Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 21.12.2000, Side 10

Fréttir - Eyjafréttir - 21.12.2000, Side 10
10 Fréttir Miðvikudagur21. desember 2000 Jón Ingi Guðiónsson: r Okrýndur konungur skemmtanalífs í Eyjum -og rekur sína staði af þó nokkurri reisn Jón Ingi Guðjónsson er í dag ókrýndur konungu skemmtana- lífsins í Vestmannaeyjum. Hann hafði komið víða við áður en hann skellti sér út í skemmtanahransann. Fyrir nokkrum árum söðlaði hann um svo um munaði, seldi trillu og kvóta og keypti Lundann sem er blanda af dansstað og pöbb og hefur undanfarið verið eina skjól þeirra sem vilja sletta úr klaufunum um helgar. Það voru kannski ekki margir sem höfðu trú á Jóni Inga þegar hann, kominn á miðjan aldur sagði bless við sjóinn og brá sér inn fyrir barborðið á Lundanum. En hann hefur komið á óvart. Lundinn hefur lítið breyst en á efri hæðinni hefur hann innréttað skemmtilegan stað sem hann nefnir Gaujabar eftir föður sínum sem lést fyrir um ári í hárri elli. A Gaujabar er notalegt að sitja og spjalla, laus við hávaðann í tónlistinni á neðri hæðinni. Er þama kominn pöbb eins og pöbbar eiga að vera. Hann lét ekki staðar numið og með Steinunni Guðmundsdóttur, sambýlis- konu sína upp á arminn, keypti hann veitingastaðinn Fjöruna sem áður hét HB-pöbb en var upphaflega byggður af Pálma Lórenssyni veitingamanni og hét þá Gestgjafinn. Þau kalla staðinn Prófastinn og var draumur þeirra að útbúa stóran skemmtistað á vesl- mannaeyskan mælikvarða. Til þess að svo gæti orðið keyptu þau hæðina fyrir ofan og innrétluðu þar tvo sali. Framkvæmdum er lokið og þau hafa leyfi fyrir 300 manna skemmti- stað þar sem í boði eru matur og dansiball. A aðventunni hafa þau boðið upp á jólahlaðborð sem hei'ur verið vel sótt enda matseðillinn sam- ansettur af mörgum gimilegum réttum. Þjónusta er líka til fyrir- myndar, staðurinn snyrtilegur í alla staði þannig að ekkert er því til fyrirstöðu að láta sér líða vel á Prófastinum. Ef eitthvað má finna að er það helst að fyrirferðamiklar súlur í aðalsalnum skyggja á sviðið en það stendur til bóta. Það verður því að segjast eins og er, að trillukarlinn, studdur af henni Stein- unni sinni, er að gera góða hluti í sínum rekstri og metnaðurinn er meiri en flestir bjuggust við. Auðvitað má fínna flottari skemmtistaði en Jón Ingi er að bjóða upp á snyrtilega staði og hann hefur fengið gott starfsfólk til liðs við sig þannig að gleðipinnar bæjarins ættu flestir að geta fengið eitthvað við sitt hæfi. Á Prófastinum er mögulegt að halda dansleiki með vinsælustu hljómsveitum landsins, á Lundanum eru minni spámenn í tónlistinni og þar má taka snúning ef menn vilja og vilji menn hafa næði er hægt að bregða sér upp á efri hæðina á Gaujabar. Veitingarekstur í Vestmannaeyjum er kominn í nokkuð fastar skorður, með frábæra matsölustaði eins og Lantemu og veitingahús Hótels Þórshamars og ekki má gleyma Café María. Og vilji fólk kíkja á bar að kvöldi til og eða horfa á fótbolta er hægt að bregða sér á Mánabar. Þá er rétt að minnast á ráðstefnuhúsið í Löngulág sem opnar ótal möguleika í skemmtana - og ráðstefnuhaldi. Það ætti því að heyra sögunni til að ekkert sé um að vera eftir kvöldmat í Vestmannaeyjum eða urn helgar. JÓNI Inga er ekkert að vanbúnaði að taka á móti stórum hópum í mat og á dansleik en slíkt hefur ekki verið í boði í Vestmannaeyjum undanfarin ár. Viljum Ijúka haustönn -segir skólameistari FIV Verkfall framhaldsskólakennara hefur nú staðið nokkuð á annan mánuð en það hófst 7. nóvember sl. Samkvæmt fréttum af samn- ingamálum síðustu daga eru jafnvel taldir möguleikar á að þessi deila leysist fyrir áramót, sem myndi væntanlega þýða að kennsla gæti halist strax upp úr áramótum. Ólafur Hreinn Sigurjónsson, skóla- meistari Framhaldsskólans í Vest- mannaeyjum, seegir að ekki sé tilbúin ákveðin dagskrá til að fara eftir þegar deilan leysist en segist reikna með að það verði svipað hér og hjá öðrum framhaldsskólum. Stefnt sé að því að ljúka haustönninni eftir áramót og hefja vorönn strax að afloknum haust- annarprófum. Ólafur segir að oft hafi það verið hluti af samkomulagi við kennara hvernig haga skuli vinnu í fram- haldinu. T.d. hafi verið kennt á laug- ardögum og prófatíma þjappað saman til að vinna tíma. Þá væri Ijóst að vorönn yrði væntanlega skipulögð á annan hátt en ráð hefði verið fyrir gert, en til þess þyrfti að ná samkomulagi við kennara, t.a.m. um kennslu í páskaleyfi og fleira. „Svo gefur það auga leið að vorönnin lengist eitthvað við þetta," sagði Ólafur en vildi fyrst sjá fyrir endann á yfirstandandi verk- falli áður en hann segði meira um þessa hluti. Einhverjir þeirra nemenda, sem ljúka áttu stúdentsprófi fyrir áramót og hugðu á háskólanám, hafa lent í vandræðum vegna þessa og fengið synjun háskóla þar sem ekki væri lokið tilskildum prófum. Ólafur segir að sér vitanlega hafi slík tilfelli ekki komið upp vegna nemenda Fram- haldsskólans í Vestmannaeyjum. Menntamálaráðuneytið hefur gefið út tilkynningu þar sem segir að þessir nemendur eigi rétt á að fá staðfestingu um námsframvindu sína hjá skóla- meisturum. Þá er einnig vitnað í lög um háskóla þar sem það sé í höndum stjómenda háskóla að meta hvort nemendur uppfylli skilyrði um inngöngu þótt þeir hafi ekki lokið stúdentsprófi. Heimild sé til þess samkvæmt lögunum. Ólafur Hreinn sagðist ekkert ætla að segja um þessa tilkynningu, hann reiknaði með að nemendur myndu ljúka sínum prófum. „Þetta er leyfi- legt en ég ætla ekki að tjá mig um þetta mál,“ sagði Ólafur. Enn fækkar íbúum Samkvæmt upplýsingum frá bæjarskrifstofum hefur íbúum í Vestmannaeyjum fækkað um 1,2% frá 1. des. 1999 til 1. desember síðastliðinn. í fyrra voru íbúar í Eyjum 4583 talsins. Fæðingar á þessu tímabili vom 60 og aðfíuttir 228 eða samtals 288 nýir íbúar. 29 létust á tímabilinu pg 313 fluttu héðan, samtals 342. íbúatalan 1. des. sl. var því 4529, íbúum hefur fækkað um 54 á tímabilinu. Athygli vekur að fækk- unin er minni hjá kvenfólki, þeim fækkaði aðeins um 9 en körlum um 45. Enn sígur því á verri hliðina í íbúaþróun í Vestmannaeyjum og ljóst að eitthvað verður róttækt að gerast eigi það markmið að nást að íbúafjöldinn verði kominn upp í 5200 manns árið 2010, eins og ályktað var á ráðstefnunni 2010 í haust. eyjafrettir.is

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.