að 6. október var samning- urinn staðfestur milli þessara aðila. Þegar þetta lá ljóst fyrir óskuðum við eftir því við kæmnefnd að fá frest til að bregðast við nýjum aðstæðum. Nefndin hélt fund daginn eftir, þann 24. október, og neitaði okkur um frest. Þá var okkur ljóst að þar sem kominn var bindandi samningur, gat kæm- nefnd ekki úrskurðað í málinu, sam- kvæmt gildandi reglum og drógum því kæmna til baka. Þetta mál var í raun og vem dautt þann 6. október. Þann 25. október berst svo bréf frá Vegagerðinni til kæmnefndar þar sem þess er óskað að nefndin gefi sitt álit þrátt fyrir að nefndin hafí ekki rétt til þess. Nefndin varð við þeirri beiðni og gaf sitt álit á forsendum sem Vegagerðin lagði fram en okkur var neitað um frest til að koma okkar sjónarmiðum á framfæri. Afþvíleiðir að þetta álit kæmnefndar er mjög einlitt. Samgönguráðherra sveik okkur Allan þennan tíma hafði samgöngu- ráðherra sannfært okkur um að málið væri enn á vinnslustigi, þrátt fyrir að hann vissi að búið var að gera bindandi samning. Með öðmm orð- um svikið okkur. Svikin fólust í því að hann hafði aldrei stöðvað þetta ferli eins og hann lofaði í upphafi." Að hverjum beinist ykkar gremja aðallega íþessu ináli? „Fyrst og fremst að samgönguráð- herra og Vegagerðinni. Báðir þessir aðilar hafa sýnt mikil óheilindi í öllu þessu máli.“ Stóðu þingmennimir sig ekki sem skyldi? „Eg held að ekki sé hægt að sakast beint við þingmenn í þessu máli. Kannski em höfuðmálið það að þetta skyldi fara í útboð. Vegagerðin hefur alltaf viljað það, frá upphafi. Meðan Halldór Blöndal var samgönguráð- herra sat hann á því máli en þegar nýr maður settist í stól samgönguráðherra var þegar í stað byrjað að hamra á honum og ekki stoppað fyrr en hann var búinn að samþykkja útboð.“ Óvissa um afkomu 28 ijölskyldna Hver er nú framtíð Herjólfs hf. ? „Það get ég ekki sagt um. I gær var haldinn starfsmannafundur og öllum starfsmönnum félagsins sagt upp störfum. Það er allt óráðið með fram- tíðina hjá því fólki. Herjólfur hf. á bæði hús og landgöngumannvirki í Vestmannaeyjum og Þorlákshöfn og um þá hluti hefur ekki verið samið. Þó stendur í útboðsgögnum að Vega- gerðin eigi að útvega þessi mannvirki þeim sem tekur við rekstrinum. Eg harma að svona skuli vera komið. Að samgöngutækið, sem bæjarfélagið byggir mest á, skuli ekki lengur vera í höndum heimamanna. Þá er ótalin sú óvissa sem starfsfólkinu er boðin í dag. Við megum ekki gleyma því að á bak við starfsmenn Heijólfs eru 28 ijölskyldur og afkoma þessa fólks er í fullkominni óvissu í dag. Það er slæmt mál,“ segir Magnús Jónasson. Sigurg. Metverð á þorski hjá Fisk- markaði Vestmannaeyja Á föstudag í síðustu viku fékkst hæsta verð fyrir þorsk sem fengist hefur hjá Fiskmarkaði Vestmannaeyja frá upphafi. Þá var landað 576 kg. af troliþorski og var meðalverð fyrir kílóið 211,44 kr. en hæsta verð sem fékkst var 248 kr. kílóið. Fiskverðið á markaðinum þennan dag var þetta: Tegund: Magn kg Lægsta v. Meðalv. Hæsta v. Verðmæti Blálanga 332 79 79,00 79 26.228 kr. Keila 304 30 73,41 83 22.317 kr. Langa 642 119 124,96 126 80.224 kr. Sfld 250 73 77,40 83 19.350 kr. Skata 122 230 230,00 230 28.060 kr. Skötuselur 15 265 265,00 265 3.975 kr. Ufsi 2.097 59 65,34 66 137.018 kr. Ýsa 527 112 144,78 170 76.299 kr. Þorskur 576 118 211,44 248 121.789 kr. í tilkynningu frá Fiskmarkaði Vestmannaeyja segir að sfldin, sem seld var, hafi verið flökuð. Þá virðist sem skatan sé komin í ,jólaverðið“ en þarna var um stóra skötu að ræða. Megnið af ufsanum var stóiufsi og ýsan var öll línuýsa af smábátum. Allan þennan tíma hafði samgönguráðherra sannfært okkur um að málið væri enn á vinnslustigi, þrátt fyrir að hann vissi að búið var að gera bindandi samning. Með öðrum orðum svikið okkur. Svikin fólust í því að hann hafði aldrei stöðvað þetta ferli eins og hann lofaði í upphafi.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.